Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Búdapest þann 14. nóvember. Þú bókar 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1 og kynnist þessari glæsilegu borg á einstökum kjörum. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is 2 fyrir 1 til Búdapest 14. nóv. frá kr. 19.990 Síðustu sætin Verð kr. 19.990 Flugsæti með sköttum. 2 fyrir 1 tilboð. Út 14. og heim 17. nóv. Netverð á mann. Gisting frá kr. 2.800 Gisting pr. nótt á mann í tvíbýli á Hotel Tulip Inn með morgunverði. Netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina Þetta var það þunnt að það var á mörkunum að það hefði tekið með sér fólksbíl,“ sagði Oddur. Hann sagði að fremur lítill snjór væri uppi í fjöllunum þarna, þar sem upptakasvæði stórra snjóflóða eru. „Það er engin snjóflóðahætta í byggð sem er, en það geta fallið flóð úr hlíðunum á vegi. Það koma spýjur þar eins og gengur. Engin snjóflóð hafa komið á hlíðarnar, Óshlíð og Súðavíkurhlíð, enn sem komið er,“ sagði Oddur. LÍTIÐ flekaflóð féll úr Eyrarfjalli við Öndunarfjörð milli kl. 13 og 14 í gær. Flóðið féll rétt utan við bæinn Hvilft, en bænum stafaði engin hætta af, að sögn Odds Pétursson- ar, snjóathugunarmanns Veður- stofu Íslands í Súðavík og Ísafjarð- arbæ. „Þetta var um 40 metra breitt á veginum og lítið snjómagn. Upptökin voru rétt ofan við miðja hlíð, þetta var fínlegur lausasnjór sem hafði skafið út úr Hvilftinni. Að sögn Geirs Sigurðssonar, rekstrarstjóra Vegagerðarinnar, var vegurinn fljótlega ruddur. Snjórinn eftir flóðið var um 40 sentimetra djúpur á veginum og vegurinn jeppafær, þrátt fyrir spýjuna. Samkvæmt upplýsingum frá snjóflóðavakt Veðurstofunnar breytti flóðið engu um viðbúnaðar- ástand vestra. Ekki var óttast að byggð stafaði hætta af snjóflóðum í gær. „ÞETTA markaðs- átak hefur skilað sér gríðarlega vel og farið fram úr öllum okkar vonum. Það er ótrúlegt að hafa náð svona vel inn á þennan áhrifamesta miðil sem sjónvarpið vissulega er,“ segir Artúr Björgvin Bollason upplýsinga- og kynningarfulltrúi Icelandair í Frank- furt um kynn- ingarátak sem slegið hefur í gegn hjá þýskum sjónvarps- stöðum sem sækjast hver af annarri eftir því að koma til Ís- lands til að taka upp efni. Átakið hófst um síðustu áramót með því að höfða til nokkurra sjón- varpsstöðva og í vor og sumar fór boltinn að rúlla fyrir alvöru og hafa nú níu sjónvarpsstöðvar sent þáttagerðamenn sína til Íslands. Við stefnum að jafnvel enn stærri verkefnum með þeim „Það er toppurinn að ná öllum þessum sjónvarpsstöðum hingað til lands og er bara upphafið því við stefnum jafnvel á enn stærri verkefni með þeim,“ segir Artúr Björgvin sem unnið hefur að mál- inu með Guðmundi Óskarssyni markaðsstjóra hjá Icelandair. Umfjöllunarefni stöðvanna hefur almennt verið um áhugaverða staði fyrir ferðamenn og þar með nýst Icelandair sem auglýsing. Ennfremur voru nokkrar stöðvar að taka upp efni frá Iceland Air- waves-tónlistarhátíðinni sem lauk um síðustu helgi. Skrifstofa Ferðamálaráðs í Frankfurt hefur stutt átakið sem og sendiráð Íslands í Berlín. Fyrirspurnum rignir inn „Þetta er mjög skemmtilegt og partur af þessu er náttúrlega áhugi Þjóðverja fyrir Íslandi. Upphaflega var ekki auðvelt að fá þá í slaginn en þegar þeir voru komnir á bragðið linntu þeir ekki látum og fyrirspurnunum rignir inn.“ Hingað hafa sjónvarpsstöðvar á borð við TDF, ARD, RTL, 3 SAT N24 og NTV sent þáttagerðarfólk og hefur Artúr farið með sjón- varpsfólkinu til Íslands til að vera leiðsögumaður þeirra og aðstoðað við eitt og annað, jafnvel tekið að sér að vera sjónvarpskynnir í 50 mínútna þætti sem sendur var út fyrir skemmstu. Artúr hefur búið til ferðaáætlun fyrir tökuliðin og ferðast með þeim um landið og hefur sjónvarpshópunum þótt þetta fyrirkomulag þægilegt. Spyrst út hvað landið sé skemmtilegt heim að sækja „Það hafa líka allir lagst á eitt um að hjálpa þessu fólki og verið viljugir að taka á móti því. Ég hef fengið fínan beina þar sem ég hef komið með þá og boðað komu þeirra. Það hefur því spurst út að við séum höfðingjar heim að sækja og landið sé skemmtilegt. Það vissu nú reyndar margir Þjóð- verjar, en við vonum að þessi mikla Íslandsumfjöllun í sjónvarpi muni hafa einhver áhrif.“ Ísland slær í gegn í þýska sjónvarpinu Morgunblaðið/Árni Sæberg MIKIL snjóatíð hefur verið í Fljót- um í október og hafa margir bænd- ur þurft að sinna fé sínu vel og gæta að því. Getur það verið afar tíma- frekt og ýmis verk hafa því tafist í haust, fyrst vegna bleytu í septem- ber og síðan vegna snjóþunga. Bændur í Fljótum eru einnig farnir að gefa hrossum sínum, enda er snjórinn orðinn djúpur á jafnsléttu og erfitt fyrir hrossin að kroppa eft- ir fæði, sérstaklega þar sem orðið var lítið fyrir. Jóhannes Ríkharðsson, bóndi á Brúnastöðum í Fljótum, á um fimm- hundruð og fimmtíu fjár og hefur haustið verið honum afar erfitt vegna veðursins. „Það er búið að vera afskaplega óskemmtilegt að hafa alla þessa rigningu um haustið og svo kom veturinn með svona líka hvelli, en versti hvellurinn hjá okkur var stórhríð sem kom tíunda októ- ber,“ segir Jóhannes. „Það er meira og minna búið að þurfa að gefa skepnunum allan október, en við er- um vanir að taka þær inn í hús um miðjan nóvember, þó það megi vissulega búast við öllu á þessu svæði hérna.“ Þótt veðursælt sé venjulega í Fljótunum getur orðið afar snjó- þungt og segir Jóhannes kindurnar hafa verið heima við frá því fyrir helgi, en hann hafi leitað nokkurra kinda í nágrenninu í gær á vélsleða og fundið fimm. Þótt gefa þurfi kindunum óvenju snemma segir Jó- hannes að heyið ætti að endast fram á vor. „Heyin sluppu fyrir horn í sumar og þetta hafðist allt saman. Það var ágætis spretta og slapp eig- inlega ótrúlega vel,“ segir Jóhann- es. Karlar og krakkar í sund á laugardagskvöldum „Það gekk samt illa að taka seinni sláttinn, því það rigndi nánast lát- laust eftir verslunarmannahelgi og út september. Við fengum samt sem betur fer gott veður á gangnadag- ana okkar, þá var sól og blíða. Þá sluppum við líka með skrekkinn í kornræktinni og vorum að þreskja heila nótt, byrjuðum um kvöldið og vorum að í tólf tíma. Það passaði að þegar við vorum nýbúnir fór strax að rigna aftur.“ Að sögn Jóhannesar hafa orðið nokkur ættliðaskipti á bæjunum í Fljótum og mikið af ungu fólki í sveitinni. „Það er því mikið félagslíf í kringum barnaafmæli og skóla- starf og slíkt,“ segir Jóhannes og bætir við að það hleypi miklu lífi í sveitina að yngja hana upp. „Við komum líka saman á laug- ardagskvöldum í sundlauginni, karl- arnir í sveitinni með krakkana okk- ar. Þá sitjum við í pottinum og spjöllum á meðan krakkarnir svamla. Þá fara konurnar oft saman í leikfimi á Siglufjörð.“ Októbermánuður erfiður bændum Morgunblaðið/Örn Þórarinsson Talsvert hefur snjóað í Fljótum síðustu daga og hafa bændur verið að smala fé sínu saman og taka á gjöf. Er nú svo komið að allt sauðfé er komið á fulla gjöf sem er mun fyrr en undanfarin ár. Þarf að fara aftur til snjóflóðaársins 1995 til að finna jafn óhagstæða tíð í lok október og nú. Þessar ær biðu þess að komast í hús á föstudaginn. Haustið veðrasamt og snjóþungt í Fljótum í Skagafirði Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Lítið snjóflóð féll á veginn við Hvilft Ljósmynd/Hilmar Örn Þorbjörnsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.