Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 6
6 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Laxamýri | Margt var um manninn á Laugum í Reykjadal í gær þegar þess var minnst að áttatíu ár eru liðin frá því að skólahald hófst þar á staðnum. Margir velunnarar skólans voru mættir til þess að hlýða á og taka þátt í veglegri dagskrá í tilefni dagsins. Mörg ávörp voru flutt og í ræðustól stigu forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra, Jón Kristjánsson heilbrigð- isráðherra, Guðmundur Árnason ráðuneytisstjóri menntamála og Ingólfur Sigfússon forseti nem- endafélagsins og margir fleiri. Bygging skólahúss á Laugum hófst vorið 1924, en fyrsta vetr- ardag haustið 1925 var alþýðuskól- inn settur í fyrsta sinn og varð hann strax vinsæll og vel sóttur skóli. Skólinn stóð af sér miklar breytingar í þjóðfélaginu í gegnum árin og lifði margan héraðsskólann þegar þeir voru lagðir niður hver af öðrum. Nú hefur framhaldsskóli starfað á Laugum frá árinu 1988 og hefur hann styrkt stöðu sína á und- anförnum árum sem framhalds- skóli í sveit og hefur námsframboð og umhverfi sem aðrir hafa ekki. Uppbygging mannvirkja hefur verið mikil og má þar nefna hið glæsilega íþróttahús sem hefur verið ungu fólki til mikils fram- dráttar. Þá má nefna ný sundlaug- armannvirki sem voru tekin í notk- un sl. sumar en á Laugum er fyrsta yfirbyggða sundlaug lands- ins sem byggð var 1925 og búin að þjóna vel í 80 ár. Þá er í gamla skólahúsinu nýuppgert og glæsi- legt bókasafn ásamt tölvuveri, auk þess sem heimavistir hafa verið endurnýjaðar og byggðar nýjar sem nýtast mjög vel til hótelhalds á sumrin. Í tengslum við hátíðahöldin á Laugum var efnt til sýningar á munum skólans og ljósmyndum úr skólalífinu. Þá má geta þess að bú- ið er að gefa út bók um skólahald á staðnum frá árinu 1925–1988 og voru fyrstu eintökin afhent skóla- meistaranum Valgerði Gunnars- dóttur og forseta Íslands. Miklar veitingar voru í boði og gátu eldri nemendur rifjað upp góða tíma á Laugum og var ekki að sjá annað en að allir hefðu gert sér glaðan dag. Valgerður Gunnarsdóttir skólameistari, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Valgerður Sverrisdóttir iðn- aðarráðherra og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Í baksýn eru Hjalti Jón Sveinsson, skólameistari Verk- menntaskólans á Akureyri, og Guðmundur Birkir Þorkelsson, skólameistari Framhaldsskólans á Húsavík. Skólastarf á Laugum 80 ára „FRAM í dagsljósið“ var yfirskrift stofnfundar aðstandendahóps Geð- hjálpar sem haldinn var í húsnæði samtakanna á Túngötu í gær. Fullt var út úr dyrum, en líklegt má telja að vel á áttunda tug manna hafi sótt fundinn. Svanur Kristjánsson, einn aðstandenda, ávarpaði fundinn og fagnaði þeim fjölda sem mættur var. Sagði hann yfirskrift fundarins vísa til þess hversu mikilvægt væri að persónugera málefnið. Minnti hann á að um væri að ræða nokkuð stóran hóp, en 20% Ís- lendinga eiga einhvern tímann á lífsleiðinni við geðsjúkdóm að stríða. „Með aðstandendum þessa fólks er- um við farin að tala um meirihluta þjóðarinnar sem þetta málefni snertir, þannig að við erum ekki lít- ill hópur í einhverjum afkima, við erum stór hópur.“ Árni Magnússon félagsmálaráð- herra var sérstakur gestur fund- arins og ávarpaði viðstadda. Sagðist hann vænta þess að eiga gjöfult samstarf við þennan nýstofnaða hóp. „Ég get fullvissað ykkur um að eftir röddum ykkar verður hlustað í því ráðuneyti sem ég fer með,“ sagði Árni og tók fram að starfsemi hópsins væri mikilvæg viðbót við þá gróskumiklu starfsemi sem þegar færi fram í húsi Geðhjálpar. Á fundinum rakti Svanur tildrög stofnunar hópsins. „Við erum að skipuleggja okkur til þess að vinna fyrir ástvini okkar. Í öðru lagi erum við að gera þetta til að hjálpa okkur sjálfum til þess að við séum fær um að standa sem best við bakið á ást- vinum okkar. Í þriðja lagi lítum við á okkur sem þjóðfélagsafl sem er að reyna að hjálpa þjóðfélaginu til þess að vera það sem það vill vera. Við höfum almenningsálitið á okkar bandi, vegna þess að þjóðfélag okk- ar er grundvallað á samhjálp og mannúð,“ sagði Svanur og minnti á að samhjálpin væri góður „biss- ness“, enda hefðu rannsóknir sýnt fram á að í þeim þjóðfélögum þar sem samhjálpin er mest sé líka hag- sældin og samkeppnishæfnin mest. Geðsjúkir eiga að njóta mannréttinda og virðingar Fram kom í máli Svans að mik- ilvægustu markmið hópsins eru að berjast fyrir því að þeir sem þjást af geðsjúkdómum og aðstandendur þeirra njóti sömu mannréttinda og virðingar og aðrir í samfélaginu. Það þýðir að hópurinn ætlar sér að berjast fyrir bestu þjónustu sem völ er á og endurhæfingu sem tekur mið af þörfum hvers og eins auk þess að beita sér fyrir fyrir fræðslu um geðsjúkdóma og afleiðingar þeirra fyrir þá sem af þeim þjást. Sagðist Svanur hafa fundið það í viðræðum við bæði félagsmálaráð- herra og heilbrigðisráðherra að full- ur vilji væri fyrir því meðal ráða- manna að gera átak í málefnum geðsjúkra. Fagnaði Svanur því að af sölu Símans hefði einn milljarður króna verið settur í uppbyggingu og endurhæfingu fyrir geðsjúka, en því til viðbótar koma 500 milljónir úr framkvæmdasjóði fatlaðra. „Vissu- lega þótti okkur vænt um að fá þessa peninga í þennan málaflokk, en okkur þótti enn vænna um rök- stuðning félagsmálaráðherra við út- hlutunina, því þar kom fram að fjár- magnið væri sett í málaflokkinn vegna þess að geðsjúkir ættu að njóta mannréttinda og virðingar í þjóðfélaginu.“ Fyrsta sambýlið gæti risið strax á næsta ári Í máli Árna Magnússonar kom fram að hann hefði fylgst með mál- efnum fólks með geðraskanir um nokkurt árabil. „Frá því ég tók við embætti félagsmálaráðherra hef ég gert mér æ betri grein fyrir bágri stöðu margra geðfatlaðra og að- standenda þeirra,“ sagði Árni og minnti á nýlega rannsókn ráðuneyt- isins á könnun þjónustuþarfa geð- sjúkra sem leiddi í ljós að tals- verðum fjölda bæri að fá tækifæri til annars konar búsetu en nú er. „Ég vil nota þetta tækifæri til að fullvissa ykkur um að af hálfu fé- lagsmálaráðuneytisins ríkir mikill metnaður í þessum efnum. Það er staðfastur ásetningur okkar að fylgja þessu verkefni vel eftir og vanda til verka á allan hátt. Starfs- hópur mun taka að sér þá vinnu og leita samstarfs við þá sem best til þekkja. Þeirra á meðal eru að sjálf- sögðu Geðhjálp, aðstandendur og fagfólk í geðheilbrigðiskerfinu. Ég vænti þess að gjöfult samstarf þess- ara aðila muni leiða til farsælla úr- ræða fyrir þá sem í hlut eiga,“ sagði Árni og minnti á að innan ráðuneyt- isins væri nú verið að vinna að end- urskoðun á stefnu í málefnum fatl- aðra. Sagðist hann vænta þess að ný stefna í málaflokknum yrði kynnt á næstu mánuðum, en í henni verður m.a. fjallað um búsetu fatlaðra og stoðþjónustu. Í umræðum á fundinum var Árni m.a. inntur eftir því hver yrðu fyrstu skref í útdeilingu fjármagns- ins sem tilkynnt var að færi í mála- flokkinn og hvenær búast mætti við að fyrsta sambýlið risi fyrir Síma- sölupeningana. „Það liggur ekki ljóst fyrir hvern- ig nýta eigi fjármagnið og þess vegna þurfum við að eiga gott sam- starf við ykkur og læra af ykkar reynslu við uppbygginguna til þess að ná sem bestum árangri,“ sagði Árni og minnti á að hvað tímaröð- inni viðkæmi þyrfti að skilgreina hvar þörfin væru mest og byrja þar. Aðspurður taldi Árni að hægt yrði að sjá fyrsta sambýlið rísa fyrir þessa fjármuni strax á næsta ári. Þess má að lokum geta að næsti fundur hópsins verður haldinn mið- vikudaginn 16. nóvember nk. kl. 20 í húsnæði Geðhjálpar á Túngötu og verða þar talsmenn hópsins kosnir. Aðstandendahópur Geðhjálpar er öllum opinn sem eiga ættingja er stríða við geðsjúkdóm og ganga í fé- lagið Geðhjálp. Gert er ráð fyrir fundum mánaðarlega þar sem farið er yfir starfið. Fullt út úr dyrum á stofnfundi aðstandendahóps Geðhjálpar í húsnæði samtakanna á Túngötu Málefni sem snertir meirihluta þjóðar Morgunblaðið/Sverrir Stofnfundur aðstandendahóps Geðhjálpar var afar vel sóttur, enda málefni sem snertir fjölda fólks. Áætla má að vel á áttunda tug einstaklinga hafi sótt fundinn og þurftu allmargir að standa vegna þrengsla. Næsti fundur hópsins verður haldinn 16. nóvember næstkomandi þar sem farið verður yfir starfið. Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Morgunblaðið/Atli Vigfússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.