Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 7 FRÉTTIR Fjármögnun í takt við þínar þarfir H in rik P ét ur ss on l w w w .m m ed ia .is /h ip Við viljum að þú náir árangri Suðurlandsbraut 22 108 Reykjavík Sími 540 1500 Fax 540 1505 www.lysing.is “Vi› vitum a› me› réttum tækjum og tólum eiga vi›skiptavinir okkar meiri möguleika a› ná árangri í sinni starfsemi. Okkar markmi› er a› a›sto›a flá til gó›ra verka enda vitum vi› a› velgengni okkar byggist á velgengni vi›skiptavinanna.“ Gu›rí›ur Ólafsdóttir Yfirma›ur fyrirtækjasvi›s LÖGREGLUNNI í Keflavík var til- kynnt um tvö skemmdarverk á bif- reiðum á laugardag. Um morguninn var lögregla kölluð að bifreiðastæði við SBK, þar sem búið var að brjóta afturrúðu í Nissan Micra-bifreið. Einnig var búið að skemma aftur- rúðuþurrkuna. Síðdegis tilkynnti eigandi eðal- bílaþjónustu að skemmdir hefðu ver- ið unnar á bifrið hans er hann var á ferðinni í Reykjanesbæ síðastliðið miðvikudagskvöld. Er hann ók eftir Hafnargötu rétt við Tjarnargötu var eggjum kastað í bifreiðina úr bifreið sem hann mætti. Lentu eggin á vín- ilklæddum toppi eðalbifreiðarinnar og skemmdist toppurinn við það. Eggjum kastað í eðalvagn HARALDUR Briem sóttvarnalækn- ir segir að fuglainflúensa sé flensa í fuglum en ekki mönnum. Hann segir að fuglainflúensa hafi í mjög fáum tilfellum smitast frá fuglum í menn og að hún smitist ekki milli manna. Ekki sé því verið að gefa mönnum bóluefni vegna þessa. Hann segir aðspurður að bólu- setning vegna árlegrar inflúensu hér á landi komi fuglainflúensunni ekkert við. Hann segir ennfremur aðspurður að bólusetning vegna inflúensu hér á landi veiti ekki vörn gegn fuglainflúensu. Hann ítrekar að í mjög fáum tilfellum hafi fugla- inflúensa smitast frá fuglum í menn. Hann segir ennfremur að almenningur þurfi ekki að óttast fuglainflúensu; hún sé ekki faraldur í mönnum. Bólusetning gegn inflúensu óviðkomandi fuglaflensu TVEGGJA daga veiði í laxveiðiánni Alta í Finnmörku í Noregi fór á 170 þúsund norskar krónur, eða tæplega 1,6 milljónir íslenskra króna, á upp- boði á veiðileyfum á svokallaðri lax- ahátíð, sem Verndarsjóður villtra laxa stóð fyrir í Ósló í Noregi í síð- ustu viku. Á laxahátíðinni voru boð- in upp veiðileyfi í þekktum ám í Nor- egi, en markmið hátíðarinnar var fjársöfnun fyrir sjóðinn. Orri Vigfússon, formaður sjóðs- ins, segir að sjóðurinn sé með starf- semi í löndunum í kringum Atlants- hafið. Tilgangur sjóðsins sé laxavernd, eins og nafnið ber með sér, en sjóðurinn kaupir kvóta og veiðiréttindi í sjó svo laxinn geti gengið til baka í sínar heimaár. Sjóð- urinn hafi keypt slík réttindi við Ís- land, Færeyjar og Grænland og víð- ar, en stefnt sé að því að kaupa þau á fleiri stöðum, t.a.m. við Noreg. Orri segir að sjóðurinn hafi fyrr á árinu gert samninga um kaup á net- um í Þrándheimsfirði og laxahátíðin í Ósló hafi átt að styrkja þau kaup. Hann segir að hátíðin hafi vakið at- hygli í Noregi og fjallað hafi verið um hana í norska ríkissjónvarpinu. Orri segir að Íslandsbanki hafi einn- ig styrkt hátíðina. Tveggja daga veiði fór á 1,6 milljónir Verndarsjóður villtra laxa stóð fyrir laxahátíð í Noregi SLÖKKVILIÐ og lögregla voru kölluð að atvinnuhúsnæði í Grófinni 6 í Keflavík síðdegis á laugardag vegna elds sem hafði komið upp í húsinu. Húsinu er skipt í nokkur bil og hafði kviknað í einu þeirra. Slökkvistarf gekk greiðlega en nokkrar skemmdir urðu, mest vegna reyks og sóts. Að sögn lög- reglu eru eldsupptök ókunn, en málið er í rannsókn. Eldur í Keflavík BYGGING kalkþörungaverksmiðju Íslenska kalkþörungafélagsins á Bíldudal hófst á föstudaginn. Byrjað er að taka fyrir grunni hússins, en það er fyrirtækið Lás hf. á Bíldudal sem sér um jarð- og steypuvinnu við verksmiðjuna. Ekki fékkst bankalán til þess að reisa verksmiðjuna sem írska fyrir- tækið Marigot og sanddælingafyrir- tækið Björgun á Bíldudal sóttu um fyrr í mánuðinum. Í yfirlýsingu frá Michael Ryan, framkvæmdastjóra Íslenska kalkþörungafélagsins segir að ástæðan fyrir höfnun lánsum- sóknarinnar hafi verið sú að bankinn hafi ekki viljað taka verksmiðjuna og byggingar hennar sem veð vegna staðsetningar hennar. Fjármögnun tókst þó eftir öðrum leiðum og er gert ráð fyrir því að framleiðsla hefj- ist snemma næsta vor. Í fyrsta áfanga verður framleiðslan um 8.000 tonn á ári, en reiknað er með að full afkastageta verksmiðjunnar verði um 40.000 tonn eftir stækkanir í nokkrum áföngum. Guðmundur Valgeir Magnússon, verksmiðjustjóri, segist bjartsýnn á þróunina. „Það er stöðugt verið að vinna að vöruþróun á Írlandi. Það sem þeir eru komnir niður á í dag er efni sem heitir Acid Buf, en það er fæðubótarefni fyrir búpening unnið úr kalkþörungum.“ Kalkþör- ungaverk- smiðja rís

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.