Morgunblaðið - 31.10.2005, Side 8

Morgunblaðið - 31.10.2005, Side 8
8 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ef við þurfum aðborga stórar fúlg-ur til baka, þá er þetta samningur sem ekki er fýsilegur og við munum þá ekki vinna lengur eftir honum,“ segir Karl Ander- sen formaður Hjartasjúk- dómafélags Íslands. Í gildi er samningur milli sérfræðilækna og Tryggingastofnunar ríkis- ins, undirritaður í upphafi árs og er til þriggja ára, fram í mars árið 2008. Hann byggist á áætlun fyrir þjónustu á árinu 2004, en lokauppgjör vegna þess árs lá ekki fyrir þegar núgildandi samningur var undirritaður. Nú er ljóst að kvóti á keyptri þjónustu heilbrigðisyfirvalda fyrir þetta ár er 1% minni en raun varð á síðast- liðið ár. „Það breytir ekki því að átök eru um lið í samningnum, sem við sam- þykktum á sínum tíma og kveður á um sérstakan afslátt ef við förum fram úr,“ segir Kristján Guð- mundsson sem sæti á í samninga- nefnd fyrir hönd sérfræðilækna. Fram til þessa hefur ekki þurft að beita afsláttarákvæðinu, en að- stæður hafa breyst. Mikil aukning hefur orðið, en aðsókn að þjónustu sérfræðilækna hóf að aukast þegar á liðnu hausti að sögn Óskars Ein- arssonar formanns Læknafélags Reykjavíkur. Þannig hafi aukning- in orðið um 30% milli ára hvað hjartalækna varðar og á milli 15– 30% aukning t.d. í kransæðaþræð- ingum, aðgerðum ýmiskonar og rannsóknum innan sjúkrahúsanna. Mun fleiri komur eru á bráðamót- tökur og læknavaktir og sérfræð- ingar í barna- og lungnalækning- um fengu yfir sig holskeflu á liðnum vetri í kjölfar flensufarald- urs og RS-faraldurs hjá börnum. Ástæðu þessara aukningar segja læknar sem rætt var við m.a. þá að ákveðin vakning sé í gangi, þjóðþekktir einstaklingar hafi dottið niður í hjartastoppi og um- ræða aukist, þannig að fólk vilji hafa varann á, bíði ekki eftir að fá einkenni heldur láti athuga sig. Kristján segir að þetta ástand sé ekki bundið við Ísland, svipað sé uppi á teningnum t.d. í Danmörku. Hann nefnir líka að stígandi hafi verið í þvagfæralækningum, um 200 manns greinist á ári með blöðruhálskrabbamein og flestir lifa þannig að í þjóðfélaginu sé stór hópur fólks með greinda sjúkdóma sem eftirlit þarf að hafa með. Bakreikningar til hjartalækna? Mest aukning hefur orðið hjá hjartalæknum og nefndi Óskar að innan þeirra raða hefði orðið viss endurnýjun, sem hefur í för með sér aukið aðgengi að þeim. Þannig hefði á liðnum misserum tekist að vinna upp biðlista, áður var bið eft- ir tíma hjá hjartalæknum allt upp í 6 mánuði, en sé nú um 3 vikur. Margir læknar hafa nú undir lok árs dregið úr umsvifum sínum vegna þess ástands sem skapast hefur, fresta því sem hægt er fram yfir áramót. „Það vinnur enginn verktaki fyrir ekki neitt,“ segir Karl. Læknar hafi fólk í vinnu og því sé enginn rekstrargrundvöllur fyrir því að starfa nú þegar fjárveiting- ar eru uppurnar og yfirvöld hafi gefið út að hver og einn hjarta- læknir megi eiga von á bakreikn- ingi upp á eina til eina og hálfa milljón króna. „Slíkur samningur er ekki hagstæður fyrir okkur sem eftir honum vinnum, við segjum honum þá bara upp,“ segir Karl en ákvæði eru í samningnum þess efnis að hann er uppsegjanlegur af beggja hálfu á þriggja mánaða fresti. Þá er líka valkostur að hjartalæknar starfi sjálfstætt, líkt og tannlæknar með eigin gjaldskrá og fólk yrði þá sjálft að leita til TR til að fá hlut sinn endurgreiddan. „Við munum ekki hlaupast und- an merkjum, við sjáum áfram um okkar sjúklinga þó við þurfum að gefa vinnu okkar og jafnvel borga með okkur fram að áramótum. En við ætlum ekki að halda þessu áfram á næsta ári. Við getum ekki borið ábyrgð á sjúkratryggingum landsmanna. Ef TR ákveður að kaupa af okkur ákveðið magn af vinnu, þá fær hún það magn og ekkert annað,“ segir Karl. Hann sagði stöðuna nú í lok árs þá að margir sérfræðilæknar sæju ekki fram á að reka stofur sínar á þessum forsendum. Læknar mættu ekki auglýsa þjónustu sína, „við stýrum ekki aðsókninni til okkar. Það hafa einfaldlega nú komið upp aðstæður sem við ráð- um ekki við.“ Ljóst væri að ef læknar tækju á sig skellinn núna hefðu þeir ekki áhuga á því aftur, „við brennum okkur bara einu sinni á þessu.“ Kristján segir að ríkið þurfi að áætla sín útgjöld fyrirfram og gert hafi verið sameiginlegt mat á því hver þörfin yrði fyrir þjónustu. Ekkert hefði bent til annars á liðnu ári en þær áætlanir myndu stand- ast. Aukningin nú hefði því komið báðum aðilum á óvart, „þetta var ekki fyrirséð.“ Nú væru menn að fara yfir mál- in í bróðerni, læknar hefðu skiln- ing á að ríkið hoppaði ekki bara til og mokaði í þetta peningum. „Það þarf að gera breytingar á samn- ingnum og við erum að þreifa á því núna, en það er enn engin lausn í sjónmáli.“ Fréttaskýring | Gera þarf breytingar á samningi sérfræðilækna og TR Verst ástand hjá hjartalæknum Valkostur að starfa sjálfstætt með eigin gjaldskrá líkt og tannlæknar Fleiri komur eru skráðar á bráðamóttökur. Ekki hefur þurft að beita afsláttarákvæði áður  Samningur TR og sérfræði- lækna kveður á um kaup á ákveðinni þjónustu. Þegar kvót- anum er náð er ákvæði um af- slátt á þjónustu, en því hefur ekki þurft að beita fram til þessa. Nú er staðan sú að í það heila er aukningin um 8% en ástandið er verst hjá hjartalæknum þar sem hún er um 30%. Þeir eru því ókyrrir, hafa dregið úr um- svifum sínum, fresta aðgerðum og sjá fram á stóra bakreikninga. Eftir Margréti Þóru Þórsdóttur maggath@mbl.is Í NÝLEGU útboði Vegagerðarinnar á áætlunarakstri á sérleyfisleiðum var í fyrsta sinn beitt sérstöku ákvæði til að snúast gegn kennitölu- flakki. Nýmælin felast í því að við- skiptasaga stjórnenda og helstu eig- enda verður könnuð aftur í tímann og getur orðið tilefni til frávísunar. Er markmiðið með þessu að koma í veg fyrir ójafna samkeppni þátttakenda í opinberum útboðum. Þetta kemur fram á vef samgönguráðuneytisins. Þar kemur fram að Vegagerðin muni eftirleiðis fara þessa leið til þess að verjast kennitöluflakki. „Breyttu verklagi Vegagerðarinn- ar er ætlað að koma í veg fyrir að að- ilar, sem hafa látið ógreidd lífeyris- sjóðsgjöld og skatta, skuldir við birgja og jafnvel gömul dómsmál hverfa, taki þátt í opinberum útboð- um. Ekki dugar lengur að stofna nýtt fyrirtæki eða taka í notkun ónotaða kennitölu, hafi menn verið svo fyr- irhyggjusamir að verða sér úti um kennitölu til seinni nota. Fyrirtæki sem taka þátt í útboðum á vegum Vegagerðarinnar keppa eftirleiðis við sína líka,“ segir á vef ráðuneytisins. „Við erum afar ánægð með þetta framtak Vegagerðarinnar, því kenni- töluflakk er mjög algengt og alvar- legt vandamál í íslensku atvinnulífi,“ segir Kristún Heimisdóttir, lögfræð- ingur Samtaka iðnaðarins, og bendir á að könnun sem gerð var á síðasta ári meðal 600 stjórnenda fyrirtækja hafi leitt í ljós að 73% fyrirtækja höfðu beðið fjárhagslegan skaða af völdum kennitöluflakks, þar af 40% fyrirtæki oftar en sex sinnum. „Snemma á þessu ári hvöttum við alla stærstu opinberu kaupendurna til þess að breyta ákvæðum í útboðs- gögnum í því skyni að hafa áhrif til bóta,“ segir Kristrún og hvetur kaup- endur til að fara að fordæmi Vega- gerðarinnar. Ákvæði til að sporna gegn kennitöluflakki ALLS voru 24 mál afgreidd á nýaf- stöðnu kirkjuþingi 2005. Meðal þess sem samþykkt var á þinginu var til- laga að drögum um breytingu á kjöri til kirkjuþings. Að sögn Guðmundar Þórs Guðmundssonar, lögfræðings og framkvæmdastjóra kirkjuráðs, miðast breytingin að því að fjölga þátttakendum á kirkjuþingi úr 21 í 29, jafnframt því að víkka út kjör- gengið. Fram til þess hefur skiptingin milli þátttakenda verið sú að níu prestar taki þátt og 12 leikmenn. Með fjölgun í 29 þátttakendur yrði skiptingin 12 vígðir þjónar kirkjunn- ar, þ.e. bæði prestar og djáknar, sem hafa hingað til ekki átt fulltrúa á þinginu, og 17 leikmenn. „Hingað til hafa leikmenn aðeins mátt koma úr röðum sóknarnefndarmanna en taki breytingin gildi geta allir í þjóðkirkj- unni boðið sig fram samkvæmt skil- yrðum starfsreglna tillögunnar,“ segir Guðmundur. Hann bendir á að eftir sem áður fari tilnefningarnar í gegnum sókn- arnefndir. Bendir hann á að breyt- ingin sé háð því að Alþingi samþykki frumvarp til laga um breytingu á kirkjulögunum, sem kirkjuþing sam- þykkti og sendi frá sér, sem gefur kost á því að opna þetta. „Samþykki Alþingi þessa breytingu verður mál- ið sent út til héraðsfunda prófasts- dæma landsins til umsagnar og síðan tekið til umfjöllunar á aukakirkju- þingi sem væntanlega yrði haldið í febrúar nk.“ Kirkjumiðstöð á Akureyri til skoðunar hjá kirkjuráði Meðal annarra mála sem afgreidd voru á kirkjuþinginu, sem lauk á föstudag, nefnir Guðmundur að sam- þykkt var að vísa tillögu um stofnun kirkjumiðstöðvar á Akureyri til kirkjuráðs til nánari skoðunar og aukins undirbúnings. „Þannig að það fékkst ekki nein afgerandi afstaða kirkjuþings til málsins, heldur var kirkjuráði gert að athuga málið bet- ur og ræða við alla þá aðila sem kynnu að vilja vera með í þessu.“ Einnig var samþykkt að fela kirkjuráði að skipa þriggja manna nefnd til að fara yfir starfsreglur um kirkjustjórn prófasta, héraðsnefnda og vígslubiskupa í héraði. Að sögn Guðmundar telja menn reynsluna sýna að ástæða sé til þess að fara yfir starfsreglur um prófasta og vígslu- biskupa gagnvart því að skilgreina nákvæmlega hvaða hlutverki þeir gegna í kirkjustjórnun í héraði, sér- staklega í erfiðum deilumálum. Stefnt að breytingum á kjöri til kirkjuþings NÝTT skip, Bergur VE 44, kom í fyrsta skipti til heima- hafnar í Vestmannaeyjum á laugardag. Bergur kemur frá Póllandi en var keypt í Noregi og er það útgerðar- félagið Bergur ehf. sem á skipið. Bergur er ísfisktog- ari, smíðaður í Danmörku 1998, er 10,50 metra breiður og 36 metrar á lengd. Skipstjóri er Grétar Sævaldsson. Morgunblaðið/Sigurgeir Jónasson Nýr Bergur til Eyja

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.