Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 9 FRÉTTIR Mán. 31.10 Afrískur pottréttur m/steiktum bönunum Þri. 1.11 Indverskt ofnbuff m/ steiktu spínati & sætri sósu Mið. 2.11 Grænmetislasagne m/pestó Fim. 3.11 Smjörbaunapottur & kartöflubakstur Fös. 4.11 Koftas linsubaunabollur & cashewkarrý Helgin 5.11-6.11 Burritos m/chillisósu & guacamole Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 Nýjar tweed-dragtir M.A. í mannauðs- stjórnun í 5.–7. sæti í prófkjöri Sjálfstæðismanna til borgarstjórnar- kosninga 4. og 5. nóvember Sif Sigfúsdóttir „Ég vil ekki líta á borgina sem miðborg með úthverfum heldur lifandi samfélag þar sem öll svæði nýta sína kosti til að gera skemmtilegt mannlíf“ Jóhann Páll Símonarson Baráttusjómaður í baráttusæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík Netfang: stakkhamrarv@simnet.is - sími 863 2094 Dragtadagar Dragtadögum lýkur miðvikudaginn 2. nóvember Opið virka daga 10-18, laugardaga 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi,sími 554 4433 Mjódd, sími 557 5900 Flauelsbuxur - kvart og síðar Litir brúnn og svartur - Stærðir 38-48 Verið velkomnar Hlíðasmára ● 11, Kópavogi ● sími 517 6460 www.belladonna.is opið mán. -fös. 11-18, lau. 11-15 Nýjar vörur Réttu stærðirnar ÁRVERKNISÁTAKI um brjósta- krabbamein, sem staðið hefur í október, er nú að ljúka. Konur úr Samhjálp kvenna, stuðningshópi kvenna sem greinst hafa með brjóstakrabbamein, dreifðu bæk- lingum og bleikum slaufum um helgina í Kringlunni og tóku við frjálsum framlögum til styrktar baráttunni gegn þessum sjúkdómi. Samkvæmt upplýsingum frá Krabbameinsfélaginu hefur ár- veknisátakið tekist mjög vel að þessu sinni og er greinilegt að ís- lenskar konur vilja bera heilsu sína fyrir brjósti. Á myndinni nælir Guðrún Sigur- jónsdóttir, formaður Samhjálpar kvenna, bleiku slaufuna í einn gesta Kringlunnar. Bera heilsuna fyrir brjósti Morgunblaðið/Ómar HEILDARÁFENGISNEYSLA nemenda í 10. bekk grunnskóla minnkaði um 15% á tímabilinu 1995– 2003 samkvæmt niðurstöðum rann- sóknar sem byggð er á gögnum Evr- ópsku vímuefnarannsóknarinnar ESPAD. Þóroddur Bjarnason, pró- fessor við Háskólann á Akureyri, hefur setið í stjórn rannsóknar ESPAD frá 1994 en á Íslandi var ESPAD-rannsóknin unnin með til- styrk Lýðheilsustöðvar. Í fyrirlestri Þórodds um rannsóknir í félagsvísindum á ráðstefnunni Þjóð- arspeglinum í Háskóla Íslands á föstudag rakti hann breytingar á tíðni og magni áfengisneyslu 15–16 ára unglinga síðastliðinn áratug. Samkvæmt rannsókninni drekka sífellt færri unglingar í 10. bekk áfengi og heildarneyslan minnkaði um 15% frá 1995–2003. Þeir sem á annað borð neyta áfengis drekka hins vegar umtalsvert oftar en áður. Neysla þeirra sem á annað borð drekka áfengi hefur því aukist um 19% á tímabilinu. Nemendur í 10. bekk drekka tæp- lega 70 þúsund lítra af bjór á ári, eða 0,61% af heildarsölu bjórs hjá ÁTVR. Þeir drekka rúmlega 4 þúsund lítra af sterku áfengi eða 0,49% af sölu ÁTVR á slíku áfengi. Neysla þeirra á léttvíni er hins vegar aðeins um 900 lítrar, eða um 0,04% af léttvínssölu ÁTVR. Var- lega má því reikna með að ungmenni undir 20 ára aldri drekki 2–3% af þeim bjór og sterku áfengi sem ÁTVR selur árlega, að því er segir í fréttatilkynningu Lýðheilsustöðvar. Heildardrykkja unglinga minnkar um 15% GENGIÐ hefur verið frá kjara- samningi milli Verkalýðs- og sjó- mannafélags Keflavíkur og ná- grennis (VSFK) og Launanefndar sveitarfélaga. Samningurinn gildir til 30. nóvember 2008, að því er fram kemur í tilkynningu um samn- inginn. Þar kemur fram að kostnaðar- auki sveitarfélaganna vegna samn- ingsins sé áætlaður um 22% í lok samningstímans. Samningurinn nær til allra fé- lagsmanna VSFK sem starfa hjá sveitarfélögum á Suðurnesjum og hluta starfsmanna varnarliðsins. Samið við VSFK EKKI kemur til greina að leggja niður innanlandsflugvöll á höfuð- borgarsvæðinu og flytja starfsemi flugvallarins til Keflavíkur, sam- kvæmt tillögu að ályktun sem Kristján Sveinbjörnsson, bæjar- fulltrúi á Álftanesi lagði fram á að- alfundi SSH, Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu sem haldinn var 28. október. Í tillögunni segir m.a. að þótt flugstarfsemi taki nokkurt land- rými sé þjónustan og starfsemin sem flugvöllurinn veitir nauðsynleg höfuðborgarsvæðinu svo og lands- byggðinni. Tilgreindar eru nokkrar ástæður þess að flugvöllurinn sé staðsettur á höfuðborgarsvæðinu Þar er fyrst að nær allt sjúkra- flug fari um Reykjavíkurflugvöll. Völlurinn tryggi tengingu milli höf- uðborgarsvæðisins og landsbyggð- ar. Vegna flugöryggissjónarmiða sé mjög mikilvægt að hafa tvo stóra flugvelli á Suðvesturlandi. Innan- landsflug um Keflavíkurflugvöll sé verulegum vandkvæðum bundið. Leiguflug, kennsluflug og annað þjónustuflug þurfi að vera staðsett innan höfuðborgarsvæðisins. Með aukinni alþjóðavæðingu í viðskipt- um sé Reykjavíkurflugvöllur mik- ilvægur höfuðborgarsvæðinu til að halda samskiptum við nágranna- lönd. Ekki sé hægt að ræða um flutning flugvallarins úr Vatnsmýr- inni af einhverri alvöru nema annað flugvallarstæði verði fundið á höfuðborgarsvæðinu. Höfuðborgir allra Evrópulanda séu með flugvöll sinn staðsettan nær miðborg en Keflavíkurflugvöllur er. Helmingur höfuðborga sé með flugvöll í minna en 10 km fjarlægð frá miðborg. Samþykkt var að vísa tillögunni til Svæðisskipulagsráðs höfuðborg- arsvæðisins. Innanlandsflugvöllur verði á höfuðborgarsvæðinu Innihaldið skiptir máli Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.