Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR HÉRAÐSDÓMUR Reykjaness hefur vísað frá dómi sökum ann- marka ákæru sýslumannsins í Keflavík á hendur eiganda verk- takafyrirtækis vegna brots gegn lögum um atvinnuréttindi útlend- inga með því að hafa ráðið í vinnu til sín a.m.k. sex útlendinga, alla með ríkisfang í Litháen, til starfa við byggingavinnu hér á landi þrátt fyrir að enginn þeirra væri með at- vinnuleyfi á Íslandi. Forsaga málsins er sú að ákærði stofnaði ásamt öðrum félagið Smaajob I/S í Danmörku í júlí 2002. Félagið keypti dekkjaverk- smiðju í Hveragerði og stóð til að taka hana niður og flytja til Dan- merkur. Í því skyni fékk Smaajob I/S atvinnuleyfi í Danmörku fyrir sex Litháa. Ákærði fylgdi þeim til Íslands en í atvinnuleyfi þeirra kemur fram að þeir hafi allir at- vinnuleyfi í Danmörku frá 18. sept- ember 2002 til 18. mars 2003 nema einn en hans leyfi er frá 25. sept- ember 2002 til 25. mars 2003. Ákærði taldi að hann hefði leyfi til þess að láta mennina starfa hér á grundvelli EES-samningsins. Hafi hann meðal annars grennslast fyrir um það hjá Vinnumálastofn- un og fengið svar sem hann skildi sem svo að þeir væru með gilt at- vinnuleyfi á Schengensvæðinu. Litháarnir hafi byrjað að vinna við niðurrif verksmiðjunnar í Hveragerði skömmu eftir að þeir komu til landsins. Eftir áramót hafi verkið tafist og þeir orðið verklaus- ir. Kvaðst ákærði þá hafa fengið þá til þess að vinna við framkvæmdir á vegum byggingafyrirtækisins Húsaness ehf. Í framhaldinu hafi mál æxlast þannig að verkefnið í Hveragerði hafi ekki haldið áfram og Litháarnir þá unnið í framan- greindri byggingarvinnu fram í september 2003. Í dómnum kemur fram að í ákæru segi að ákærði hafi sem fyr- irsvarsmaður S.K. Smáverka ehf. og Perlunnar ehf. ráðið í vinnu til sín sex útlendinga. Í gögnum máls- ins kemur hins vegar fram að Smaajob I/S gerði ráðningarsamn- ing við sexmenningana. Í ákæru er sagt að þeir hafi verið ráðnir til starfa við byggingarvinnu á vegum Húsaness ehf. en hið rétta er að þeir unnu ekki fyrir áramót á veg- um þess fyrirtækis. Þetta atriði gæti skipt máli við túlkun á því hvort lög nr. 54/2001 eigi við í málinu en þau fjalla um réttarstöðu starfsmanna sem starfa tímabundið á Íslandi á veg- um erlendra fyrirtækja. Þá sé nokkuð á reiki á hvaða tíma hver og einn þeirra vann við fram- kvæmdir á vegum Húsaness ehf. Taldi dómurinn því slíka ann- marka á ákærunni að vísa bæri málinu frá héraðsdómi. Verjandi var Jón Einar Jakobsson hdl. og Ásgeir Eiríksson fulltrúi sótti mál- ið fyrir ákæruvaldið. Málið dæmdi Gunnar Aðalsteinsson. Vísað frá dómi sökum annmarka SIBYL Urbancic verður með námskeið fyrir hreyfiskerta í Feld- enkreistækni, í Skálholti 4.–6. nóvember. Einnig mun Ásgeir Ellertsson taugalæknir flytja fræðsluerindi og svara fyrirspurnum. Nám- skeiðið í Skálholti byggist á æfingum og fræðslu auk samræðustunda og kyrrðar en mikil áhersla er lögð á hvíld. Umsjón námskeiðsins annast Bernharður Guðmundsson rektor. Að sögn Bernharðs var farið af stað með námskeiðið í upphafi árs og gafst það svo vel að ákveðið var að standa aftur fyrir sam- bærilegu námskeiði nú. Segir hann nám- skeiðið fara fram í kyrrðardagaformi þar sem þátttakendur dvelja í Skálholti í tvo sól- arhringa og er mikil áhersla lögð á bæði andlega og líkamlega hvíld einstaklinganna ásamt æfingum. „Feldenkreistæknin, sem hér er iðkuð undir leiðsögn Sybil, snýr að samSpili hugar og líkama, þar sem hún æfir fólk í því að ná ákveðnum tökum á hreyfingum sínum,“ seg- ir Bernharður og bendir á að námskeiðið nýtist sérstaklega vel hreyfiskertu fólki, en hafi einnig nýst tónlistarfólki, enda æfing- unum ætlað að hjálpa til við að losa um spennu í líkamanum með meðvitaðri hreyf- ingu. Feldenkreisaðferðin, sem byggð er á rannsóknum Moshé Feldenkreis, er ekki sjúkraleikfimi en hjálpar fólki með hvers konar hreyfiörðugleika til að liðka liði og nýta hæfileika sína. Nánari upplýsingar og skráning er í Skálholtsskóla sími 486 8870, netfang: skoli@skalholt.is. Námskeið fyr- ir hreyfiskerta Sibyl Urbancic BORGARSTJÓRN Reykja- víkur samþykkir að gera það að skilyrði fyrir sölu á 44,525% hlut Reykjavíkur í Landsvirkjun, að ábyrgðum Reykvíkinga vegna lántaka Landsvirkjunar verði aflétt,“ segir í tillögu sem Ólafur F. Magnússon borgarfulltrúi hyggst leggja fram á fundi borgarstjórnar á morgun. Einnig segir í tillögunni: „Jafnframt lýsir borgarstjórn andstöðu sinni við einkavæð- ingu raforkufyrirtækja í eigu almennings.“ Í greinargerð sem fylgdi fréttatilkynningu um tillögu Ólafs, sem nú er fulltrúi F-listans í borgarstjórn en var áður fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, kemur fram að á ár- unum 2001-2003 flutti hann alls fimm sinnum tillögur í borgarstjórn Reykjavíkur sem beindust gegn þátttöku Reykjavíkurborgar í Kára- hnjúkavirkjun og ábyrgð Reykvíkinga á lántökum Landsvirkjunar „í þessari áhættusömu og mjög svo um- deildu framkvæmd. Í tengslum við þennan tillögu- flutning varaði borgarfulltrú- inn hvað eftir annað við því að Reykvíkingar tækju á sig um 65% ábyrgða vegna Kára- hnjúkavirkjunar og að ábyrgðirnar gætu hvílt á borgarbúum til frambúðar jafnvel þótt borgin seldi hlut sinn í Landsvirkjun síðar meir eða fyrirtækið yrði einkavætt. Slík einkavæðing gæti haft það í för með sér að orkulindir í eigu almennings kæmust í hendur einkaaðila.“ Þá er og rifjað upp að Ólaf- ur flutti tillögu á Landsfundi Sjálfstæðisflokksins í október 2001 um að tryggja þyrfti að orkulindir í eigu almennings kæmust ekki í hendur einka- aðila við fyrirhugaða einka- væðingu orkufyrirtækja. „Sú tillaga var kolfelld ásamt tillögu Ólafs um teng- ingu Kárahnjúkavirkjunar við rammaáætlun og tillögu um að raforkukerfi Íslands yrði ekki tengt með sæstreng við Evr- ópu. Á landsfundinum var borgarfulltrúinn kallaður „hermdarverkamaður“ undir lófataki fundargesta. Þau við- brögð endurspegla ekki aðeins fyrirlitningu Sjálfstæðis- flokksins á náttúruvernd held- ur segja þau meira en mörg orð um hvað gæti orðið um Orkuveitu Reykjavíkur ef Sjálfstæðisflokkurinn næði meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur.“ Ábyrgðum vegna Landsvirkjunar verði aflétt BÆÐI Ísland og El Salvador geta haft hag af aukinni samvinnu land- anna og hyggjast stjórnvöld í El Salvador sækjast eftir að njóta góðs af reynslu Íslendinga af fiskveiðum. Einnig leita þau eftir fjárfestingum í sjávarútvegi þar í landi, en í dag eru skipulagðar fiskveiðar svo til ekkert stundaðar í landinu þrátt fyrir gjöful fiskimið. Nýr sendiherra El Salvador á Ís- landi með aðsetur í Svíþjóð, Martin Rivera Gómez, afhenti Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, erind- isbréf sitt í síðustu viku. Í samtali við Morgunblaðið sagðist hann leggja áherslu á að auka sam- vinnu Íslands og El Salvador á sviði fiskveiða annars vegar og jarð- hitaverkefna hins vegar, þó vissulega væru fjölmörg önnur svið sem hægt væri að sjá fyrir sér samvinnu á. Mik- il áhersla er lögð á uppbyggingu í El Salvador um þessar mundir, einkum á sviði heilbrigðis- og skólamála, en einnig er þörf á uppbyggingu í mörg- um geirum atvinnulífsins. Landið er um 21 þúsund ferkíló- metrar að stærð, um fimmtungur af stærð Íslands, en staðsetning þess í Mið-Ameríku, auk fríverslunarsamn- inga við Bandaríkin, Mexíkó og önnur ríki, býður upp á mikla möguleika, segir Gómez. Dreifingarmiðstöð fyrir svæðið Fjárfestar í sjávarútvegi í El Salvador myndu njóta þess að raf- orka er ódýr, vinnuafl er fremur ódýrt og staðsetning landsins er góð, auk þess sem gjaldmiðill El Salvador er bandaríski dalurinn. Gómez segir að markaðir í Mið- Ameríku nái til um 60 milljóna, auk þess sem enn stærri markaðir séu bæði fyrir sunnan og norðan.„Við vilj- um gjarnan að menn líti á El Salva- dor sem eins konar dreifingarmiðstöð fyrir svæðið, við erum í miðju Mið- Ameríku. Með það í huga erum við að vinna að stóru verkefni sem miðar að því að tengja höfn með risavöxnu gámasvæði á Kyrrahafsströnd lands- ins við hafnir á Atlantshafsströnd Hondúras og Guatemala með lest- arkerfi,“ segir Gómez. Ferðaþjónustan er ekki umfangs- mikil í El Salvador, þó að til standi að bæta úr því, m.a. með tilkomu ferða- málaráðuneytis fyrir um ári síðan. „Vegna stríðsins á níunda áratugnum höfum við ekki allt sem til þarf, t.d. nægilega mörg hótel. Við erum að byggja upp innviðina og bjóðum upp á fjölbreytta afþreyingu, til dæmis brimbrettastrendur, falleg vötn, rúst- ir frá tímum Maya-ríksins, skoð- unarferðir um kaffiræktunarsvæði og fleira,“ segir Gómez. Nýr sendiherra El Salvador afhenti erindisbréf Vilja byggja upp fiskveiðar með reynslu og fé frá Íslandi Morgunblaðið/Ómar Martin Rivera Gómez, sendiherra El Salvador á Íslandi, og Ómar R. Valdimarsson, ræðismaður í El Salvador (t.v.). Eftir Brján Jónasson brjann@mbl.is … daglegt málþing þjóðarinnar Umræðan á morgun

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.