Morgunblaðið - 31.10.2005, Síða 11

Morgunblaðið - 31.10.2005, Síða 11
Morgunblaðið/Sverrir UNGLINGAMEISTARAMÓTIÐ í kumite fór fram í íþróttahúsi Víkings um helgina. Kumite er bardagahluti karate þar sem tveir eigast við og slást. Eins og sést á með- fylgjandi mynd eru allir keppendur með sérstakar hlífar. Að sögn þeirra sem til íþróttarinnar þekkja má ekki vera of mikil snerting milli keppenda og ef slegið er of fast í þeim tilfellum þar sem snerting er leyfileg tapar viðkomandi keppandi stig- unum yfir til mótherjans. Keppt í kumite MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 11 FRÉTTIR RANNSÓKNIR sýna að reynslan af einkavæðingu vatns í þróun- arlöndum hefur yfirleitt verið slæm. Skortur hefur verið á sam- keppni, bæði sökum þess að um vatn gildir svokölluð „náttúruleg einokun“ og einnig vegna þess að stórfyrirtæki á markaðinum eru mjög fá. Þá hafa fyrirtæki ekki fjárfest eins mikið og við var búist í nývirkjum og viðhaldi og vatns- verð hefur farið hækkandi í takt við auknar arðsemiskröfur fyr- irtækja. Þetta var meðal þess sem kom fram í fyrirlestri Páls H. Hannessonar, alþjóðafulltrúar BSRB, á ráðstefnunni Vatn fyrir alla, sem haldin var á Grand hóteli á laugardag. Á ráðstefnunni komu fram fulltrúar kirkjunnar, vísinda- samfélagsins, hins opinbera og al- mennings, auk þess sem Nigel Dower, kennari í þróunarsiðfræði við Háskólann á Akureyri flutti erindi um þá siðfræði sem snýr að aðgangi almennings að hreinu neysluvatni. Sneru erindin að hin- um ólíkustu hliðum vatns, allt frá vatninu í náttúru Íslands til brunnabygginga hjálparstofnunar kirkjunnar í Afríku og þýðingar þess fyrir konur og börn í álfunni. Þá var einnig rætt um vatn í al- þjóðasamningum og menning- arlegu samhengi m.a. Mótstaða við einkavæðingu Í máli Páls kom enn fremur fram að verðið á vatni í Manilla á Filippseyjum hefur hækkað um 600% í höndum einkafyrirtækja frá árinu 2001. Segir Páll áherslur Alþjóðabankans og annarra al- þjóðastofnana á markaðsvæðingu vatnsveitna nú mæta vaxandi and- stöðu fólks í þróunarlöndum og einnig á Vesturlöndum. Þá sé það athugavert að Alþjóðabankinn sem og aðrir þróunarbankar og styrk- veitendur séu hins vegar tregir til að veita vatnsfyrirtækjum í op- inberri eigu nokkurn stuðning, þrátt fyrir að opinber fyrirtæki beri ábyrgð á meir en 90% af vatnsveitum og skólplögnum í heiminum. Í erindi sínu sagði Páll það kröfu PSI, alþjóðsamtaka starfs- manna í almannaþjónustu, sem BSRB er aðili að, að leggja áherslu á hágæða almannaþjón- ustu sem lið í bættri velferð. Kvað Páll einnig GATS samninginn, Al- mennt samkomulag um viðskipti með þjónustu, fela í sér hættur, enda snerti hann stjórnvalds- aðgerðir allra stjórnvalda á öllum stigum. Þá séu þær skuldbind- ingar sem hvert ríki undirgengst við undirritun GATS samningsins og þegar það fellir einstaka geira þjónustu undir hann, nánast óaft- urkræfar. „Í GATS-samningnum felst m.a. að ríkjum er bannað að takmarka með lögum umsvif erlendra fyr- irtækja og að mismuna í nokkru innlendum fyrirtækjum á kostnað erlendra, hafi ekki verið gerðir fyrirvarar þar um,“ sagði Páll í er- indi sínu. „Ef engir fyrirvarar eru gerðir, t.d. á sviði umhverfisþjón- ustu, þá má túlka samninginn þannig að hið opinbera megi ekki lengur veita fé í opinbera þjónustu á því sviði, vilji erlendur aðili hefja þar samkeppnisrekstur.“ Páll segir ennfremur endanlegt markmið GATS-samningsins skýrt, að markaðsvæða þjóðfélagið út í hörgul og kvað hann opinbera þjónusta tæplega undanskilda að sínu mati. Rétturinn til vatns Nigel Dower benti í erindi sínu á áhugaverða mótsögn sem felst í því að hvergi er minnst á réttinn til vatns eða umhverfisgæða al- mennt, í mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1948 eða sáttmála um efnahagsleg, fé- lagsleg og menningarleg réttindi frá árinu 1966. Dower sagði ástæðuna þá að aðgangur að um- hverfisgæðum og vatni voru ekki þekkt vandamál þegar þessi skjöl voru mótuð. Hins vegar megi sjá að rétturinn til vatns sé í raun innifalinn í öðrum réttindum, eins og réttinum til fullnægjandi lífs- skilyrða og réttinum til heilsu. Dower segir þó síðari alþjóðlega sáttmála hafa skilgreint fullnægj- andi aðgang að hreinu vatni sem grundvallarmannréttindi alls fólks. Um siðferðislegan rétt til vatns sagði Dower að aðgangur að vatni væri algert lykilatriði í réttinum til lífs, að neita manneskju um vatn væri þannig að neita henni um líf. Þá sagði hann réttinn til lífsins bæði jákvæðan og neikvæð- an, þ.e.a.s. að hann væri í senn rétturinn til þess að lífið væri ekki tekið af einstaklingnum og einnig rétturinn til þeirra skilyrða sem eru nauðsynleg til að halda áfram að lifa. Sagði Dower mikilvægt að taka fram að rétturinn til lífsskil- yrða fæli ekki í sér skyldu til að tryggja þau skilyrði, enda væri það næsta ómögulegt, heldur þýddi hann að beita þyrfti raun- hæfum aðferðum þar sem það væri hægt. Rétturinn til vatns er, að sögn Dowers, hins vegar ekki réttur til alls þess vatns sem viðkomandi vill til að fullnægja öllum sínum löngunum, eins og að úða stóra flöt eða golfvöll, heldur til að tryggja heilbrigt líf og mannlega reisn. Sagði hann að í fyrsta lagi yrði að taka grundvallarþarfir manna fram yfir lúxusþarfir þar sem vatn væri af skornum skammti og ennfremur þyrfti oft að takmarka vatnstöku við skyn- samlegt magn á vissum svæðum vegna umhverfissjónarmiða. Undir lok erindisins skoðaði Dower einstakar aðstæður Ís- lands, þar sem ofgnótt er af vatni. Velti hann fyrir sér hvort það væri siðferðislega rétt að beisla sí- fellt fleiri ár til að auka rafmagns- framleiðslu og hvenær slík beislun færi að bitna á öðrum þörfum mannsins, m.a. fagurfræðilegum þörfum og einnig öðrum efnahags- legum hagsmunum, eins og ferða- þjónustu. Aðgangur að vatni grundvallarmannréttindi Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is Morgunblaðið/Sverrir Ráðstefnan um vatn var vel sótt og margar spurningar brunnu á vörum ráðstefnugesta bæði til fyrirlesara og þingmanna sem sátu við pallborð eftir erindin. Páll H. Hannesson og Nigel Dower telja aðgang að hreinu vatni til grund- vallarréttinda mannsins og að ekki megi gera vatnið óaðgengilegt fólki. BJÖRN Bjarnason dómsmálaráðherra segir í pistli, sem birtist á heimasíðu hans í gær, að einörð afstaða sem birtist í sunnudagsleiðara Morgunblaðsins hafi komið sér á óvart. Í leið- aranum var fjallað um ábendingar og athuga- semdir sem Björn setti fram í ræðu á aðal- fundi Dómarafélags Íslands síðastliðinn föstudag. Björn birtir leiðarann í heild í pistl- inum og gerir nánari grein fyrir ýmsum at- riðum ræðu sinnar. Björn skrifar að miðað við hve lengi það hafi tíðkast hér á landi, að hæstaréttardóm- arar komi að því að semja lagafrumvörp, hafi hann ekki átt von á því að þessar vangaveltur hans á aðalfundi Dómarafélags Íslands myndu almennt vekja athygli utan raða dóm- ara. Í ræðu sinni sagði Björn m.a. að spurn- ingar kynnu að vakna um hæfi dómara til að túlka lög, sem þeir hafa sjálfir samið, en náðu t.d. ekki fram nákvæmlega í sama búningi og höfundur vildi. Í leiðaranum er spurt hvort verið geti að dæmi séu um slíkt. Það hljóti að vera úr því dómsmálaráðherra geri þetta að umtalsefni. Björn svarar þessu þannig: „Ég hef ekki nein sérstök dæmi í huga, þegar ég flyt þessi varnaðarorð, enda eru þau almenns eðl- is og ég hef ekki haft nein tök á að skoða einstaka dóma með þetta sjónar- mið að leiðarljósi.“ Þá nefnir Björn samtal Morgunblaðsins við Markús Sigurbjörnsson, forseta Hæstaréttar, sem einnig birtist í gær. Þar var Markús m.a. spurður um setu hæstarétt- ardómara í stefnumótandi nefndum um lög- gjafarmálefni, en Björn sagði í fyrrnefndri ræðu að eðlilegt virtist að spurt væri hvort seta dómara í slíkum nefndum félli að störf- um þeirra. Markús hóf svar sitt á að segja að hann vissi ekki nákvæmlega hvað Björn ætti við með þessum orðum. Um þetta svar Mark- úsar segir Björn: „Ég lái honum það ekki, því að orð mín voru almenns eðlis og byggðust á vanga- veltum um afstöðu nefndar um dómarastörf. Ég tel réttmætt, að þetta sé rætt og íhugað, eins og svo margt annað sem réttarkerfið varðar.“ Björn Bjarnason dómsmálaráðherra Hafði ekki nein sérstök dæmi í huga Björn Bjarnason GUNNLAUGUR Claessen hæstaréttardómari hefur verið formaður yfirmatsnefndar skv. lögum um lax- og silungsveiði frá 23. mars 1995. Í yfirmatsnefnd sitja þrír nefndarmenn skipaðir af landbúnað- arráðherra, þar af einn samkvæmt tilnefningu veiðimálanefndar. Björn Bjarnason dómsmálaráð- herra varpaði því fram í ræðu sinni á aðalfundi Dómarafélags Íslands síð- astliðinn föstudag að það gæti virst eðlilegt að spyrja hvort seta dómara, m.a. í ýmsum sjálfstæðum úrskurð- arnefndum, félli að störfum þeirra. Í ljósi þessara orða var Gunnlaug- ur spurður hvort seta hans í fyrr- greindri yfirmatsnefnd gæti verið óþægileg fyrir hann sem dómara. „Aldeilis ekki, það hefur ekki verið það hingað til,“ sagði Gunnlaugur. „Þetta er ekki sú tegund sem Björn nefndi, hann nefndi úrskurðarnefndir. Hér er ekki um það að ræða.“ Gunnlaugur sagði að fram til 1996 hefði það verið skilyrði, samkvæmt lögum, að formaður yfirmats- nefndarinnar skyldi vera einn af dómurum Hæstarétt- ar. „Það er ekki eitt af hæfisskilyrðum lengur, en svona leit löggjafinn á það til 1996,“ sagði Gunnlaugur. Formaður yfirmatsnefndar um lax- og silungsveiðar Gunnlaugur Claessen

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.