Morgunblaðið - 31.10.2005, Side 12

Morgunblaðið - 31.10.2005, Side 12
12 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ VESTURLAND Akranes | Bæjarráð Akraness ásamt bæjarstjóra heimsóttu nýlega borgarstjórann í Leeds, fiskkaup- endur í Yorkshire og eigendur „fish and chips“ veitingastaða á svæðinu. Með í för voru einnig fulltrúar HB Granda hf., þeir Eggert B. Guðmunds- son forstjóri og Sturlaugur Haraldsson, sem annast sölu á fiski til þessara aðila. Tilgangur ferðarinnar var að kynnast því hvern- ig framleiðsla HB Granda hf. skilar sér til neytenda í Englandi og til að styrkja tengsl Akraneskaup- staðar og HB Granda hf., og þeirra aðila sem kaupa framleiðslu fyrirtækisins. Við þetta tækifæri gafst þessum aðilum tækifæri til að ræða við borg- arstjórann í Leeds um ýmis atriði varðandi mark- aðsmál, mikilvægi þess að hafa aðgang að þeirri gæðavöru sem HB Grandi hf. framleiðir og því hlutverki sem „fish and chips“ veitingastaðir gegna í matarvenjum Englendinga, ekki síst í norðurhér- uðum landsins. Tókst heimsóknin vel, að því er fram kemur í fréttatilkynningu, og ljóst að sá fisk- ur sem HB Grandi hf. selur í Jórvíkurskíri er í miklum metum hjá kaupendum og neytendum. Bæjarráðið heimsækir fiskkaupendur Bæjarráð Akraness með borgarstjóranum í Leeds í heimsókninni á dögunum, talið frá vinstri Gunnar Sigurðsson, Guðmundur Páll Jóns- son, borgarstjórinn, Gísli Gíslason bæjarstjóri og Sveinn Kristinsson. Vel fór á með sveitarstjórnarmönnunum á fundinum. STAÐAN í öldrunarþjónustu á Vesturlandi er að mörgu leyti góð að mati Ólafs Þórs Gunnarssonar, sér- fræðings í öldrunarlækningum við Sjúkrahúsið á Akranesi og Land- spítala – háskólasjúkrahús í Reykja- vík. „Mikið hefur áunnist í uppbygg- ingu hvað varðar fjölda rýma en hins vegar er of mikið af fjölbýlum og sums staðar er búið mjög þröngt,“ segir hann. Ólafur Þór hélt erindi á fundi sem hagsmunaaðilar og stjórnendur heil- brigðisþjónustu á Vesturlandi stóðu fyrir á Hótel Hamri í Borgarnesi síð- astliðinn fimmtudag og fjallaði um öldrunarþjónustu á Vesturlandi, þróun og umbætur í þágu skjólstæð- inga. Vilborg Ingólfsdóttir, deild- arstjóri öldrunarmála í heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu, hélt einn- ig erindi og fjallaði um stefnur og áherslur stjórnvalda í málefnum aldraðra. Á svæðinu frá Hvalfjarðarströnd vestur á Reykhóla og yfir í Stranda- sýslu er rými fyrir um 300 aldraða á mismunandi stofnunum. Þjónustan er á mismunandi stigum eftir stöð- um og samvinna og samstarf milli aðila sem veita hana hefur verið lítil. Því kom upp sú hugmynd að efna til fundar þar sem öldrunarþjónusta, áherslur og viðhorf í nútíð og fram- tíð yrðu rædd með það fyrir augum að koma á auknum tengslum og samskiptum stofnana og þjón- ustuaðila á Vesturlandi. Vel var mætt á fundinn og sagði Guðjón Brjánsson, framkvæmda- stjóri SHA, að fulltrúar hefðu komið frá öllum stofnunum sem bjóða upp á þjónustu við aldraða á Vesturlandi. Of stofnanamiðuð þjónusta Ólafur Þór hefur starfað við SHA í um það bil ár og á þessum tíma hef- ur verið unnið að ýmsum áherslu- breytingum í starfi öldrunardeild- arinnar. „Ég tel þjónustuna sem boðið er upp á inni á stofnunum hér á Vest- urlandi vera góða,“ sagði Ólafur í samtali við Morgunblaðið. „Þótt ein- ingarnar séu oftast litlar og því hægt að hafa þær heimilislegar er sá hængur á að þegar litið er á þjón- ustu við aldraða í held er hún of stofnanamiðuð að mínu mati. Það getur stafað af nokkrum ástæðum. Ef til vill vegna þess að rýmið er fyrir hendi og því talið sjálfsagt að nýta það. En það skiptir líka máli að hér er um stórt og dreif- býlt svæði að ræða. Því verður öll þjónusta erfiðari og dýrari. Það fylgir því mikill kostnaður að senda þjónustuna út um allar sveitir og því tilhneiging til að nýta rýmið sem er næst þjónustunni. Ég nefndi það á fundinum að ég teldi að ástæðan fyrir því að fólk sækti í að komast á hjúkrunarheimili væri meðal annars sú að lífeyrir þess dugar ekki til framfærslu, t.d. bænda eða verkafólks. Ef svo bætist við að fólk missi maka sinn verður enn erfiðara að halda heimili. Það hlýtur líka að vera erfitt fyrir aldrað fólk að þurfa að sækja alla þjónustu um langan veg, meðal annars allar nauðsynjar. Ef fólk úti í sveitunum fær ekki heimaþjónustu er því gert erfitt um vik að búa áfram heima. Auðvitað er dýrt að reka heimaþjónustu og heimahjúkrun í svo dreifðum byggð- um og ekki víst að tekjustofnarnir dugi til og kannski er erfitt að fá starfsfólk. Hér á Vesturlandi erum við nokk- uð á eftir öðrum svæðum hvað varð- ar heimahjúkrun og heimaþjónustu því hvergi á svæðinu er boðið upp á heimahjúkrun á kvöldin og um helg- ar.“ Fjölga þarf starfsfólki í heimahjúkrun Þetta er einmitt það sem Ólafur Þór vill helst sjá breytast. Hann seg- ir að fjölga þyrfti starfsfólki í heima- hjúkrun á öllu svæðinu. „Reksturinn á einu rými á hjúkrunarheimili kost- ar um fimm milljónir króna á ári í daggjöldum. Fyrir þennan pening væri hægt að ráða einn til tvo hjúkr- unarfræðinga í heimahjúkrun sem gætu sinnt nokkrum skjólstæð- ingum. Við það losnar ríkið jafn- framt við aukafjárfestingu sem fylgir því að byggja upp fleiri rými og fleiri aldraðir eiga þess kost að búa lengur heima. Svona breytingu mun auðvitað fylgja ákveðinn kostn- aður en ríkið verður að átta sig á því. Við þurfum að fara að huga meira að því hvað aldraðir vilja sjálfir. Aldrað fólk vill hafa sjálfsforræði í eigin málum eins lengi og kostur er og flestir vilja geta búið sem lengst að sínu. Til að svo megi verða þurfa þeir að eiga kost á að fá þjónustu heim. Stórefla þarf því heima- hjúkrun á svæðinu og samþætta meira heimahjúkrun og heimaþjón- ustu. En þangað til stjórn þessara mála er komin á eina hönd verður boltanum áfram kastað á milli. Einnig þarf að fjölga endurhæf- ingarúrræðum fyrir aldraða. Þá þarf að leggja meiri áherslu á að byggja þjónustuíbúðir fyrir aldraða frekar en hjúkrunarrými, en þar sem það er fyrir hendi þyrfti að breyta því þannig að hægt verði að bjóða upp á einbýli.“ Vilji til að auka samvinnuna Á Vesturlandi er hvergi sérdeild fyrir aldraða með heilabilun. Ólafur telur að þörf gæti verið á deild með 15 rýmum. Hann telur að varla væri raunhæft að hafa slíka deild nema á einum stað, en það yrði mikill ókost- ur fyrir vistmenn að þurfa að vera langt frá sínum heimaslóðum. Ólafur kvaðst vera ánægður með fundinn. Að loknum erindum sköp- uðust töluverðar umræður og fund- armenn veltu fyrir sér hvernig efla mætti samstarf þeirra sem vinna að málefnum aldraðra á Vesturlandi. „Við höfum svolítið unnið hvert í sínu horni, en það er greinilegur vilji til að starfa meira saman. Spurn- ingin er að drífa í því. Upp úr stend- ur að við þurfum að breyta hug- arfarinu og finna önnur úrræði en stofnanir,“ sagði Ólafur. Fjölsóttur fundur um öldrunarþjónustu á Vesturlandi Mikil þörf er talin fyrir önnur úrræði á svæðinu en stofnanir Eftir Ásdísi Haraldsdóttur asdish@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Haraldsdóttir Ólafur Þór Gunnarsson læknir flytur erindi sitt. Fulltrúar allra stofnana á Vesturlandi, sem bjóða upp á þjónustu fyrir aldraða, sóttu fundinn í Borgarnesi. MENNTAMÁLA- og samgöngu- ráðuneyti undirrituðu á föstudag samning við sautján sveitarfélög á Vesturlandi um samstarf á sviði menningarmála og menningar- tengdrar ferðaþjónustu. Er þetta í fyrsta sinn sem gengið er til slíks samstarfs við Vesturland, en áður hefur verið gengið til samstarfs við Austurland með sambærilegum hætti. Samningurinn hljóðar upp á fram- lög ríkisins upp á 25 milljónir króna á næsta ári, 26 milljónir árið 2007 og 27 milljónir árið 2008, en sveitar- félögin leggja jafnframt fram fé til sameiginlegra verkefna, hvort held- ur sem er með framlögum frá einka- aðilum eða með eigin framlögum. Tilgangur menningarsamningsins er að efla menningarstarf á Vestur- landi og beina stuðningi ríkis og sveitarfélaganna við slíkt starf í einn farveg. Jafnframt eru áhrif sveitar- félaga á forgagnsröðun verkefna aukin, segir í fréttatilkynningu. Menningarráð Vesturlands verð- ur samstarfsvettvangur sveitarfé- laganna og hefur m.a. það hlutverk að standa fyrir öflugu þróunarstarfi í menningarmálum, úthluta fjármagni til menningarverkefna og verkefna á sviði menningartengdrar ferðaþjón- ustu á Vesturlandi jafnframt því að annast framkvæmd samningsins. Þá hafa sveitarfélög á fjórum sam- starfssvæðum það hlutverk að sam- ræma aðgerðir á sviði menningar- mála á Vesturlandi. Menningar- samningur við Vest- urland Morgunblaðið/Brynjar Gauti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.