Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík 4.- 5. nóv. Bolli Thoroddsen www.bolli.is 5. sæti Verkfræðinemi HÍ Formaður Heimdallar Annar varaformaður SUS Fulltrúi í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins Velkomin á kosningaskrifstofu mína í Borgartúni 6 Ungt fólk til áhrifa SÍÐUMÚLA 37 - SÍMI 510 6000 - WWW.SVAR.IS Nýja-Delhí. AFP, AFP. | Hópur uppreisnarmanna frá héraðinu Kasmír, sem kallar sig Inquilab (Byltingin), hefur lýst yfir ábyrgð á tilræðun- um í Nýju-Delhí í Indlandi á laugardag. Vitað er að minnst 61 lét lífið í sprengingunum og á annað hundrað særðust, sumir mjög illa. Mað- ur sem hringdi í blaðamenn í borginni Srinagar í Indlandshluta Kasmírs í gær sagði Inquilab bera ábyrgð á ódæðinu. „Árásir sem þessar munu halda áfram þar til Indverjar kalla allan her sinn aftur heim frá Kasmír og hætta mann- réttindabrotum í ríkinu,“ sagði maðurinn sem hringdi. Hann heitir Ahmed Yar Gaznavi og segist vera talsmaður aðskilnaðarsinna. Rannsókninni á hermdarverkunum var sagt miða vel. „Sem stendur bendir allt til þess að sami hópurinn hafi verið á bak við öll tilræðin þrjú,“ sagði Karnail Singh, yfirmaður ind- versku lögreglunnar. Einn af tólf hópum herskárra aðskilnaðarsinna Að sögn indverskra sjónvarpsstöðva er Inquilab angi af herskáum hópi aðskilnaðar- sinna sem kallast Lashkar-e-Taiba. Er um að ræða einn tólf hópa aðskilnaðarsinna múslíma sem hafa barist fyrir sjálfstæði Kasmír frá Indlandi síðan árið 1989. Héraðið skiptist nú milli Indlands og Pakistans en íbúarnir eru langflestir múslímar eins og Pakistanar sem Indverjar hafa lengi sakað um að ýta undir stríð og hryðjuverk aðskilnaðarsinna. Þúsund- ir manna hafa fallið í átökunum og hryðjuverk- um sem tengjast þeim. Sambúð Indverja og Pakistana hefur batnað með um tuttugu mínútna bili skömmu fyrir sex síðdegis að þarlendum tíma á tveimur fjöl- mennum mörkuðum, Paharganj og Saronjini Nagar, í Nýju-Delhí. Þar var fólk að kaupa inn fyrir Diwali-ljósahátíð hindúa og Eid-hátíð múslíma í vikunni. Þriðja sprengjan fannst í strætisvagni, vagnstjórinn og miðasölumaður- inn tóku eftir undarlegum poka og tókst að fleygja honum út rétt áður en hann sprakk. Þeir særðust báðir nokkuð auk sjö annarra manna. Lögreglan leitaði í gær ungs manns sem neitaði að kaupa farmiða í vagninum en skildi þar eftir poka. mjög síðustu árin og þykir ljóst að sumir herskáir hópar vilji gera það sem þeir geta til að stöðva þá þróun. Ríkisstjórn Indlands herti mjög öryggisráð- stafanir eftir tilræðin og var fólk hvatt til að halda sig innandyra. Var lögregluvörður við margar opinberar stofnanir. Allmargir menn hafa þegar verið yfirheyrðir vegna hugsan- legrar aðildar að málinu. Náðu að fleygja sprengjunni út Öllum mörkuðum í Nýju-Delhí var lokað vegna tilræðanna. Tvær sprenginganna urðu Aðskilnaðarsinnar frá Kasmír á bak við tilræðin Reuters Indverskir lögreglumenn kanna aðstæður á einum sprengjustaðnum í Nýju-Delhí í gær. Lítt þekktur hópur aðskilnaðarsinna í Kasmír er sagður hafa staðið fyrir tilræðunum á laugardag. Minnst 61 lét lífið í Nýju-Delhí og yfir 200 manns særðust TALSMAÐUR vinstriflokksins Ein- ingarlistans í Danmörku í varnarmál- um, Frank Aaen, hefur krafist þess að fá skýringu á því hvert hafi verið erindi flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar, CIA, í Kaup- mannahöfn 7. mars á þessu ári. Í norrænum fjölmiðlum segir að vélin hafi komið frá Istanbúl í Tyrk- landi, millilent í Kaupmannahöfn og haldið áfram til Keflavíkurflugvallar tæpum sólarhring síðar. Umrædd flugvél var notuð til að flytja meinta hryðjuverkamenn um heiminn, með- al annars til landa þar sem vitað er að beitt er mun harkalegri aðferðum við yfirheyrslur en leyft er í bandarísk- um lögum. Áður hefur komið fram í sænskum fjölmiðlum að tveir menn hafi verið fluttir með vél CIA frá Sví- þjóð með blessun stjórnvalda í Stokk- hólmi. Áður hefur verið sagt frá því að flugvél á vegum CIA hafi farið um danska lofthelgi með leynd en ekki að slík vél hafi lent í landinu. Aaen segir að Per Stig Møller utanríkisráðherra verði að gefa skýringu á fluginu. „Ef Danir velja þann kost að sjá í gegnum fingur sér með flugið eigum við aðild að brotum á réttindum fanga,“ segir Aaen. Danskir fangar í hendur CIA? Flugvél CIA sögð hafa komið við í Danmörku og síðan farið til Íslands „ÉG ÞAKKA fyrir að vera heil á húfi,“ segir Marín Ásmundsdóttir í samtali við Morgun- blaðið, en hún var um það bil 20 metrum frá einni af sprengjunum sem sprungu í Nýju- Delhí á laugardag. Marín, sem er á ferða- lagi á Indlandi, kveðst hafa verið á götu á svæð- inu þar sem sprengingin varð er hún ákvað að líta inn í búð. „Nokkru síðar varð þessi sprenging,“ segir hún. „Það varð mér því til happs að hafa stoppað og kíkt inn í þessa búð. Annars hefði ég verið komin nær sprengjunni; hver veit hvað hefði gerst hefði ég haldið áfram. Ég þakka fyrir að vera heil á húfi núna.“ Hún segir að sprengingunni hafi fylgt mik- ill dynkur. „Ég sá fólk hlaupa í allar áttir. Þegar ég kíkti út úr búðinni sá ég hvar verið var að bera særða og látna. Fólk var útatað í blóði og illa farið. Þetta var ekki skemmtileg sjón.“ Hún segir að lögreglan hafi komið fljótlega og að særðir og látnir hafi verið bornir inn í jeppa, sem síðan óku í burtu. „Ég reyndi að forða mér strax því maður vissi ekki hvort það yrði önnur sprenging.“ Hún kveðst í fyrstu hafa talið að um gas- sprengingu hafi verið að ræða, eða annars konar slys, en þegar hún hafi spurst fyrir hafi svörin verið: hryðjuverk. „Fólk vissi greini- lega strax hvað var um að vera.“ Sjálf segist hún hafa verið nokkuð róleg í fyrstu, en þegar hún hafi verið komin áleiðis á hótelið hafi hún byrjað að titra og skjálfa. „Þetta var ekki skemmtileg reynsla.“ Hún segist ekki vita til þess að aðrir Íslendingar hafi verið á staðnum. Marín Ásmundsdóttir Þakkar fyrir að vera heil á húfi Marín Ásmundsdóttir Bogota. AP. | Lögreglan í Kólumbíu hefur handtekið Jhon Eildelber Cano, sem talinn er einn af æðstu mönnum stærsta eiturlyfjasmyglhrings lands- ins. Cano er eftirlýstur í Bandaríkj- unum vegna eiturlyfjasmygls og pen- ingaþvættis. Hann var handtekinn á sveitasetri sínu í Kólumbíu á laugar- dag í atlögu 25 lögregluþjóna, sem komu að bænum á bæði bílum og fall- byssuþyrlum. Talið er að Cano sé þriðji valda- mesti maður smyglhrings sem kallast Norte del Valle. Stjórnvöld gruna hringinn um að standa að baki sölu á helmingi alls kókaíns sem flutt hefur verið frá Kólumbíu til Bandaríkjanna síðastliðin tíu ár. Höfuðpaurinn, Diego Montoya, er á lista bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, yfir tíu mest eftirsóttu glæpamennina. Efst- ur á þeim lista er Osama bin Laden, stofnandi al-Qaeda. Handtóku fíkniefnasala

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.