Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 15 ERLENT Clichy-Sous-Bois. AFP. | Mann- réttindasinnar og stjórnarand- stæðingar í Frakklandi fullyrða að orsök þess að tveir unglingar biðu bana um helgina í óeirðum í einu úthverfa Parísar sé hert stefna lögreglunnar í baráttu við glæpi. Átök urðu þrjár nætur í röð, kveikt var í bílum og tveir unglingar dóu úr raflosti þegar þeir reyndu að klífa yfir vegg við rafstöð og lentu á straumbreyti. Unglingarnir munu ranglega hafa talið að lögreglumenn væru á hælunum á þeim. Samband lögreglumanna segir að um „skæruliðaátök“ hafi verið að ræða, svo mikið hafi ofbeldið verið. 23 lögreglumenn særðust og 13 unglingar voru handtekn- ir. Nicolas Sarkozy innanríkis- ráðherra hét því fyrir rúmri viku að heyja „miskunnarlaust stríð“ gegn glæpum í úthverfum höfuðborgarinnar. Segja and- stæðingar hans að harkaleg orð ráðherrans hafi eingöngu orðið til þess að ýta undir úlfúð milli unglinga og lögreglumanna. Hins vegar hafi stjórnvöld ekk- ert gert til að útrýma orsökum glæpafársins í niðurníddum út- hverfunum en þar býr mikið af fátækum innflytjendum. Margir þeirra eru múslímar frá Norður- Afríkulöndum og atvinnuleysi er mikið meðal íbúanna. Stefna Sarkozy hart gagn- rýnd Puerto Cabezas í Níkaragva. AFP. | Þús- undir íbúa Níkaragva leituðu skjóls fyrir fellibylnum Betu í gær en hann skall á landinu í gær með ofsaroki og miklu regni. Bylurinn var sagður vera af 2. gráðu á mælikvarða Saffír- Simpson um stærð fellibylja. Vind- styrkur Betu fór upp í 175 km/klst í verstu hviðunum, að sögn banda- rísku fellibyljamiðstöðvarinnar. Bylurinn lenti á borginni Puerto Cabezas á Karíbahafsströnd Ník- aragva en þar búa um 60.000 manns. Yfirvöld settu á útgöngubann til að hindra rán og gripdeildir og einnig var lokað fyrir rafmagn til að reyna að minnka hættu á slysum og elds- voðum. Gert var ráð fyrir að fellibylurinn færi áfram yfir Hondúras og fleiri lönd Mið-Ameríku í gær. Talin var mikil hætta á aurskriðum en ekki höfðu borist fregnir af manntjóni í gær. Beta herjar á Mið- Ameríkuþjóðir Reuters Miskito-indíánar í Níkaragva við bráðabirgðaskýli í borginni Puerto Cab- ezas í gær. Er Beta skall á landinu var bylurinn talinn vera af styrkleika 2. Þegar síðast var kosið þing íÍrak, í janúar sl., hunsuðuflestir súnní-arabar þær enraunin virðist ætla að verða önnur í desember og búist er við mik- illi kjörsókn þeirra. Þrír stærstu flokkar þeirra hafa nú myndað kosn- ingabandalag og leggja áherslu á að súnnítar noti tækifærið til að tryggja hagsmuni sína á væntanlegu þingi. Einkum óttast leiðtogar súnníta að hugmyndirnar í stjórnarskránni um sambandsríki verði til þess að landið klofni í ríki sjíta, Kúrda og súnníta en olían, helsta auðlindin, er að mestu á svæðum Kúrda og sjíta. Súnnítabandalagið nýja kallar sig Írösku einingarfylkinguna. Meðal þátttakenda er flokkur sem tengist Bræðralagi múslíma, áhrifamiklum samtökum heittrúarmanna sem eink- um hafa látið til sín taka í Egypta- landi og eru talin hafa þar mikið fylgi. Flokkurinn studdi stjórnarskrána sem kosið var um nýlega og var einn um þá afstöðu meðal flokka súnní- araba í Írak. Góð kjörsókn súnní-araba Kjörsókn súnníta í þjóðaratkvæða- greiðslunni um stjórnarskrána ný- verið var svo góð að minnstu munaði að hún félli. Talsmaður ajatollah Ali Sistanis, virtasta trúarleiðleiðtoga sjía-araba sem eru rösklega helm- ingur þjóðarinnar, gagnrýndi í gær í ræðu í hinni helgu borg Karbala sjíta fyrir dræma kjörsókn. Vitað er að talsmaður Sistanis, sheikh Abdul Mehdi Al-Karbali, er aðalfulltrúi Sist- anis sem talar sjaldan opinberlega. Sistani „vill hvetja Íraka til að flykkjast á kjörstaði í komandi kosn- ingum en hyggst ekki styðja neinn flokk“ sagði talsmaðurinn. Er kosið var í janúar studdi Sistani kosninga- bandalag helstu flokka sjíta, Íraska bandalagið (UIA) sem hreppti meiri- hluta á þingi. Sjítarnir ákváðu samt að mynda samsteypustjórn með Kúrdum og fór svo að Kúrdinn Jalal Talabani var kjörinn forseti Íraks á þinginu. Sjítarnir fengu á hinn bóginn embætti forsætisráðherra sem er mun valdameira. Iyad Allawi, fyrrverandi forsætis- ráðherra, sem er veraldlega þenkj- andi sjíti, hefur stofnað Miðjufylk- inguna, bandalag flokka og fylkinga með liðsmönnum úr öllum helstu trúarhópum og þjóðarbrotum lands- ins. Segir hann flokk sinn vera eina framboðið sem reyni að sameina alla hópa en höfði ekki til þröngra sér- hagsmuna. Allawi gagnrýndi á sínum tíma Sistani fyrir að styðja helsta kosningabandalag sjíta í janúar. Sjálfur hefur hinn 76 ára gamli Sistani oft sagt að klerkar eigi ekki að taka virkan þátt í stjórnmálum. Þeir eigi einbeita sér að trúnni en ekki veraldlegum málum. Íraska bandalagið virðist ætla að halda að mestu, ekki síst vegna þess að stuðningsmenn hins róttæka klerks Moqtada al-Sadrs fengu nægi- lega mörg sæti á listanum til að una sínum hlut. Að sögn bandaríska Mið- austurlandafræðingsins Juan Cole settu menn Sadrs tvö skilyrði fyrir þátttökunni: Annars vegar að þeir fengju jafn mikil áhrif og annar rót- tækur sjítaflokkur, Æðsta ráð ísl- ömsku byltingarinnar í Írak (SCIRI). Hins vegar að ekki yrðu tekin upp nein stjórnmálatengsl við Ísrael. Óljóst er hvort kaupsýslumaðurinn Akhmed Chalabi, sjíti sem árum sam- an vann náið í útlegð með Banda- ríkjamönnum fyrir innrásina 2003 en féll síðar í ónáð í Washington, muni að lokum taka þátt í Íraska bandalag- inu. Hann er enn sagður reyna að fá fleiri sæti á listanum fyrir flokk sinn, Íraska þjóðarráðið, en rætt hefur verið um. Einnig er hugsanlegt að smáflokkar sjíta úr röðum Kúrda og Túrkmena myndi nýtt bandalag með flokki Chalabis. Kosningabandalag Kúrda fékk mun fleiri þingsæti í janúar en eðli- legt hefði talist miðað við hlutfall þeirra. Kúrdar eru 15-20% þjóð- arinnar og búa flestir í norðurhér- uðunum, þeir eru flestir súnnítar. Kúrdar hyggjast á ný bjóða fram sameiginlegan lista. En ólíklegt þykir að þeir vilji taka áfram þátt í sam- steypustjórn undir forystu sjítans Ibrahim al-Jafaari sem þykir hafa tekist illa upp við landsstjórnina. Sjálfur er Jafaari óáleitinn maður og mun ekki hafa gengið vel að hafa hemil á frekum ráðherrum. Stjórnmálaleiðtoginn Sistani Í skeytum AP-fréttastofunnar er sagt að aðalástæðan fyrir því að Sistani lýsi ekki yfir stuðningi við hið stóra bandalag sjíta sé að hann sé óánægður með frammistöðu rík- isstjórnarinnar sem er undir forystu þess. Henni hafi mistekist að bæta kjör almennings og minnka spillingu. Sem dæmi um ráðleysið er tekið að nokkrir sjíta-þingmenn hafi heimsótt Sistani þar sem hann býr í borginni Najaf. Þeir hafi reifað við hann hug- myndir um að setja á stofn sérstakt ráðuneyti til að hafa eftirlit með trúarhátíðum en hermdarverkamenn hafa oft gert árásir á þátttakendur í þeim. „Hann sagði þeim að ef til væru peningar til að stofna nýtt ráðuneyti væri betra að verja þeim í að bæta þjónustuna við íraskan almenning,“ sagði einn af aðstoðarmönnum Sist- anis. Klerkurinn virðist gera sér bet- ur grein fyrir forgangsröðinni en margir stjórnmálamenn sjíta í Bagdad. Ný bandalög að fæðast í Írak Fréttaskýring | Flokkar helstu trúarhópa og þjóðarbrota í Írak búa sig nú undir þingkosn- ingar í desember og mynda ný kosningabanda- lög. Kristján Jónsson kynnti sér málið. Reuters Leiðtogi eins af flokkum sjía-araba, í Írak, Abdul Aziz al-Hakim, ávarp- ar fund. Yfir honum sést veggmynd af ajatollah Ali Sistani. Washington. AP. | Hagvöxtur í Banda- ríkjunum á þriðja ársfjórðungi var 3,8% samkvæmt bráðabirgðatölum frá bandaríska viðskiptaráðuneyt- inu. Á öðrum fjórðungi var hagvöxt- ur 3,3%. Hagvaxtarskeið ríkir nú í Banda- ríkjunum og er þetta tíundi ársfjórð- ungurinn í röð sem hagvöxtur í þessa stærsta hagkerfi heims er hærri en 3% á ársgrundvelli. Vöxturinn var mun meiri en sérfræðingar höfðu bú- ist við enda hefur suðurhluti landsins verið hart leikinn af fellibyljunum Katrínu og Rítu. Sumir sérfræðing- ar telja þó að áhrifa fellibyljanna muni taka að gæta á yfirstandandi fjórðungi. Mikill hagvöxtur kom á óvart

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.