Morgunblaðið - 31.10.2005, Side 16

Morgunblaðið - 31.10.2005, Side 16
foreldrar geta lagt sitt af mörkum til þess að skemmtunin fari vel fram. Eftirfarandi má hafa til hliðsjónar:  Verið skýr í afstöðu ykkar gegn neyslu áfengis og annarra vímu- efna  Kaupið e kki áfengi fyrir ungling- inn  Bjóðið upp á óáfenga drykki  Ef unglingurinn fær leyfi til að bjóða vinum heim fyrir ballið þarf foreldri að vera heima, til stuðn- ings og til að sjá til þess að hvorki áfengis né annarra vímuefna sé neytt á staðnum  Tryggið að unglingurinn komist öruggur heim að loknu balli, t.d. með því að sækja hann ef ekki eru skipulagðar ferðir á vegum skól- ans. Brýna fyrir honum að þiggja ekki far með einhverjum sem hugsanlega eru undir áhrifum  Ítrekið að unglingurinn þiggi ekki drykk frá öðrum, eða skilji glas sitt eftir án þess að fylgjast með því, þar sem ólyfjan getur hafa verið laumað í glasið  Ef foreldri verður vart við skipu- lagt, foreldralaust partí þar sem málin virðast vera að fara úr böndunum þarf að láta lögreglu umsvifalaust vita  Einnig ef foreldrar verða varir við að ungu fólki, sem ekki hefur ald- ur til, er boðið á vínveitinga- eða skemmtistað. Þá þarf að láta lög- reglu vita af því strax svo hægt sé að kanna hvort verið sé að selja eða nota vímuefni á staðnum og hvort ungt fólk undir lögaldri sé á staðnum og því seldir eða afhentir áfengir drykkir. Ínýliðinni vímuvarnaviku varþemað upphafsaldur áfeng-isdrykkju þar sem m.a. varlögð áhersla á mikilvægi þess að ungt fólk hefji ekki neyslu áfengis fyrr en eftir tvítugt. Fyrir utan það að bannað er með lögum að neyta áfengis fyrr en eftir tvítugt benda niðurstöður rannsókna til þess að áfengi hafi varanleg skaðleg áhrif á myndun heilans og þar af leiðandi ýmsar stöðvar hans. Þar á meðal eru minnisstöðvar, stöðvar sem stýra sjónsviði og talmáli. Rannsóknir sýna að þessi skað- legu áhrif geta verið varanleg og hafa því slæm áhrif á námsárangur. Líkur á brottfalli, lélegri mætingu og falli á prófum aukast til muna í hlutfalli við áfengisneyslu. Þá eru ótalin önnur vond áhrif áfengis eins og fallslys, slys af völdum ölvunar- aksturs o.s.frv. Það eru því margar ástæður fyrir því að vara við áfeng- isneyslu á unglinsárunum. Foreldrar geta lagt sitt af mörk- um. Á skólaböllum í framhalds- skólum kemur saman ungt fólk frá 16 ára til um tvítugs. Þar af leiðandi blandast saman hópur af ungu fólki sem ekki hefur aldur til að neyta áfengis og ungt fólk sem má kaupa áfengi – og það kaupir mögulega áfengi fyrir vini sína sem yngri eru. Flestir – ef ekki allir – grunn- og framhaldsskólar eru með mjög strangar reglur hvað varðar neyslu hvers konar vímuefna á samkomum sem haldnar eru á vegum skólans. Reglur eins og „áfengi ógildir mið- ann“ eru þar góðar og gildar. Þrátt fyrir þetta eru alltaf einhverjir sem reyna að blanda saman áfengi og skólaskemmtunum. Og stundum getur ungt fólk, sem ekki hafði ætlað sér að neyta áfengis, átt í erfið- leikum með að standast freisting- arnar – og þrýstinginn frá öðrum. Ýmislegt til að hafa í huga Allir foreldrar vilja væntanlega vernda börn sín gegn skaðlegum áhrifum áfengisins á þroska heilans og gera því sitt til að koma í veg fyrir að þau neyti áfengis áður en þau hafa aldur til. Ýmislegt þarf að hafa í huga þegar unglingurinn er að fara á skólaball, eða út að skemmta sér, og  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Lýðheilsustöð Áfengislaus skólaböll Líkur á brottfalli, lélegri mætingu og falli á prófum aukast til muna í hlutfalli við áfengisneyslu ung- menna. Niðurstöður rannsókna benda til þess að áfengisneysla ungmenna hafi varan- leg skaðleg áhrif á myndun heilans og þar af leiðandi ýmsar stöðvar heilans. Rafn M. Jónsson, verkefnisstjóri áfengis- og vímuvarna Lýð- heilsustöð. Fleiri upplýsingar má fá á heima- síðu Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is RÖNTGENMYNDATÖKUR af brjóstum leika lykilhlut- verk í færri dauðsföllum af völdum brjóstakrabbameins, að því er rannsókn sem greint er frá á vef New York Times gefur til kynna. Niðurstöðurnar birtast í New England Journal of Medicine. Á tíunda áratugnum fækkaði dauðsföllum af völdum brjóstakrabbameins mjög og er hluti rakinn til röntgenmyndatökunnar og hluti til nýrra kraftmikilla lyfja sem notuð voru gegn brjóstakrabbameini. Rannsókninni var ætlað að athuga hvað hefði valdið fækkun dauðsfalla á þessum áratug en flestir höfðu trú á að lyfin hefðu mest að segja. Margir töldu að rönt- genmyndirnar væru jafnvel óáreiðanlegar. Í ljós kom að hvort tveggja hafði mikil áhrif, þ.e. 28-65% eru rakin til röntgenmyndatöku en af- gangurinn til nýju lyfjanna.  ÁRVEKNISÁTAK UM BRJÓSTAKRABBAMEIN Í OKTÓBER Röntgenmyndatökur í lykilhlutverki 16 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur                   !"#$%&'()* +++,-.$-/-,% Opið laugard. 11-16 Sunnudaga 13-16 ALDURINN er stærsti einstaki áhættuþáttur brjóstakrabbameins, en konum yfir fimmtugu er mun hættara við að fá sjúkdóminn en yngri konum. Aðrir áhættuþættir eru fjölskyldusaga um sjúkdóminn, að hafa byrjað snemma á blæðingum eða seint á breytingaskeiði, að hafa fengið krabbamein áður eða að gangast undir hormónameðferð í yfir áratug. Allt er þetta þó einstaklings- bundið og ein mikilvægasta forvörnin er að þekkja brjóst sín og þreifa reglulega á þeim sjálf. Þegar krabbamein í brjóst- um er uppgötvað snemma er í sumum tilvikum hægt að auka lífslíkur um 90%, að því er fram kemur á heilsuvef BBC. 160–170 konur greinast árlega Ár hvert greinist krabbamein í brjóst- um hjá 160-170 íslenskum konum, sam- kvæmt upplýsingum frá Krabbameins- skránni, og hefur nýgengi sjúkdómsins aukist á undanförnum áratugum en dán- artíðni nær staðið í stað.Yngstu kon- urnar eru á þrítugsaldri en tíðnin eykst með hækkandi aldri. Íslenskar konur eru í efsta sæti á Norðurlöndum varð- andi nýgengi brjóstakrabbameins. Lífs- horfur kvenna með þetta krabbamein hafa batnað mikið síðustu áratugi. Um 47% þeirra sem greindust á árunum 1956-65 lifðu í fimm ár eða lengur en nú geta um 72% vænst þess að lifa svo lengi, enda hafa orðið miklar framfarir varðandi greiningu og meðferð. Að teknu tilliti til annarra dánarorsaka eru fimm ára lífshorfur um 80% (miðað við 1986-1995). Nú eru á lífi meira en 1700 íslenskar konur sem hafa fengið þennan sjúkdóm. Konur á aldrinum frá fertugu til sjö- tugs eru hvattar til að fara í brjósta- myndatöku á tveggja ára fresti. Gefið hefur verið út almennt fræðslurit um brjóstakrabbamein og annað fræðslurit um leit að krabbameini í brjóstum. Þreifið sjálfar reglu- lega á brjóstunum KARLAR sem eiga erfitt með svefn eiga frekar á hættu að fá sykursýki en aðrir, samkvæmt sænskri rannsókn sem 2.000 karlar og konur tóku þátt í. Á vef sænska ríkissjónvarpsins SVT kemur fram að orsaka- samhengið sé þó óljóst. Lena Mallon, vísindamaður við Uppsalaháskóla, segir að þegar karlar sofi ekki meira en fimm tíma á sólarhring og vakni oft á nóttunni, virðist þeir frek- ar eiga á hættu að fá sykursýki. Þátttakendur svöruðu spurn- ingalista með tólf ára millibili, þar af mörgum spurningum um svefnvenjur. Á tólf árum fékk ellefti hver karlmaður og sautjánda hver kona í hópnum sykursýki og skýr fylgni fannst á milli svefntruflana og syk- ursýki hjá körlunum en ekki konunum.  RANNSÓKN Svefntruflanir og sykursýki

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.