Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 17 DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili Birkiaska ehf. sími: 551 9239 Birkiaska Skerpir athygli - eykur þol Virkar m.a. gegn: Einbeitingarskorti, streitu, þreytu og afkastarýrnun Einnig gott fyrir aldraða! www.ginseng.is PRODERM · Fyrir þurra og viðkvæma húð. · Lagar strax þurrk, sviða og kláða. · Húðin verður mjúk. · Engin fituáferð. Fæst í apótekum Skráð lækningavara Vörn í 6 klst. Frábær kuldavörn Þeim hefur fjölgað verulegaá undanförnum árum semleita til sjúkraþjálfara aðsögn Kristjáns Hjálmars Ragnarssonar, formanns sjálfstætt starfandi sjúkraþjálfara. Kristján var í hópi sjúkraþjálfara sem nýver- ið sátu ráðstefnu í Edinborg, þar sem kynntar voru nýjustu rann- sóknir í sjúkraþjálfun. „Á síðustu árum hafa komið fram nýjar upp- lýsingar um stjórnun hreyfinga, stöðugleika, verkjastjórnun, þjálf- unaraðferðir, hvaða vöðvar eru virkir og hverjir eru óvirkir,“ segir hann. „Rannsóknirnar byggjast á ómun og vöðvarafriti í einstaka vöðva, sem sýnir virkni þeirra. Meðal annars kom í ljós að ákveðnir djúpt liggjandi vöðvar, til dæmis hjá baksjúklingum með langvarandi verki, eru óvirkari en sömu vöðvar hjá þeim, sem ekki þjást af bakverk. Í framhaldi var farið að kanna hlut- verk þessara vöðva og þá kom í ljós að þeir gegna mjög mikilvægu hlut- verki í stöðugleika og stjórnun á því hvernig hryggsúlan tekur við álagi. Ef þetta djúpa vöðvakerfi er þjálfað næst betri langvarandi árangur af meðferðinni hjá baksjúklingum, „verkjaköstum“ fækkar og það verður lengra á milli þeirra.“ Litlir áverkar Kristján bendir á að kerfið er virkt þegar við erum yngri og á meðan við erum einkennalaus en líklegt er að litlir áverkar, til dæmis vegna vinnustellinga, valdi því að það fer úr skorðum. Í fyrstu fær fólk væg óþægindi í bakið, sem oft verða svo tíðari og verri. „Rafrænar mælingar sýna að miðtaugakerfið setur djúpu smá- vöðvana við hryggsúluna í gang sekúndubroti áður en útlimir eru heyfðir,“ segir hann og líkir hreyf- ingum mannsins við kappakstursbíl sem æðir fram á við af miklum krafti en til þess að geta komist áfram og beygt og sveigt þurfi innra kerfið eins og bremsur og fjöðrun að vera í réttum skorðum. „Líkamanum er því mikilvægt að öll kerfi séu í þjálfun og að tekið sé til- lit til allra þátta, þar með talið réttr- ar öndunar, skynjunar og samhæf- ingar,“ segir hann. „Það er mjög mikilvægt að stjórnun hreyfinga og vöðvavinna sé þjálfuð í réttu önd- unarmynstri til að tryggja að þjálf- unin beinist að óvirkum vöðvum og vöðvahópum. Röng þjálfun í líkams- rækt, þar sem eingöngu er verið að þjálfa ákveðna hreyfivöðva, getur ýtt undir misvægi.“ Miðtaugakerfi og djúpir vöðvar Kristján segir að þjálfa þurfi upp samband miðtaugakerfis og djúpu vöðvanna með eðlilegri og óþving- aðri öndun. „Með henni er verið að endurvekja samband við djúpvöðv- ana og tengja stjórnun hreyfinga, sem er lykillinn að því nýjasta í sjúkraþjálfun,“ segir hann. Rannsóknir hafa leitt í ljós að skipta má vöðvahópum í þrennt eft- ir hlutverkum. Og jafnframt að mikilvægt er að þjálfa alla vöðva- hópana þar sem stóru og sterku vöðvarnir hafa tilhneigingu til að yf- irgnæfa þá minni og mynda mis- vægi í stoðkerfi og jafnvel skaða lið- ina. „Það er athyglisvert að nýjar rannsóknir sýna að vöðvavirkni í grindarbotnsvöðvum hjá fólki með þvagleka er meiri en hjá þeim sem ekki eru með þvagleka,“ segir hann. „Þessar niðurstöður stangast á við fyrri skoðanir og er skýringin sú að vegna ofvirkni í stærri magavöðv- um og rangrar öndunar myndast þrýstingur ofanfrá með þeim afleið- ingum að vöðvar í grindarbotni missa allan sveigjanleika og verða því ofvirkir.“ Útlitsþjálfun eða hreysti? Kristján segir að líkamsrækt sé í sjálfu sér af hinu góða en huga verður að því hvernig leiðbeiningar er verið að gefa og hvaða markmið sé með þjálfuninni. „Er eingöngu verið að þjálfa með útlitið í huga eða er verið að þjálfa hreysti þannig að líkaminn verði hæfari til að standa undir kröfum í lífi og starfi. Það gleymist oft í þessari útlitsdýrkun sem við erum sokkin í en við getum ekki breytt líkamsgerð fólks,“ segir hann. „Í grófum dráttum er líkams- bygging mannsins flokkuð í þrennt. Fyrst má telja granna og hávaxna einstaklinga, til dæmis langhlaup- ara. Þá eru það meðalmennin á hæð sem oftast eru góðir í íþróttum og í síðasta hópnum eru það þreknu, herðabreiðu og stuttu einstakling- arnir. Það vill gleymast að þeim er ekki hægt að breyta í langhlaupara. Þeim er eðlislægt að vera aðeins meiri um sig en þeir geta verið í fínu formi. Þannig einstaklinga má þjálfa þó svo þeir falli ekki inn í eitt- hvert ákveðið útlit.“ Vöðvahópar:  Staðbundnir stöðugleikavöðvar, sem yfirleitt liggja djúpt og ná- lægt hreyfiás liðanna. Hlutverk þeirra er fyrst og fremst tengt stöðugleika liðanna og að þeir séu í réttri stöðu í hreyfingu.  Svæðisbundnir stöðugleikavöðv- ar eða vöðvar sem eru langir og víðfeðmir. Þeirra hlutverk er að draga úr og stöðva hreyfingar, þannig að þær verði mjúkar og markvissar.  Stórir og sterkir hreyfivöðvar, með kraft til að drífa líkamann áfram.  HEILSA | Kristján Hjálmar Ragnarsson sjúkraþjálfari segir mikilvægt að þjálfa djúpvöðva og rétta öndun Röng þjálfun getur ýtt undir misvægi Morgunblaðið/Ásdís Ákveðnir djúpt liggjandi vöðvar, hjá baksjúklingum með langvarandi verki, eru óvirkari en sömu vöðvar hjá þeim, sem ekki þjást af bakverk. Eftir Kristínu Gunnarsdóttur krgu@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.