Morgunblaðið - 31.10.2005, Page 18

Morgunblaðið - 31.10.2005, Page 18
18 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MENNING ÞEIR Ólafur Kjartan Sigurðarson barítón og Vovka Stefán Ashkenazy halda tónleika í Íslensku óperunni í kvöld. Þetta er í fyrsta skipti sem þeir koma fram saman á höf- uðborgarsvæðinu en áður hafa þeir haldið tónleika erlendis og við tvö tækifæri úti á landi. „Það má segja að við höfum sætt lagi þegar í ljós kom að von væri á Stefáni til landsins, nýtt ferðina hjá honum og efnt til tónleika í leiðinni. Þetta heitir að þjóðnýta menn,“ gantast Ólafur Kjartan þegar blaðamaður innir hann eftir tilefni tónleikanna. „Tónleikarnir eru framhald af samstarfi okkar. Vovka er búsettur í Frakklandi og ég er sjálfur í smástoppi hér heima, og okkur fannst tilvalið að syngja fyrir vini og vandamenn – og fleiri vel- komnir!“ Fjórmenningar á flakki Svo skemmtilega vill til að Ólafur og Vovka eru fjórmenningar en það var ekki fyrr en árið 2003 að þeir hittust fyrst þegar báðir voru fengnir til að taka þátt í tónlist- arhátíð á Kirkjubæjarklaustri: „Það er skemmst frá því að segja að samstarfið gekk glimrandi vel og ekki spillti frændsemin fyrir. Við töluðum strax um að gaman væri að hafa framhald á þessu sam- starfi og í fyrra vorum við fengnir til hátíðahalda á stórafmæli Spari- sjóðs Svarfdæla á Dalvík, en það vill þannig til að fyrsti sparisjóðs- stjórinn var sameiginlegur ættfaðir okkar,“ segir Ólafur. „Þá varð ekki aftur snúið, og ekki um annað að ræða en halda ótrauðir áfram. Síð- an þá höfum við haldið tvenna tón- leika saman, annars vegar í Lund- únum og nú síðast í júlí á tónlistarhátíðinni í Provence í Frakklandi.“ Blómstraði seint Vovka Stefán ólst upp hér á landi og segist líta á Ísland sem heimili sitt, þótt hann hafi víða búið. Eins og fyrr segir er Vovka nú búsettur í Frakklandi en þar kennir hann við Gabriel Fauré-konservatoríið: „Ég reyni að spila eins og ég get en ætli ég haldi ekki um 20–25 tónleika á ári, sem er ekki mikið. Ég held ég geti sagt að ég hafi blómstrað seint sem músíkant en tímasetning skipt- ir miklu máli í þessum bransa ef maður vill stóran feril. Ég er því ekki með mikinn feril að baki en þetta er smátt og smátt að koma og list mín að fá aukna viðurkenningu. Meira að segja pabbi er farinn að játa að ég kunni svolítið að spila,“ bætir Vovka við glettinn. Nóg að gera Það ætti ekki að koma á óvart að hvorki Ólafur né Vovka sitja auðum höndum þessa dagana: „Eftir að fastráðningartímabilinu mínu við Íslensku óperuna lauk fyrir einu og hálfu ári hef ég valið þann kostinn að vera frílans, eins og kallað er. En ég gantast stundum með að frílans sé fína orðið yfir atvinnu- leysi,“ segir Ólafur. „Ég hef haft blessunarlega mikið að gera erlend- is undanfarið og tíminn fer mikið í prufur. Framundan eru prufur í Feneyjum, New York, Þýskalandi og Englandi svo segja má að ég sé farandverkamaður núna.“ Næsta stóra óperuverkefni Ólafs Kjartans er á vormánuðum en hann mun syngja í brúðkaupi Fígarós á Bretlandseyjum og í Rígolettó. „Ég útiloka heldur ekki frekara tón- leikahald hjá okkur Vovka Stefáni, ef tækifæri gefast.“ Meðal þess sem á döfinni er hjá Vovka er útgáfa tveggja geisladiska með upptökum sem hann vann með Blásarakvintett Reykjavíkur. „Ann- ar er með franskri tónlist og hinn með Beethoven og Mozart. Ég er líka að fara að halda tónleika með pabba á tvö píanó í apríl á 125 ára afmæli miðstöðvar Steinway í Hamborg. Ég tek sömuleiðis upp með honum á næsta ári franska tónlist fyrir tvö píanó og við höld- um tónleika í Birmingham og Liv- erpool og förum líkast til til Japans 2007.“ Vovka bætir við að samspil hans og föður hans komi vel út: „Mömmu finnst svo gaman að heyra okkur spila saman. Við virð- umst hafa líkan hljóm og fraser- ingu.“ Fjölbreytt efnisskrá Á efnisskránni á tónleikunum í kvöld munu Ólafur Kjartan og Vovka fara um víðan völl: „Það má segja að höfuðáherslan sé á fjöl- breytni,“ segir Ólafur. „Við reynum að koma víða við í verkefnavalinu, bæði hvað varðar tungumál og tón- listartegundir. Það er bæði ögrandi og þroskandi að vera ekki að syngja, innan gæsalappa, alltaf það sama.“ Vovka segir að reynt hafi verið að velja verkin þannig að hvorugt falli í skuggann af hinu: söngröddin eða píanóið: „Fyrri helmingur tón- leikanna er íslenskur og þjóðlegur en seinni hlutinn blönduð erlend tónlist s.s. eftir Ravel, Mozart, Gluck og Tsjaíkovskíj.“ Tónleikar þeirra félaga hefjast kl. 20 í kvöld og er miðaverð kr. 1.800 en 1.000 fyrir námsmenn. Ólafur og Vovka í Óperunni Morgunblaðið/Sverrir Vovka Stefán Ashkenazy og Ólafur Kjartan Sigurðarson flytja íslensk lög og erlend í Íslensku óperunni. Eftir Ásgeir Ingvarsson asgeiri@mbl.is JÚ, víst getur ópera verið drep- fyndin mitt í öllu dramanu. Er það ekki kómískt í fáránleika sínum þegar deyjandi drósir sperrast upp í spriklandi söng um leið og þær taka hrygluandvörpin? Og er það ekki að minnsta kosti svolítið hlægilegt þegar tötrughypjur, trúðar, losta- kvendi og leigumorðingjar bresta í óskaplega flúraðan og fágaðan söng mitt í einhverjum óhemjugangi? Það þarf ekki að ganga langt á kóm- íska sansinn til að sjá það fyndna í því. Þeir Gautur G. Gunnlaugsson og Gunnar Kristmannsson – báðir vel söng- og tónlistarmenntaðir ungir menn – hafa í það minnsta séð kómíkina í því hve aðstæður fólks í óperunni geta verið fáránlegar. Á laugardag frumsýndu þeir óperettu sína, Gest, í Iðnó, við undirleik hlát- raskalla viðstaddra – og jú, firna- góðs píanóleiks Raúls Jiménez. Tónlistina sömdu þeir sjálfir – og hún er kapítuli út af fyrir sig. Þeir sækja á mið Mozarts og Rossinis þar sem af nógu er að taka af mús- íkklisjum, og með þær leika þeir sér af mikilli fimi. Efniviðurinn er svosem nauða- ómerkilegur í sjálfum sér. Tveir hommar, Óli og Laugi, búa saman í lukkunnar velstandi í íbúð í Graf- arholti, en þegar nýr nágranni, Gestur, flytur í íbúðina á móti fer allt til fjandans. Misskilningur á misskilning ofan kallar á af- brýðisemi, ástardrama, jafnvel hrottalegan ástríðuglæp. En í búningi óperettunnar verður þessi nauðaómerkilegi farsi alveg drepfyndinn. Og Gautur og Gunnar gefa ekkert eftir. Í verkinu er allur nauðsynlegur staðalbúnaður: ást- ardúett; arían þar sem söguhetja kynnir sig; svekkelsisarían þegar einhver heldur að hann hafi verið kokkálaður; sáttaterzett þegar allir lofa að vera góðir hver við annan; hefndararían þar sem meint fórn- arlamb lýsir því hvernig það vill sjá vondu kallana stikna í helvíti; mynd- ararían – algjört möst – þar sem söguhetjan syngur um ástina um leið og hann starir á mynd af elsk- unni sinni og ber hana öðru hvoru að brjósti sér; dauðaterzett þar sem hinn tilvonandi látni fær að syngja um iðrun sína og ljósið hinum megin meðan hinir tveir eru í panik að reyna að bjarga honum; iðrunararía þess sem hélt að hann væri glæpa- maður og loks arían sem heitir: Deyja í faðmi þér. Þarf að segja meira? Uppskriftin að gamanóperu eða óperettu er hér ljóslifandi. Það þarf í sjálfu sér ekki að vera neitt fyndið við samlífi tveggja homma, og best að koma því að, að þeir Gautur og Gunnar beina grín- inu ekki að því að mennirnir séu hommar. Það eru kringumstæð- urnar og aðstæður þeirra sem gera þá og atburðarásina í kringum þá fyndna. Þar spilar músíkin aðal- hlutverk. Við erum vön því að sjá allt aðrar týpur í verkum af þessu tagi. Hefðarfólk og listamenn eru vinsæll efniviður til persónusköp- unar; en ófyndinn bókari í banka, sem hefur mesta ánægju í lífinu af því að horfa á fræðsluþætti í sjón- varpinu og endursegja þá ótal sinn- um öllum til ómælds ama og leið- inda, – og vansæll heimavinnandi maki hans; – þetta er hversdags- leikinn uppmálaður, en hreint ekki hversdagsleiki óperettunnar. Þeir Gunnar og Gautur syngja hlutverk Óla og Lauga; – báðir baritónar og syngja af gleði og þokka. Rödd Gunnars er sérstaklega falleg og auðheyrilega mikið efni í henni. Dramað kviknar með Gesti, sem Hrólfur Sæmundsson – líka baritón – syngur af stakri snilld. Hann á frábæra spretti, ekki síst í ross- inískum kóloratúr í dúett með Lauga. Hrólfur fer létt með leikinn; er mátulega ýktur, og á köflum yf- irgengilega smeðjulegur og fleðu- legur sem flugkappinn handan gangsins. Gunnar og Gautur eru bersýnilega ekki eins sviðsvanir, myndu þó sóma sér vel í hvaða áhugamannaleikhúsi sem er, því það sem þá vantar í fagmannlegum leik bæta þeir upp með innlifun og aðdáunarverðri leikgleði. Textinn er lykilatriði í verkinu; – bæði söngtexti og leikinn texti. Söngtextarnir eru dregnir upp úr sama skemmtilega klisjupytti og músíkin, og eru drepfyndnir á köfl- um. Leikni textinn er líka góður, en galt fyrir það að framvindan í leikn- um var of hæg. Tímasetningar í svona verki þurfa að vera hnitmið- aðar og leikurinn þarf að renna vel. Minnsta hik getur drepið annars áhrifaríkt augnablik. Þetta slípast vonandi af með fleiri sýningum og meira öryggi. Leikmynd og búningar voru sannfærandi hallærisleg og full- komlega í takt við klisjur í músík og texta. Þresti Guðbjartssyni hefur tekist að skapa skemmtilega sýningu, sem leikur á mörkum áhugaleikhúss og atvinnuleikhúss. Hugmynd Gunn- ars og Gauts er snjöll og dáruskap- urinn fer aldrei yfir þau fínu mörk að verða að fíflagangi. Það gerir grínið enn betra. Ó, Óliver, far ei frá mér ÓPERA Iðnó Hinsegin óperetta eftir Gaut G. Gunn- laugsson og Gunnar Kristmannsson. Söngvarar: Gautur G. Gunnlaugsson, Gunnar Kristmannsson og Hrólfur Sæ- mundsson. Píanóleikur: Raúl Jiménez. Leikmynd: Leikhópur og leikstjóri. Bún- ingar og sviðsstjórn: Ásgerður Júl- íusdóttir. Lýsing: Friðþjófur Þor- steinsson. Leikstjóri: Þröstur Guðbjartsson. GESTUR – SÍÐASTA MÁLTÍÐIN Bergþóra Jónsdóttir SAMSÝNING 20 listamanna í and- dyri og kjallara Norræna hússins ber hinn ógnvekjandi en ef til vill frelsandi titil Föðurmorð og norna- tími og er auglýst með sláandi plak- ati sem sýnir ljósmynd af karlmanns- búk án sýnilegra kynfæra. Þessi kynning gefur tóninn um áherslur sýningarinnar sem ríma við sam- tímaorðræðu heimspekinnar um lok hins karllæga sögutíma og áhersluna á verðandina í anda Nietzsche og eft- irmanna hans. Hinn nýi söguskiln- ingur er hér kenndur við nornatíma og virðist því fela í sér ákveðnar fem- ínískar áherslur. Í sýningarskrá ritar Valur Brynjar Antonsson upphafs- maður sýningarinnar og sýning- arstjóri texta þar sem hann segir sýninguna afhjúpa tvær goðsagnir, aðra goðsögulega, um Ödipus og hina líffræðilega, feluleik kynjamunar. Hann segir að þau (þátttakendur sýningarinnar) vilji kynja sýninguna því það sé ein leið af mörgum til að halda spurningu sem viðheldur mis- munun. Þetta eru vissulega áhuga- verðar pælingar og um leið þær sömu og hafa einkennt stórann hluta ungrar listsköpunar á síðustu árum. Munurinn er að hér er gerð tilraun til að safna saman ákveðnum lista- mönnum og verkum sem falla undir orðræðuna í því skyni að setja lista- verkin í samhengi við hana og mynda samtal eða samskipti milli tveggja eða fleiri fagsviða sem hlýtur að telj- ast jákvæð tilraun. Hins vegar eru verkin sjálf ekki frábrugðin þeim sem við eigum að venjast úr samtím- anum, birtingarmynd óljósra hug- mynda og þrár, kortlagningar eða myndútfærslur á afmörkuðum svæð- um tilverunnar en ekki leit að algild- um svörum.Áhorfandinn getur hrif- ist af sumum verkum eða jafnvel fyllst ógeði án þess að það hafi með fegurð eða ljótleika að gera, og inni í verkunum virðist oft innbyggð af- staða til viðfangsefnisins án þess að hafa með eiginlegar skoðanir að gera. Á sýningunni eru verk af ýms- um toga og mörg áhugaverð í þessu samhengi, sérstaklega nokkrar myndbandsinnsetninganna sem bera vott um hve sjálfsagður og eðlilegur þessi miðill er orðinn listamönn- unum. Þrátt fyrir að vera svolítið þéttskipað í salnum niðri ná verkin að anda en líka að tengjast sín á milli en þau verk sem eru í anddyrinu uppi og verkið sem er úti eru meira utanveltu. Þau eru flest hefðbundn- ari í formi og dæmast því í annað samhengi enda njóta þau sín ekki í flöktandi rökkri skjáverkanna. Þá hafa verið framdir nokkrir gjörn- ingar á þessari sýningu sem í heild- ina er lífleg, skemmtileg, svolítið grótesk og svolítið fyrirsjáanleg. Það að sýningin sé kynjuð, þ.e. kvengerð leysir hana að vissu leyti undan afstöðuleysi samtímans og gefur áhorfandanum færi á að lesa verkin út frá femínísku eða gagn- rýnu sjónarhorni. Það er áberandi í sýningarskránni hvernig listamenn- irnir eru kynntir eftir kynjum. Í takt við veggspjaldið fallusfría gefa karl- listamennirnir eftir valdið og egóið og setja sig í stöðu sem var áður skil- greind kvenleg. Þeir eru gerðir ósýnilegir á þann hátt að ekki fylgir mynd af þeim með textum um þá öf- ugt við kvenlistamennina, og þar að auki eru stafsetningarvillur í nöfnum þeirra sem virkar sem liður í að gera þá nafnlausa, fyrir utan að þeir eru mun færri á sýningunni. Hins vegar felur föðurmorð og nornatími í sér hugmyndina um að losna undan valdi sögunnar og ég-sins sem sjálfi, það er í tísku að vera nafnlaus og partur af heild og í því ljósi má sjá tvíræðn- ina í því að karlarnir afsali sér sjálf- inu og afhendi konunum það um leið og skilji þær þannig eftir í lögmáli feðraveldisins og sögutímans. Kannski er ekki tímabært fyrir kon- ur að afsala sér sjálfi áður en þær hafa eignast það almennilega. Þróun hugmyndanna í menningunni passar oft ekki fyrir konur, þetta er kannski bara óheppni og óþarfi að vera „par- anojd“ og lesa einhver tákn út úr því enda eru þær 13 á sýningunni en þeir sjö fyrir utan sýningarstjórana þrjá sem hafa hér með lögboðið norna- tíma og kistulagt gamla manninn. Ödipusar- blinda og geldingarþrá MYNDLIST Norræna húsið Samsýning 20 listamanna Sýningin stendur til 1. nóvember Föðurmorð og nornatími Þóra Þórisdóttir Morgunblaðið/Ásdís Nafnlaust verk eftir Hafstein Mik- ael. Í sýningarskrá kemur fram að Hafsteinn sjái karlmennskuna fyrir sér sem lítinn dverg með yfirvara- skegg og rokkabillí-hárgreiðslu, sem sé í senn valda- og reðurtákn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.