Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 19 MENNING 05 -0 67 9 / A RG US Á MORGUN KYNNING 1. N Ó V E M B E R K L. 1 6 :3 0 Nám samhli›a starfi Á morgun 1. nóvember ver›ur kynning á gagnlegu og spennandi NÁMI SAMHLI‹A STARFI hjá Endurmenntun HÍ á vorönn. Kynningin ver›ur í húsnæ›i Endurmenntunar HÍ a› Dunhaga 7 og hefst kl. 16:30. NÁM SAMHLI‹A STARFI er kjöri› fyrir flá sem vilja auka menntun sína án fless a› láta tímabundi› af störfum. Ein námsgrein er kennd í einu og gefur tiltekinn fjölda eininga á háskólastigi. Oft getur slíkt nám leitt til betri stö›u og launahækkunar. A› auki er fla› skemmtilegt og lifandi! Umsóknarfrestur fyrir NÁM SAMHLI‹A STARFI rennur út 15. nóv. Nánari uppl‡singar og umsóknir á www.endurmenntun.is e›a í síma 525 4444. Gulli› tækifæri Rekstrar- og vi›skiptanám – einnig í fjarnámi (n‡jung) Sálgæslufræ›i – stök námskei› á meistarastigi Sjálfstæ›ur rekstur Fasteignasalar – réttindanám til löggildingar fasteigna-, fyrirtækja- og skipasala. Umsóknarfrestur til. 1. desember. Fjölbreytt úrval námslei›a Útskrifa›ir nemendur frá EHÍ eiga fless kost a› taka stök námskei› í Marka›sfræ›i og alfljó›avi›skiptum og Rekstrar- og vi›skiptanámi. Í FYRSTA lagi: Ég fer í leikhúsið til að sjá Woyzeck hjá Vesturporti í þriðja sinn. En nú á íslensku. Ég reyni að gleyma að ég hafi nokkurn tíma haft mætur á Georg Büchner eða séð sýningar annarra leikhúsa á Woyzeck. Ég reyni að muna að ég hef alltaf talið að uppsetningar á leikverkum eigi fyrst og fremst að miðast að því að skila þeirri merk- ingu til áhorfenda sem leikhópurinn kýs að gefa þeim á hverjum tíma, en ekki einhverri merkingu sem talið er að höfundar hafi lagt í þau. Ég reyni að muna að ég hef alltaf talið leikhús lúxus sem allt samfélagið á að geta veitt sér og er afskaplega veik fyrir glæsilegum leikmyndum og alls kyns óvæntum trixum. Ég reyni líka að muna að mín kynslóð og sú næsta á eftir afhenti börnum sínum vídeó- spólur ættaðar úr draumafabrikkum vestan hafs en ekki evrópskar bók- menntir. Og að þýskt leikhús og þýskir leikritahöfundar hafa lengi verið litin hornauga af alltof mörg- um innan íslensks leikhúss, hafa þótt of vitsmunaleg. – Það er mikið sem ég þarf að muna. Í öðru lagi: Í leikhúsinu sé ég sýningu sem er töluvert frábrugðin þeim fyrri. Ís- lenskan færir mig nær leikurunum og það hefur gerst, sem sárasjaldan er leyft að gerist í leikhúsi hérlendis, að haldið hefur verið áfram að vinna í sýningunni eftir að hún er frum- sýnd. Hún hefur öll þést, undirbún- ingur að sundtúr læknisins ekki lengur óbærilega langur, seinni inn- koma Björns Hlyns fengið ógn- þrungna merkingu, vatnskúlutil- raunin á Woyzeck hraðari, atriðum hefur verið víxlað, þau komin á ann- an stað og þeim breytt og strikað hefur verið út. Woyzeck sjálfur, saga hans, hefur fengið meira vægi, hin sterka dýrslega nánd Ingvars Sig- urðssonar fær nú að njóta sín, yf- irborðið skyggir ekki á hann, það er líka kominn óhugnaður í glæsilegt yfirborðið sem ég fann þar ekki áð- ur. Ég fyllist aðdáun á leikstjóranum og leikhópnum. Og ég hugsa: Vonandi endurskoða þau líka lögnina á Maríu; þessi fá- tæka einstæða móðir sem flýr eymd sína í fang tambúrmajórsins í verki Büchners er illskiljanleg og merk- ingarlaus fyrir þróun Woyzecks þar sem hún er hér túlkuð sem sambland af Disneyfígúru og einhverri þessara íslensku kvenna sem stóreygðar láta eins og þær séu ekki enn komnar af barnsaldri þótt þær séu að verða fer- tugar. Verkakonur njóta yfirleitt ekki þess munaðar. Vonandi halda þau áfram að vinna með persónu Woyzecks, hugleiða betur af hverju hann leggur allt þetta á sig, gerist tilraunadýr, – strikað er út barnið þeirra Maríu í þessari sýningu sem venjulega ásamt ástinni er talin ástæðan fyrir fórn hans og linnulausu striti – hug- leiða betur hvort ekki væri rétt að áhorfandinn sæi skýrar áhrif til- raunanna á persónuleika Woyzecks, en ofskynjanir hans, rang- hugmyndir, ótti, jafnvel af- brýðisemin, morðið, harmsaga hans sprettur hjá Büchner fyrst og fremst úr áhrifum þeirrar meðferðar, ekki úr ofbeldishneigð tambúrmajórsins sem er fulleinfeldningslegt. Og þá mega atriðin milli Andrésar og hans ekki verða að skrípalátum … Nei, nú er ég auðvitað enn og aftur komin að Büchner sem ég ætlaði að gleyma, en höfundurinn er alltaf gott hald- reipi, langi mann til að sjá fleiri blæ- brigði og sé ekki fullkomlega sáttur við sögn sýningarinnar. Og þá hugsa ég: Það er ekki úti- lokað að ég sjái seinna fjórðu sýn- inguna hjá þessum vinnusama, leit- andi leikhópi og geti þá bætt við fyrri umsagnir mínar, – ekki að hún sé frábær því það lýsingarorð er að verða innantómt og merkingarlaust eins og svo mörg lýsingarorð í þeim auglýsinga- og yfirborðsheimi er umlykur okkur, heldur að nú hafi ég séð í glæsilegri (líka kannski inn- antómt?) leikmyndinni hug- fimleikasýningu, þar sem gömul saga hafi verið vandlega lesin og flutt inn í nútímann af blæbrigðarík- um og næmum skilningi á samfélag- inu sem við lifum í og það hafi glatt mitt gamla hjarta. Í þriðja lagi: Fólk sem ég þekki og sat af til- viljun í sama bekk og ég og hefur ekki lesið Büchner var hrifið og hreinlega svimaði af loftfimleik- unum. Allt er þegar þrennt er – eða fullreynt í fjórða sinn? LEIKLIST Vesturport í samvinnu við Leik- félag Reykjavíkur, Young Vic og Barbicancenter í Lundúnum. Höfundur: Georg Büchner. Þýðandi: Jón Atli Jónasson. Leikgerð og leikstjórn: Gísli Örn Garðarsson. Höfundur söng- texta: Nick Cave. Tónlist: Nick Cave og Warren Ellis. Leikmynd: Börkur Jónsson. Búningar: Filippía Elísdóttir. Lýsing: Lár- us Björnsson. Leikendur: Ingvar Sigurðs- son, Nína Dögg Filippusdóttir, Víkingur Kristjánsson, Harpa Arnarsdóttir, Björn Hlynur Haraldsson, Ólafur Egill Egilsson, Árni Pétur Guðjónsson, Erlendur Eiríks- son, Ólafur Darri Ólafsson, Jóhannes Níels Sigurðsson og kór karlmanna. Stóra svið Borgarleikhússins laugardag- inn 29. október kl. 20. Woyzeck Morgunblaðið/Árni Sæberg Woyzeck og María: Ingvar Sigurðsson og Nína Dögg Filippusdóttir. María Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.