Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 20
20 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. ÁFALL FYRIR STJÓRN BUSH Ákæran á hendur I. Lewis Libby,skrifstofustjóra varaforsetaBandaríkjanna, er áfall fyrir George Bush Bandaríkjaforseta. Libby er gefið að sök að hafa reynt að hindra framgang réttvísinnar, meinsæri og rangfærslur, sem komið hafi í ljós við rannsókn á upplýsingaleka úr Hvíta húsinu. Hann sagði af sér eftir að kær- an var lögð fram. Rannsóknin snýst um það hvort stjórn Bush hafi vísvitandi ljóstrað upp um það að Valerie Plame, eiginkona Josephs Wilsons, fyrrver- andi sendiherra, hafi verið starfsmaður leyniþjónustunnar CIA í því skyni að grafa undan trúverðugleika eigin- mannsins. Joseph Wilson var andvígur innrásinni í Írak og skrifaði grein þar sem hann hélt því fram að stjórn Bush hefði vísvitandi farið með rangt mál þegar fullyrt var að Írakar hefðu reynt að kaupa auðgað úran í Afríkuríkinu Níger. Wilson hafði starfað fyrir bandarísku utanríkisþjónustuna í Níg- er og fór þangað á vegum CIA til að kanna hvort eitthvað væri hæft í því að Írakar hefðu gert tilraunir til að kaupa þar úran. Átti það að grafa undan gagnrýni hans að kona hans hefði haft milligöngu um að hann færi þangað, en aldrei hefur verið sýnt fram á það. Það er lögbrot að ljóstra upp um þá, sem stunda njósnir fyrir CIA, enda getur það stefnt bæði þeim og tengiliðum þeirra í hættu. Rannsókn Patricks Fitzgeralds sak- sóknara, sem var skipaður af hálfu stjórnvalda, á málinu hefur beinst að háttsettum embættismönnum í Banda- ríkjastjórn. Þeirra á meðal er Karl Rove, nánasti stjórnmálaráðgjafi Bush, sem ekki var ákærður fyrir helgi, en er enn til rannsóknar. Ekki er enn komið fram hver lak nafni Valerie Plame til dálkahöfundar- ins Roberts Novaks og kemur nafn Novaks reyndar ekki nema einu sinni fyrir í ákærunni. Fitzgerald gaf hins vegar til kynna að hann vissi það, en gæti ekki fært sönnur á að vísvitandi hefði verið greint frá nafni njósnara. Ásakanirnar á hendur Libby eru hins vegar alvarlegar. Í stuttu máli sagðist hann fyrst hafa heyrt nafn Valerie Wil- son í samtali við Tim Russert sjón- varpsfréttamann, en í raun fékk hann upplýsingarnar hjá Dick Cheney vara- forseta og reyndar fleiri embættis- mönnum. Hann mun sennilega bera því við að hann hafi verið spurður um þessi mál löngu síðar og erfitt sé að muna ná- kvæmlega hvað gerðist í annríki starfs hans. Aftur á móti hefur verið bent á að hann hafi nokkrum sinnum verið spurður og því hefði hann átt að hafa tækifæri til að leiðrétta framburð sinn. Erfitt er að taka undir með þeim, sem nú segja að þetta mál sé léttvægt, því margir þeirra eru hinir sömu og gagnrýndu Clinton fyrir að bera ljúg- vitni um samband sitt við Monicu Lew- insky á sínum tíma. Og hvorar sakirnar skyldu vera alvarlegri og afdrifaríkari? Þetta mál ber því vitni að stjórn Bush hafi markvisst reynt að grafa undan þeim, sem gagnrýndu málflutn- ing hennar í aðdraganda Íraksstríðs- ins, og þegar fjaraði undan rökunum var vafasömum aðferðum beitt. Her- ferðin gegn Wilson var hafin áður en grein hans birtist, sennilega til þess að tryggja að fjölmiðlar tækju ekki mark á honum ef hann opnaði munninn. Þetta er ekki síst alvarlegt vegna þess að síðan hefur komið í ljós hversu veik- ar vísbendingar stjórnarinnar voru fyrir því að stjórn Saddams Husseins í Írak byggi yfir gereyðingarvopnum og að engin slík vopn var þar að finna. Stjórn Bush hafa verið mislagðar hend- ur í mörgum málum og hefur til dæmis stefna hans í meðferð fanga skaðað orðspor Bandaríkjanna þannig að lang- an tíma mun taka að bæta úr því. Gagn- rýnin á stjórn Bush hefur verið að magnast undanfarið og gerist nú há- værari í röðum repúblikana. Libby er vitaskuld saklaus þar til sekt hans hef- ur verið sönnuð, en það sem hefur kom- ið í ljós við rannsókn þessa máls segir ýmislegt um vinnubrögð Bush-stjórn- arinnar. ÞAÐ var tilkomumikil sjón og ekki síður veisla fyrir eyrað þegar átján karlakórar víðs vegar að af landinu tóku lagið saman á sjöunda lands- móti karlakóra sem haldið var í Hafnarfirði um nýliðna helgi. Alls má áætla að hátt í þúsund karlsöngvarar hafi sungið saman meðal annars hið kraftmikla Brennið þið vitar, sem er eitt þekktasta og ástsælasta karlakóralag þjóðar- innar. Á tónleikunum lék Sinfóníuhljómsveit Ís- l m Hátt í þúsund karlar tóku Brennið þið vitar hljómaði tilkomumeira en venjulega þegar hátt í þúsund söngvarar tóku undir. Fyrir rúmri viku birti ég íMorgunblaðinu „Opið bréftil Samfylkingarfólks“.Þar er spurt um stefnu Samfylkingarinnar. Við þessu hafa orðið mikil viðbrögð, greinaskrif og yfirlýsingar, aðallega frá Samfylk- ingarfólki en einnig frá samherjum mínum auk þess sem Staksteinar Morgunblaðsins hafa séð ástæðu til að gleðjast yfir því sem þeir reyna að túlka sem óvinafagnað en er í reynd hugsað af minni hálfu sem mál- efnalegt innlegg, til- boð um mikilvæga rökræðu á vettvangi stjórnmálanna. Enginn vænir Garð- ar Sverrisson, fyrrver- andi formann Ör- yrkjabandalags Íslands, um að hafa ekki sjálfstæða sýn, en í bréfi sem hann skrif- ar til vefsíðu Össurar Skarphéð- inssonar um þessa umræðu segir hann skrif mín hafa verið „kurteisleg og málefnaleg“ og bendir réttilega á að ég hafi alltaf verið „mjög eindreg- inn fylgismaður vinstra samstarfs og horft sérstaklega til Samfylkingar í þeim efnum“. Garðar furðar sig á harkalegum viðbrögðum við skrifum mínum og vísar til afstöðu minnar á eftirfar- andi hátt: „Að gefnu tilefni leyfir hann sér hins vegar að spyrja hvort það sé í raun og veru svo að Samfylk- ingin vilji auka vægi og umfang einkarekstrar í heilbrigðisþjónust- unni eða draga línuna við heilbrigðis- og skólamál. Á meðan félagsleg mis- skipting fer hraðvaxandi á Íslandi eru þetta ekki einhver sérvitrings- mál heldur grundvallarspurningar sem brenna á tugþúsundum kjós- enda, ekki síst okkur sem teljum tímabært að stofna til öflugrar vel- ferðarstjórnar. Þegar frjáls- hyggjuöfl í Sjálfstæðisflokki telja sig geta gengið lengra í samstarfi við Samfylkingu en Framsóknarflokk er von að tvær grímur renni á ýmsa. Þess vegna er mikilvægara en ella að opnu bréfi Ögmundar sé svarað af málefnalegri yfirvegun í stað þess að bregða honum um að vera ekki heil- steyptur í afstöðu sinni til samstarfs Samfylkingar og VG.“ Einn þeirra sem svara skrifum mínum er Helgi Hjörvar, bæði í Morgunblaðinu og á heimasíðu sinni. Á síðarnefnda staðnum segir Helgi: „Kjarninn í afstöðu minni er sá að myndun stjórnar með VG um vel- ferðarkerfið sé ekki eitt og sér nægi- lega áhugaverður kostur. Slíkt stjórnarsamstarf yrði líka að snúast um einhver þeirra brýnu úrbótamála sem ráðast þarf í fyrir allan almenn- ing og atvinnulíf í landinu. En það er um að gera að hefja þá umræðu …“ Það sem vekur athygli mína er að Helgi Hjörvar horf- ir ekkert síður til ann- arra flokka en VG um stjórnarsamstarf, sbr. eftirfarandi í Morg- unblaðsgrein hans: „Vafalaust er VG besti samstarfskosturinn við að efla velferðarkerfið en hvort flokkurinn verði fyrsti valkostur Samfylkingar um stjórnarsamstarf mun trúlega ráðast af því hvort að á öðr- um sviðum þjóðlífsins breytingar þær sem VG kallar eftir vísa fram eða aftur.“ Það er rétt hjá Helga Hjörvar að VG og Samfylkingin hafa ekki verið á einu máli um hvað snýr fram og hvað aftur í átökum undangenginna ára um einkavæðingu, stóriðjustefnu og skattamál. Samfylkingin hefur einfaldlega verið of höll undir, eða of nálægt, stefnu stjórnarmeirihlutans fyrir okkar smekk. Ég hef þó þá trú að þarna séu samkomulagsfletir, enda hafa margir áhrifamiklir mál- svarar Samfylkingarinnar iðulega tekið undir okkar sjónarmið varð- andi áherslur í efnahags- og atvinnu- málum. Hin pólitísku landamæri á milli félagshyggju og peningafrjáls- hyggju, hin raunverulega víglína stjórnmálanna í dag, tel ég hins veg- ar liggja um velferðarþjónustuna. Þar er spurt hvort stjórnmálaflokk- ar séu reiðubúnir að setja grunn- þætti hennar, þá ekki síst skólakerf- ið og heilbrigðisþjónustuna, á markað. Við í VG höfum yfirleitt treyst því að þarna værum við og Samfylkingin á sama róli. Er því nema von að mér og fleirum bregði þegar forystumenn þar á bæ ræða allt í einu opinskátt um einkavæð- ingu og/eða einkalausnir í heilbrigð- isþjónustunni? Um nákvæmlega þetta g harðvítug átök um heiminn bæði innan einstakra ríkja o þjóðlegum vettvangi, í Evró bandinu, hjá Alþjóðabankan þjóðagjaldeyrissjóðnum og ógleymdri Alþjóðaviðskipta uninni. Hér liggja skilin á milli h vinstri. Eða hvað? Varaform Samfylkingarinnar finnst sv vera. Eins og Ármann Jako bendir á í skrifum sínum á v Múrnum sér varaformaður fylkingarinnar ekki muninn brigðisþjónustu og matvöru „Var glæpur Ögmundar sá, Ármann í pistli sínum, „að h áhyggjur af því að margir S ingarmenn töluðu nú fyrir e rekstri í heilbrigðiskerfinu, hið opinbera skattleggi bor fyrir rekstri heilbrigðiskerf borgi síðan bisnessmönnum reka þjónustuna sem við bo rukka okkur fyrir. Í framha kom Ágúst með þetta gullvæ „Á ríkið þá líka að reka mat vörubúðir?“ Þannig að það fyrir að í huga varaformann fylkingarinnar er enginn m heilbrigðiskerfinu og matvö Sannast sagna komu mér sk formanns Samfylkingarinn jafnframt er formaður heilb ishóps flokksins, undarlega sjónir, því hann virðist ekki til þeirrar miklu umræðu se fram víða um lönd um einka og einkaframkvæmd og mis fjármögnun þessara rekstr Ýmsir aðrir hafa tjáð sig efni undanfarna daga á síðu unblaðsins, og nefni ég Björ Sigurðsson og Birgi Dýrfjö er ég þeim sammála fremur áni Jóni Hafstein, oddvita S Samfylkingin þarf að ta Eftir Ögmund Jónasson ’Ég er hins vegaröðrum erindagjör síðum Morgunbla en að leita eftir sa starfi við hægrime Ég næri nefnilega von í brjósti að hæ verði að mynda vi velferðarstjórn.‘ Ögmundur Jónasson AÐSTANDENDAHÓPUR GEÐHJÁLPAR Formleg stofnun aðstandendahópsGeðhjálpar, sem fram fór í gær, er mikilvægur þáttur í baráttunni fyrir því, að þeir, sem eiga við geðsýki að stríða njóti almennra mannréttinda í okkar þjóðfélagi. Það er dýpra á því að svo sé en margan grunar. Svanur Kristjánsson, prófessor, sagði á stofnfundinum í gær, að þeir, sem að þessu hefðu starfað væru að skipuleggja sig til að vinna fyrir ástvini sína og „til þess að hjálpa okkur sjálfum til að standa sem bezt við bakið á ástvin- um okkar.“ Og bætti því við að mark- miðið væri líka að hjálpa þjóðfélaginu til þess að vera það, sem það vildi vera. Það skiptir miklu máli að þessi hópur er kominn fram á sjónarsviðið. Hann er líklegur til að berjast markvisst fyrir bættri stöðu geðsjúkra, ekki sízt vegna þess, að hópurinn gerir augljóslega meiri kröfur en hingað til hafa verið gerðar í þeirra þágu. Hingað til hafa margir þeir, sem sinnt hafa þessum málum verið þakklátir fyrir hvert nýtt skref, sem hefur verið stigið. Nú er að koma fram ný kynslóð, sem gerir meiri kröfur og það er áreiðanlega tímabært, að það sé gert. Árni Magnússon, félagsmálaráð- herra, sem talaði á stofnfundinum, hef- ur sýnt í verki, að hann vill beita sér fyr- ir framförum á þessu sviði. Gera má ráð fyrir, að á næstu misserum verði veru- legar úrbætur í húsnæðismálum geð- sjúkra en þeir hafa tekið höndum sam- an í þessum málum, félagsmálaráð- herra og Jón Kristjánsson, heilbrigðis- ráðherra. Aðstandendahóps Geðhjálpar bíða mörg stór verkefni og ekki bara á sviði húsnæðismála geðsjúkra, þar sem brýnna úrbóta er þörf. Það er eitt af þeim hneykslum í þessu þjóðfélagi, sem lítið er talað um, að nálægt 100 geðfatl- aðir einstaklingar skuli vera húsnæðis- lausir. Annað verkefni sem óskandi er að að- standendahópurinn taki til meðferðar snýr að þeim sjálfum. Hvernig eiga makar eða foreldrar að bregðast við geðsýki? Hvernig á að útskýra þennan sjúkdóm fyrir börnum? Hvernig á að hjálpa börnum til þess að komast klakk- laust frá því að kynnast þessum sjúk- dómi hjá foreldri á æskuárum? Þetta eru stór verkefni, sem ekki hef- ur verið sinnt sem skyldi. Það eru því miklar væntingar bundnar við störf að- standendahópsins á næstu árum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.