Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 21 lands með kórunum undir stjórn Jóns Kristins Cortez, Árna Harðarsonar og Guðmundar Óla Gunnarssonar. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var viðstaddur tónleikana og sleit mótinu formlega að því loknu. u lagið Morgunblaðið/Ómar Listirnar eiga erindi, – flest-ir Íslendingar geta líklegaverið sammála um það.Skilningur á gildi list- menntunar fer mjög vaxandi, lista- skólar eru yfirfullir, og eftirspurn eykst eftir listnámi í grunn- og framhaldsskólum. Foreldrar eru sér meðvitaðri um mikilvægi list- rænnar upplifunar fyrir börn sín, og sífellt fleiri átta sig á mikilvægi listanna til þroska hins skapandi hugar. Uppbygging listaskólanna hefur verið hröð, og hefur hún oftar en ekki mótast af einstaklingsframtaki fólksins sem til þeirra hafa stofnað. Heildarsýn hefur hins vegar skort og opinber stefna varðandi skipulag og framgang menntunarinnar hefur ekki verið færð til takts við aðrar breytingar í samfélaginu. Þetta hef- ur leitt til þess að óvissa ríkir um rekstur ýmissa skóla og nemendur á ákveðnum stigum fá ekki aðgang að menntun við sitt hæfi. Allt á þetta sínar eðlilegu skýringar en aðgerða er þörf. Breyttar forsendur Með yfirfærslu á rekstri grunn- skólanna til sveitarfélaganna og í kjölfarið breytingum á stuðningi ríkisins við rekstur tónlistarskól- anna breyttust forsendur fyrir rekstri listmenntunar í landinu sem við í raun höfum ekki enn lagað okk- ur að. Tvennt er þar mikilvægast. Annars vegar framhaldsmenntunin sem sveitarfélögin áður ráku að stórum hluta og hins vegar mennt- un afburðanemenda sem þurfa sér- stakan atbeina. Sérskólar á fram- haldsstigi eiga sér engan tryggan grundvöll og staða þeirra innan menntakerfisins er óljós, og í grunnskólakerfinu er afburðanem- endum ætluð þjónusta sem aðeins að hluta til kemur til móts við getu þeirra og þarfir. Forstöðumenn listaskólanna og ýmsir aðrir tals- menn listanna hafa bent á vand- kvæðin sem þessu fylgja en ekki getað bent á úrræði sem telja má raunhæf og ætla megi að verði til framfara á þessu sviði. Nýjar leiðir Innan Listaháskóla Íslands hefur umræðan einkum beinst að því hvernig tryggja megi sem best gæði menntunarinnar. Skólinn hefur markvisst kynnt fyrir kennurum og forráðamönnum listaskólanna kröf- urnar sem hann setur fyrir inn- göngu í hinar mismunandi deildir og jafnframt leitað sjónarmiða þeirra um hvernig megi ná sem eðlilegustu flæði á milli þessara tveggja skóla- stiga. Varðandi tónlistina sér- staklega hafa komið fram hug- myndir um að stofna sérstaka ungmenna-akademíu í tengslum við Listaháskólann sem hefði það hlut- verk að mennta afburðanemendur á landsvísu, – og í leiklistinni hefur því verið beint til skólans að hann hefði forgöngu um að stofnað yrði til undirbúningsnáms fyrir verðandi leikara og leiklistarfólk. Sú hugmynd sem þó hefur lang- mest verið rædd innan Listaháskól- ans er hugmyndin um stofnun sér- staks menntaskóla listanna sem væri sjálfstæð stofnun undir stjórn listamanna og sérfræðinga í list- menntun. Skólinn hefði það hlut- verk að veita nemendum á fram- haldsskólastigi úrvalsmenntun á sviðum performans-listgreina, þ.e. í tónlist, leiklist og í dansi, jafnframt því að veita þeim almenna fræðslu í bóklegum greinum til stúdents- prófs. Námið yrði samþætt og nem- endur hefðu talsvert val á milli greina. Sjónlistagreinar, s.s. mynd- list og hönnun, hafa einnig verið til umræðu í þessu sambandi, en ekki hefur þótt eins brýnt að finna þeim farveg innan slíks skóla þar sem betur er séð fyrir þeim í framhalds- skólakerfinu en hinum greinunum. Í grunninum á þessi hugmynd sér fyrirmynd í Listaháskólanum sjálf- um sem einmitt byggir á sam- þættum rekstri náms í ólíkum list- greinum. Undirritaður kynnti hugmyndina um menntaskóla listanna fyrst á op- inberum vettvangi í febrúar 2004 á málþingi um tónlistarmenntun í Kennaraháskóla Íslands sem haldið var í tilefni af 40 ára afmæli Tón- skóla Sigursveins D. Kristinssonar. Hugmyndin fékk þá mjög dræmar und- irtektir, en afstaða manna hefur síðan mikið breyst. Skóla- menn eru opnari en áður fyrir breyt- ingum á skipulagi menntunarinnar og menn sjá betur og betur nauðsyn þess að móta kerfið eftir þörfum nemendanna sjálfra. Þá hefur það gerst að stjórnvöld hafa lýst því yfir að Listdansskóli Íslands verði lagður niður, og er því allt í uppnámi með framhald þeirr- ar menntunar. Yf- irlýsing Versl- unarskóla Íslands nú fyrir skemmstu um að skólinn hyggist hasla sér völl á sviði listmenntunar er svo nýtt innlegg í þessa umræðu. Sérskólarnir Listaskólarnir eru hver með sínu sniði og formið á rekstr- inum er eins ólíkt og skólarnir eru margir. Flestir fá tekjur sínar að stærstum hluta frá opinberum að- ilum en skólagjöld og aðrar tekjur geta einnig vegið þungt. Tónlistar- skólar eru í flestum stærri sveit- arfélögum, og úti á landi sér- staklega eiga þeir í samstarfi við grunnskólana. Mjög misjafnt er þó hver aðkoma opinberra aðila er að rekstrinum, og víða, sérstaklega þó í Reykjavík, hafa skólarnir fram að þessu í raun haft sjálfdæmi um hvernig þeir forma sitt starf. Stjórn- ir skólanna eru í sumum tilvikum óvirkar og stjórnendur því oft einu eftirlitsaðilarnir með sjálfum sér. Nemendur tónlistarskólanna geta verið á öllum aldri og ýmsum stig- um, allt frá grunnstigi upp í há- skólastig, allt eftir því hvernig skól- arnir sjálfir skilgreina sig. Flestir skólarnir bjóða upp á alhliða tónlist- armenntun en þó með mismunandi áherslum. Tónlistarskóli FÍH, Tón- skóli þjóðkirkjunnar og Söngskól- inn skera sig nokkuð úr þar sem menntunin er sniðin að ákveðnum sviðum tónlistar. Tónlistarskólinn í Reykjavík hefur haft þá sérstöðu að vera með hlutfallslega flesta nem- endur á framhaldsstigi auk þess sem skólinn bauð áður fyrr upp á list- og kennaramenntun sem metin var sambærileg við menntun á fyrsta háskólastigi. Myndlistarskólarnir eru miklu færri, flestir þeirra námskeiðs- skólar þar sem í bland fara saman námskeið fyrir börn og fullorðna. Myndlistaskólinn á Akureyri sker sig úr þar sem hann skilgreinir sig að stórum hluta á háskólastigi. Myndlistaskólinn í Reykjavík er al- hliða skóli sem m.a. rekur öflugt að- fararnám til undirbúnings há- skólanámi. Báðir skólarnir fá styrki frá ríki og bæ. Einn kvikmyndaskóli er rekinn á Íslandi, Kvikmyndaskóli Íslands. Hann fær sínar helstu tekjur af skólagjöldum. Skólinn er einkaskóli og starfar með hliðsjón af aðal- námskrá framhaldsskólanna. List- dansskóli Íslands er eini listaskólinn sem rekinn er beint af ríkinu. Skól- inn sinnir bæði grunn- og fram- haldsmenntun. Nemendur úr List- dansskólanum hafa myndað kjarnann í þeim hópi dansara sem nú halda uppi íslensku danslífi. Leiklistin er útundan, hvergi er boðið upp á samfellt undirbúnings- nám í þeirri grein þótt ítrekaðar til- raunir hafi til þess verið gerðar. Framhaldsskólarnir Listiðkun innan framhaldsskól- anna er með ýmsum hætti. Öflugt áhugastarf er innan flestra skól- anna en aðeins í fáum skólum er listnámið hluti af námsskrá. Helst eru það greinar eins og myndlist, hönn- un og margmiðlun ým- iss konar sem eiga þar sess, s.s. í Fjölbrauta- skólanum í Breiðholti, Borgarholtsskóla, Fjölbrautaskólanum í Garðabæ, og í Verk- menntaskólanum á Ak- ureyri, en greinar eins og tónlist, dans og leik- list eru utanveltu nema að því marki sem skól- arnir viðurkenna nám sem nemendur taka í sérskólunum. Til und- antekninga telst að um samstarf sé að ræða á milli framhaldsskól- anna og sérskólanna. Nemendur fara á milli eins og um alls óskylda starfsemi sé að ræða. Iðnskólarnir í Reykja- vík og Hafnarfirði hafa báðir styrkt sig á ýms- um sviðum hönnunar og hafa nemendur það- an komið vel und- irbúnir til náms á há- skólastigi í þeirri grein. Listaháskólinn Listnám á háskólastigi fór í nýjan farveg með stofnun Listaháskólans 1999. Til varð ein stofnun, sem býð- ur upp á nám í flestum listgreinum og þar sem til er orðið eitt samfélag nemenda og kennara sem hefur gildi listanna að leiðarljósi í öllu starfi. Þá um leið voru lagðir niður tveir listaskólar sem ríkið hafði áð- ur rekið, þ.e. Myndlista- og hand- íðaskóli Íslands og Leiklistarskóli Íslands. Listaháskólinn er sjálfseign- arstofnun sem rekin er á grundvelli samnings við ríkið um menntun ákveðins fjölda nemenda í hinum ýmsu listgreinum. Listaháskólinn innheimtir skólagjöld og aflar sér annarra sértekna. Inntökuhlutfall er að meðaltali 1:4–1:5, reyndar mjög mismunandi eftir brautum. Aðrir skólar, s.s. Söngskólinn í Reykjavík og Myndlistaskólinn á Akureyri, reka listnám sem þeir skilgreina sem það væri á há- skólastigi. Þetta eru þó ekki háskól- ar og starfa ekki sem slíkir. Sérstaða listnáms Skóli er samfélag, ekki hús. Það er einmitt í samveru nemenda og kennara sem krafturinn leysist úr læðingi, og það er í gagnvirkri krítík og stöðugum samanburði sem nemendur þróa stíl sinn og hug- myndir. Í listnáminu er þetta sér- staklega mikilvægt þar sem nem- endur mæla sig hver við annan en um leið leggjast þeir á eitt við að koma list sinni í eitthvert form. Þetta sambland af einstaklings- vinnu og hópstarfi er einstakt í list- unum þó svo aðrar greinar séu í meiri mæli að taka þetta upp. Til að ná árangri í listum þarf að koma til einbeiting og þjálfun sem er langt umfram það sem hið al- menna skólakerfi getur veitt. Í öll- um performans-greinum, þ.e. tón- list, danslist og leiklist, þarf að leggja undirstöðuna mjög snemma og viðhalda strangri og reglubund- inni æfingu undir handleiðslu fær- ustu þjálfara fram eftir unglings- aldri og til fullorðinsára. Stór hluti þjálfunarinnar fer fram í samvinnu þar sem hópurinn kemur fram sem ein heild. Hver nemandi fær einstaklings- bundna kennslu og samband hans við aðalkennarann er yfirleitt mjög náið. Nemendur koma fram á sýn- ingum og hljómleikum og þeir eru ýmist metnir eftir frammistöðu sinni þar eða á sérstökum prófum sem fela í sér viðamikinn listflutn- ing. Yfirleitt eru utanaðkomandi prófdómarar kallaðir til og sér- stakar dómnefndir fara yfir loka- verkefnin. Alþekkt er að nemendur í listnámi leggi mjög hart að sér og rannsóknir sýna að nemendum í greinum eins og tónlist gengur bet- ur en öðrum í almennum greinum. Nýtt skólaform Í menntaskóla listanna hefði list- námið forgang á annað nám. Í heild- ina skyldu menn ætla að 2⁄3 hlutar námsins yrðu listnám en 1⁄3 nám í undirstöðugreinum eins og stærð- fræði, íslensku og í tungumálum. Nemendur yrðu teknir inn á grund- velli inntökuprófa eða mats á inn- sendum gögnum. Sjálfsagt yrði að taka einnig mið af frammistöðu í bóknámsgreinum. Við samsetningu námsins yrði lögð áhersla á sam- þættingu listgreinanna og að opna nemendum sýn á hlutverk listanna í víðara samhengi. Menntaskóli listanna yrði sjálfs- eignarstofnun og rekin með þjón- ustusamningi við ríkið þar sem m.a. yrði kveðið á um fjölda nemenda í hverri grein og þá fjármuni sem fylgja. Skólagjöld þyrftu að vera hófleg. Skólanum yrði gert kleift að taka við nemendum alls staðar að af landinu með sérstökum samningum við skóla í fjarlægari byggð- arlögum. Einnig þyrfti skólinn að geta boðið nemendum pláss á heimavist. Í byrjun mætti ætla að fjöldi nemenda gæti orðið á milli þrjú og fjögur hundruð, en frekari fjölgun réðist af því hvort skólinn léti taka til sín í fleiri listgreinum og hvernig almennt tekst til með þróun listnáms á fyrri stigum. Helstu kostirnir við menntaskóla listanna eru að í slíkum skóla ættu nemendur sér samfélag þar sem listirnar hefðu forgang og þar sem þeir gætu unnið saman þvert yfir mörkin sem sérhæfingin setur. Þeir tækju allt sitt nám í einum og sama skólanum og þyrftu ekki að hendast á milli fjarlægra staða í leit að kennslu eins og reyndin er nú. Menntaskóli listanna yrði eft- irsóttur vinnustaður og hefði á að skipa sérhæfðum kennurum og aktífu listafólki. Þá má ætla að með samstilltu átaki gætu nemendur sameinast um flutning stærri verka og sett upp viðamiklar sýningar sem krefjast sérhæfðrar aðstöðu og mikils tæknibúnaðar. Umfram allt yrði menntaskóli listanna uppeldis- og þroskastöð fyrir skapandi fólk, vettvangur þar sem í samfélagi ólíkra lista yrði tek- ist á við verkefni sem krefjast út- sjónarsemi, frumleika og tækni- legrar færni. Menntaskóli listanna yrði eftirsóttur skóli, sá skóli í land- inu þar sem ungt fólk sæi fyrir sér að það gæti skapað sinn eigin kúltúr og undirbúið sig fyrir áhugaverð störf. Lokaorð Það mun ráðast á næstu miss- erum hvert stefnir í mikilvægum þáttum listmenntunar. Flestum er ljóst að skerpa þarf á verkaskipt- ingu á milli ríkis og sveitarfélaga, einfalda allt skipulag og stjórnun, herða eftirlit með gæðum náms og skilvirkni, skilgreina hlutverk og stöðu sérskólanna, og efla samstarf og byggja stærri einingar. Í þessu þurfa stjórnvöld, skólamenn og listafólk að leggjast á eitt. Fyrst og fremst þarf þó skýra framtíðarsýn, eitthvað sem við get- um séð fyrir okkur að geti verið ótrúlega spennandi og einmitt það sem við sjálf hefðum viljað komast í þegar við þurftum á skóla að halda. Skóli sem leitar nýrra leiða, opnar fyrir hið óvænta, þroskar skilning, eflir hugrekki, og tengir saman hug og hönd í skapandi starfi, er einmitt sú fyrirmynd sem við ættum að leita að. Menntaskóli listanna – um framtíð listmenntunar á framhaldsskólastigi Eftir Hjálmar H. Ragnars ’Til að ná árangri í listum þarf að koma til einbeiting og þjálfun sem er langt umfram það sem hið almenna skólakerfi getur veitt.‘ Hjálmar H. Ragnars Höfundur er tónskáld og rektor Listaháskóla Íslands. geisa nú n allan, og á fjöl- ópusam- num, Al- g að astofn- ægri og manni vo ekki obsson vefritinu r Sam- n á heil- ubúð. ,“ segir hafa Samfylk- einka- þ.e. að garana fisins en m fyrir að orgum og aldinu æga svar: t- liggur nú ns Sam- munur á örubúð.“ krif vara- nar, sem brigð- a fyrir i þekkja em fer nú arekstur smunandi arforma. um þetta um Morg- rgvin G. örð. Ekki r en Stef- Samfylk- ingarinnar í Reykjavík. Hann vill hvorki líta til hægri né vinstri og lýs- ir yfir: „Því er svarið við spurningu Ögmundar, á hvaða leið er Samfylk- ingin? hvorki hægri né vinstri, held- ur beint áfram. Til framtíðar.“ Vandinn er sá, Stefán Jón, að varla komast menn langt inn í framtíðina ef framundan væri hengiflug og stefnan tekin beint á það. Að mínu viti er einkavæðing velferðarþjón- ustunnar nánast ígildi þess að steypa henni fram af hengiflugi. Og er þá komið að formanni Sam- fylkingarinnar, Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, sem túlkar skrif mín á þá lund í viðtali við DV að ég „sé að búa til möguleika á samstarfi vinstri grænna við Sjálfstæðisflokkinn“. Vissulega mætti fá þessa niðurstöðu ef við gæfum okkur að hlutaðeigandi þætti samstarf við hægri sinnaðan stjórnmálaflokk vera fýsilegur kost- ur, ef gagnrýni mín á Samfylk- inguna hefði komið frá hægri en ekki vinstri. Ef menn í ofanálag kæmust að þeirri niðurstöðu að Samfylking væri engu minna hægri- sinnuð en Sjálfstæðisflokkur hljóm- aði rökstuðningur Ingibjargar Sól- rúnar trúverðugur. Hvers vegna ætti VG að vilja starfa með einum hægri flokki fremur en öðrum? Þetta er ágæt spurning. Ég er hins vegar í allt öðrum er- indagjörðum á síðum Morgunblaðs- ins en að leita eftir samstarfi við hægrimenn. Ég næri nefnilega þá von í brjósti að hægt verði að mynda vinstri velferðarstjórn, nokkuð sem ég hef barist fyrir allar götur frá því ég gaf mig í stjórnmálabaráttuna fyrir margt löngu. Innan VG erum við samstiga um að vilja hreinar og skýrar línur fyrir kosningar þannig að jafnt kjósendur sem áhugasamir samstarfsaðilar viti að hverju þeir gangi. Þetta kom skýrt fram í máli formanns VG, Steingríms J. Sigfús- sonar, á nýafstöðnum landsfundi VG. En það segir sig sjálft að við viljum ekki óútfylltan víxil. Við vilj- um vita hvað er í pokahorninu hjá hugsanlegum samstarfsaðilum. Og sannast sagna þykja mér svör Sam- fylkingarinnar æði loðin – enn sem komið er. En orð eru til alls fyrst, vonandi telst það þarfaverk fremur en hitt að efna til þeirrar umræðu sem nú er hafin. ala skýrar r í allt rðum á aðsins am- enn. a þá ægt nstri Höfundur er formaður þingflokks VG.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.