Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 22
22 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN MÁLEFNI barna og unglinga hafa ávallt verið mér hugleikin. Ég trúi því að eitt mikilvægasta hlutverk okkar allra sé að sjá til þess að æska þessa lands búi við sem bestar að- stæður og það sé samfélagsleg skylda okkar að leggja okkar af mörkum til þess að svo megi vera. Hlut- verk sveitarfélaga er mikið þegar kemur að því að skapa aðstæður sem börn búa við. Sveit- arfélögin sjá um rekst- ur leikskóla barnanna sem og grunnskóla, sjá um tómustunda- og æskulýðsstarfsemi og svo mætti lengja telja. Sveitarfélagið Reykja- vík hefur að mörgu leyti staðið ágætlega að því að skapa börnum og unglingum borgarinnar góðar aðstæður, en samt sem áður er víða pottur brotinn. Nær- tækt dæmi er vandi leikskólanna. R-list- anum hefur algjörlega mistekist að sjá til þess að fyrsta skólastig barnanna okkar sé eins og best verði á kosið og bjóði börnum upp á kjöraðstæður. Hvað er að? Mesti vandi leikskólanna er að á hverju hausti gengur erfiðlega að manna þær stöður sem þarf til þess að þeir geti starfað eðlilega. Það hef- ur sjaldan gengið jafnerfiðlega og í dag að manna leikskólana þar sem í lok október 2005 átti enn eftir að manna 72 stöður. Mörg börn hafa þess vegna ekki fengið fulla þjónustu á leikskólanum og fjöldamörg börn bíða enn eftir leikskólaplássi vegna þessa. Þennan vanda verður að leysa. Það verður að finna framtíðarlausn á málefnum leikskólanna og til þess að svo megi verða er komin tími til að lit- ið sé til þess að leikskólakennarar eru ekki gæslufólk heldur kennarar. Það er með ólíkindum að R-listinn hefur látið hafa eftir sér að vandi leikskól- anna snúist um hversu erfitt sé að fá ófaglært fólk til starfa. Með þessu viðhorfi er R-listinn að gera lítið úr því starfi sem fram fer á leikskólum landsins. Af hverju er R-listinn ekki að leita leiða til þess að auka fag- menntun á leikskólum? Rúmlega 60% starfsmanna leik- skóla er fólk án leikskólamenntunar, sem er of hátt hlutfall í ljósi þess að starfsfólk með leikskólamenntun er undirstaða þess faglega starfs sem á sér stað á fyrsta skóla- stiginu. Það er lögð áhersla á að fagmenntað fólk starfi í grunn- skólum landsins og stefnumótun í þeim málaflokki hefur tekið mið af því. Af hverju er ekki sama viðhorf til þess starfs sem fram fer í leikskólum landsins? Langflest reykvísk börn eru á einhverjum tíma í leikskóla og á þeim tíma er verið að leggja grunn að sjálfs- mynd þessara ein- staklinga. Á þeim tíma fer fram mikilvægt nám, ekki síður mikilvægt en það nám sem fram fer í grunnskólum landsins. Á þeim tíma sem börn eru í leikskóla er verið að móta einstaklinga. Við viljum að börn búi við kjöraðstæður. Byrj- um á því að taka til al- gjörrar endurskoðunar þá stefnu sem rekin hef- ur verið af R-listanum í tengslum við starf leikskóla Reykja- víkur. Eina raunverulega lausn á vandamálum leikskólana er að móta stefnu og miða aðgerðir við að auka hlutfall fagmenntaðra starfsmanna í leikskólum. Ef slíkt á að takast þarf að greiða laun í samræmi við það. Leikskólakennarar eru kennarar barnanna okkar ekki gæslufólk. Nú er kominn tími til að breyta, hleypa að nýju fólki sem mun leggja sig fram um að leysa vandamál Leik- skóla Reykjavíkur til frambúðar. Við sættum okkur ekki lengur við annað en börn okkar búi við sem bestar að- stæður á öllum skólastigum, líka því fyrsta. Vandi leikskólanna – nú er tími til þess að bregðast við Eftir Kristján Guðmundsson ’Nú er kominntími til að breyta, hleypa að nýju fólki sem mun leggja sig fram um að leysa vandamál Leik- skóla Reykjavíkur til frambúðar.‘ Kristján Guðmundsson Höfundur er húsasmiður og varaborgarfulltrúi sem býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör ReykjavíkHEILBRIGÐISRÁÐHERRA Jón Kristjánsson ritar grein um nýj- an Landspítala og niðurstöðu hug- myndasamkeppni sem hann hélt. Eftir lestur greinarinnar finnst mér hann gleyma nokkrum mikilvægum atriðum og þá sér- staklega hvers vegna nýr spítali er í smíðum. Grein Jóns er að mínu mati hástemmt lof um greiðasemi ríkisstjórn- arinnar sem af góð- mennsku sinni eftir sölu Símanns ákvað að setja 18 milljarða í nýj- an spítala. Það er eins og minn ágæti Jón hafi aldrei gengið um spít- alann og kynnst af eig- in raun hvernig starf- seminni er háttað. Þar sem ég hef kynnst starfsemi spít- alans af eigin raun, bæði við að selja honum aðföng og svo nú í seinni tíð sem viðskiptavinur spítalans langar mig að upplýsa heilbrigðisráðherra um nokkur atriði. Það er rétt hjá ráðherra að Ingi- björg Pálmadóttir hratt af stað sam- einingu Borgarspítalans og Land- spítala. Hún skipaði einnig nýjan forstjóra Magnús Pétursson sem ekki var öfundsverður að taka á því smákóngaveldi sem fest hafði rætur á spítölunum í gegnum tíðina. Við fylgdumst með Magnúsi í gegnum fjölmiðla þar sem hann fékk jafnvel yfirlæknana upp á móti sér. Samein- ingin hefur gengið hægt en örugg- lega fyrir sig. Rekstrarkostnaður hefur verið skorinn niður og hag- ræðing að hluta náð fram að ganga. Hvers vegna nýr spítali? Spítalinn eins og húsakostur hans er í dag svarar ekki kröfum nú- tímans. Á öllum deildum eru að minnsta kosti 2-5 sjúklingar í sama herbergi. Með eina snyrtingu og ein- ungis þunnar gardínur milli sjúk- linga. Þetta er ekki boðlegt 2005, að að- staðan sé þannig að hver og einn sjúklingur hlusti á lækni eða hjúkrunarfræðing flytja öðrum herberg- isfélögum misjafnlega skemmtileg tíðindi. Sjúklingar verði að biðja um svefnlyf til að geta sofið vegna svefn- hrotna úr næsta sjúk- ling. Og á sumum deildum eru sjúklingar ekki svo heppnir að komast á stofu heldur liggja frammi á gangi svo dögum skiptir eins og sjá má sérstaklega á LSH Fossvogi. Einnig eru rúm spítalans löngu úr sér gengin enda smíðuð fyrir mörg- um áratugum síðan. Spítalinn stenst ekki einu sinni kröfur nútímans þar sem gert er ráð fyrir bættri vinnuað- stöðu til handa hjúkrunarfólki með t.d. rafmagnsrúmum sem sjá má á öllum helstu sjúkrahúsum Evrópu og Bandaríkjanna. Spítalinn hefur verið sveltur um árabil fjárhagslega með rekstrarfé og alltaf verið í nei- kvæðri umræðu um rekstrarkostnað sinn. Ég hef oft undrast á því hvern- ig starfsfólkið lætur bjóða sér það að misvitrir alþingismenn sem þekkja hvorki haus né sporð á rekstri LSH geti gegndarlaust verið að rífa niður það góða starf sem starfsmenn inna af hendi dag frá degi í annars öm- urlegu húsnæði. Að mínu mati vinn- ur starfsfólkið kraftaverk miðað við vinnuaðstöðu. Mér finnst ekki skrýtið að odd- vitar ríkisstjórnarinnar, Davíð og Halldór, hafi verið meðmæltir fjár- veitingunni til handa LSH. Þeir hafa báðir kynnst af eigin raun aðstöðu LSH. Ég man ekki betur en í upp- hafi sameiningar hefði verið stefnt að því að koma LSH á einn stað, annars gengi ekki sameining eftir. Rekstrarkostnaður bygginga LSH er alltof mikill eins og margoft hefur komið fram. Verið er að reyna að breyta gömlu húsnæði með ærnum tilkostnaði eftir þörfum starfsem- innar. Það er annars athyglisvert að heilbrigðismál þjóðarinnar fái ekki meiri fjárveitingar til reksturs síns en raun ber vitni. Á sama tíma og þjóðinni fjölgar, öldruðum fjölgar og meiri kröfur eru gerðar til mennt- unar starfsfólks stofnana eins og LSH þurfi að selja heilt símafyr- irtæki til að fá fjármagn til að byggja nýjan spítala. Það er tíma- bært að mínu mati að ráðherra heil- brigðismála geri sér grein fyrir ásamt háu Alþingi að útgjöld til heil- brigðismála muni aukast. Á hverjum degi þarf starfsfólkið að glíma við alls konar sjúkdóma sem sjúklingar bera með sér inná spítalann. Íslend- ingar hafa aldrei ferðast eins mikið og þar af leiðandi þarf starfsfólkið að vera betur og meira upplýst en áður. Á sama tíma sker heilbrigðisráðu- neytið niður fé til spítalans, semur reglugerð um þátttöku sjúklinga í sjúkrakostnaði og kemur í gegnum Alþingi, reglugerð sem eykur mis- rétti þegna þess stórkostlega. Dag- legur rekstur er svo klemmdur að undrun sætir. Áríðandi tæki eins og sneiðmyndavélar, sem eru í gangi 24 tíma á sólarhring, bila sökum við- haldsleysis og svo mætti lengi telja. Að lokum. Það er mín von að bygging spít- alans gangi hratt fyrir sig og ég vil óska starfsfólki LSH til hamingju með að loksins skuli þeirra yfirmað- ur hafa fengið fé til verksins. Það er mín skoðun að forgangsröðun rík- isstjórnar Sjálfstæðis- og Fram- sóknarflokks hafi ekki verið í takt við tímann. Hvað er arðbærara fyrir þjóðfélagið en hafa sómasamlegan og nútímalegan Landspítala sem getur tekið að sér það verkefni að koma sjúku fólki á fætur og aftur til starfa útí þjóðfélagið á nýjan leik? Það verður annars fróðlegt að sjá hvenær nýr spítali lítur dagsins ljós því eftir er að koma byggingarnefnd saman og það er eins gott að hvert sæti hennar verði fyllt fólki sem með eldmóði og krafti knýr málið áfram. Nýr Landspítali og heilbrigðisráðherra Haukur Þorvaldsson fjallar um málefni Landspítala – háskólasjúkrahúss Haukur Þorvaldsson ’Það er mín skoðun að forgangsröðun ríkisstjórnar Sjálfstæð- is- og Framsóknar- flokks hafi ekki verið í takt við tímann.‘ Höfundur er sölumaður. ÞRJÁTÍU ár eru liðin frá kvennafrídeginum 1975 og aftur er samfélagið vakið til vitundar um stöðu jafnréttismála, 30 árum síðar. Ég man eftir spennunni í loftinu dag- ana fyrir kvennafrídaginn, ekki hvað síst eldhúsinu heima. Umræðunni um hvort konurnar ættu að taka þátt eða hvort þetta væri ekki bara fyrir Rauð- sokkurnar. Í minningunni fylgdi því eitthvað neikvætt að vera Rauðsokka þó svo ég vissi betur því systir einnar af bestu vinkonum mínum á þessum árum var hörkudugleg einstæð móðir og mikil kvenréttindakona. Ég man að ein frænka mín fór ásamt vinkonum sínum á fundinn á Lækjartorgi þennan dag og þótti nokkuð hugrökk, því hætta var á því hún yrði stimpluð Rauðsokka og það vissu allir fjölskyldumeðlimir að hún var það svo sannarlega ekki. Hún var gift, húsmóðir, sá um börn og bú og vann úti í verkakvennastörfum svona eftir því sem vinnumarkaðurinn hafði þörf á hennar kröftum og að sjálfsögðu vann hún á kvennataxta. Hennar vinna var bú- bót en það var vinna eiginmannsins sem var grundvöllur fjár- hagslegs velfarnaðar heimilisins. Í þessum þankagangi sam- félagsins, bæði karla og kvenna, lá rök- stuðningurinn fyrir launamisrétti kynjanna, því störf voru flokkuð ýmist sem kvenna- eða karlastörf. Ég var á 16. ári þegar öll þessi gerjun átti sér stað í samfélaginu stóð álengdar og fylgdist með og gerði mér í raun ekki grein fyrir því hversu mikilvæg tímamót voru þar á ferð- inni, þótt ég gæti næstum snert spennuna í andrúmsloftinu. Mig langar að vitna í bók Hildar Hákonardóttur „JÁ, ÉG ÞORI, GET OG VIL – Kvennafrídagurinn 1975, Vilborg Harðardóttir og allar kon- urnar sem bjuggu hann til“, til að lýsa aðstöðu kvenna fyrir 30 árum. Hildur birtir þar ávarp sem Vilborg Harð- ardóttir hélt á aldarfjórð- ungsafmæli kvennaársins hjá Kvenréttindafélagi Íslands árið 2000 en þar segir: „Launamismunurinn var hrikalegur, verkafólk vann kvennastörf og karlastörf og fékk kvennalaun og karlalaun. Ynni það sömu störf var því samt mismunað í launum fékk bara mismunandi starfs- heiti. Í orði var jafnrétti til náms, á borði var það ekki framkvæmanlegt, því þá voru námslánin ekki komin til og sumarhýra stúlkna dugði skammt ættu þær ekki ríka að og alls ekki ef þær eignuðust börn. Og margar eign- uðust börn ófúsar og ótímabært. Getnaðarvarnir voru ófullkomnar, pillan var rétt nýkomin og fóstureyð- ingar bannaðar með lögum. Ólögleg- ar fóstureyðingar tíðkuðust, dýrar og oft með hörmulegum afleiðingum. Einstæðar mæður fengu lítinn stuðn- ing, gengu þó fyrir með pláss fyrir börnin á barnaheimilum börn giftra foreldra komust ekki að fyrr en 2 til 3 ára og þá kannski hálfan dag- inn … okkur dreymdi um að skapa betra samfélag þar sem allir nytu sín, karlar, konur og börn“ (bls. 8). Sem betur fer hefur margt breyst á þessum 30 árum. Mér finnst þessi lýs- ing nánast eiga heima með lýsingu ömmu minnar þegar hún var að segja mér frá æsku sinni og heimili, þ.e. torfbænum þar sem sækja þurfti vatnið í lækinn daglega, en ekki tíma- bilinu sem foreldrar mínir voru að byggja sér bú og ala okkur systkinin upp. Þótt margt hafi breyst eigum við enn nokkuð langt í land að ná fullu jafnrétti kynjanna. Minnst virðist okkur þó hafa miðað í að uppræta kynjabundinn launamun og er nú talið að munur á atvinnutekjum karla og kvenna sé um 36%. Starfsmat á að vera tæki til að draga úr kynjabundnu launamisrétti. Fái störf svipað mat eða stigagjöf í starfsmati eiga þau að teljast jafnverðmæt. Kannanir og út- tektir sem gerðar hafa verið staðfesta að yfirborganir, duldar greiðslur og fríðindi renna í miklu meira mæli til karla en kvenna og að sérsamningar launþega og vinnuveitenda leiða til aukins launamunar hjá körlum og konum. Þetta á við þrátt fyrir aukna menntun kvenna, aukinn hluta kvenna í stjórnunarstörfum og á póli- tískum vettvangi. Hjá fólki með há- skólapróf er mun algengara að konur séu á strípuðum taxtalaunum en karl- ar. Þótt starfsmatið sé mikilvægt til að draga úr kynbundnu launamisrétti verður einnig að taka á því kynja- bundna misrétti sem felst í karllæg- um sérsamningum. Kvennafrídagurinn 1975 opnaði vit- und Íslendinga fyrir því hverju væri hægt að áorka með samtakamætti og í kjölfarið kom samfélagsleg viðhorfs- breyting sem m.a. gerði konum ljóst að þær gætu staðið sig á hvaða sviði samfélagsins til jafns við karla. Konur hafa því orðið sýnilegri og áhrifameiri í samfélaginu eftir kvennafrídaginn en áður og hæst ber kosningu konu í embætti forseta Íslands. Baráttudagurinn 24. október 2005 gefur jafnréttisbaráttunni vonandi endurnýjaða lífdaga þannig að þegar við lítum tilbaka fáum við séð að okk- ur hafi miðað enn frekar fram á við í áttina að jafnrétti og jafnri stöðu kynjanna jafnt í fjölskyldulífi sem at- vinnulífi. Í tilefni kvennafrídagsins 24. október 2005 Hera Ósk Einarsdóttir fjallar um réttindabaráttu kvenna í tilefni kvennafrídags ’Þótt margt hafi breysteigum við enn nokkuð langt í land að ná fullu jafnrétti kynjanna.‘ Hera Ósk Einarsdóttir Höfundur er félagsráðgjafi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.