Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 23 UMRÆÐAN Auglýsing um álagningu opinberra gjalda lögaðila á árinu 2005 Álagningu opinberra gjalda á árinu 2005 er lokið á alla lögaðila sem skatt- skyldir eru samkvæmt I. kafla laga nr. 90/2003 sem og þeirra sem lagt er á í sam- ræmi við VIII. - XIV. kafla tilvitnaðra laga. Jafnframt er lokið álagningu á lögaðila, sem skattskyldir eru af fjármagnstekjum samkvæmt ákvæði 4. mgr. 71. gr. laganna. Álagningarskrár með gjöldum lögaðila verða lagðar fram í öllum skattum- dæmum í dag mánudaginn 31. október 2005. Skrárnar liggja frammi til sýnis á skattstofu hvers skattumdæmis og hjá umboðsmönnum skattstjóra eða á sérstak- lega auglýstum stöðum í hverju sveitarfélagi dagana 31. október til 14. nóvember n.k. að báðum dögum meðtöldum. Skattseðlar, er sýna álögð opinber gjöld lögaðila hafa verið póstlagðir. Kærur vegna allra álagðra opinberra gjalda 2005 samkvæmt ofangreindu skulu hafa borist skattstjóra eigi síðar en miðvikudaginn 30. nóvember 2005. Auglýsing þessi er birt samkvæmt ákvæði 1. mgr. 98. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt. 31. OKTÓBER 2005 Skattstjórinn í Reykjavík, Gestur Steinþórsson. Skattstjórinn í Vesturlandsumdæmi, Stefán Skjaldarson. Skattstjórinn í Vestfjarðaumdæmi, Guðrún Björg Bragadóttir. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi vestra, Bogi Sigurbjörnsson. Skattstjórinn í Norðurlandsumdæmi eystra, Gunnar Karlsson. Skattstjórinn í Austurlandsumdæmi, Karl Lauritzson. Skattstjórinn í Suðurlandsumdæmi, Hreinn Sveinsson. Skattstjórinn í Vestmannaeyjum, Ingi Tómas Björnsson. Skattstjórinn í Reykjanesumdæmi, Sigmundur Stefánsson. LANDSFUNDUR Sjálfstæðisflokksins samþykkti ályktun þess efnis þar sem flokkurinn lagði til að nemendur við opinbera háskóla taki í auknum mæli þátt í kostnaði við nám sitt. Í kjölfarið sendi Stúd- entaráð Háskóla Íslands frá sér ályktun þar sem stefna Sjálfstæð- isflokksins er hörmuð og var auk- inheldur þingmönnum mennta- málanefndar Alþingis afhent ályktun SHÍ. Röskva, samtök félagshyggjufólks við Háskóla Íslands, hefur frá stofn- un lagst alfarið gegn upptöku skóla- gjalda við þjóðskólann og því lítur Röskva ályktun sjálfstæðismanna alvarlegum augum í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn fer fyrir ráðu- neyti menntamála og hefur gert í rúm 14 ár. Seinustu ár virðist Háskóli Ís- lands hafa verið markvisst fjár- sveltur til þess að knýja háskóla- yfirvöld til þess að biðja um heimild fyrir því að skólagjöld verði tekin upp við skólann. Á síðasta skólaári var t.a.m. ekki með greitt með 500 ársnemum, þ.e. þeir sem klára 30 einingar á ári. Aukin kostnaðarþátttaka nem- enda mun hvorki lagfæra fjárhags- vanda skólans né skapa ný sókn- arfæri í háskólasamfélaginu. Það er ljóst að ef tekin verða upp skólagjöld við Háskóla Íslands mun sú stefna lögð fyrir róða að öllum standi til boða að mennta sig óháð aðstæðum. Það er sú stefna sem hefur verið höfð að leiðarljósi hér á landi og ríkt um ákveðin þjóðarsátt. Það er orðið löngu tímabært að al- menningur allur spyrni fótum við gegn skólagjaldaáformum Sjálf- stæðisflokksins. Samfélag okkar hefur mikla hagsmuni að gæta af fjölgun fólks með góða háskóla- menntun. Það er kominn tími til að við snúum vörn í sókn! Stefnu sjálfstæðis- manna hafnað Helga Tryggva- dóttir og Magnús Már Guðmundsson fjalla um ályktun landsfundar Sjálfstæðisflokksins um skólagjöld ’Það er sú stefna sem hefur verið höfð að leiðarljósi hér á landi og ríkt um ákveðin þjóðarsátt.‘ Helga er ritstjóri Röskvu og Magnús Már gjaldkeri Röskvu. Helga Tryggvadóttir Magnús Már Guðmundsson Eggert B. Ólafsson: Vegagerð- in hafnar hagstæðasta tilboði í flugvallarrútuna. Örn Sigurðsson: Bornir eru saman fjórir valkostir fyrir nýj- an innanlandsflugvöll. Prófkjörsgreinar á mbl.is www.mbl.is/profkjor PRÓFKJÖR Gísli Freyr Valdorsson styður Kjartan Magnússon í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Leifur Helgason og Viðar Hall- dórsson styðja Jón Kr. Óskars- son í prófkjöri Samfylkingarinn- ar í Hafnarfirði. Heimir L. Fjeldsted styður Kjartan Magnússon í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Sturlaugur Þorsteinsson styð- ur Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Hrafnkell A. Jónsson styður Gísla Martein Baldursson í próf- kjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Aðsendar greinar á mbl.is www.mbl.is/greinar GÓÐAR og öruggar samgöngur eru forsendur samkeppnishæfrar byggðar og atvinnulífs. Sérstaklega leiðum við hugann að byggðarlögum sem landfræðilega eða vegna sérstakra þrösk- ulda búa við lélegt, ótryggt og jafnvel hættulegt vega- samband. Það var mik- ið fagnaðarefni að rík- isstjórnin ákvað á dögunum að hefja rannsóknir og und- irbúning að jarð- göngum milli Bolung- arvíkur og Ísafjarðar með það fyrir augum að framkvæmdir gætu hafist haust- ið 2006. Við erum ein þjóð og stöndum saman Almenn þjóðarsátt er um það for- gangsmál að koma á góðum og öruggum samgöngum til allra byggðalaga á Íslandi. Nú þegar þess er minnst að 10 ár eru liðin frá snjóflóðunum miklu á Flateyri og nokkru áður á Suðureyri, er öllum ljóst hversu öryggi í samgöngum er mikilvægt fyrir sjávarbyggðir eins og Þingeyri, Flateyri, Suðureyri, Súðavík og Bolungarvík. Sú ákvörð- un að gera jarðgöng milli Ísafjarðar, Flateyrar og Suðureyrar var mikið átak á sínum tíma en þó sýndist þar sitt hverjum. Þáverandi samgönguráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hjó á þann hnút, setti framkvæmdina af stað og göngin voru gerð á árunum 1991–1995. Getur nokkur eða vildi hugsa sér stöðuna nú í þessum byggðum ef Vestfjarðagöngin hefðu ekki verið gerð? Vegurinn milli byggðanna fyrir botni Skutulsfjarðar um Óshlíð og Súðavíkurhlíð hefur reynst afar hættulegur, hann lokast oft vegna grjóthruns, skriða og sjóflóða. Fátt rennur okkur meir til rifja en hættu- ferðir og fórn manns- lífa á almennings- vegum milli samliggjandi byggð- arlaga. Ekki síst þegar slík hætta er viðvar- andi. Þessar ótryggu leiðir fara börn dag- lega í skóla, þetta er eitt atvinnusvæði og fólk fer þar um oft á dag atvinnu sinnar vegna. „Óshlíðardrauginn burt“ Svo nefnir Steinþór Bragason grein á vef Bæjarins besta 4. okt. sl. Þar eru raktar leiðir fyrir jarðgöng milli þessara staða: 1. Að viðhalda veginum um Óshlíð með þrennum jarðgöngum og til- heyrandi dýrum vegskálum. Þá yrðu samt áfram eftir hættu- leg svæði vegna snjóflóða, grjót- skriða og ágangs sjávar. Hugmynd ríkisstjórnarinnar er fyrsti áfangi í þessari lausn. 2-3. Að gera ráð fyrir heilum jarð- göngum milli Bolungarvíkur og Hnífsdals með mismunandi út- færslu. Áfram yrði snjóflóðahætta. 4. Jarðgöng frá Syðri dal við Bol- ungarvík yfir í Tungudal við Ísa- fjörð eða inn í núverandi Vest- fjarðagöng. Í grein Steinþórs er lýst allít- arlega kostum og göllum hverrar leiðar, en munur á lokakostnaði þeirra er lítill að hans mati. Nið- urstaða Steinþórs er sú að það beri að stefna að einum heildstæðum jarðgöngum milli Bolungarvíkur og Ísafjarðar. Aðeins á þann hátt verði vegfarendur lausir við „Óshlíðar- drauginn“ eins og hann nefnir þenn- an farartálma. Áskorun íbúanna um heildarlausn Frá því í fyrravetur hefur gengið undirskriftalisti meðal íbúanna með áskorun til stjórnvalda um gerð jarðganga milli þéttbýlisstaðanna á norðanverðum Vestfjörðum. Þar er lögð áhersla á ein heildstæð jarð- göng úr Syðri dal við Bolungarvík í Vestfjarðargöngin. Að því verki loknu yrði ráðist í göng um Súðavíkurhlíð. Um 1500 manns hafa nú ritað nöfn sín á þennan lista. Pálína Vagnsdóttir, ein hvata- manna að undirskriftalistanum, seg- ir í B.B. 3. okt. sl. um tillögur rík- isstjórnarinnar.: „Það jákvæða við þessa ákvörðun er að nú liggur loks fyrir pólitísk viðurkenning á því að núverandi leið um Óshlíð sé ónothæf þrátt fyrir gríðarlegar fram- kvæmdir við hana í gegnum árin“ „Okkar barátta sem viljum göng alla leið er barátta fyrir sambæri- legu öryggi í samgöngum og aðrir landsmenn líta á sem sjálfsagðan hlut . Við lítum ekki á þetta sem ein- hverja keppni við aðra landsmenn um fjárveitingar. Mannsæmandi ör- yggi Bolvíkinga í samgöngum á ekki að kosta aðra landsmenn framfarir á öðrum sviðum.“ „Leysa vandann í eitt skipti fyrir öll“ „Við getum eflaust sjálfum okkur um kennt að ekki hafi tekist fyrr en nú að opna augu ráðamanna fyrir því að vegagerð undanfarinna ára- tuga á Óshlíð og Súðavíkurhlíð gæti aldrei skapað varanlega lausn. Sam- þykkt ríkisstjórnarinnar á föstudag eru því gleðileg tímamót. Ég hef hinsvegar ekki skipt um skoðun á því grundvallaratriði að jarðgöng alla leið á milli þéttbýlisstaðanna við Djúp séu eina örugga leiðin sem við getum boðið íbúunum á svæðinu. Ég hlýt að minna á að vegagerð á Ós- hlíð og Súðavíkurhlíð hefur verið af- ar kostnaðarsöm tilraunamennska sem aldrei getur boðið sambærilegt öryggi og jarðgangagerð. Því er óneitanlega eðlilegra að leysa vand- ann í eitt skipti fyrir öll.“ segir Óm- ar Már Jónsson, sveitarstjóri í Súðavík, í B.B. 4. okt sl. Sýnum áræði og myndugleika Það ber að taka undir áskoranir íbúanna, það fólk veit hvað á þeim brennur. Ég er þess fullviss að þjóð- in vill að Alþingi taki hér á af mynd- ugleika og leysi fljótt og vel og á varanlegan hátt samgöngur innan héraðsins á milli Bolungarvíkur, Ísafjarðar og Súðavíkur. Með átaki og djarfri ákvörðun á sínum tíma var ráðist í Vestfjarðagöngin milli Ísafjarðar, Suðureyrar og Flat- eyrar. Enginn sér nú eftir því. Sama áræðið þarf nú að koma til í sam- göngumálum Bolvíkinga og Súðvík- inga. Með samtakamætti eigum við að hafa alla burði til þess að svo verði gert. Um jarðgöng og öryggi í samgöngum Vestfirðinga Jón Bjarnason fjallar um jarðgöng og samgöngur ’Almenn þjóðarsátt er um það forgangsmál að koma á góðum og öruggum samgöngum til allra byggðarlaga á Íslandi.‘ Jón Bjarnason Höfundur er alþingismaður Vinstri- hreyfingarinnar – græns framboðs.                 

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.