Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 24
24 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN SÁ SEM hefur lengi tengst rétt- indabaráttu fatlaðra á ýmsan veg getur ekki stillt sig um að vekja nokkra athygli á merkri og yf- irgripsmikilli bók Brynhildar G. Flóvenz sem ber einfaldlega heitið: Réttarstaða fatlaðra. Ómetanlegt fræðirit fyrir alla þá sem nú halda réttindamerkinu á lofti og geta þarna sótt sér föng til frekari baráttu. Það er mála sannast að þeir sigrar í mannréttinda- baráttu fatlaðra sem bók þessi greinir frá feng- ust ekki bar- áttulaust og máske erfiðast alls á stundum að fást við viðhorf sam- félagsins og skilningsskort um leið, eflaust um margt byggðan á þekk- ingarskorti einnig. Því betra finnst mér að sjá svo mörgu til haga haldið um þann árangur sem baráttan hef- ur skilað um leið og til hins er hugs- að að enn skal áfram haldið. Bókin skiptist í 10 aðalkafla og fjarri því að unnt sé að gjöra í stuttri umsögn grein fyrir þeim, en strax í kaflanum um þróun löggjafar er m.a. vitnað til Mannréttinda- yfirlýsingar og meginreglna Sam- einuðu þjóðanna sem bærilega hafa reynzt í átökum við ríkisvald um málefni fatlaðra. Í þann grunn svo og aðra sáttmála og alþjóðasamn- inga er hollt að leita liðsinnis þegar krafist er frekari sjálfsagðra rétt- arbóta. Í hinum mörgu meginköflum bókarinnar má sjá hina dýrmætu tengingu við Mannréttinda- yfirlýsingu og meginreglur SÞ, gildi þessarar tengingar í hverju einu ótvírætt. Það er fjallað um réttaröryggi fatlaðra, skilgreiningar og núver- andi stöðu hér á landi sem verður sí- fellt meir unandi, þó enn megi betur gera. Aðgengisþættinum eru gjörð góð skil og það gleður mann hversu vítt er horft og að hugað s.s. hvað varðar aðgengi sem allra bezt að upplýsingum sem er hin knýjandi nauðsyn nútímasamfélags, en meg- inmálið er auðvitað að þarna erum við að ræða: Aðgengi fyrir alla, ekki bara tiltekinn hóp. Í niðurstöðum þessa kafla er þó greint frá að mikið beri í milli ákvæða Meginreglna SÞ og hins íslenzka veruleika. Varðandi réttinn til menntunar er glögglega greint frá ástandi þessara mála nú um leið og áherzla er lögð á nauðsyn meiri aðlögunar og samþættingar, ekki hvað sízt á framhaldsskólastigi og þá hvað varðar þroskahamlaða einstaklinga einkanlega. Rétturinn til heilbrigðisþjónustu, framfærslu og félagsþjónustu er ágætlega skilgreindur en kjara- grunnur fatlaðra og efnaleg aðstaða ræðst öðru fremur af þessum þátt- um. Þar er minnst á aldurstengda örorkuuppbót, en vert að vekja hér og nú verðuga athygli á þeim mikla áfangasigri sem Öryrkjabandalag Íslands náði þar fram og hefur skipt afar miklu fyrir svo marga fatlaða, þó ekki væri framkvæmt eins og vera átti. Lífsaðstaða fatlaðra er auðvitað í órofatengslum við þau efnalegu kjör sem þeim er gjört að búa við og hver áfangi þar einkar dýrmætur og hvergi nærri jafnrétti náð. Sá sem minnist ástands þessara mála fyrir 35 árum fagnar þeim ýmsu þáttum sem þarna er réttilega vikið að, alveg sérstaklega hvað varðar börn og umönnun þeirra, enn ein sönnun fyrir nauðsyn stöðugrar og vökullar baráttu. Rétturinn til atvinnu og tóm- stunda fær sitt rými og staðreynd sú að þróunin hefur öll verið í átt til aukinnar þátttöku fatlaðra á al- mennum vinnumarkaði, en mín skoðun sú að til allra þátta skuli þarna litið með hag og heill hins fatlaða að leiðarljósi. Í niðurstöðum er bent á að enn vanti mikið á um tómstunda- og menningarþáttinn í íslenzkri löggjöf og mun mála sann- ast vera. Í kaflanum um réttinn til persónufrelsis og friðhelgi einkalífs er lögð sérstök áherzla á rétt fatl- aðra til að taka eigin ákvarðanir án þvingana og í niðurstöðum minnt á að mikilvægt sé að gera grein fyrir því hvaða úrræðum sé óheimilt að beita gagnvart fötluðum. Jafnframt segir að grundvallarréttur til per- sónufrelsis sé almennt nokkuð vel tryggður í íslenzkum lögum. Síðustu kaflarnir eru um rétt til fjölskyldulífs og barneigna og bú- setu og eigin heimilis, en þar segir, að þó hinn formlegi réttur sé til staðar þá sé svo hvergi nærri nægi- lega í reynd. Aðeins er hér á stóru stiklað og um sumt er litið sérstaklega til þeirra fatlaðra sem við þroskahöml- un búa og þykir sumum fötluðum að margt af þessu sem rætt er og reif- að eigi ekki við þá og þeirra hagi. Að því ber þá að gæta að réttilega þarf að leggja mesta áherzlu á þá sem kunna að hafa lakasta réttarstöðuna enn í dag. Áminningarnar í nið- urstöðunum eru því af hinu góða. Hér hefur verið unnið að viða- miklu verkefni af ærnum metnaði og kunnáttu og sem slík er bók Brynhildar mikill hafsjór fróðleiks og ekki síður hvati til umhugsunar um hina margslungnu mannrétt- indaþætti sem aldrei verða nægi- lega í sviðsljósinu, í lagasetningu allri og lagaframkvæmd öllu öðru fremur. Hafi hún mikla þökk fyrir afar vel unnið verk. HELGI SELJAN er í stjórnarnefnd um málefni fatlaðra. Réttarstaða fatlaðra – bók Brynhildar G. Flóvenz Frá Helga Seljan Helgi Seljan BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið, Kringlunni 1, 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is NÚ ER ljóst að jarðskjálftinn sem skók Norðaustur-Pakistan og Kasmír-hérað á Indlandi hefur valdið miklu meiri skaða en fyrst var ætlað. Hjálp- arstarf á svæðinu er að verða eitt það erf- iðasta sem hjálp- arstofnanir hafa staðið frammi fyrir. Jarð- skjálftasvæðið er mjög víðáttumikið og að hluta til erfitt yfirferð- ar. Ástandið hefur versnað mjög síðustu daga vegna óveðurs og kulda. Tala látinna er nú komin í 80 þúsund manns og hækkar stöðugt. 3–4 milljónir manna hafa misst heimili sín og búa nú við illan kost þar sem vetrarkuldar sækja að á hálendi og í fjalladöl- um. 10.000 börn í hættu Í fjallahéruðum eru samgöngur oft mjög erfiðar eða jafnvel ómögulegar nema með þyrl- um. Enn hefur ekki tekist að ná til 120 þúsund barna. Talið er að yfir 10 þúsund þessara barna séu í bráðri hættu og kalla hjálparstofn- anir eftir aðstoð við þau nú þegar. Í síðastliðinni viku hættu flestar leitarsveitir að leita í rústunum og hurfu á braut. Þúsundir líka leyn- ast enn í rústunum og sum þorp hafa einfaldlega verið gerð að graf- reitum. Má þar til dæmis nefna þorpin Garan Dheri og Garlaat þar sem allir íbúar hurfu undir rústir húsa og skriðuföll færðu allt í kaf. Í Balakot-héraði er ástandið einna verst og líkt við tifandi tíma- sprengju þar sem þúsundir manna hafa engan aðgang að hreinlætis- aðstöðu eða hreinu vatni. Eftirskjálftar og skriðuföll Eftir stóra skjálftann 8. október hafa nær 900 minni eftirskjálftar dunið yfir og hafa sumir verið allt að 5 á Richter. Sérfræðingar álíta að skjálftavirkni verði á svæðinu í allt að þrjár vikur enn. Þetta gerir hjálparstarf oft mjög erfitt. Tveir hjálparstarfsmenn Alþjóðaneyð- arhjálpar kirkna, ACT, drukknuðu er brú sem þeir voru að fara yfir féll niður þegar eftirskjálfti reið yf- ir. Sá þriðji var hætt kominn en fé- lagar hans gátu bjargað honum á síðustu stundu. Alþjóðaneyðarhjálp kirkna, ACT, sem Hjálparstarf kirkjunnar er aðili að, hefur nú yfir 200 hjálp- arstarfsmenn á svæðinu og fer þeim fjölgandi. Strax 9. október hóf Church World Service, CWS, Hjálparstarf kirkjunnar í Noregi og Church of Pakistan, sem eru að- ilar að ACT, útdeil- ingu neyðarpakka. Þessar hjálparstofn- anir hafa margra ára reynslu af hjálp- arstarfi í Pakistan og nærliggjandi löndum. ACT/CWS hefur verið falið að stjórna hjálp- arstarfi alþjóðlegra fé- lagasamtaka (NGO) á jarðskjálftasvæðinu. Þörfin á jarð- skjálftasvæðinu er gríðarleg og mikið liggur á að hjálp berist sem fyrst. Hjálp- arstofnanir vinna í kapp við tímann sem er að renna út. Hjálp- arstarf kirkjunnar hefur þegar veitt 20.000 dollurum úr neyðarsjóði til hjálp- arstarfa í Pakistan. Á vegum ACT hafa flugvélar með hjálpargögn s.s. tjöld, teppi, neyðarpakka og tæki og tól til að útvega hreint vatn verið sendar til landsins. Hjálparstarfsmenn vinna við erfiðar aðstæður og leggja nótt við dag. Vantar fé og hjálpargögn Fórnarlömb jarðskjálftans 8. október eru fleiri en þau sem urðu fyrir barðinu á tsunami í desember síðastliðinn. Landsvæðið er stærra og miklu erfiðara yfirferðar. Eftir jarðskjálftann og flóðbylgj- una 26. desember sl. brugðust stjórnvöld og almenningur víða um heim gríðarlega vel og miklir pen- ingar söfnuðust til hjálparstarfs sem enn er verið að nýta. Viðbrögð alþjóðasamfélagsins við þessum hamförum í Pakistan hafa verið allt önnur. Bæði vantar fjármagn og hjálpargögn. Hjálparstarf kirkjunnar skorar á sem flesta að leggja sitt af mörk- um. Hægt er að hringja í söfn- unarsíma Hjálparstarfsins 907 2002, leggja inn á tékkareikning nr. 21000 í SPRON eða greiða á heima- síðu Hjálparstarfsins ww. help.is. Ég hvet þig, lesandi góður, að vera með og leggja líðandi meðbræðrum lið. Neyðin kallar í Pakistan Jónas Þórir Þórisson hvetur almenning til að leggja hjálparstarfi í Pakistan lið Jónas Þórir Þórisson ’Tala látinna er nú komin í 80 þúsund manns og hækkar stöðugt.‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. ÞEGAR dregur að borgarstjórn- arkosningum er eðlilegt að spyrja hverjir séu hagsmunir Reykvíkinga. Hvað skipti mestu máli fyrir ein- staklinga og samfélag í nútíð og framtíð. Svörin eru eflaust jafnmörg og svarendurnir. Tveir málaflokkar ná til alls sam- félagsins og snerta hvern einasta einstakling með beinum og afger- andi hætti án þess að vera áberandi í daglegu amstri borgarlífsins. Annars vegar er það lýðræðið í borginni og hins vegar borgar- skipulagið. Þessir málaflokkar eru hér samofnir í illleysanlegum víta- hring og svo mjög hallar á hagsmuni Reykvíkinga og annarra höfuðborg- arbúa, að afleiðingarnar hafa veru- lega neikvæð áhrif á þjóðarhag. Þótt við Reykvík- ingar séum nú um 114.000 þúsund eða um 39% íslensku þjóð- arinnar eru áhrif okkar á ákvarðanir Alþingis og ríkisstjórnar hverf- andi og mun minni en fjöldi okkar segir til um. Við búum við tvíþætta skerðingu lýðræðis og mannréttinda. Fyrst ber að nefna að í Alþingiskosningum er vægi hvers atkvæðis í Reykjavík aðeins 56–75% af vægi at- kvæðis á landsbyggðinni og at- kvæðavægi í Suðvesturkjördæmi er enn minna eða um 49–66%. Munur á þingmannafjölda höf- uðborgarsvæðis og landsbyggðar er nú þrír þingmenn en ætti að vera 15. Engin fordæmi eru um kerfis- bundna mismunun af þessu tagi vegna búsetu, hvorki í grannlöndum okkar né í öðrum löndum, sem við miðum við. Í öðru lagi er fjöldi borgarfulltrúa í Reykjavík 15 eða sá sami og árið 1908 þótt íbúafjöldi hafi fimm- tánfaldast. Samkvæmt lögum á Norðurlönd- unum, í Evrópu og víð- ar, þar sem eru ákvæði um lágmarks- fjölda fulltrúa, ættu þeir þó að vera 40–45 hið minnsta. Því er nærri útilokað fyrir ein- staklinga og samtök utan hefðbund- inna landsmálaflokka að komast þar til áhrifa. Heildaráhrif þessarar tvíþættu lýðræðisskerðingar eru þau að landsbyggðaröfl hafa óheftan að- gang að stefnumótun og ákvarð- anatöku í borgarstjórn Reykjavíkur þegar hagsmunir borgarbúa annars vegar og byggðasjónarmið hins veg- ar stangast á. Reykvíkingar sjálfir ráða því litlu sem engu um þau borgarmál, sem skipta þá langmestu máli í bráð og lengd, sjálft borgarskipulagið, þróun byggðar og mótun borgarsamfélags- ins. Í skugga þessa bæklaða valdakerf- is hefur landsstjórnin m.a. viðhaldið flugrekstri í hjarta borgarinnar í 60 ár. Árið 1946, einni öld eftir end- urreisn Alþingis og endanlega stað- festingu Reykjavíkur sem höf- uðstaður Íslands, gerði landsstjórnin herflugvöllinn í Vatnsmýri að borg- aralegum flugvelli í krafti mikils mis- vægis atkvæða, þvert gegn hags- munum og vilja Reykvíkinga. Þessi gjörð jafngilti í raun valda- ráni því á þeirri stundu færðist allt vald yfir helstu skipulagsmálum Reykjavíkur til samgönguráðuneytis og stofnana þess. Síðan þá er flug- völlurinn meginstoðin í byggðastefnu landsstjórnarinnar, sem beitir hon- um ótæpilega til að halda borgarsam- félaginu í skefjum. Hér eftir sem hingað til mun ég beita mér fyrir því að Reykvíkingar fái sína heimastjórn, þ.e.s. fullan at- kvæðisrétt, óskoruð yfirráð yfir öll- um sínum málum og góða skipulags- forsögn. Fái ég til þess umboð í prófkjöri 4. og 5. nóvember og í borg- arstjórnarkoningum næsta vor mun ég beita mér af alefli fyrir þessum málum á vettvangi Sjálfstæðisflokks- ins og í stjórnkerfi Reykjavík- urborgar. Hverjir eru hagsmunir Reykvíkinga? Eftir Örn Sigurðsson ’Síðan þá er flugvöll-urinn meginstoðin í byggðastefnu lands- stjórnarinnar, sem beit- ir honum ótæpilega til að halda borgarsam- félaginu í skefjum.‘ Örn Sigurðsson Höfundur er sjálfstætt starfandi arkitekt, stjórnarmaður í Samtökum um betri byggð, formaður Höfuðborgarsamtakanna og gefur kost á sér í 4.–5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Prófkjör Reykjavík TENGLAR .............................................. www.internet.is/arkorn ER NEFIÐ STÍFLAÐ? Fæst í apótekum og lyfjaverslunum STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. mbl.is smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.