Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 25 MINNINGAR Með þessum línum vil ég kveðja í hinsta sinn elskulegan móðurbróð- ur minn Sigvalda Gústavsson. Hans hlutskipti var að búa við mikla fötl- un og vera bundinn við hjólastól mestan hluta ævinnar. Sigvaldi bjó í foreldrahúsum til 26 ára aldurs eða þar til hann fékk vistun á Tjaldanesi í Mosfellsbæ. Var það bæði léttir fyrir foreldra hans en jafnframt mjög tilfinningalega erf- itt að þurfa að senda hann frá sér þó ekki væri um langan veg að fara. Kom hann heim aðra hverja helgi í mörg ár eða þar til umönnun hans var orðin móður hans ofraun, enda hún þá orðin ekkja, hnigin að aldri og heilsan tekin að bila. Sigvaldi undi hag sínum vel í Tjaldanesi, enda félagslyndur að eðlisfari og naut sín því vel í fé- lagsskap strákanna sem þar dvöldu. Hann fékk þar þá fræðslu sem völ var á, tók þátt í föndri og stundaði vinnu við sitt hæfi. Starfsfólkið bar hag vistmanna fyrir brjósti og var ýmislegt gert til að stytta þeim stundir. Má í því sambandi nefna stutt ferðalög, bíóferðir, diskó og verslunarferðir í Kringluna svo lítið eitt sé nefnt. Allt þetta var mikils virði fyrir Sigvalda og aðra vist- menn. Ég vil þakka öllum sem hlut áttu að máli fyrir þá alúð og vin- semd sem Sigvalda var sýnd. Þegar starfsemi Vistheimilisins Tjaldaness var lögð niður fyrir tveimur árum flutti Sigvaldi í sam- býli að Klapparhlíð 11 í Mosfellsbæ. Hann fékk þar splunkunýja og glæsilega íbúð ásamt Stefáni Sig- urðssyni vini sínum. Stefán hefur SIGVALDI GÚSTAVSSON ✝ Sigvaldi Gúst-avsson fæddist í Reykjavík 30. júní 1945. Hann lést á heimili sínu í Mos- fellsbæ 25. október síðastliðinn. Sig- valdi var yngsta barn foreldra sinna, Ásu Pálsdóttur, f. á Ísafirði 28. apríl 1920, og Gústavs Sigvaldasonar, f. á Hrafnabjörgum í Svínadal í A-Hún. 12. júlí 1911, d. 6. des. 1986. Systkini Sigvalda eru Jónína Guðrún, f. 21.11. 1940 og Páll, f. 5.1. 1942. Útför Sigvalda fer fram frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. ávallt reynst Sigvalda einstakur vinur og hefur aðstoðað hann í hvívetna. Stefán á miklar þakkir skildar fyrir alla sína elsku- semi við Sigvalda. Allt starfsfólkið í Klapparhlíð hefur einnig reynst Sig- valda einstaklega vel og má þar ekki síst nefna forstöðukonu heimilisins, Ástríði Erlendsdóttur. Sum- arið 2003 tóku þau Sigvaldi sér ferð á hendur norður í Húnavatnssýslu en þar dvaldi hann oft í bernsku sinni. Sú ferð var hon- um mikils virði og alveg ógleym- anleg. Það er sannarlega ekki sjálf- gefið að fólk leggi á sig slíkt erfiði, óumbeðið, til að gleðja aðra, en sök- um fötlunar sinnar þurfti Sigvaldi mikillar aðstoðar við. Hann átti þó því láni að fagna að vera einstak- lega skapgóður og ljúfur og fékk hann af þeim sökum oftsinnis hól frá starfsfólkinu sem ég veit að þótti öllu afar vænt um hann. Hon- um var ekki ljúft að kvarta og kveina, heldur var oft stutt í hlát- urinn og brosið. Þegar ég læt hugann reika koma ýmis skemmtileg atvik upp í hug- ann. Um árabil sótti ég Sigvalda í Tjaldanes þegar hann kom heim um helgar. Við stoppuðum alltaf við sjoppu í Mosfellsbænum á leið í bæ- inn og keyptum kók og Prins Póló. Þetta fannst honum alltaf jafn spennandi og spurði oftar en ekki áður en lagt var af stað hvort við myndum ekki örugglega kaupa kók og prins. Svo hlustuðum við á skemmtileg, íslensk lög á leiðinni en það var hans helsta afþreying að hlusta á íslenska tónlist og voru Ríó Tríó, Brimkló og fleiri slíkir í miklu uppáhaldi. Hann gat unað sér dag- langt við að hlusta á tónlist og raul- aði oft með af mikilli kátínu. Sjaldn- ast þurfti mikið til að gleðja Sigvalda. Hann var einnig mjög mann- blendinn og minnugur, ekki síst á mannanöfn. Hann spurði mig stundum hvað væri að frétta af vin- konum mínum og nefndi þær þá með nafni, enda þótt hann hefði hvorki heyrt þær né séð um árabil. Því miður háði það Sigvalda hin allra síðustu ár að hann átti orðið erfitt með að gera sig skiljanlegan, talfærin voru farin að slappast. Nú líður senn að jólum og verður þá mun tómlegra en fyrr þegar Sig- valdi er ekki lengur til að fagna með okkur fjölskyldunni. Þetta verða því fyrstu jólin í mínu lífi án míns elskulega frænda. Ég hugsa til hans með þakklæti fyrir alla hans góðvild og jákvæðnina sem geislaði frá hon- um þrátt fyrir alla þá erfiðleika sem hann átti við að etja. Hægt er að hugga sig við að hann hefur nú ver- ið leystur úr þeim fjötrum. Ég vil ítreka þakkir mínar og annarra aðstandenda til starfsfólks Klapparhlíðar og Tjaldaness fyrir nærgætni, alúð og umhyggju sem Sigvalda var sýnd. Þá langar mig að þakka félögum í Lionsklúbbnum Þór sem í fjölda ára hafa styrkt heimilin með ýmsum hætti, fært drengjunum afmælis- og jólagjafir og staðið fyrir skemmtunum og öðru því sem létt hefur þeim lífs- baráttuna og auðgað lífið. Ég vænti þess að góður Guð gefi elsku ömmu minni styrk til að tak- ast á við þá sorg að missa drenginn sinn, sem var henni afar kær og hún bar ætíð fyrir brjósti. Þá flyt ég móður minni, móðurbróður og öðr- um nánum ættingjum mínar dýpstu samúðarkveðjur. Sigurbjörg Alfreðsdóttir. Hugur minn reikar þessa dagana tilbaka til æskuáranna og koma minningar um Sivva frænda þá fram í hugann. Minningar um þegar hann sat við eldhúsgluggann í Blönduhlíðinni hjá Ásu ömmu og Gústa afa og fylgdist með lífinu í götunni. Þar lék ég mér ansi oft í allskonar boltaleikjum. Ef einhver leikfélaganna gerðist of harðhentur eða ósáttur við mig lét Sivvi í sér heyra svo um munaði. Það skyldi enginn gera Ásu Kollu frænku mein. Sivvi var því sannkallaður verndarengill minn. Ófáar stundirnar áttum við sam- an í eldhúsinu hjá ömmu, ég sitjandi uppi á ísskáp og Sivvi á stól við eld- húsgluggann og kastandi bolta á milli okkar. Sivvi var mikill tónlistarunnandi og kunni fjölmörg lög utanað og var oft sungið hástöfum og hátt spiluð músíkin. Þær voru ófáar ferðirnar sem við fórum norður að Hrafnabjörgum, ættaróðali afa, þar sem við nutum kyrrðarinnar og fallegrar náttúru. Ég dáðist oft að því hvað Sivvi var duglegur að nota göngugrindina en síðar meir tók svo hjólastóllinn við. Þá var betra að vera handsterkur eins og forfeðurnir vestur í Arnar- firði. Sivvi var alltaf lífsglaður og óvenju minnisgóður. Hann var glað- sinna og ætíð jákvæður og glaður þrátt fyrir ýmsa erfiðleika sem fötl- uninni fylgdi. Þegar ég og fjölskylda mín vor- um stödd á Íslandi í sumar datt mér ekki í hug að það yrði í síðasta skiptið sem við sæjumst. En ég vona að þér líði vel núna, elsku frændi, og þakka ég þér fyrir öll góðu árin sem við höfum átt saman þó minna hafi verið um heimsóknir hin síðari ár vegna búsetu minnar erlendis. Með þinni hjálp hef ég lært að meta lífið og vera ánægð með það sem manni hefur fallið í skaut. Ása K. Alfreðsdóttir (O’Hara). Í dag kveð ég Sigvalda Gústavs- son með þakklæti fyrir hjartnæm en allt of stutt kynni. Við hittumst fyrst á Tjaldanesi í Mosfellsdal fyr- ir tveimur árum og þá heillaðist ég strax af þessum rauðhærða, tilfinn- inganæma en þó æðrulausa húm- orista. Daginn út og daginn inn hlustaði hann á tónlist, – ef tök voru á. Uppáhaldssöngvarinn var Vil- hjálmur Vilhjálmsson og hljómtæk- in voru stillt hátt, – ef aðstæður leyfðu. Og hann söng með af hjart- ans lyst á sinn hátt, – ef vel stóð á. Lögin gerði hann ýmist glaðan eða angurværan því hughrifin sveifluð- ust með tónlistinni eins og gerist hjá tilfinningaverum. Hann var vissulega bæði tilfinningavera og listunnandi en ómannúðlegur tíðar- andinn varðandi fatlaða gerði hon- um ókleift að rækta með sér þessar guðsgjafir. Þegar hinum árlegu Vínartónleikum var sjónvarpað frá RÚV hallaði hann sér með ákafa fram í stólnum og viðkvæmnin birt- ist í tárvotum augum þegar mjúkir og seiðandi Straussvalsarnir óm- uðu. Sá hefði nú notið þess að sveifl- ast í dansi, hring eftir hring með glæsimey í fangi, – en hann átti þess aldrei kost. Skyldi hann hafa komist á Vínartónleikana í Há- skólabíói síðastliðinn vetur? Hann leit til sumaræskustöðv- anna í Húnavatnssýslunni með að- dáun og söknuði. Fyrst kom bros, svo kankvísi í svipinn og loks hlátur þegar spjallið snerist um bæina og bændurna þar. Hann mundi vel eft- ir þeim öllum með tölu. Ljósmynd- irnar af ættingjunum voru honum einkar kærar og hann gat velt hverri og einni langa stund í óstyrk- um höndunum. Stundum var ljós- myndahrúgan öll komin upp á litla borðið hans svo út af flóði, – því að- stæður voru þannig. Hann hafði góðan smekk á hvað- eina – en fékk sjaldan tækifæri til að njóta þess. Honum veittist þó, nú á seinni árum, þau mannréttindi að velja og kaupa fötin sín sjálfur. Hann naut þess að fara höndum um peysustaflann þegar hann valdi sér föt til dagsins, ákveða fyrst þessa gráu, skipta svo um skoðun og velja heldur þessa bláu. Hann gat meira að segja stundum veitt sér það að skipta 3–4 sinnum um skoðun á sömu mínútunni árið 2003 varðandi eigið peysuval, – en það fór reyndar líka eftir aðstæðum eins og nánast hvert smáatriði í lífi hans. Hann fékk í fyrsta skipti eigið launaumslag í hendurnar árið 2003, þá 58 ára gamall, aðeins tveimur ár- um fyrir andlátið. Óstyrkar hend- urnar veltu umslaginu fram og til baka og loks fékk hann aðstoð við að opna það. Hann var lengi að draga rauða 500 króna seðilinn upp úr umslaginu. Hann hafði unnið fyr- ir þessum peningum sjálfur. Það hafði reyndar tekið nokkuð margar vinnustundir því þetta voru mán- aðarlaunin, – en að vísu ekki fyrir 100% starf. Nú gæti hann keypt sér súkkulaði eða aðra munaðarvöru fyrir útborgunina, – ef og eða þegar tækifæri gæfist. Á hverri grein eru fuglar stjarneygir í dökku laufinu fægja fjaðrirnar hljóðir og gá til lofts bíða þess að meistarinn birtist og lyfti sólsprotanum hvíta. . . . . . . (Snorri Hjartarson.) Sesselja Guðmundsdóttir. Við Sigvaldi voru saman á sum- arbúðum á Löngumýri mörg sum- ur. Það var oft mikið fjör hjá okkur því við höfðum báðir gaman af því að syngja. Sigvaldi varð alltaf svo kátur þegar byrjað var að syngja lag sem honum þótti skemmtilegt. Hann var ekki hávær en þegar lög sem Vilhjálmur Vilhjálmsson hafði sungið voru kyrjuð tók hann alltaf hraustlega undir og varð eitt sól- skinsbros. Hann var mjög duglegur því hann fór í sund og reyndi að gera flest það sem aðrir gera þó svo að hann ætti erfiðara með það en margir aðrir. En þrátt fyrir erfið- leikana var hann alltaf svo hress og skemmtilegur. Honum voru margar dyr lokaðar í þessu lífi þar sem líkaminn var veikur en andi hans var alltaf hraustur og opnaði það honum aðr- ar gáttir. Því veit ég að honum líður vel núna þar sem líkaminn þjakar hann ekki lengur. Vertu ævinlega blessaður, minn vinur. Jón Hrafnkell Árnason. LEGSTEINAR Steinsmiðjan MOSAIK Hamarshöfða 4 • 110 Reykjavík sími 587 1960 • www.mosaik.is Einn sólríkan sum- ardag sumarið 76 er- um við nokkrir félagar á Patreksfirði á aldrin- um 15–16 ára bakvið símstöðina eitthvað að bardúsa. Skyndilega heyrist ærandi hávaði, við lítum upp og sjáum vin okkar Bjarna Leifs koma á fullri ferð á mót- orhjóli í áttina til okkar frá torginu og yfir túnið. Það líður ekki nema augnablik þar til hann kemur svíf- andi á hjólinu af túnbakkanum niður í bílastæðið Við áttum fótum fjör að launa áður en Bjarni, standandi á bremsunni, ók af töluverðum krafti beint á húsvegginn fyrir aftan þar sem við höfðum áður staðið. Á augna- bliki breyttist umhverfið frá rólegu bardúsi í hlátrasköll, gleði og fjör. Þetta finnst mér lýsa kjarna og karakter Bjarna vinar míns nokkuð BJARNI LEIFSSON ✝ Bjarni Leifssonfæddist á Pat- reksfirði 26. febrúar 1961. Hann lést á heimili sínu í Kópa- vogi 15. október síð- astliðinn og var út- för hans gerð frá Digraneskirkju 28. október. vel eins og ég þekkti hann. Áræðinn, kjark- mikill og kraftmikill gleðigjafi. Frá þessari stundu varð ekki aftur snúið. Bjarni hafði keypt sitt mótorhjól af Barða og sagði mér að vinur hans Alli ætlaði líka að selja sitt og hvatti mig til að kaupa það hjól. Ég hafði ekki hugsað mér að kaupa mótor- hjól heldur bíl um leið og ég fengi bílpróf. Með miklum sannfæringarkrafti fékk Bjarni mig til að kaupa hjólið hans Alla og ég átti ekki eftir að sjá eftir því. Í hönd fóru dagar þar sem við félagarnir þeystum um nágrenni Patreksfjarðar, tveir þrír eða fleiri. Oftast vorum það við Bjarni og Friggi Magg sem fórum í langferðir saman. Minnisstætt er þegar við allir sem einn fórum útaf í krappri beygju á Kleifaheiðinni, hver á eftir öðrum. Sem betur fer sluppum við með skrekkinn. Önnur minnisstæð ferð var yfir Hálfdán sem var þá ófær vegna snjóa. Við ýttum og bárum hjólin langa leið og ókum svo í för- unum á leið niður þegar hægt var og komumst ekki hjá því að fljúga á hausinn í snjóinn hvað eftir annað. Þetta voru skemmtilegir tímar. Við vorum algjörlega áhyggjulausir og engan óraði fyrir hvað framtíðin bæri í skauti sér. Við fórum báðir í Iðnskólann á Patreksfirði til að læra rafvirkjun. Gunni Kalli var skólastjóri og var námið undir hans stjórn mjög skemmtilegt og fræðandi. Leiðir skildu sumarið 78 er ég fór til Ak- ureyrar. Við hittumst aftur rétt fyrir jól og áramót 78/79 enda ætluðum við báðir að ljúka náminu í Iðnskólanum á Patreksfirði þann vetur. Það er síð- an á gamlársdag sem við fréttum að nýr skólastjóri hefði ákveðið að fella niður kennslu í 3. bekk vegna þess að ekki voru nægar umsóknir í námið. Eftir á að hyggja þá hefur þetta lík- lega verið mikill örlagavaldur í lífi okkar beggja. Ekki væri ólíklegt að við hefðum báðir orðið rafvirkjar og farið allt aðrar leiðir í lífinu ef þetta hefði ekki komið til. Nú voru góð ráð dýr. Á þessum ár- um voru skattar af launtekjum greiddir árinu eftir að tekna var afl- að. Við sáum fram á að ef við ynnum allt þetta ár á Íslandi þá myndum við festast í skattaneti og gætum varla hafið nám árið eftir. Við gerðum ráð fyrir að vinna fyrir okkur sjálfir eins og tíðkaðist og námslán var eitthvað sem við þekktum ekkert til. Við feng- um þá snjallræðishugmynd að okkar mati að flytjast til útlanda og vinna þar árið 1979 og koma svo heim það haust og hefja nám að nýju. Um tíma leit út fyrir að við fengjum vinnu við krabbaveiðar í Alaska en að lokum ákváðum við að fara til Færeyja til að byrja með. Við flugum til Færeyja í byrjun febrúar 1979. Í Reykjavík var 17 stiga frost en hlýtt í Þórshöfn, að- eins fimm stiga frost. Erfitt reyndist að fá vinnu í Færeyjum en þó gátum við fengið vinnu af og til við að beita eða „egna“ eins og það heitir á fær- eysku. Ég réð mig síðan til sjós en ekki vildi betur til en að báturinn varð alelda í fyrsta túr og gjöreyði- lagðist. Við Bjarni sáum að þessi ferð var ekki til fjár og nauðsynlegt að koma sér heim enda við orðnir mjög peningalitlir. Við vorum saman í Færeyjum í sex til átta vikur og átt- um margar skemmtilegar stundir saman. Við dvöldum saman á far- fuglaheimili ásamt Arnari Ingólfs og einum miklum íslenskum júdókappa. Þetta voru skemmtilegir tímar en skrítið til þess að hugsa að þetta voru eiginlega okkar síðustu almennilegu samverustundir sem vinir og félagar. Áður en ég vissi þá varst þú kominn til Ástralíu og ég til Reykjavíkur í nám. Lífið er hverfult og enginn veit sína ævi fyrr en öll er. Bjarni, minn kæri vinur, þú hefur mátt þola þinn skerf af mótlæti í lífinu og enginn veit hver þolraun þín hefur verið nema þú sjálfur. Ástralía reyndist þér eins og hún er, bæði gjöful og full af hættum. Þú eignaðist þína fjöl- skyldu þar bæði konu og börn sem ég bið Guð að blessa á þessum erfiða tíma. Þegar ég svo frétti að húsið ykkar hefði brunnið til grunna í skógareldum þá var mér ljóst að mótlæti sem þú hefur orðið að þola er nánast ekki til að standa undir. Ég hugsaði mikið til þín á þeim tíma og vona að margir hafi brugðist vel við ákalli um fjárhagslega hjálp á þess- um tíma. Við öll stöndum oft fyrir framan mismunandi dyr í lífinu og vitum oft ekki hvað er á bak við hverja og eina. Það fer síðan eftir því hvaða dyr við veljum að örlög okkar ráðast. Stund- um eru þær dyr líka læstar sem við helst viljum velja. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Af hverju einn deyr og annar lifir veit enginn. Guð hefur líklega viljað gefa þér langþráða hvíld og frelsa þig frá öllu böli og erf- iðleikum. Ég bið Guð að styrkja börnin þín og fjölskyldu á þessum erfiða tíma. Bjarni minn ég minnist þín sem góðs vinar, skemmtilegs og kjark- mikils. Megi Guð blessa sálu þína og gefa þér sæluvist í Himnaríki þar sem góðir menn eiga heima. Þinn vinur, Karl Eggertsson, Kaupmannahöfn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.