Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 26
26 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ ValgerðurKristólína Árna- dóttir fæddist að Látrum í Aðalvík í N-Ísafjarðarsýslu 30. júní 1924. Hún lést á Dvalarheim- ilinu Grund 25. októ- ber síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Arnar Þorkels- son frá Látrum Sléttuhreppi, f. 31.8. 1882, d. 26.8. 1963, og Anna Kristín Eyj- ólfsdóttir frá Hvammi í Holtum, f. 17.7. 1886, d. 1.4. 1952. Alsystkini Valgerðar eru Guðrún Laufey Árnadóttir, f. 13.3. 1909, d. 25.6. 1952; Óskar Þorkell Árnason, f. 7.4. 1910, d. 19.8. 1979; Egill Axel Árnason, f. 18.6. 1911, d. 9.1. 1976; Eyjólfur Pálmi Árnason, f. 5.7. 1915; Ingi- björg Kristgerður Árnadóttir, f. 29.12. 1916, d. 3.12. 1988; og Guð- rún Friðrika Árnadóttir, f. 26.7. 1920, d. 3.6. 1946. Árið 1950 giftist Valgerður Vil- Börn þeirra eru Helga Hrönn, f. 5.6. 1972, Ingibjörg Kolbrún, f. 22.9. 1976, og Hjalti Magnús, f. 4.12. 1979. Dóttir frá seinni sam- búð Luna Rós Tómasdóttir, f. 17.5. 1993. Þau eru búsett í Danmörku. 3) Laufey Júlíana, f. 17.8. 1954. Börn hennar eru Vilhjálmur Val- geir, f. 16.7. 1972, Ingibjörg Guð- rún, f. 24.12. 1985. Þau eru búsett í Mosfellsbæ. 4) Guðrún, f. 13.1. 1957, maki Jón Guðmar Hauksson, f. 11.4. 1953. Börn þeirra eru Haukur Erlingur, f. 1.10. 1972, bú- settur í Hafnarfiði, Valgerður, f. 2.11. 1977, búsett í Svíþjóð, og Elv- ar Ingi, f. 24.5. 1982, búsettur í Sví- þjóð. 5) Magnús, f. 30.9. 1958, maki Svava Ragna Hallgrímsdóttir, f. 4.4. 1960. Börn þeirra eru Sigríður Halla, f. 3.1. 1977, búsett í Garða- bæ. Þóra Berglind, f. 2.7. 1979, bú- sett í Danmörku, Anna Kristín, f. 14.7. 1983, Helga Rós, f. 24.10. 1985. Hólmfríður Guðrún, f. 8.5. 1988, Vilhjálmur Sveinn, f. 29.7. 1990, og Margrét Ósk, f. 6.1. 1994. Þau eru búsett í Reykjavík. 6) Hólmfríður Árný, f. 28.8. 1960, maki Ásgeir Jóhannesson, f. 30.8. 1958. Börn þeirra eru Jóhannes Helgi, f. 15.6. 1977, Margrét Hall- dóra, f. 8.7. 1979, Anna María, f. 23.4. 1983, og Ásdís Sif, f. 1.8. 1998. Þau eru búsett í Reykjavík. Valgerður verður jarðsungin frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. hjálmi Sveinssyni, f. 20.7. 1924, d. 23.8. 1987. Foreldrar hans voru Svend Aage Andersen og Ingi- borg Jörgensen frá Danmörku. Fyrir átti Valgerður tvö börn, Markús Sigurgeir Kristjánsson, f. 24.2. 1947, kvæntur Báru Magnúsdóttur, f. 1948, og Þorstein Ragnarson, f. 1.3. 1948, kvæntur Sigríði Hannesdóttir, f. 1947. Börn Valgerðar og Vilhjálms eru: 1) Sveinn, f. 7.2. 1952, var kvæntur Sigrúnu Ástu Haraldsdóttur. Þau skildu. Dóttir þeirra er Elín Rós, f. 4.2. 1974. Núverandi maki er Jón- ína Björk Sveinsdóttir, f. 7.12. 1957. Börn þeirra eru Rebekka Helga, f. 5.5. 1978, búsett í Garða- bæ, Vilhjálmur Árni, f. 30.1. 1985, og Ásta Björk, f. 29.6. 1991. Þau eru búsett í Hafnarfirði. 2) Kristín, f. 9.7. 1953, var gift Hjalta Hjalta- syni, f. 22.11. 1953. Þau skildu. Elsku mamma mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt og hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margt að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Þín dóttir, Guðrún (Dúna). Með söknuð í hjarta minnist ég ömmu minnar sem lést hinn 25.10. sl. Minningarnar eru margar og góð- ar en það sem stendur þó sérstak- lega upp úr er hversu góð hún amma mín var við okkur barnabörn- in. Þó ég hafi engan veginn verið nægilega dugleg að heimsækja hana í gegnum árin þá eru minningarnar frá því hún og afi bjuggu í Jórufell- inu sterkar í huga mér. Amma átti alltaf nýjar kökur þeg- ar við komum í heimsókn og man ég sérstaklega vel eftir röndóttu kök- unum sem amma gerði fyrir jólin og mér fannst einstaklega skemmtileg- ar. Ég man líka þegar ég var lítil hvað mér fannst skrítið hvað amma væri í skrítnum skóm og átti ég erf- itt með að skilja að annar fóturinn hennar væri styttri en hinn. Þegar ég sest niður og hugsa aft- ur í tímann þá get ég ekki annað en minnst á hann afa minn sem mér var einnig svo kær en hann lést 1987. Afi var mjög mikill dundari og bar heimili þeirra ömmu þess sterk- lega merki. Mér fannst spegillinn með myndunum af fjölskyldunni alltaf svo fallegur og fannst mér mjög vænt um að amma skyldi hafa hann hjá sér þegar hún flutti fyrst á Norðurbrún og svo á Grund. Það voru mikil viðbrigði fyrir ömmu að flytja úr íbúðinni sinni í Jórufellinu í litla einstaklingsíbúð við Norðurbrún. Ég man eftir einu tilviki þar sem pabbi var að reyna að hringja í ömmu en hún svaraði ekki og þá talaði hann um að hún væri aldrei inni hjá sér, væri alltaf frammi að spila við karlana. Á þess- um tíma voru þau Hörður að kynn- ast og það var svo gaman að sjá hversu glöð og hamingjusöm amma var. Einnig fannst mér sérstaklega gaman að því þegar amma og Hörð- ur trúlofuðu sig rétt fyrir jólin 1998, gaman að sjá að fólk getur líka fundið ástina á eldri árum. Í dag kveð ég ömmu mína með trega þó, en ég veit að henni líður betur núna og hún er komin til afa sem eflaust hefur saknað hennar sárt. Elsku amma, guð geymi þig. Þín Rebekka Helga Sveinsdóttir. Mér er efst í huga nú er ég minn- ist tengdamóður minnar, Valgerðar Kristólínu Árnadóttur eða Línu eins og hún var ætíð kölluð, hversu kraftmikil kona hún var og hvað hún hafði einstaklega létta lund. Alla tíð frá því að ég kynnist Línu hef ég dáðst að því hversu auðvelt það var henni að vera þátttakandi í glensi og hafa stuð í kringum sig. Hún vakti ávallt kátínu og eftirtekt þar sem mannfagnaður var og gat farið á kostum. Hún var hreinskilin og talaði á sinn hátt tæpitungulaust um menn og málefni, sérstaklega ef henni misbauð eitthvað, og þá gat hún sko látið menn heyra það. En hún var líka einlæg og hjartnæm og samgladdist öðrum þegar vel gekk. Lína kynntist eiginmanni sínum Vilhjálmi Sveinssyni á Ísafirði og giftu þau sig árið 1950. Saman eign- uðust þau sex börn. Tvö börn átti Valgerður þá fyrir. Þau bjuggu lengst af í Reykjavík ef frá eru talin fyrstu hjúskaparárin þeirra á á Suðurlandi, á Ljósafossi og á Stokkseyri þar sem Vilhjálmur vann við hin ýmsu störf. Einnig bjuggu þau síðar meir nokkur ár á Vallá á Kjalarnesi. Þau urðu fyrir því óláni snemma í búskapartíð sinni að missa hús sitt, sem þau höfðu byggt sér við Suður- landsbrautina, í eldsvoða og þar með allar eigur sínar. Það var erfitt að byrja upp á nýtt, allslaus með sex börn á framfæri. En með Guðs hjálp, góðra vina og barnanna sem snemma fóru að vinna fyrir sér og leggja til heimilis- ins mynduðu þau hjónin fallegt og notalegt heimili sem skartaði m.a. húsmunum sem smíðaðir voru og handskornir af heimilisföðurnum, en Villi eins og hann var kallaður var afar handlaginn og gerði mörg meistaraverkin sem sum hver lifa enn inni á heimilum barna þeirra. Mér er það ávallt minnisstætt hversu ánægjuleg fyrstu kynni mín voru af þeim hjónum Línu og Villa er ég kynntist Dúnu dóttur þeirra og hversu vel þau tóku mér strax á fyrsta degi. Samband mitt við þau hjónin var alla tíð mjög gott og vil ég þakka þeim fyrir það. Þau voru fjölskyldufólk og vildu hafa börnin sín og tengdafólk í kringum sig. Oft var þar kátt á hjalla þegar allur hóp- urinn, börnin, makarnir og barna- börnin voru saman komin á heimili þeirra. Vilhjámur átti því miður við heilsuleysi að stríða strax á besta aldri og lést árið 1987 þá aðeins 63 ára að aldri. Það var mikill missir fyrir Línu að missa mann sinn svo snemma en örugglega hefur það hjálpað henni mikið að hafa Lauf- eyju dóttur sína og eitt barnabarn sitt þá búandi á heimili sínu. Lína var mikið fyrir prjónaskap og léku prjónar vel í hendi hennar. Hún var síprjónandi peysur og húf- ur á börnin og barnabörnin. Hún var dugleg við matargerð, bjó til slátur og sultur og var sífellt bak- andi. Alveg fram undir það síðasta voru nýbakaðar kökur eða heitar pönnukökur með rjóma á boðstól- unum þegar komið var í heimsókn. Henni fannst hún aldrei vera gömul og til marks um það er að þegar hún var orðin 73 ára gömul, voru lögð drög að því að hún flyttist inn á sam- býli fyrir aldraða í Norðurbrún 1. Það fannst henni alls ekki koma til greina og bar það fyrir sig að þar byggju bara gamalmenni. Hún flutti sig þó og sá aldrei eftir því. Þar kynntist hún seinni sambýlismanni sínum Herði Steinþórssyni. Þau náðu vel saman og var það afar ánægjulegt að sjá hversu hamingju- söm þau voru á meðan þróttur og heilsa leyfðu. Vegna heilsutaps hjá þeim báðum urðu þau að flytja sig inn á Elli- og hjúkrunarheimilið Grund þar sem þau nutu þeirrar að- stoðar og hjálpar sem þurfti, allt fram í andlát Valgerðar. Starfsfólki Grundar eru hér færðar sérstakar þakkir fyrir þau umönnunarstörf sem fylgdu Línu undir lokin. Ég votta eftirlifandi sambýlis- manni hennar Herði Steinþórssyni innilega samúð. Línu þakka ég þann tíma sem við áttum saman. Jón Guðmar Hauksson. VALGERÐUR KRISTÓLÍNA ÁRNADÓTTIR Elsku besti afi minn, þegar ég frétti að þú værir farinn þá öskraði ég og brast í grát vegna þess að ég vildi ekki trúa því og af því að mér þykir svo vænt um þig. Ég reyni og reyni að telja mér trú um að þú sért farinn og að það hafi verið okkur öllum fyrir bestu að þú fengir frið og ég reyni einsog ég get að sætta mig við það, þó að það virðist óyfirstíganlegt. Ég á fullt að góðum minningum og þær munu ávallt lifa í hjartanu mínu af því að þú varst mér alltaf til halds og trausts og alltaf tilbú- inn að taka mig að þér og þú hefur alltaf reynst mér óútreiknanlega vel. Núna líður mér einsog ég hafi misst part af sjálfri mér og mig vantar að hafa þig hjá mér ennþá en ég veit að það mun eigi gerast. En ég reyni að hugga mig við að þú komir sem ný manneskja í heiminn og þú munt halda áfram að gera öll kraftaverkin sem þú ÁSGEIR JÓN JÓHANNSSON ✝ Ásgeir Jón Jó-hannsson fædd- ist á Fossi í Nes- hreppi 1. september 1925. Hann lést á líknardeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss í Kópa- vogi 30. september síðastliðinn og var kvaddur í kyrrþey frá Garðaholti 5. október. getur gert og þú munt verða afi ein- hvers annars í næsta lífi. Ég minni mig stöð- ugt á hversu mörgu þú hefur fengið áork- að í lífinu og hversu mörg afrek og góð- verk þú hefur náð að fullkomna. Og ég vil að þú vit- ir að ég hef og man alltaf ljóðið sem þú ortir fyrir mig í ferm- ingargjöf, það er dýr- mætasta gjöf sem ég hef á ævinni fengið og mun ein- hverntíma fá. Ég elska þig afi og ég mun ávallt geyma þig í hjarta mínu. Þín einlæga afastelpa, Hugrún Tanja Rut. Sumir menn bera sólskinið með sér inn í tilveru samferðamanna sinna. Sumir menn ganga um með op- inn hug og haga hönd tilbúnir að bæta og laga það sem aflaga fer í starfsumhverfi sínu. Sumir menn eiga heitt hjarta og ríka réttlætiskennd, sem brýst fram og segir ranglætinu stríð á hendur. Sumir menn eiga líka yfir að ráða þeirri færni og leikni í hugsun og íslensku málfari að athygli vek- ur. Allir þessir menn fundust í Ás- geiri Jóni Jóhannssyni, fyrrver- andi húsverði í Víðistaðaskóla í Hafnarfirði, sem hér er kvaddur. Það var sumardagur að hausti í sögu Víðistaðaskóla, þegar Ásgeir Jón réðst þangað sem húsvörður. Hljóðlátur og kíminn vann hann sér brátt verðskuldaðar vinsældir nemenda og starfsfólks. Það er í mörg horn að líta á stóru heimili, en það var á annað þúsund nemendur og starfsfólk í skólanum, þegar Ágeir Jón tók þar til starfa. Það segir sig sjálft, að það var kallað úr mörgum hornum á húsvörðinn á degi hverjum, til að laga þetta eða hitt, bæði stórt og smátt. Og alltaf var Ásgeir Jón til- tækur, boðinn og búinn að bæta það sem aflaga fór eða skapa eitt- hvað nýtt sem leysti vandann. Slík- ir menn eru ómetanleg auðæfi hverjum skóla. En svo var það líka maðurinn Ásgeir Jón, sem setti mark sitt á umhverfið og samstarfsmennina. Hugkvæmur og hjartahlýr, hagur og hæglátur, glaður og geðríkur ávann hann sér allra hylli og vin- áttu. Hagmælska hans og skop- skyn varð oft uppspretta gamans og gleði, bæði í daglegri önn og á skemmtunum hjá starfsfólki skól- ans. Þar átti hann fáa sína líka. Nú er Ásgeir Jón allur. Hann kveður eftir að hafa háð hetjulega baráttu við erfiðan sjúkdóm. Það er skarð fyrir skildi, og hans er sárt saknað. En það er bjart í huga, því að minningarnar lýsa þar og verma. Um leið og ég þakka Ásgeiri Jóni gefandi og gott samstarf og dýrmæta samfylgd, sendi ég eft- irlifandi ekkju hans Sigurbjörgu, svo og börnum þeirra, barnabörn- um og langafa- og langömmubörn- um, vinum og vandamönnum inni- legar samúðarkveðjur. Guð blessi minningu Ásgeirs Jóns Jóhannssonar. Hörður Zóphaníasson, fyrrverandi skólastjóri Víðistaðaskóla. Í jökulsins skjóli skolaði flóinn skeljum á land. Léttfættur snáði las sínar vonir við ljósan sand. Handan við flóann hamingjufæri í hillingum sást. Bárunnar gjálfur og bögunnar seiður boðuðu ást. Söngurinn hljómar, sindur lýsir smiðjunnar afl. Þá iðjunnar slög undan viku, undi við tafl. Vináttan hreina, veitull andinn, von og traust. Ljóðadísin léttstíg kemur, er líður á haust. En söngurinn þýði svaninum fráa söng um dáð. Handan við löginn um loftið bláa er landi náð. Birgir Stefánsson. Minningarkort Krabbameinsfélagsins 540 1990 krabb.is/minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.