Morgunblaðið - 31.10.2005, Side 27

Morgunblaðið - 31.10.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 27 MINNINGAR REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Ásgerður Jó-hannsdóttir fæddist í Hrísey 17. nóvember 1930. Hún lést 11. október síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Jóhann Albert Guðmunds- son, f. 17.1. 1885, lát- inn, og Kristín Mar- grét Sigurðardóttir, f. 5.5 1892, d. 19.4. 1969. Alsystkini Ásu eru Jóhanna Jó- hannsdóttir, f. 1927, og Sigurður Jóhannsson, f. 1928, og sammæðra er Guðrún Jónsdótt- ir, f. 1922, d. 2002. Ásgerður ólst upp hjá Sigurlaugu Einarsdóttur og Jóhanni Júníussyni og bjuggu þau lengst af á Árskógsströnd og í Arnarneshreppi. Ásgerður hóf búskap með Gísla Ingólfssyni, f. 12.9. 1918, d. 5.6. 1998, þá bónda á Laugabóli í Skagafirði. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: a) Hreinn Skagfjörð, f. 2.9. 1951, maki Vigdís Kjartans- dóttir, sonur þeirra er Fannar Daði, f. 5.4. 1987, b) Sigurlaug Guðrún Inga, f. 14.1. 1963, maki Reynir Sigurður Gunnlaugsson, f. 30.7. 1956, börn þeirra Gunnhildur Ása, f. 9.11. 1981, maki Heiðar Örn Stefánsson, sonur þeirra er Reynir Logi, f. 14.7. 2003, Gunnlaugur Dan, f. 19.12. 1984, Ingólfur Dan- íel, f. 13.2. 1991, og Sigurður Þorri, f. 15.8. 1999, c) Gísli, f. 27.12. 1971, maki Hafdís Helga Har- aldsdóttir, f. 7.8. 1966, dætur Gísla úr fyrra sambandi eru Margrét Hrönn, f. 26.10. 1991, og Katr- ín Anna, f. 9.5. 1996. Synir Gísla Ing- ólfssonar af fyrra hjónabandi eru Ing- ólfur Dan, f. 11.1. 1941, og Axel Hólm, f. 23.7. 1944, d. 2001. Ásgerður vann ýmis störf um ævina, lengst af var hún þó bónda- kona á Laugabóli og síðar í Litladal í Lýtingsstaðahreppi í Skagafirði. Um tíma bjuggu þau á Egilsstöðum og vann hún þá í prjónastofunni Dyngju sem þá var og hét og líkaði það alveg sérlega vel, en þaðan fóru þau til Grenivíkur þar sem Ása vann við fiskvinnslu. En aftur tók hún sig upp og flutti á Hvolsvöll og vann þar hjá SS um tíma. Þegar aldur færðist yfir og hún hætti vinnu flutti hún til að byrja með til dóttur sinnar í Hlíð í Hróarstungu og var þar í um það bil eitt ár, en fór þá aftur í Skagafjörðinn sem varð hennar endastöð. Ásgerður var jarðsungin frá Reykjakirkju 22. október. Mig langar að minnast Ásgerðar Jóhannesdóttur með nokkrum orð- um eða Ásu í Litladal eins og ég kall- aði hana alla tíð. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að vera níu sumur í sveit hjá Ásu og Gísla Ing- ólfssyni í Litladal í Lýtingsstaða- hreppi í Skagafirði, frá fimm ára aldri þar til ég var þrettán ára. Ása tók vel á móti mér, var mér ávallt sérstaklega góð og gerði ekki upp á milli mín og sinna eigin barna. Hún var mikil myndarhúsmóðir og ómet- anlegt að fá að vera hjá henni. Ég man vel hvernig hún tók á móti mér þegar að ég kom á vorin, faðmaði mig og kyssti í bak og fyrir út á hlaði. Ása var glaðleg og hafði gaman af því að hafa fallegt í kringum sig. Ég dáðist oft að fallega blómagarðinum hennar afgirtum með hvítu grind- verki. Bærinn hennar Ásu ljómar og í minningunni var alltaf sól í sveit- inni. Það jafnaðist ekkert á við það þegar maður kom örþreyttur inn eft- ir að hamast í heyskap, að setjast við eldhúsgluggann með útsýni upp í græna hlíðina fyrir ofan bæinn og Ása bar á borð nýbakaða kanilsnúða með nýmjólk sem hún hafði kælt í bæjarlæknum. Fyrir mig var dvölin í sveitinni ekki alltaf auðveld, að vera næstum þrjá mánuði frá fjölskyldu minni. Stundum helltist heimþráin yfir mig. Ása skildi mig og gaf mér það öryggi sem ég þurfti á að halda og þó hún hefði ekki mörg orð um það þá hug- hreysti hún mig, klappaði mér á koll- inn eða leyfði okkur krökkunum að gera eitthvað skemmtilegt til að dreifa huganum eins og að fara á hestbak eða í berjamó. Ég er for- sjóninni þakklát fyrir að fá að hafa verið í sveit hjá henni Ásu, ég átti margar ómetanlegar stundir í Litla- dal og minningin um hana Ásu lifir björt og falleg í huga mér, megi góð- ur guð blessa hana og afkomendur hennar. Elsku Hreinsi, Silla og Gilli, ég samhryggist ykkur og öðrum að- standendum innilega Brynja Sif Skúladóttir. ÁSGERÐUR JÓHANNSDÓTTIR Elsku afi og langafi, takk fyrir all- ar stundirnar. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Sveinbjörn Egilsson.) Elsku amma, megi Guð vera með þér. Lína, Gunnar, Einar Örn, Unnur María Sigurður Ingi og Ásbjörg Ýr. HALLDÓR JÓNSSON ✝ Halldór Jónsson bóndi fráMannskaðahóli fæddist á Mannskaðahóli á Höfðaströnd 10. ágúst 1919. Hann lést á Sjúkrahúsi Sauðárkróks laugardaginn 1. októ- ber síðastliðinn og var jarðsunginn frá Hofsóskirkju 15. október. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, lang- amma og langalangamma, ELVIRA PAULINE LÝÐSSON, Droplaugarstöðum, áður til heimilis á Snorrabraut 67, Reykjavík, verður jarðsungin frá Laugarneskirkju þriðju- daginn 1. nóvember kl. 13.00. Viktor Hjaltason, Elín Pálmadóttir, Erla Lýðsson Hjaltadóttir, Þorvarður Þorvarðarson, Unnur Hjaltadóttir Schiöth, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Látinn er í Ósló, prófessor Friðrik Þórðarson, 77 ára að aldri, og fór bálför hans fram fram hinn 11. okt. Ég var svo lánsamur að komast inn á stúdentagarð í Ósló 1955, en þar bjó þá Friðrik fyrir, og fékk ég her- bergi við hlið hans. Hann kom til Ósló 1951, árinu á undan mér. Hann hafði siglt til Kaupmanna- hafnar þá um sumarið og hugðist lesa þar gríska málfræði. Illa gekk honum að finna sér vistarveru til langframa, svo hann bjó á Miss- ionshóteli um tíma. Kunningi hans sagði honum þá frá íslenskum stúd- ent sem væri að flytja úr herbergi sínu í Ósló og þetta herbergi gæti hann krækt sér í ef hann hefði hraðan á. Sté hann því óðara á skipsfjöl og sigldi til Ósló. Þóttist vita að fyrsta kastið mætti einu gilda á hvorum staðnum hann feng- ist við hluttaksorð sagna í gríska fornmálinu. Hann hafði heyrt að landslag væri fagurt og frítt þegar siglt væri inn Óslóarfjörð. Hann lét sér það í léttu rúmi liggja og kvaðst einlægt hafa tekið undir þau orð Voltaires að náttúran sé ljót. Hann hreiðraði um sig á þilfarinu með FRIÐRIK ÞÓRÐARSON ✝ Friðrik Þórðar-son fæddist í Reykjavík 7. mars 1928. Hann lést á heimili sínu í Ósló 2. október síðastliðinn og var útför hans gerð frá Vestre krematorium, gamle kapell, í Ósló 11. október. gríska orðabók undir höfðinu og breiddi frakka sinn yfir sig. Taldi aurum sínum betur varið í annað en káetu. Á stúdenta- garðinum hófust kynni okkar Friðriks, þar bjuggum við hlið við hlið næstu 3 árin. Áður hafði hann leigt herbergi úti í bæ og búið í einsemd og ein- att við þröngan kost, eins og títt var um fleiri. Við höfðum að- gang að litlu eldhúsi og hann var furðu flinkur við eldamennsku, oft af litlum efnum. Hann kenndi mér að drekka te „the beverage of the intellectuals“, og hafði þetta eftir De Quinsey. Við vorum í raun afar ólíkir, en urðum góðir vinir og kall- aði hann mig alltaf Frater sinn. Á þessum árum hafði hann sterkar taugar til katólsku kirkjunnar og sat löngum stundum með Kalottu sína á höfði og grúskaði í grískum og latneskum fræðibókum, púandi grískar sígarettur. Þannig man ég hann vel. Sérílagi eru mér minn- isstæð tvö atvik frá þessum árum. Dag einn snemma morguns birtist Friðrik á náttfötunum í herbergi mínu og var illa brugðið. Setti hann hönd sína að andlitinu og sagði: sjáðu. Daginn áður hafði hann verið á ferðalagi í járnbrautarlest, setið við opinn glugga og látið svalan vindinn leika um vanga sinn. Þetta orsakaði lömun á andlitstauginni, þannig að helmingur andlitsins lamaðist verulega. Þetta fór nú allt vel og gekk tilbaka á nokkrum dög- um. Hitt atvikið var, þegar hattur hans hvarf. Hann gekk aldrei ber- höfðaður, og átti forláta hatt. Dag einn var hatturinn horfinn og varð Friðrik miður sín. Nokkrum dögum seinna beið hann mín heima og var mikið niðri fyrir. Sagðist hafa mætt hatti sínum á Karl-Johansgötu og var hann á höfði blökkumanns. Sá hafði um tíma dvalið í íbúð okkar og trúlega tekið hattinn trausta- taki. Var mér nú falið að endur- heimta hann. Beið ég færis og sveif á þjófinn og náði hattinum. Mikið höfðum við gaman af þessu eftirá. Stöku sinnum urðum við leiðir á gráum hversdagsleikanum og brugðum okkur á fínni veitingahús og drukkum góð vín. Þar naut Frið- rik sín, og það var unun að hlýða á frásagnir hans. Fyrir kom að við fórum út að borða, ef sérstakt til- efni var til. Var hann sérstaklega hrifinn af einni deserttegund, sem nefnd var „tilslörte bondepiker“, eða hjúpaðar sveitastelpur eins og hann sneri á íslensku. Hann var með afbrigðum orðhagur maður. Jólin 1956 eru mér minnisstæð. Þá vorum við einu Íslendingarnir á stúdentagarðinum og nutum lífsins. Þá fór hann með mér í katólskar messur. Sumarið eftir skildu leiðir. Ég lauk mínu námi og fór heim. Friðrik dreif sig til Grikklands til lengri dvalar. Leiðir okkar lágu aldrei saman síðar. Í síðasta bréfi sínu til mín skrifar hann: „Ég ætl- aði aldrei að ílendast hér. Og enn finnst mér einhvern veginn eins og ég sé á förum á hverri stundu, þó vitaskuld verði aldrei neitt úr því. Og hér ber ég beinin úr því sem komið er“. Og nú er svo komið. Hugljúfar minningar löngu liðinna ára um mikinn ljúfling, og um margt sérstæðan mann, ylja mér um hjartarætur. Hvíl í friði, gamli vinur Ágúst Þorleifsson. Elsku besta amma mín, nú er komið að því að kveðja í hinsta sinn. Það er sorg en þó sátt því þú varst farin að þrá að kveðja þennan heim. Guð gaf þér langt og gott líf og ég veit að þér líð- ur betur núna. Eins og dóttir mín hún Sóley Lúsía orðaði það „hún amma Gunna er hjá englunum hans Guðs“. Þú ert örugglega búin að sameinast afa og öðrum ástvinum. Mér þótti svo dýrmætt þegar þú komst heim til mín og hittir ný- fæddu tvíburana sem voru svo skírðir á sama degi og þú kvaddir þennan heim og þess vegna fannst mér merkilegt að ég hafði ekki stað- ist að segja þér nöfn drengjanna löngu áður en nokkur annar vissi. Hlýjar og ilmandi minningar frá Karfavoginum koma í huga minn, þar sem þú og afi bjugguð mína bernsku og ekki var nú amalegt að fá að vera hjá ykkur, á ég margar mínar bestu minningar þaðan. Ég fékk svo oft að sofa á milli þín og afa undir snjóhvítum dúnsæng- um og vakna að morgni við hljóðið frá gömlu gufunni og ilminn úr eld- húsinu. Man ég mest eftir þér inni í eldhúsi hummandi einhvern lagstúf, eldandi og bakandi heimsins besta bakkelsi og eins og Elli bróðir sagði fyrir stuttu „hún amma Gunna bak- aði heimsins bestu marmaraköku og ég meina það!“ Það var alltaf fullt af fólki í litla eldhúsinu og þaðan fóru allir mettir, og reyndar var þetta alltaf þannig hjá þér. Þú elskaðir að hafa fólk í kringum þig og gefa því að borða. Maður fór ekki frá þér án GUÐRÚN HJARTARDÓTTIR ✝ Guðrún Hjartar-dóttir fæddist á Snoppu á Hellis- sandi hinn 1. sept- ember 1916. Hún lést á Hrafnistu hinn 8. október síðastlið- inn og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 21. október. þess að borða eitt- hvað. Þú skildir ekk- ert í þessum dillum í mér að hætta að borða hitt og þetta og ég tala ekki um þegar ég gat neitað súkku- laðimolanum sem var þitt uppáhald. Karfavogurinn var mér ævintýraland. Ég fékk að hjálpa til við flest, rulla þvottinn, baka, gera sultur úr alls konar berjum, taka slátur eða alla vega orðið vitni af því þegar þú og systur þínar sátuð á ganginum í „Karfó“ og tróðuð í keppi. Svo er ríkt í minni mínu mat- arbúrið þar sem var allt fullt af áhugaverðu fyrir barnshugann og við börnin stálumst oft þangað og fengum okkur góðgæti og þú vissir af því en skemmdir ekki stemn- inguna hjá okkur. Ég gæti haldið endalaust áfram þegar ég byrja að rifja upp tíma minn með þér. Ég finn hve dýrmæt samferðin með þér hefur verið, elsku amma. Ég mun hafa í háveg- um hve mikilvæg fjölskyldan var þér. Hún var þitt líf og yndi og oft skildir þú ekkert í því hvernig hjónabandi ég væri í því eiginmað- urinn var ekki alltaf í fylgd með mér. Þú varst af gamla skólanum og ég var oft í uppreisn gegn gömlum gildum en í dag, amma mín, skil ég betur hvað það er sem skiptir máli í þessum heimi, verandi komin með stóra fjölskyldu sjálf. Gömlu gildin lifa. Ég var alltaf „stúlkan hans afa“ fyrir þér og þótti mér alltaf gott að heyra þig segja þetta því ég upplifði hvað ég var dýrmæt í lífi þínu og afa. Elsku amma, Guð blessi þig og ég veit að hann gerir það. Guð blessi börnin þín, ættingja og vini. Far þú í friði. Þín nafna, Guðrún. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgunblað- ið í fliparöndinni – þá birtist valkost- urinn „Senda inn minningar/af- mæli“ ásamt frekari upplýsingum). Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.