Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 31 DAGBÓK Með á nótunum“ nefnist tónlistar-námskeið sem fólki gefst kostur áað senda börn sín á einu sinni íviku, í 40 mínútur í senn, en annað hvort foreldrið þarf að vera viðstatt kennsluna. „Börnum gefst hér kostur á að leika á ýmis áhugaverð hljóðfæri sem henta vel þeirra aldri. Hver kennslustund inniheldur m.a. þulur, leiki, dansa og söngva til að æfa takt og hreyfingu,“ segir Hrafnhildur Sigurðardóttir sem stendur fyrir umræddum námskeiðum. Hún er grunn- skólakennari sem einnig hefur lært söng og píanóleik í Söngskólanum í Reykjavík. „Á námskeiðinu er börnum kynnt tónlist á skemmtilegan og fjölbreyttan hátt og mismun- andi áherslur fylgja hverjum aldurshópi,“ bætir Hrafnhildur við. Hún kveður námskeiðin haldin virka daga klukkan 12.15 og 16.30 en laugardaga kl. 10.30 og 11.30. „Um er að ræða 8 vikna námskeið fyrir þau börn sem eru á aldrinum eins til fimm ára, en 5 vikna námskeið fyrir börn yngri en eins árs. Það skynja allir tónlist alveg frá fæðingu og börn hreyfa sig í takt við tónlist jafnvel meðan þau enn eru ófædd. Tónlistin örvar einnig lítil börn til að hreyfa sig og þannig eflist hreyfiskyn þeirra og málþroski. Það hefur sýnt sig að tón- listaræfingar eru góður grunnur að árangurs- ríku lestrarnámi þar sem skynjun á takti og rími er mikilvægur þáttur. Ég hef þá sérstöðu í minni kennslu að ég nota brúður og myndir og er með litla hópa þannig að umhverfið er mjög persónulegt, enda kenni ég heima hjá mér. Í hverjum hópi eru fimm til átta börn ásamt for- eldrum. Ég er líka með alls konar taktæfingar og tón- listarleiki, svo og söngæfingar, og ég leiðbeini foreldrum um hverslags tónlist er best fyrir börnin að hlusta á og hvaða hljóðfæri hentar hverju aldursstigi.“ Hvaða hljóðfæri hentar börnum á fyrsta ári? „Allskyns hristur og annað sem auðvelt er fyr- ir þau að halda á. Eftir eins árs aldur nota ég mikið hreyfisöngva, nú er ég að bæta við nýjum enskum lögum sem ekki hafa heyrst hér fyrr og hef sjálf þýtt textana. Ég bjó í Englandi fyrir nokkrum árum og þar fór ég tvisvar í viku með strákinn minn á mömmumorgna þar sem tónlist var mikið notuð. Þar kviknaði hugmyndin að þessum námskeiðum sem eru auðvitað samansett af ýmsu öðru, svo sem fyrr greinir. Einnig nýti ég reynslu mína af kennslu ungra barna.“ Upplýsingar eru í síma 894-1806 og á heima- síðunni simnet.is/med a notunum. Tónlist | Tónlistarnámskeið fyrir 5 ára börn og yngri Fjölskyldan með á nótunum  Hrafnhildur Sigurð- ardóttir er grunnskóla- kennari með tónlistar- menntun frá Söng- skólanum í Reykjavík. Hún kenndi í fimm ár við Flataskóla í Garða- bæ en heldur nú nám- skeið fyrir lítil börn í tónlistarstofu heima hjá sér. Hún fæddist 1974 og hefur lengst af búið í Garðabæ þar sem námskeiðin eru haldin. Hún er gift kona og á þrjú börn. Kornungt afgreiðslufólk MÉR finnst eins og afgreiðslufólk í stórmörkuðum sé alltaf að yngjast, sérstaklega fólkið sem er á kössunum. Ég versla aðallega í Krónunni við Austurbrún og í Bónus í Holtagörðum og ég fæ ekki betur séð en að sumt af þessu afgreiðslufólk sé undir ferming- araldri. Kannski er það bara það að ég er sjálfur farinn að eldast, enda kom- inn yfir miðjar aldur. En ég fór að velta því fyrir mér hvort það væri leyfilegt að vera með svona unga krakka í þessum störfum? Annað, úr því ég er byrjaður að stinga niður penna. Ein afgreiðslu- stúlkan á kassanum í Bónusversl- uninni, sem leit ekki út fyrir að vera deginum eldri en 12 ára, var öll út- krotuð með bleki á handleggnum. Mér finnst algert lágmark að af- greiðslufólk í verslunum sé þrifalegt til fara og hreint, og beini því hér með til verslunarstjóra í þessum stórmörk- uðum að ganga hart eftir því að fólkið sé snyrtilega klætt, og þvoi sér reglu- lega um hendurnar áður en það fer að afgreiða viðskiptavinina. Kristján. Dýr kaffisopi ÉG hef drukkið mikið kaffi um ævina, og drekk enn. Smekkur fólks er æði mismunandi, og oft erfitt að velja sér kaffi við hæfi, eftir því sem úrvalið eykst. Mikill munur er á síðan ekki fékkst annað en kaffi frá Kaaber eða KEA. Gæðin eru ansi misjöfn og verðin eftir því. Verðkannanir eru gerðar með vissu millibili, en geta verið ansi villandi. Einn dag sem oftar keypti ég Merrild 103, sem mér fannst henta mér vel, í Bónus og hafði gert lengi, og kostaði pakkinn 227 krónur. Nokkr- um dögum seinna var sá sami pakki kominn í 336 krónur í sömu verslun. Hvergi hef ég séð fjallað um svona mikla hækkun í sömu vikunni og fróð- legt að fá skýringu á hvað veldur. Ég hef skipt yfir í aðra kaffitegund og líkar hún vel. Kannski var tími til kominn. Virðingarfyllst, Svanur Jóhannsson. Umferðarómenning ALVEG er það makalaust hvað við Ís- lendingar erum vanþróaðir þegar kemur að umferðarmenningu. Er- lendis er það regla, að þegar ökumað- ur gefur merki um að skipta um ak- rein þá hægir sá sem fyrir er til að hleypa hinum að. Hér gefa menn frek- ar í heldur en að hleypa viðkomandi yfir á reinina og er þetta bara lítið dæmi af mörgum um ökuníðingshátt Íslendinga. Það væri fróðlegt að fá sálfræðiálit á því hvers vegna Íslendingar eru svo tillitslausir í umferðinni sem raun ber vitni. Annað sem mig langar til að minn- ast á: Það virðist alltaf koma okkur Ís- lendingum jafn mikið á óvart þegar vetur gengur í garð. Þetta sýndi sig sl. föstudag þegar bílar á sumardekkjum lágu þvers og kruss á götum Reykja- víkur í fyrsta vetrarhretinu. Væri nú ekki þjóðráð að menn tækju sig saman í andlitinu og settu vetrar- dekkin undir áður en skellur á með stórhríð? Áhugamaður um bætta umferðarmenningu. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Þorkell Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Grafíksafn Íslands | Latexpappír, samsýn- ing Elísabetar Jónsdóttur, Dayner Agudelo Osorio og Jóhannesar Dagssonar. GUK+ | Hartmut Stockter til 16. janúar. Hafnarborg | Myndhöggvarafélagið í Reykjavík. Til 31. október. Háskólinn á Akureyri | Hlynur Hallsson – „Litir – Farben – Colors“ á Bókasafni Há- skólans á Akureyri til 2. nóv. Sjá: www.hallsson.de. Hrafnista Hafnarfirði | Guðfinna Eugenía Magnúsdóttir sýnir málverk í Menning- arsalnum, 1. hæð, til 6. des. Ís-café | Bjarney Sighvatsdóttir með myndlistarsýningu. Jónas Viðar Gallery | Sigríður Ágústs- dóttir. Karólína Restaurant | Óli G. með sýn- inguna „Týnda fiðrildið“ til loka apríl 2006. sjá: www.oligjohannsson.com. Ketilhúsið Listagili | Hrafnhildur Inga Sig- urðardóttir sýnir olíumálverk. Til 6. nóv. Listaháskóli Íslands | Kristín Gunnlaugs- dóttir myndlistarmaður greinir frá ferli sín- um og útskýrir tækni og myndmál verka sinna.Aðaláhersla verður lögð á ný verk. Kristín er menntuð á Íslandi og Ítalíu, þar sem hún lagði m.a. stund á íkonagerð. Fyr- irlesturinn verður haldinn í LHÍ á Laug- arnesv. 91, kl. 12.30–13.30. Listasafn Akureyrar | Helgi Þorgils Frið- jónsson. Listasafn ASÍ | Þorbjörg Þorvaldsdóttir og Karen Ósk Sigurðardóttir. Til. 6. nóvember. Listasafn Einars Jónssonar | Fastasýning. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Tími Romanovættarinnar. Til 4. desember. Listasafn Reykjanesbæjar | Húbert Nói, til 4. des. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Maðurinn og efnið, yfirlitssýning. Til 2006. Myndlist Artótek Grófarhúsi | Bryndís Brynj- arsdóttir til 6. nóv. Sjá http://www.arto- tek.is. BANANANANAS | Þorsteinn Otti Jóns- son og Martin Dangraad. Byggðasafn Árnesinga | Á Wash- ingtoneyju – Grasjurtir í Norður-Dakóta. Sýning og ætigarðsfróðleikur í Húsinu á Eyrarbakka. Opið um helgar frá 14 til 17. Til nóvemberloka. Café Karólína | Margrét M. Norðdahl „The tuktuk (a journey)“ til 4. nóv. Gallerí + Akureyri | Finnur Arnar Arn- arsson til 6. nóvember. Sýningin er opin um helgar milli kl. 14 og 17 og aðra daga eftir samkomulagi. Gallerí 100° | Bryndís Jónsdóttir og Einar Marínó Magnússon. Gallerí 101 | Haraldur Jónsson. Gallerí Fold | Þorsteinn Helgason í Bak- salnum. Til 30. október. Gallerí Húnoghún | Ása Ólafsdóttir, blönd- uð tækni á striga. Gallerí i8 | Þór Vigfússon. Gallerí Sævars Karls | Guðrún Nielsen sýnir skúlptúra „Tehús og teikningar“. Til 3. nóv. Gallery Turpentine | Arngunnur Ýr ásamt Amöndu Hughen. Garðaberg | Árni Björn Guðjónsson opnar málverkasýningu í Garðabergi Garðatorgi 7, Garðabæ, 3. okóber. Sýningin er opin til 31. október. Opið alla virka daga kl. 12.30 –16.30, nema þriðjudaga. Garðaberg, Garðatorgi | Árni Björn Guð- jónsson sýnir málverk sín til 31. október. Opið alla daga nema þri. frá 12.30 til 16.30. Gerðuberg | Þórdís Zoëga til 13. nóv. Einar Árnason til 6. nóv. Bernd Koberling. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Guð- rún Vera Hjartardóttir til 30. des. Erró til 23. apríl. Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir | Jóhannes Sveinsson Kjarval. 120 ár frá fæðingu málarans. Til 19. mars. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Hraun- blóm: Else Alfelt og Carl-Henning Ped- ersen. Einnig Svavar Guðnason og Sigurjón Ólafsson. Til 27. nóvember. Listasmiðjan Þórsmörk Neskaupstað | 10 listakonur frá Neskaupstað sýna á Egils- staðaflugvelli. Sýningin stendur fram jan- úar 2006. Listhús Ófeigs | Gunnar S. Magnússon til 3. nóv. Ljósmyndasafn Reykjavíkur | Lars Tun- björk til 20. nóv. Norræna húsið | Föðurmorð og nornatími. Tuttugu listamenn til 1. nóv. Nýlistasafnið | Grasrót sýnir í sjötta sinn. Til 6. nóvember. Næsti Bar | Sýning um Gamla bíó. Hug- myndir listamanna. Til miðs nóvember. Safn | Ólafur Elíasson „Limbo lamp for Pétur“ til nóvember. Stefán Jónsson „Við Gullna hliðið“ til miðs október. Safn | Hörður Ágústsson til 10. nóv. Saltfisksetur Íslands | John Soul sýnir í Saltfisksetrinu til 31. okt. Opið alla daga kl. 11–18. Smekkleysa Plötubúð – Humar eða Frægð | Þorsteinn Otti Jónsson, sýnir „Börn Palestínu“. Myndirnar á sýningunni voru teknar á ferðalagi hans til herteknu svæðanna í Palestínu árið 2004. Svartfugl og Hvítspói | Björg Eiríksdóttir –Inni – til 13. nóv. Opið alla daga kl. 13–17. Þjóðarbókhlaðan | Brynjólfur Sveinsson og 17. öldin í sögu Íslendinga. Sýningin stendur til áramóta. Þjóðmenningarhúsið | Í veitingastofu, Matur og menning, sýnir Hjörtur Hjart- arson (f. 1961) málverk. Þjóðminjasafn Íslands | Tvær ljós- myndasýningar. Konungsheimsóknin 1907 og Mannlíf á Eskifirði 1941–1961. Til 27. nóvember. Þrastalundur, Grímsnesi | Reynir Þor- grímsson. Listasýning Laugarneskirkja | Handverkssýning í safn- aðarsal út október. Söfn Þjóðmenningarhúsið | Handritin – saga handrita og hlutverk um aldir, Þjóðminja- safnið – svona var það, Fyrirheitna landið, íslenskt bókband, vinningstillaga að tón- listarhúsi. Hægt er að panta leiðsögn fyrir hópa. Veitingastofan Matur og menning býður alhliða hádegis- og kaffimatseðil. Þjóðminjasafn Íslands | Sýningin Eldur í Kaupinhafn – 300 ára minning Jóns Ólafs- sonar úr Grunnavík er samvinnuverkefni Þjóðminjasafnsins og Góðvina Grunnavík- ur-Jóns og fjallar um fræðimanninn Jón Ólafsson (1705–1779), ævi hans og störf. Sýningin stendur til 1. desember og er opin á opnunartíma Þjóðminjasafnsins. Fundir Samfylkingin í Kópavogi | Amal Tamimi verður gestur kvöldsins hjá Samfylking- unni í Kópavogi og talar um stöðu kvenna af erlendum uppruna og þeirra sýn á okkar þjóðfélag. Fundurinn er öllum opinn og hefst kl. 20.30. Fyrirlestrar Askja– Nátturufræðihús Háskóla Íslands | Næsta fræðsluerindi HÍN verður haldið 31. október, kl. 17.15, í stofu 132 Öskju, Nátt- úrufræðahúsi Háskóla Íslands. Dr. Sigmar A. Steingrímsson sjávarlíffræðingur á Haf- rannsóknarstofnun flytur erindi um kóralla við Ísland. Aðgangur að fræðsluerindum HÍN er ókeypis og öllum heimill. Kennaraháskóli Íslands | Hanna Óladóttir aðjúnkt í íslensku við KHÍ heldur fyrirlestur í Bratta Kennaraháskóla Íslands 2. nóv- ember kl. 16.15. Fyrirlesturinn ber heitið: Tungan á tímum alþjóðavæðingar. Kynning Lýðheilsustöð | Frítt til Evrópu fyrir reyk- lausa er keppni ætluð ungu fólki á aldrinum 15–20 ára. Allir sem verða reyklausir frá 10. nóvember–10. desember eiga þess kost að vinna utanlandsferð. Hægt er að skrá sig til leiks www.lydheilsustod.is. Námskeið ReykjavíkurAkademían | Fjallað um ólík andlit leikkonunnar Elísabeth Taylor og teknar fyrir nokkrar myndir með henni. Kleópatra, Hver er hræddur við Virginíu Woolf og Cat on a Hot Tin Roof. Umsjón: Hilmar Oddsson kvikmyndaleikstjóri. Nám- skeiðið er í dag. Sjá nánar: www.akademia- .is. Útivist Laugardalurinn | Námskeið fyrir byrjendur í stafgöngu hefst 1. nóvember kl. 17.30. Skráning og upplýsingar á www.stafganga- .is eða í símum 6168595/6943571. 70 ÁRA afmæli. Gunnar Gutt-ormsson, vélfræðingur og fyrrverandi forstjóri Einkaleyfastof- unnar, er sjötugur í dag, 31. október. Gunnar er fæddur árið 1935 á Hall- ormsstað í Suður-Múlasýslu. Hann og kona hans, Sigrún Jóhannesdóttir, verða að heiman í dag. Árnaðheilla dagbók@mbl.is 50 ÁRA afmæli. Í dag 31. októberer Eyvindur Þórarinsson fimmtugur. Af því tilefni ætla hann og fjölskylda hans að taka á móti gestum í Félagsheimilinu Þingborg laugardag- inn 5. nóvember, kl. 20. Brúðkaup | Hinn 6. ágúst sl. voru gef- in saman í Þingvallakirkju af séra Bjarna Karlssyni Ingunn Árnadóttir og Sighvatur Arnarsson. Þau eru bú- sett í Garðabæ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.