Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 31.10.2005, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 37 Óskarsverðlaunahafarnir Russell Crowe og Renée Zellweger fara á kostum í sterkustu mynd ársins. Upplifðu stórkostlegustu endurkomu allra tíma. Mynd eftir Ron Howard (“A Beautiful Mind”). Skelltu þér á alvöru mynd. Það er alltaf hægt að þekkja myndir sem eiga eftir að keppa um Óskarinn. R.H.R / MÁLIÐ  D.V.  S.V. MBL  kvikmyndir.is KEFLAVÍKAKUREYRIÁLFABAKKI KRINGLAN Spenntu beltin og undirbúðu þig undir háspennumynd ársins með Óskarsverðlaunahafanum Jodie Foster.  V.J.V. TOPP5.IS  ROGER EBERT Kvikmyndir.com  H.J. / MBL Frá leikstjórum There´s Something About Mary, eftir bók frá höfundi About a Boy DREW BARRYMORE JIMMY FALLON Hún fílar vinnuna, Hann íþróttir . Munu þau fíla hvort annað? KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára PERFECT CATCH kl. 6 - 8.15 - 10.30 FLIGT PLAN kl. 8 - 10.15 B.i. 12 ára WALLACE & GROMIT m/Ísl tali kl. 6 FLIGHT PLAN kl. 8 CINDERELLA MAN kl. 8 FLIGHT PLAN kl. 8 - 10 40 YEAR OLD kl. 8 CINDERELLA MAN kl. 10 M.M.J. / Kvikmyndir.com Kvikmyndir.is  Roger Ebert S.V. / MBL  "Fyrirtaks skemmtun sem hægt er að mæla með" MMJ - kvikmyndir.com  S.V. / MBL  H.J. Mbl. KISS KISS BANG BANG kl. 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 16 ára KISS KISS BANG... VIP kl. 3.45 - 6 - 8.15 - 10.30 FLIGHT PLAN kl. 3.50 - 6 - 8.15 - 10.30 B.i. 12 ára. WALLACE AND... m/Ísl tali kl. 4 - 6 WALLACE AND... m/enskutali kl. 6 - 8.15 - 10.30 CINDERELLA MAN kl. 10.30 B.i. 14 ára. THE 40 YEAR ... kl. 5.30 - 8 - 10.30 B.i. 14 ára. GOAL kl. 8.15 VALIANT m/- Ísl tal. kl. 3.40 SKY HIGH kl. 3.50 CHARLIE AND THE ... kl. 3.50 STÓRA trompið í kvikmyndaiðn- aðinum er efni, nafn, sem hægt er að margnýta í framhaldsmyndir, vöru- merki (franchise), sem tryggir fyr- irfram milljónir viðskiptavina. Með það í huga hefur Sony dustað rykið af hinum rómanska dándismanni Don Alejandro de la Vega, sem síðast skaut upp kollinum hjá fyrirtækinu fyrir átta árum. Þegar hætta steðjar að breytist sveitarstólpinn Alejandro í Zorró, hina svartklæddu goðsögn, stoð og styttu smælingja spænsku- mælandi þegna Kaliforníuríkis. Átök- in sem urðu samfara stofnun þess um miðja 19. öld eru einnig bakgrunnur söguþráðarins. Í upphafi er eiginkona Alejandros, hinn þokkafulli stórbokki Elena (Zeta Jones), orðin langpirruð á eilífum íhlaupum bónda síns í hetjugallann og tekur um svipað leyti leynilegu boði stjórnarinnar í Washington um að gerast flugumaður hennar, jafnvel þótt því fylgi kvöð um að leika dálítið á Alejandro, en hún á að ná ástum Armands, dularfulls, franskættaðs aðalsmanns sem er grunaður um græsku. Hreiðrar um sig á sveitasetri Armands og sendir bónda sínum beiðni um skilnað. Þeir Alejandro/Zorró botna ekki neitt í neinu uns ógnarlegt samsæri fer smám saman að stinga upp koll- inum. Zorró ársins 2005 er hlunkslegur náungi sem virðist hafa sloppið út af grímuballi, hálfhallærislegur en Banderas á enn í fórum sínum reisn og djöfulmóð Suðurlandabúans þótt erfitt sé að sjá hann oftar fyrir sér undir merkjum Zorró. Zeta-Jones gerir það sem ætlast er til af henni; er fallegur sviðsmunur. Búningar, leik- myndir og tökustaðir eru óaðfinn- anleg en grunn. Goðsögnin um Zorró er í svipuðum dúr, þokkaleg skemmtun en ekkert stórvirki. Ábúðarmikil, hröð og litrík en skortir þéttari sögu utan um vel gerðar brellur og fljúgandi fimleg skylmingaatriði sem minna á Erroll sáluga Flynn á góðum degi. Senu- þjófurinn er hins vegar Chinlund í hlutverki erkiþrjótsins McGivens, hann sjáum við örugglega í ófáum skálkshlutverkum næsta áratuginn, jafnvel næstu Zorró-mynd, með eða án Banderas. Óhræddur en mæddur Zorró „Senuþjófurinn er Chinlund í hlutverki erkiþrjótsins McGivens …“ KVIKMYNDIR Laugarásbíó, Smárabíó, Regn- boginn, Borgarbíó Akureyri. Leikstjóri: Martin Campbell. Aðalleik- arar: Antonio Banderas, Catherine Zeta- Jones, Rufus Sewell, Nick Chinlun, Julio Oscar Mechoso, Shuler Hensley. 126 mín. Bandaríkin. 2005. Goðsögnin um Zorro (The Legend of Zorro)  Sæbjörn Valdimarsson VINSÆLASTA stúlkan, snyrti- vörustúlkan, herra fatabúð, sokkabuxnastúlkan, gos- drykkjarstúlkan, og aðrir hefð- bundnir titlar sem keppendum í fegurðarsamkeppnum hlotnast, fengu að víkja fyrir stílfærðri útgáfu á laugardaginn. Tilefnið var útgáfa bók- arinnar Brosað gegnum tárin – Fegurðarsamkeppnir á Íslandi eftir Sæunni Ólafsdóttur. Ríkjandi fegurðardrottning Ís- lands, Unnur Birna Vilhjálms- dóttir, tók við eintaki úr hendi Sæunnar í bókabúð Máls og menningar við Laugaveg. Starfsmenn búðarinnar mynd- uðu fallegan bakgrunn og báru borða með titlum á borð við; skáldsagnagyðjan, stúlkan með eldspýturnar, herra menning, ljóðafljóðið, maðurinn með svör- in og kiljustúlkan. Í bókinni er fjallað um sögu fegurðarsamkeppna á Íslandi, en í fréttatilkynningu frá Eddu útgáfu kemur fram að Íslend- ingar séu áreiðanlega fallegasta fólk í heimi sé miðað við höfða- tölu – að minnsta kosti ef marka má fjölda Íslendinga sem tekið hafa þátt í svoleiðis keppni. Morgunblaðið/Sverrir Unnur Birna fær fyrsta eintak afhent frá höfundi. Fallegust miðað við höfðatölu Eftir Önnu Pálu Sverrisdóttur aps@mbl.is DAUÐINN er í seilingarfjarlægð í Voces inocentes, sem gerist í smábæ í El Salvador á 9. áratugnum. Landið logar í ófriði, þorpsbúar eru sérlega illa í sveit settir, það er síðasta vígi stjórnarhermannanna fyrir uppreisnarmönnum FMLN, því handan þess er stjórnaraðsetrið í höfuðborginni, San Salvador. Meðal hrjáðra þorpsbúa eru Kella (Varel), ung, einstæð móðir eftir að bóndi hennar kvaddi til að leita gæfunnar í Bandaríkjunum. Síðan hefur ekkert til hans spurst. Hún er harðdugleg saumakona sem reynir að sjá börnunum sínum þremur farborða og halda fjölskyldunni saman með ráðum og dáð. Þorpið er lítið annað og meira en liðónýtir kumbaldar sem halda hvorki vatni né vindi, hvað þá heldur gegnd- arlausri skothríðinni sem stendur flestar nætur á milli hinna stríðandi herja. Þá nýtur Kella hjálpar Chava (Padilla), elsta drengsins, sem reyndar er að- eins 11 ára, en hugrakkur og skarpur snáði, mikið mannsefni. Undir kúlnahríðinni hreiðra þau um sig undir rúm- dýnunum, ásamt yngri systkinunum tveimur. Næturnar eru skelfilegar en dagarnir eru jafnvel enn hryllilegri því það er aldrei að vita hvenær stjórnarhermennirnir koma næst í þorpsskólann til að hneppa í herþjónustu þau börn sem orðin eru tólf ára. Mandoki sannar að hann er enn sem fyrr leikstjóri sem kann að segja frá og fjalla um mikilvæg efni sem skipta máli. Hann var kominn ofan í fúlasta pytt Hollywood (Message in a Bottle), ef einhver man hana, en hafði áður gert nokkrar stórsnjallar myndir, m.a. Gaby; A True Story, sem fáir vita af, en var síst síðri en My Left Foot, sem Sheridan nánast kópíer- aði og var margverðlaunaður fyrir, tveimur árum síð- ar. Önnur skelfileg mynd, heimildamyndin Lost Children – Týndu börnin, sem sýnd var á nýyfirstað- inni AKR, kemur samstundis upp í hugann. Nafn hennar vísar til ungmenna, einkum á aldursbilinu 8– 14 ára, sem árlega er rænt í þúsundatali af uppreisn- armönnum í Úganda. Þau eru auðsveip og nýtast vel ribböldunum sem kenna þeim að handleika dráps- vopn og nota þau síðan í fremstu víglínu. Sami við- bjóðurinn er upp á teningnum í El Salvador, og því miður víðar. Í myndarlok Voces inocentes kemur fram að talið er að um 400.000 börn séu nauðug not- uð sem drápstól í heiminum í dag. Báðar eru myndirnar mikilvægari en flestar aðrar, því þær segja, á sinn ólíka hátt, frá hryllilegum glæp- um sem framin eru í dag á börnum, þau rænd æsku og sakleysi og oftast lífinu áður en það er hafið. Mandoki undirstrikar skelfinguna í þorpssamfélag- inu með kátlegum atriðum og hlýjum sólargeislum sem ná að skína inn í þetta jarðneska víti. Hann lýsir móðurástinni á stríðstímum og hugrekki barna gagn- vart öllu því versta í mannskepnunni betur en mann rekur minni til að hafa áður séð. Hlífir okkur ekki frekar en krossviður húsanna kúlnaregninu. Voces innocentes er martröð sem okkur ætti að bera skylda til að upplifa. Þorpsklerkurinn segir sem svo að fólk skilji ekki þann guð sem leyfi slíkt ástand og bendir aftur á móti á að það ætti sér ekki stað ef menn lifðu sam- kvæmt boðorðunum. Svo mörg eru þau orð. Börn og dauði KVIKMYNDIR Háskólabíó: IIFF Leikstjóri Luis Mandoki. Aðalleikendur: Carlos Pardilla, Leonor Varela, Xuna Primus, José Maria Yazpik, Daniel Gimnés Casho. 120 mín. Mexíkó, Bandaríkin, Púertóríkó. 2004. Raddir sakleysingjanna (Voces inocentes)  Sæbjörn Valdimarsson „Mandoki sannar að hann er enn sem fyrr leikstjóri sem kann að segja frá og fjalla um mikilvæg efni,“ seg- ir gagnrýnandi um leikstjórann, þótt hann hafi áður verið kominn „ofan í fúlasta pytt Hollywood“.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.