Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 31.10.2005, Qupperneq 40
„VIÐ erum að moka burt fordómum,“ sagði Erna Arngrímsdóttir glaðbeitt þegar hún tók á móti Árna Magnússyni félagsmálaráðherra, sem var sérstakur gestur á fjölsóttum stofnfundi aðstand- endahóps Geðhjálpar. Erna var ásamt fleiri að- standendum að pjakka ísinn af tröppum hús- næðis Geðhjálpar í Túngötu og moka í burtu áður en gestina bæri að garði. Nýverið tilkynntu ráða- menn að milljarður af söluandvirði Símans yrði settur í það að bæta búsetumál og endurhæfingu geðsjúkra. Auk þessa koma 500 milljónir úr Framkvæmdasjóði fatlaðra í sama mál. Á stofn- fundinum sagði Svanur Kristjánsson að vissulega þætti mönnum vænt um að fá þessa peninga í málaflokkinn. „En enn vænna þótti okkur um rökstuðning félagsmálaráðherra við úthlutunina, því þar kom fram að fjármagnið væri sett í mála- flokkinn vegna þess að geðsjúkir eiga að njóta mannréttinda og virðingar í þjóðfélaginu.“ Árni Magnússon sagðist á fundinum vilja fullvissa við- stadda um að af hálfu félagsmálaráðuneytisins ríkti mikill metnaður í þessum málaflokki. „Ég vænti þess að gjöfult samstarf þessara aðila muni leiða til farsælla úrræða fyrir þá sem í hlut eiga,“ sagði Árni og tók fram að gera mætti ráð fyrir að fyrsta sambýlið, fjármagnað með Símasölupen- ingunum, risi strax á næsta ári. | 6 Morgunblaðið/Sverrir Njóti mannréttinda og virðingar GERT er ráð fyrir um 200 íbúðum í blandaðri byggð fjölbýlishúsa og sér- býlis í Krikahverfi í Mosfellsbæ. Að sögn Tryggva Jónssonar, bæjarverk- fræðings í Mosfellsbæ, er ætlunin að auglýsa lóðir í Krikahverfi til úthlut- unar í byrjun nóvember og gert ráð fyr- ir að lóðirnar verði byggingarhæfar 1. júlí á næsta ári og framkvæmdir geti hafist þá. Að sögn Tryggva er mikil uppbygging framundan í Mosfellsbæ. Segir hann að ef ýtrustu óskir gangi eftir sé mögulegt að byggja 400–500 íbúðir árlega í Mos- fellsbæ á næstu árum. Fyrir utan Krika- hverfi standa nú yfir viðræður um upp- byggingu í Blikastaðalandi, Helgafells- landi og Leirvogstungu. | Fasteignir 42 Uppbygging í Mosfellsbæ MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 2005 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK. Sími 568 6625 STARTARAR FYRIR BÁTA OG BÍLA 4.SÆTIÐ www.jorunn.is BJÖRGUNARSKIP björgunarsveitar- innar Þorbjörns í Grindavík, Oddur V. Gíslason, var kallað út laust fyrir kl. 21 í gærkvöldi, en báturinn Óli Hall var staddur 6 mílur út frá Grindavík þegar skipið varð vélarvana. Þegar Oddur V. kom á staðinn hafði tekist að ræsa vélar og náði skipið um tveggja mílna hraða. Sigldi Óli Hall inn til hafnar í Grindavík í fylgd Odds V. Báti fylgt í land LOÐNULEIÐANGRI Hafrann- sóknastofnunar, sem hefjast átti 5. nóvember næstkomandi, hefur verið slegið á frest um ótilgreindan tíma. Leiðangri fjögurra loðnuskipa lauk í liðinni viku, án þess að loðna fyndist svo nokkru næmi. Leitað var á svæði allt frá stefnu réttvísandi norður af Melrakkasléttu og vestur fyrir Grænlandssund, suð- ur á 67°, sem er vel sunnan við Kol- beinsey, og norður á móts við Jan Mayen. „Það er skemmst frá því að segja að það fannst ekkert, nema lítilræði alveg suðvestast á þessu svæði, norð- ur af Dohrn-banka og síðan smáræði við Grænlandskantinn suðaustur frá Scoresbysundi,“ sagði Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur. Uppeldi við A-Grænland Síðastliðin þrjú ár hefur nánast engin loðna alist upp hér við land, að sögn Hjálmars. Seiðin virðist hafa rekið inn í Austur-Grænlands- strauminn og alist upp við Austur- Grænland, væntanlega að mestu á víðfeðmu grunni sem er vestur af Vestfjörð- um og nær vestur und- ir Ammassalik. Hjálm- ar segir þetta valda því að menn viti lítið hvers sé að vænta af loðnu. Meðan loðnan ólst upp út af Norðurlandi var venjan að mæla að hausti og gera bráða- birgðamat um veiði- stofn næsta árs. Hverju sinni er ein- ungis veitt úr einum til einum og hálfum ár- gangi. Bregðist einn árgangur eru veiðar því í uppnámi. Mest er veitt af þriggja ára loðnu en fjögurra ára loðna hefur einnig verið í veiðinni, gjarnan 15–25% aflans. Dæmi eru þó um að fjögurra ára loðna sé allt frá 5% og upp í 65% af veiðinni. Hrygningarloðnan drepst nánast öll eftir hrygningu. Hjálmar segir að tveir árgangar loðnu, uppaldir við Grænland, hafi nú skilað sér til hrygningar við suður- ströndina. Magnið hafi ekki verið neitt óeðlilega lítið. „Þessar uppeldis- stöðvar einhvers staðar við Austur- Grænland virðast ekki fara neitt illa með loðnuna og ekkert verr en hér norður af hjá okkur. Það er í sjálfu sér ekkert víst að það komi til með að vanta loðnu, þótt ekki hafi fundist loðna nú.“ Loðna undir ísnum Hjálmar hefur tvisvar orðið vitni að því að loðna haldi sig undir ísnum við A-Grænland. „Einu sinni vorum við þarna um miðjan október og fundum lítið af loðnu. Út af Scoresbysundi var tals- vert af fugli og hval, eins og gjarnan er þar sem er loðna undir. Við vorum með stefnuvirkt leitartæki um borð í Bjarna Sæmundssyni og þegar því var beint undir ísinn leyndi sér ekki að þar var fullt af fiski. Við keyrðum bara heim og bundum. Þegar menn hófu veiðar í nóvem- ber fórum við út og þá var þetta kom- ið allt saman. Maður vonar að það sé eitthvað svona á ferðinni fremur en að það vanti árgang.“ Lítið fannst af loðnu í leiðangri fjögurra skipa Frekari loðnuleit var slegið á frest Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is öllu, 54% töldu sig ekki eiga það sama og vinir þeirra, 44% langaði að eiga það sama og vinir þeirra, en um 24% sögðu að það væri margt sem þau langaði í en hefðu ekki efni á. Hún sagði að rannsóknin væri unnin út frá nýjum skilgreiningum á fátækt barna þar sem miðað er við að barnið sé rannsakað sérstaklega, því ekki er alltaf víst að börnin líði skort þótt foreldrarnir séu fátækir. Erlendar rannsóknir hafi til dæmis sýnt að foreldrar setji oft þarfir barns á undan sínum og því búi það ekki við fátækt í öllum tilfellum. Yf- irleitt hafa börn verið skilgreind fá- tæk ef foreldrar þeirra eru skil- greindir fátækir. Lokaniðurstöður rannsóknarinnar verða birtar í mastersritgerð Cynthiu. Guðný setur ýmsa fyrirvara við niðurstöðurnar í samtali við Morg- unblaðið; hún bendir til að mynda á að úrtakið sé ekki stórt. Niðurstöð- urnar gefi þó, þrátt fyrir þetta, ákveðnar vísbendingar um að- stæður barna. „Við erum að sjá þarna hóp barna sem býr við skil- yrði sem flestir myndu telja óvið- unandi.“ Guðný segir að rannsóknin hafi verið unnin í samstarfi við Velferð- arsvið Reykjavíkurborgar. UM 2,6% barna sem voru þátttak- endur í rannsókn á viðhorfum reyk- vískra barna til fátæktar sögðu að stundum væri ekki til nóg að borða heima hjá þeim og 1% kvaðst finn- ast það vera fátækt. Alls 4% sögðu fjölskyldu sína hafa áhyggjur af peningum og 29% þeirra sögðust þekkja einhvern sem væri fátækur. Þetta kom fram í máli Guðnýjar Bjarkar Eydal, lektors í fé- lagsráðgjöf við Háskóla Íslands, þegar hún kynnti frumniðurstöður rannsóknar Cynthiu Lisu Jeans, mastersnema í félagsráðgjöf, á ráð- stefnu í Háskóla Íslands fyrir helgi. Niðurstöðurnar byggjast á svör- um 10 til 12 ára barna í þremur grunnskólum Reykjavíkur. Spurn- ingar voru nánar tiltekið lagðar fyrir 206 börn í maí sl. og var svar- hlutfallið 75%. Guðný sagði í erindi sínu að það hefði komið þeim stöllum þægilega á óvart að börnin litu ekki bara til nauðþurfta þegar þau skilgreindu fátækt, því 66% þeirra töldu fátækt vera að eiga ekki fjölskyldu og 16% töldu upp bíla, tölvur og sjónvörp þegar þau skilgreindu fátækt. Um 68% barnanna töldu sig eiga nóg af 29% sögðust þekkja einhvern fátækan Könnun á viðhorfi barna til fátæktar Eftir Örnu Schram og Sigurhönnu Kristinsdóttur AÐSÓKN að þjónustu sérfræðilækna hefur aukist að undanförnu, að sögn Óskars Einarssonar, formanns Lækna- félags Reykjavíkur, og hefur aukningin t.d. orðið um 30% milli ára hjá hjarta- læknum. Í samningi Tryggingastofnunar rík- isins og sérfræðilækna, sem undirrit- aður var í upphafi árs og gildir til þriggja ára, er kveðið á um kaup TR á ákveðinni þjónustu. Þegar kvótanum er náð er ákvæði um afslátt á þjónustu, en því hefur ekki þurft að beita til þessa. Aukningin að undanförnu hefur hins vegar komið báðum aðilum á óvart. | 8 Aukin aðsókn að þjón- ustu sérfræðilækna

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.