Tíminn - 15.04.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 15.04.1970, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 15. apríl 1970. 7 TÍMINN________ SKÖLI OG FÉLAGSHEIMILI í SMÍÐUM í LÝTINGSSTAÐAHREPPI Rætt við Björn oddvita Egilsson á Sveinsstöðum tMjÓg hagkvæmt fyrir béSa að- Björn á Sveinsstöðum var kominn. Maðurinn þarf ekki nánari kynningu. Ég sneri mér beint að efninn og spurði: — Ert þú búinn að vera lengi oddviti í Lýtingsstaðahreppi? — Ég hef verið oddviti síðan 1958. Og ég ætla að hætta siveitarstj'órnarstörfumi, að loknu þessu kjörtímabili. En það er efeki fyrir uppgjöf, heldur er það fyrir aldur. Ég er 65 ára í sumar. Og ég hef megnustu andúð á, að hanga í opinberum störfum, þangað til menn eru hal-tir, lamaðir, blind ir og eJliærir og finnst þá, að þeir hafi aldrei verið betri. Annars hef ég, að sum-u leyti haft taikmarkaða hæfni til að sinna opinberam störfum, því ég hef aldrei getað reiknað. Eh í barnaskóla kunni ég sæmi iega í bófeunum. Þessi 11 ár, sem ég er búinn að gera sveit- arsjóðsreikninga fyrir Lýtings- staðahrepp, þá hefur haren ekki verið réttur nema e-jnu sinni eða tvisvar. En það hefur bjargað málinu, að endursfeoð- andi sýslunefndar, Haraldur á Vðllum hefur leiðrétt reikning- imn. En hano er líklega einhver öruggasti endursfcoðandi á land inu og vill alltaf hafa !það sem rétt er. Enda er hann fœddur meö reá'kningisfcúnst. Síðastlið- imn vetur, þegar Haraldur var að endurskoða reikninga fyrir mig, eagði ég við harnn, að við tyrðúon nú öldd leagur við þessi S'veitarstjórnarmál, en H-araidur er 10 árum eldri en ég. Þá svaraði Haraldur: - það veltur á því, hvort sýslufund- ar verður fyrir kosningar, irvort ég verð á næsta sýslu- fundi. En svo vók hann sér að mér og sagði: — Það væri sæmra fyrir Iþig, að vera áfram og reyna að draga hreppinn upp úr því skuldafeni, sem ég væri búinn að sökkva honum í. Ég sagði lítið, — mun bafa tautað eitthvað, en hugsaði með sjálfum unér. Fjármála'stjómin á hreppnum væri eins og hjá ríkisstjórninni og þætti mörg- um gott. — Þetta er stór og f jölmenn- ur hreppur? — Já, þó hefur Akrahreppur verdð fólfesfleiri, btið eitt. 1958 voru 376 manns í hreppnum en á árinu 1969 var fólfestalan komin niður í 335. — Þið hafið staðið í fjárfrek- um framfevæimdum undanfarin ár, er ekki svo? — Jú. Á þessuim þremur kjörtímabilum hefur hreppur- inn beypt 3 jarðir, eina á hverju kjörtímabili. Sumum finnst þess'i árátta -sveitarstjórn- aiúnnar að kaupa jarðir, vera svipuð manninum, sem alltaf vildi eignast imeira og meira land en þurfti svo ekki að lok- um nem-a þrjár álnir. Fyrst keypti hreppurinn nýbýlið Bjarmaiand i þorpinu við Skíða staðalaug. Og þetta býli hefur hitaveituréttindi en hús eru þar íéfeg og hafa verið notuð sem fátæki'askýli. Þá er næst, að á árinu 1965 feeypti hreppurin Laugaból og iand þeirrar jarðar er samliggj- andi við lóð heimavi-star barna- skólans. Jörðin kostaði kr. 950.000,-. Það var ákaflega mik ilvægt fyrir hreppinn að gera þessi kaup, því þarna voru hita- vatnsréttindi og löðir og hús jarðarinnar sem var nreðal annars stórt íbúðarhús. Húsið var endurbætt og notað, sem heimavist við unglingadeild, sem stofnuð var við skólann á því ári. — Og þarna hefur þú opiö hús fyrir skáldin á sumrin? — Já, Indriði G. Þorsteins- son, feemur oft í sveitina. Hann er fæddur þarna og uppalinn að nokkru, (Gilhaga 1926) og var nokkra daga í húsinu 1968. Hannes Pétursson var þarna í 3 vikur sama ár, að ganga frá ljóðabók sinni Innlönd. Oig þar mun hann hafa ort, að mínu áliti, beztu kvæðin í bók- inni. Hann gaf mér bókina og merkti við þau kvæði, sem hann orti á Laugabóli. Þar á meðal fcvæðið í Reykjagarði. Hannes orti þarna eina anzi góða vísu. Tilefnið var, að hrút- ar frá Reybjum voru þar að snúldra úti fyrir gluggunum. Visan er þannig: Latir meður hnoð og hmis, heingslast um með góðleg fés, hrútar minir Matteus, Markús Lúfcas Jóhaones. — Eittbvað nánar um skóla- mál í hreppnum? — Um skólann er það að segja ennfremur, að rikdð keypti gamalt samkomulhús, sem ungmennafélagið Framför átti og lét endurbæta það og siðan notað fyrir sfcólastofu. Og þá eru fjórar skólastofur til- heyrandi Steinsstaðaskóla. Kennarar eru einnig fjórir síð- an unglingadeildin var se-tt á stofn. ★ —Þið eruð með félagsheim- ili í smíðum? — Það var fyrst á almennum sveitarfundi 1957. að samþykkt var að byggja félagsheimili. Svo hefur það verið samþykkt á nokkrum sveitarfundum síð- a.i en alltaf einhverjir á móti. En hins vegar var algjör eining um að koma á framhaldsdeild við barnaskólann. Grunnurinn að fálagsheimilinu var steypt- ur 1965 á ágætri lóð, sem hreppui'inn fékk þegar hann keypti Laugaból. Áður var engin lóð til, nema lóð skölans, sem fáir voru ánægðir með að nota undir félags'heimili. Félagsheimilið er um 2300 rúm- metrai', ein hæð. í upphafi átti það efeki að vera svo stórt. En fyrir ábendingu Þorsteins Einarssonar í'þróttafullti'úa var horfið að því, að sækja um, að salurinn yrði íþróttasalur fyrir skólann og búningsherbergi fyr ir sundlaug í suðurenda húss- ins. En sundlaugin á að koma í brekku við suðvesturhorn hússins. Ráðuneytið féllst á þetta, að Steinsstaðasköli ætti rétt á að við hann jrði byggt Jþrótthús og það var metið að 35% af rými hússins yrði skóla- húsnæði. Og sjáanlega er þetta ilja og nægir í þvi samibandii að ebnda á, að við litlar sundlaug- ar hefui' verið byggt nauðsyn- leg-t aðstöðuhúsnæði, sem heifur kostað milljónir. fþróttasalurinn verðar sá full foomnasti í héraðinu ef ekki verður búið að byggja annan stærri þegar hann kemst upp. — Hvað langt er bygigngin foomin? —Eins og áður er sa.gt, var grunnurfnn steyptur 1965. En siíðan vai'ð hdé á framkvæmd- um, aðallega vegna athafna við skólann ,sem voru meira aðkall andi. Snenvma á árinu 1969 var svo ákveðið að hefja framkvæmdir á ný og áttum við þá lofuð föst lán Húsið var svo steypt upp að mestu leyti s.l. sumar. Kostn aður á árinu heíur orðið ná- lægt kr. 1.200.00,00. Samkvæmt eldri teikningu áttu þökin að vera steypt, en við vorum hins vegar oft bún- ir að biðja um að fá að hafa venjulegt járnþak á húsinu en því var jafnan neitað. En s.l. vetur fékkst samþykfct fyrir að hafa venjulegt jái'nþak og verð ur það mikið ódýrara þótt sperr urnar yfir salinn verði að fá til- passaðar frá útlöndum. Og líklega hafa arkitektarn- ir látið undan með þetta þegar Súlnasalui'inn á Hótel Sögu fótr að leka. Nú má segj-a, að það sé að- eins herzlumunur að koma hús- inu undir þak. Því svo góðir voru þingmenn, að þeir létu okkur hafa kr. 300.000,00 fjár- veitingu á þessu ári. Við höf- um alltaf hugsað okkur, að þeg ar þeim áfanga væi'i náð, að húsið yrði fokhelt, að þá yrði hlé á framkvæmdum um sinn. Það er trú mín og von, að þeissari byggingu verði lokið fyrir næstu aldamót. ★ — Hvað viltu segja mér um kaupin á Borgarey? — Sumaiúð 1968 bauð Jó- hanmes Guðmundisson frá Ytra- VaLholti, að selja Lýtingsstaða- hreppi Borgarey með þvi ákvæði, að þar yrði hyforðabúr fyrir hreppinn eða framleiðsla heykögigla síðar. Lýtingsstaða- hreppur átti kaapréttinn, því Borgarey er eyðibýli úr landi Brenniborgar. Sveitarstjórnin var einhuga um að taka þessu tilböði. Enda voru skilmálar góðir. Síðan var samþykkt að Lýt- ingsstaðahreppur keypti áburð og heyjaði þarna s.l. sumar. Landið er gott en ekki alveg allt véltækt, um 100 hektarar að stærð. Voð vorum heppnir með heyskap þarna. Heyið náð- ist óhrakið skömrnu fyrir göng ur, hátt á annað þúsund hest- ar. Þetta hey fengu þeir bænd- ar i hreppnum, sem verst voru staddir með fóður. Er óhætt að segja, að þetta hafi forðað stór kosllegum niðurskurði búpen- ings. líeyið var þó ekfci allt látið. Um 300 hestb. ern geymdir i hlbðu í Laugabóli og verður Björn Egilsson því ekifc úthiutað fyrr en á ann- an í páskum. Þetta er hugsað sem hey- forðabúr fyrir hreppinn á kom- andi tímum. ★ .— Eruð þið ekki byrjaðir á fiskirækt í Svartá frarnan við Reykjafoss? —Jú, það hefur lengi verið rætt um að gera fiskiveg um Reykjafoss. Svo var það fyrri- hluta árs 1969 að okkur barst tilboð um að gera þennan fiski veg og rækta ána. Fyrir þessu tilboði stóðu Indriði G. Þor- steinsson rith. og Jakob Haf- stein. Um 30 bændur eiga land að Svartá fyrir framan Reykjafoss. Tveir fundir voru haldnir um málið. Að þeim loknum var samþykfct að stofna Iandeig- endafélag vegna þessara fram- kvæmda og undirritaður samn- ingur. Eftir samningnum figa þeir sem taka að sér verkið, að hafa ána endurgjaldslaust í átta ár og sleppa tilteknu magni af seiðum í ána árlega. S.l. haust komu svo leigutakar nieð mikið magn af gönguseið- um og slepptu í ána. í des. s.l. var endanlega gengið frá stofn- um hlutafélags af þeim sem tóku að sér verkið og hafa ána á leigu. Hluthafar rnunu vera 17 og einn þeirra er ungur maður ^sonur Jafcobs Hafstein, sem hefur verfð í Svfþjóð við nám í fiskrækt. Hluthafar hafa samiþykkt, að hefja framkvæmdir á næsta vori þegar aðstæður leyfa. Og gæti þá svo farið að sindraði á sægengna laxa innan við foss á haustdögum. — Er ekki eitthvað fleira að gerast markvert hjá ykkur? — Jú, bað er eitt enn, sem tilheyrir annál ársins 1969. Rafmagn vantar í Vesturdal, en ætti að vera komið samkvæmt áætlun. Um það hefur oft verið beðið. En á s.l. vori stóð mál- ið þannig, að ekfcert fé var til á fjárlögum ’69 til framfcvæmda. Þeir menrn, sem enn vantar rafniagn fluttu þetta mál fyrir ráðlierra og svaraði raforku- málaráðlierra með bréfi á þá lund, að framfcvæmdir yrðu hafnar á árinu ef hreppurinn útvegaði og ábyrgist lán að upp bæð kr. 1.100.000,00, sem yrði endurgreitt á árinu 1971. Þarna voi'u 11 bæir, 10 á svo- nefndri Hofslínu og auk þess Ánastaðir, sem eru í Svartár- dal. En sá bögull fylgdi skamm rifi að heiðamenn áttu að borga vexti af þessari upphæð í tvö ár. Almennur sveita.r- fundur samþyfekti síSan að sveitarsjóður greiddi hálfa vexti en jarðeigendur hinn helming. Ragnar lánaði milljón ina. Hann lánar þeim sem hafa bærilegt andlif og svíkja hann ekki í þaula. Endir þessa máls er sá, að Ingólfur lét set.ja nið- Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.