Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 1
I. ÚTGÁFA IGNIS HEimillSTIEKI .... .. .. . .... HEKLUGOSIÐ 1947 Þessi mynd var tekin af Heklugosinu 1947, á fyrsta degi þess, sem var laugardagur- inn 29. marz. Var mynd þessi tekin kl. 11 f.h., en gosið hófst kl. 7. Sézt gosið úr NA. SB—EJ—KJ—Reykjavík, þriðjudag. Hekla byrjaði að gjósa um kl. 21 í kvöld, og virðist gosið mjög svipað og árið 1947, þegar Hekla gaus síðast, að sögn sjónarvotta. Gýs úr Heklu á þremur stöðum, og stendur geysimikil eldsúla upp gegnum reykmökkinn, sem er 16 kílómetrar á hæð og 16 kílómetrar á breidd. Vindur var í kvöld austlægur, og bar reyk og ösku því inn yfir Hreppa og Biskupstungur. Grjót féll yfir Búrfellsvirkjunarsvæðið og var allt fólk, annað en nauðsynlegastu gæzlumenn, flutt af virkj- unarsvæðinu í kvöld. Er loftið allt orðið svart af ösku og reyk. Barst askan allt norður á Hvamstanga og Blönduós. Það var klukkan 21,45, að Ágúst Sveinsson, bóndi á Ásum í Gnúp- verjarhreppi hafði samband við Veðurstofu íslands og tilkynnti, að hann sæi reyk leggja upp úr Heklu. Finndi hann jafnframt smá jarðskjálftakippi og brennisteins- fýlu legði af eldfjallinu. Þar með var talið víst, að Hekla væri að gjósa, og þótti að vonum mikil tíðindi- Skömmu síðar tilkynntu ýmsir sjónarvottar um mikinn reykjar- mökk og eldglæringar úr Heklu, og loks um mikið eldgos. Kom eldgosið mjög óvænt. Sjón- arvottar sáu skyndilega mikla reykjarsúlu rísa upp úr fjallinu, og skömmu síðar sáust fyrstu eld- glæringarnar. Við athugun á jarðskjálftamæli Veðurstofunnar kom í ljós, að fyrsti jarðskjálftakippurinn í kvöld mældist þegar klukkuna vantaði | tvær mínútur i 9, og síðan urðu kippirnir fleiri og fleiri og sterk- ari, og mældust loks um 4 stig á Richterskala. Gos á þremur stöðum Fólkið á Galtalæk skýrði svo frá í kvöld, að það hefði orðið vart við gosið um kl. 21,35, og virtist gosiS þá aðallega vera á tveimur stöðum. Fyrst byrjaði að gjósa í suðvesturöxl Heklu, svonefndtim Axlargíg, og síðan lók að gjósa suðaustar, nálægt Höskuldarbjalli. Ætlaði einn á báti frá Hjalteyri ura Horn til Keflavíkur: Enn síðar tók að gjósa á þriðja staðnum, nokkuð langt fyrir norð- austan fyrri gosstaðinn Ekki var hægt að staðsetja þriSja gosstað- inn nákvæmlega í kvöld. Birgir Sigurðsson í Ásum var að koma frá Búrfelli í kvöld. Sagði hann, að þá rigndi gjallsteinum, sem væru um 5 sentimetrar í þver- mál og aska legðist yfir allt. Um kl. 23 var 8 sentimetra öskulag komið á veginn — þ. e- eftir að- eins tveggja klukkustunda gos. Aska settist á rúður bílanna svo allt varð svart. Gjallsteinum rigndi yfir Búrfells virkjun og sá Birgir m.a- einn bíl með brotna framrúðu eftir stein. Allt fólk var þegar í stað flutt frá Búrfelli, nema náuðsynlegir véla- gæzlumenn Guðni Kjartansson, bóndi á SkarSi, ságði í kvöld, að þetta gos virtist mjög svipað gosinu árið 1947. Sæust miklir eldar og stæðu eldglæringa’r hátt til lofts. Miklar jarðhræringair fylgdu gosinu í upphafi, en úr þeim dró þegar á leið og heyrðist þá þungur niður. 16 km á hæð og jafn þykkur f kvöld mældist reykjairmökk urinn á radar á Keflavíkurflug velli. Reyndist mökkurinn vera um 16 kílómetrar á liæð og 16 km á þykkt. Snorri Snorrason, flug stjóri kom um kl. 23 frá Akur eyri til Reykjavíkur. Reyndi hann að fljúga nálægt Heklu, en sá lítið annað en mikinn reykjar mökk, enda var mjög dimmt og lágskýjað. NÁÐI LANDI Á GÖTÓTTUM BÁTNUM EFTIR 10 KLUKKU STUNDA BARÁTTU SB-Reykjavík, þriðjudag. Vélbáturinn Vísir laskaðist talsvert í ís úti af Húnaflóa i fyrrinótt. Einn maður var á bátn- um, Jón Þórarinsson frá Keflavík og náði hann ekki sambandi við land. Eftir tíu tíma siglingu með bátinn hálfullan af sjó, náði hann loks landi á Skagaströnd og var þá véiin svo að segja í kafi og mátti því litlu muna, að illa færi. Jón var að koma frá Hjalteyri, þar sem hann keypti Vísi, sem er milli 8 og 10 lestir að stærð. Hugð ist hann sigla bátnum til Kefla víkur. Útaf Húnaflóa er talsverð ur íshroði, og í myrkrinu rakst báturinn á ísjaka, með þeim af- leiðingum, að allstórt gat kom á hann þegar 3 plankar brotnuðu. Jón reyndi að kalla upp Siglu- fjörð orr ísafjörð, an náði ekki saimbandi. Eitthvað mun þó hafa heyrzt til hans í landi, en ná- kvæma staðará'kvörðun vantaði. Vísir mun þá hafa verið staddur skammt vestan við miðjan flóann. Jón bök stefnuna til lands á Skagaströnd, meðan sjór streymdi inn í bátinn. Eftir tíu klukku- stunda hrakninga, náði han-n landi þar, um kl. 1 -.30 í gær, en þá var vélin rétt að segja komin á kaf í sjó, og hefði drepið á sér á hverri stundu. Gert verður við bátinn fyrir norðan, en sjópróf fara fram í Keflavík. SÍðustu fréttir • Klukkan hálf eitt í nótt runnu þrír lækir í suðvestur frá Axlar' gíg, en frá Hvolsvelli séð virtist mestur eldurinn upp úr austasta, gígnum. Þar fyrir er gamalt kraun. 1 sjónauka sáust gríðarstór björg upp úr Heklu. Jafnframt fréttist, að askan væri farin að berast um norðvest urland. Fólk á öllu Suðurla’ndi þyrptist út þegar fréttist af gosinu og var liti að reyna að sjá gosið fram eftir allri nóttu. Sérstök liópferð fór frá Reykjavík austur um hálf eittleyti'ö í nótt.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.