Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 06.05.1970, Blaðsíða 3
 ££ -lAfÍ *&» ii&tif'ir ly' /£ fc-í íííHr-^f* SfeAff&M-' *Í,V* *„■«•>:$- ■gsirt&vS'X-' 'ísí ' /v>-í <' w í'í-->j* S- '•;>?•'•' '<"» Cy.Vss. ;;.••■ ■■•••> >''■ •»;/■ ' ' > ;>••■ •• ••>■'••• >:= ''••< ;- •• •'•-•' fc-4!* tí 'í/Vw-t, ■ Vwík' «'<»<**&'.<&>'. us- í' <■■><,>'" * vr>->'c..',;/, '.✓ *«'*•.> *c*« <-vv> ywL' Wt ví- -íví^f í-v $<ÁiX?{' ;»y» í'r^ví .y>crf-.->Jjy»aí *^ >,W^«<>íWíf<ÍA'''.'> >x,'v' ■ -í -X ^íxfwy í.- ycs-v-v ,., ;/.::^ S;í'y: >' -••;' ;y: '-* *«'?*' ^" • •' '' •-■•••'- >w-J :.>v ;:> ' :.Y>Sý{'({ : ;: '• ■• '■ ' ' .•..••••• • -• tir<+ l&f/-, * y«JífeVo^, t ft* i •«*■* f <*» <" •" fc„y* ,-ÍW xi • «" ■* ^rf f fy "' •-'■■" w-'X, {"■'" :'tM r*ii ** #<r;T-., :&&?£<> MTOVtKUDAGUR 6. maí 1970. TIMINN 7ve/r menn týndir SB—Reykjavík, þriðjudag. Fimmtudaginn 16. apríl s.l- fór að heiman frá sér Kristinn Stefán Ilelgason, Kaplaskjólsvegi 11. Hann kvaðst ætla til Ytri-Njarðvík ur. Hann hafði meðferðis lftið borð, innpakkaö í pappír, sem hann kvaðst ætla að gefa frænku sinni í Ytri-Njarðvík í fermingargjöf. Skömmu síðar kom Kristinn Stefán í Trésmiðjuna Víöí, en þar hafði hann unnið, og fékk þar 500 krónur greiddar uppí kaup. Þar hafði Kristinn Stefán orð á því að hann væri að fara í Borgarspítalann. Eftir að Kristinn Stefán fór úr RIFINN FÁNI EÐA ÚRIFINN FB-Reykjavík, þriðjudag. íslenzki fáninn blakti við hún víða um borgina 1. maí s.l., á ihátíðisdegi verkalýðsins. Plest ir hafa fánarnir trúlega, eða að minnsta kosti vonandi, verið eigendum sínum til sóma, en þó var einn, sem vakti nokkra athygli og birtist hér mynd af honum. Ef einhver skyldi ekki vera viss um, eftir að hafa skoð að þessa mynd hvernig fáninn var útlits, er hægt að segja í stutbu máli, að hann var gauð- rifinn. Tjásurnar stóðu í allar áttir og hefði sennilega átt að vera búið að eyðileggja fánann fyrir langa löngu. Til eru lög um þjóðfána, og segir í 10. gr.: „Lögreglan skal hafa eftirlit með því, að enginn noti þjóðfána, sem er ekki í samræmi við sýnishorn þau, sem greinir í 9. gr. eða svo upplitaður eða slitinn, að veru lega frábrugðinn sé réttum fána um lit og stærðarhlutföll reita. Má gera slíka fána upp- tæka, ef notaðir eru á stöng eða sýndir úti eða inni, þar sem almenningur getur séð þá.“ Trésmiðjunni Víði hefir ekkert tál hans spurzt, þrátt fyrir miklar eftirgrennslanir. Þann 29 apríl og nokkrum sinnum síðan hefir verið lýst eftir Kristni Stefáni í Ríkis- útvarpinu, en það hefir engan árangur borið. Kristinn Stefán kom ekki til Ytri-Njarðvíkur svo vitað sé og ekki heldur í Borgar- spítalann. Kristinn Stefán «r 55 ára. Hann er meðalmaður á hæð, grannur, lítið eitt lotinn i herðum, með Ijósskolleitt hár. Hann var klæddur í dökkköflótt föt, hvíta skyrtu og dökkgráan frakka, í svörtum skóm og meö dökkgráan hatt. Þá er lýst eftir Gunnari Þor- steinssyni, Kaplaskjólsvegi 54, en hann fór að heiman frá sér mánu- daginn 27. apríl s.l. og er ekki vitað um fer'ðir hans síðan, -né hvert hann ætlaði. Gunnar er 42 ára, hár vexti, grannur og dökk- hærður, með nokkuð mikið hár. Rannisóknarlögreglan í Reykja- vík biður alla, sem einhverjar upp- lýsingar geta gefið viðvíkjandi hvarfi þessara manna, að gefa sig fram. Kristinn Stefán Helgason IrUuti síðunnar úr Söndags-Aktuelt SB—Reykjavík, þriðjudag. Eins og flestum er vafalaust kunnugt, hefur hljómsveitin Trú brot verið í Danmörku undanfar ið og „slegið þar í gegn“ eftir því sem frétzt hefur. Nú er hljóm- sveitin komin heim aftur. S.l. sunnudag birtist í danska blaöinu Söndags-Aktuelt fimm dálka mynd af Trúbroti og viðtöl við meðlimina, ásamt hugleiðing um um pop-lífið á íslandi og fleira. Þar segir m. a.: „Danir eiga nokkuð erfitt með að gera sér grein fyrir því, að á íslandi sé hægt að vera pop-hljómlistar maður að abvinnu, en það er þó tilfellið o.g um þessar myndir ein af atvinnuhljómsveitunum stödd í Danmörku, Trúbrot. Vonandi er þetta nafn þó ekki til komið vegna samningsbrota, eða slæmrar reynslu hljómsveit arinnar af umboðsmönnum." Blaðið segir ennfremur að fróð ir menn þar í landi, telji Trú- brot afbragðshljómsveit, en því miður séu textar á LP-plötunni þeirra á íslenzku, svo varla selj ist hún erlerjdis. Þá er haft eftir Erlingi Björns syni, að íslenzk pop-tónlist sé undir sterkum áhrifum frá banda rískri, það geri Keflavíkur-útvarp Framhala a bts. 10. AVIDA Vígslu- og veiziu- helgi Mikil veizlu -og vigsluheigi er afstaðin. Hundruð manna sátu tvófalda vígslu og tvöfalda veizlu með gómsaitum krásum og dýrum veigum. Hin fátæka eyþjóð í Atlantshafi var að vígja orkuver, sem reist er fyrst og fremst til að selja útlend- ingum ódýrustu orku í Evrópu á kostnaðarverði. Þó mun víst raunar ekki alveg öruggt ennþá, að það verð náist. En hvað er að fást uni það? Svo var er- lent stóriðjufyrirtæki að vígja álverksmiðju í Straumsvík. Fjórtán tölusettir langferða bílar, enginn þó númer 13, fluttu rúmlega 600 manns að Búrfelli, mesta fyrirfólk landsins. Fyrjr lestinni fóru þó í sérstökum einkabílum þjóð- höfðingi eyþjóðarinnar og Jó- hannes Nordal. Lögreglubíll með ljósum og sírenum tryggði greiðfæra leið. Búið var: að reka Þjórsár- virkjun við Búrfell um alllangt skeið áður en til vígslu var haldið. Samt sem áður var allt stöðvað löngu áður en stór- menni riðu í hlað. Það kostaðj að draga varð úr orkusölu til Áburðarverksmiðjunnar og minnka framleiðslu hennar nið- ur í þriðjung. Einnig varð að setja af stað hina dýru, nýju gasaflsstöð í Straumsvík til að i trufla ekki reksturinn þar. Allt J var vendilega undir það búið, að hið þjóðlega látleysi að al- ; þýðuskapi mætti ríkja. Svo var ýtt á hnappinn og skálað i á eftir. Aðeins nokkrar milljónir s Þetta fyrirtæki aUt kostaði aðeins nokkrar milljónir, sem ! er ekki svo ýkja há upphæð, ef í nýslegnum Nor-dölum er rciknað ,en þeir eru 10 sinnum meiri að verðgildi en krónan, J sem búið er að gera næstum ; einskis virði. Og hátignarsvip- ' inn þurfti ekki að flytja inn ' frá Kaupmannahöfn að þessu 1 sinni. Að vísu hvarflar víst að , sumum sú spurning, hver muni ; borga brúsann. Víst er um það, að ekki munu útlendingar sam- ; þykkja að greiða hærra verð fyrir orkuna, þótt það sé hið lægsta i heimi. Og munar nokk uð um einn kepp í sláturtíð- , inni, þegar það er hvort sem er ; alls ekki víst, að það verð nægi til að standa undir stofni og rekstri þessarar virkjunar? ' Hvað munar hina íslenzku raf- orkuneytendur um það að bæta . á sig nokkrum milljónum í við- bót? Þeir eiga hvort sem er að borga mismuninn. Stjarna stórriddarans Það er reyndar rétt að geta þess áður en lengra er haldið, að daginn áður en þessi mikla vígsla hófst þ. e. á hátiðisdegi verkalýðsins, 1. maí, var Jó- hannesi Nordal. veitt stjarna stórriddara af Fálkaorðunni, til að undirstrika boðskapinn um nauðsyn hófsemdar alþýðunmr gagnvart lífsgæðum og sann- girni í kröfugerð samfara Franihald á bls. 14

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.