Tíminn - 20.05.1970, Blaðsíða 2

Tíminn - 20.05.1970, Blaðsíða 2
2 TÍMINN MIBVIKUDAGUR 20. maí 1970. Ferðamálaráðstefna á Laug arvatni 5. til 6. júní Kosningaskrifstofur B-listans í Reykjavík eru á eftirgreindum stöðum Fyrir Mela- og MiSbæjar- svæði: Hringbraut 30, símar: 25547, 24480. Opin frá kl. 14 til 22 dag- lega. Fyrir Austurbæjar-, Sjó- manna- og Álftamýrarsvæði: Skúlatúni 6, 3. hæð, símar: Fyrir Austurbæjarkjörsvæði 26673, fyrir Sjómannaskólakjör- svæði 26674 og 26676, fyrir Álfta- mýrakjörsvæði 26672. Aðrir símar: 26671 og 26675. Opin alla daga frá kl. 14 til 22. Fyrir Laugameskjörsvæði: Laugamesvegur 70, sími 37791. Opin frá kl. 14 til 22 alla daga. Fyrir Breiðagerðiskjörsvæði: Grensásvegur 50, símar: 35252 og 35253. Opin kL 17—22 daglega. Fyrir Langholtskjörsvæði: Langholtsvegur 116 b, sími 36543. Opin frá kL 17 til 22 dag- lega. Fyrir Breiðholtskjörsvæði: Tungubakki 10, sími 83240. Opin kl. 17—22 daglega. Fyrir Árbæjarhverfi: Selásbúðin, sími 33065. Opin kl. 17—22 daglega. Stauðningsmenn B-listans! Haf- ið samband við skrifstofumar og skráið ykkur til starfs á kjördag. FRAM TIL SÓKNAR FYRIR B-LSTANN! Að Þverá í Laxárdal í Suður- Þingeyjarsýslu stendur einn hinna gömlu og reisulegu burstabæja, ásamt merkri steinkirkju. Bærinn á Þverá er reistur af Jóni Jóakims syni um miðja síðustu öld og er mjög vel smíðaður áð öllu leyti, enda hefur verið búið í honum til SELTJARNARNES Skrifstofa H-listans í Seltjarn- arnesherppi er að Miðbraut 21 sími 25639. Stuðningsmenn eru hvattir til að koma á skrifstofuna. KEFLAVÍK Kosningaskrifstofa B-listans, lista Framsókn;. .laganna í Kefla vík við bæjarstjórnarkosningarn- ar 31. maí n. k. er að Hafnar- götu 54 í Keflavík sími 2785. Skrifstofan er opin daglega kl. 10—12, 13,30—9 O'g 20—22. Stuðningsmenn hafið samband við skrifstofuna sem allra fyrst. B-listinn Keflavík. SJÁLFBOÐALIÐA VANTAR Kosningaskrifstofu Framsókn- arflokksins að Skúlatúni 6 vant- ar sjálfboðaliða í kvöld og næstu kvöld milli kl. 17 og 23. Fjöl- mennið til starfa. Kosningahappdrætti Framsóknarflokksins og Fulltrúaráðsins í Reykjavík Kosningahappdrætti er nú hafið til styrktar Framsóknarflokknum og Fulltrúaráði Framsóknarfélag anna í Reykjavík, vegna bæja- og sveitastjómakosninganna, sem framundan eru. Hafa happdrættis- miðar verið sendir til stuðnings- fólks og viðskiptamanna happ- drættisins um allt land og er heit- ið á alla að bregðast nú vel við og vinna ötullega að sölu miðanna. skamms tíma. Kirkjan er frá 1878, og þvl með elztu steinkirkj um hérlendis. Bærinn er mjög góður fulltrúi norðlenzku burstabæjanna, og í honum var fyrsta kaupfélagið. Kaupfélag Þingeyinga, stofnað 1882. Til vinninga er mjög vel vand- að eins og vinningaskráin ber með sér, sem prentuð er á mið- ana og verð hvers miða er 100 krónur. Kosninganefnd Framsóknarfé- laganna í Reykjavíik vill sérstak- lega minna alla þá stuðningstnenn flokiksins, sem fengið hafa miða senda frá kosningahappdrættinu, á, að gera skil hið allra fyrsta. Það er mjög nauðsynlegt, að velunn- arar B-listans bregði fljótt við og hafi samband við slkrifstofuna, Hringbraut 30, sem opin verður í allan dag og alla daga fram að kosningum, frá kl. 9 að morgni til kl. 10 að kvöldi. Einnig verður tekið á móti greiðslu fyrir miða á afgreiðslu Tímans, Bankastræti 7, á afgreiðslutíma blaðsins og á ikosningaákrifstofu B-listans, Stoúla túni 6, frá kl. 2 á daginn til kl. 10 á kvöldin. Þeir, sem ekki hafa tök á að koma uppgjöri til þessara staða, geta hringt í síma 24483 o.g verður greiðslan þá sótt til þeirra. Sumarfagnaður Framsóknarmanna á Suðurnesjum Sumarfagnaður Framsóknar- manna á Suðurnesjum verður Stapa föstudaginn 22. man, kl. 20.30. Dagskrá: Fiðrildi leika og syngja. Ávörp: Hilmar Pétursson og Ólafur í. Hannésson. skemmti- þáttur Ómar Ragnarssor, kynnir Ólafur Guðmundsson. Ásar leika fyrir dansi til kl. 2. Forsala aðgöngumiða ’crður á skrifstofu B-listans í Keflavík Ilafnargötu 54, frá kl. 17 til 19 og 20—22 daglega. Sími 2785. Framsóknarfélögin Þegar flutt var úr bænum jg hætt að nota hann þótti sýnt, að hann yrði senn rifinn, væri ekki að gert. Bærinn þótti þó of merkilegur til þess að verða jafn aður við jörðu, og því tók Þjóð minjasafnið að sér að gera við hann og halda honum við sem Ferðamálaráð hefir ákveðið að boða til ferðamálaráðstefnu að Laugarvatni dagana 5. og 6. júní 1970. Ráðstefnan verður sett af Ingólfi Jónssyni, samgöngumála- ráðherra M. 10 f. h. föstudaginn 5. júní n. k. Auk fyrirfram ákveðinna dag- Aðalfundur Félags ísl. Sjúkraþjálfara Félag íslenzkra sjúikraiþjálfara varð 30 ára nýilega. Félagið var stofnað í apríl 1940 að tilhlutan 8 sjúkraþjálfara, en þó fyrst og fremst fyrir atbeina Ingunnar Thorsteinsen, sem einnig var for- maður félagsins lengst framan af. Tilgangur félagsins var að gæta hagsmuna stéttarinnar og bæta ikjör hennar. Einnig að leitast við að ná samningum við Sjúlkrasam- lag Reykjavífcur um, að það tæki þátt í sjúkrakostnaði þeirra sjúkl iniga, sem sjúkraþjálfarar hefðu til meðferðar sam'kvæmt iæfenis- beiðni, svo segja má að hagsmuna sjúkltaga ætti Uka að gæta. Framhald á 11. síðu # menningarsögulegum minjagrip, svo sem ýmsum öðrum merkum byggingum. Var hafizt handa haust ið 1968 að gera við bæinn og hefur því verið haldið áfram síð an. Verkið mun þó að líkindum taka nokkur ár, og verður við- gerðin framkvæmd í áföngum, eft ir því sem fé til slíkra viðgerða leyfir. Stjórn Sambands íslenzkra sam vinnufélaga og stjórn Kaupfélags Þingeyinga samþykktu nýlega á fundum sínum að leggja 100 þús. kr. hvor til viðgerðar Þverárbæj- arins og minnast þannig þess merka viðburðar, er stofnun fyrsta kaupfélagsins var. Gjafir þessar eru þjóðminja- vörzlunni mjög kærkomnar, enda eru vi'ðgerðir af þessu tagi mjög fjárfrekar og í marga staði að líta í þeim efnum. Ætti nú al- gerlega að vera tryggt, að hægt verði að gera rækilega við bæinn til frambúðar, en að viðgerð lok inni verður hann væntanlega hafð ur til sýnis almenningi eins og önnur slík hús í eigu Þjóðminja safnsins. (Frá Þjóðminjasafninu). skrárliða er ákveðið að undir dagskrárliðnum ýmis mál, verði opinn vettvangur, til að ræða um önnur atriði ferðamálanna. Þeim, sem sækja ætla ráðstefn una, og ekki ferðast með eigin farartækjum, er bent á, að ferð ir að Laugarvatni eru daglega frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík. Til ferðamálaráðstefnunnar era boðaðir þeir aðilar, sem hafa áhuga á og beina hagsmuni af aukningu erlendra ferðamanna og skilning á bættum' aðstæðum og þjónustu við íslenzka og erlenda ferðamenn. Keyptu neyzluvörur fyrir 21 milljón kr. á sl. ári Þegar rætt er um hagnað ís- lenzka þjóðarbúsins af heimsófen- um erlendra ferðamanna, er oft áætlað hve mikið þeir greiði í fargjöld, áætluð kaup þeirra á íslenzkum minjagripum og hve margir hafi atvinnu við móttöku þeirra. Það gleymist stundum að minna á þá staðreynd, að neyzla ferðamannanna á íslenzkum mat- vælum er engu þýðingarminni en aukinn útflutningur á íslénzkum framleiðsluvörum, t. d. kjöt- og fiskafurðum. í því sambandi má vekja á því athygli, að árið sem leið feeyptu Loftleiðir fisk og kjöt til neyzlu í hóteli Loftleiða og flugvélum félagsins fyrir 11,8 milljónir króna. Alls keyptu Loftleiðir íslenzkar neyzluvörur hér fyrir hótelgesti sína og farþega fyrir rúmlega 21 milljón króna. Er þar um að ræða. auk fiskmetis og kjöts, kartöflur, grænmeti, mjólkurvörur, smjöf osta, egg, brauð og smjörlíki. Hrá- efni í brauð og smjörlífei er að mestu erlent, en allt hitt eru ís- lenzkar afurðir, og þess vegna drjúgt framlag til eflingar ís- lenzkri framleiðslu. Það sem af er þessu ári hefur viðdvalargestum á ITótel Loftleið um og farþegum félagsins farið •mjög fjölgjandi. miðað við sama tíma í fyrra, en þess vegna er einnig um mifela aukningu að ræða á kaupum islenzkra matvæla vegna starsemi félagsins. (Frétt frá Loftleiðum). ÞVERÁRBÆRINN ENDURREISTUR YFIRLYSING NÁMSMANNA ERLENDIS FB—Reykjavík, þriðjudag. Enn halda áfram að berast yf- irlýsingar frá námsmönnum erlend is í sambandi við töku sendiráðs- ins í Stokkhólmi. Hér fer á eftir fyrst samþykkt frá námsmanna- ráði SINE í Darmstadt, þá kemur ályktun einróma samþykkt á fundi íslenzkra námsmanna í Ux-En- Provence og síðast er samþykkt gerð á fundi SINE í Edinborg. Samþykkt einróma i námsmanna ráði SINE, Darmstadt: „Við lýsum yfir stuðningi okk- ar við töku sendiráðsins í Stoks- hólmi og aðrar aðgerðir náms- manna á Norðurlöndum sem lið í þjóðfélagslegri baráttu náms- manna. Ilér rlkir ekki eining um þær leiðir, sem heillavænlegastar væru til að leysa þau vandamál, sem við er a'ð etja í íslenzku þjóð- félagi, en við erum sammála um, að það ástand, sem ríkir í íslenzk- um menntamálum, réttlætir rót- tækar aðgerðir, eftir að aðrar hafa verið reyndar árangurslaust. Okkur blöskrar sú spilling, sem ríkir í íslenzku þjóðlífi og látum í ljós þá von okkar og ósk, að sú vakning. sem n.i hefur orðið meðal íslenzkra námsmanna, muni verða til þess að þeir láti sig meir skipta bjóðfélagslegt tétt- læti en áður. Við fsrdæmum og æsifregna- skrif blaðaa. sem minnst.a áherzlu leggja á, að málið birtist i réttu ljósi og lýsurn yfir andúð okkar á þeirri ákyörðun utanríkisráðu- neytisins að meina íslenzknm náms mönnum aðgang að sendiráðum með erlendu lögregluvaldi. Við gerum það að kröfu okkar, að tillögum SINE í lánamálum verði framfylgt og að gerðar verði ráðstafanir nú þegar til að koma í veg fyrir það óréttlæti, sem nú ríkir, að nám sé forréttindi hinna efnaðri." Ályktún í Aix-En-Provence: „Varðandi misskilning, sem gæt ir á fslandi, að aðgerðir íslenzkra námsmanna á Norðurlöndum séu blettur á heiðri íslenzkra náms- manna og túlki sjónarmið örfárra öfgamanna, lýsum við námsmenn í Aix-En-Provence yfir fullum stuðningi við áðurnefndar aðgerð- ir. Að íslenzfeir námsmenn vekja athygli á málsstað sínum með þessum hætti, er í fullu samræmi við það ástand, er ríkir í mennta- málum íslendinga svo og öðrum þjóðmálum. Eins og málum er háttað nú, er íslenzkt menntakerfi ófært um að veita landsmönnum menntun í mikilvægum greinun.. Því er það, að ár hvert freista hundruð fslendinga að leita sér menntun- ar erlendis. Tíðar gengisfellingar síðustu ára hafa búið svo um hnúta, að þessi leið er að lokast og er nú þegar einkamál þeirra, sem hafa úr peningum að moða. íslendingar hafa því veri< svipti1 \ jöfnum rétti til menntunar. And- spænis þessu vandamáli er skiln- ingsleysi íslenzkra ráðamanna óþolandi. Því er það, að námsmenn hefja nú baráttu, sem er ekki sérhagsmunamál lítils hóps, held- ur barátta íslenzku þjóðarinnar allrar. Við vörum við málflutningi. sem leitast við að einangra bar áttu þessa og flokka hana undir annarlegar hvatir, slæma geð- heilsu eða innrásina í Tékkóslóv akíu. Hvað áhrærir heiður ís- lenzkra námsmanna. er hann sam- ofinn örvæntingu þeirra." Samþykkt í Edingborg: „fslenzkir námsmenn í Edin- borg leggja mikla áherzlu á að áætlun SINE um stighækkandi lán verði samþykkt. Við teljum algerlega óviðun- andi að framhaldsnám sé sérrétt- indi þeirra sem eiga efnaða að. Tími er kominn til að yfirvöld viðurkenni í verki efnahagslegt og menningarlegt gildi sérnáms. Reynslan hefur sýnt, að bréfa- skriftir námsmanna og yfirlýsing ar stjórnvalda duga skammt í hagsmunabaráttunni, og er því óhjákvæmilegt að reyna fleiri leið ir til eftirrekstrar. Þess vegna sbyðjum við aðgerðir, svo sem þær er námsmenn í nágrannalöndum okkar hyggjast efna til ,svo fremi þær einkennist ekki af öfgakennd- um stjórnmálaskoðunum. Þá telj- um við fulla ástæðu til þess að reyna að fá einhvern stjórnmála- flokk til að taka málið upp á Alþingi í umboði SINE. Ýmis önnur hagsmunamál náms manna voru rædd á fundinum, m. a. voru eftirfarandi atriði sam- þykkt: 1. Lár. verði veitt á haustin. Á þetta viljum við leggja mikla áherzlu. 2. Stúlkum hljóti að verða reikn aður sami framfærslukostn- aður og piltum. 3. Lágmarkstekjur verði ekki áætlaðar á námsmenn. 4. Ríkissjóður greiði rekstrar- kostnað Lánasjóðs. Einnig var möguleikinn á meixi- hluta námsmanna í stjórn Lána- sjóðs ræddur. Til þessa atriðis var ekki tekin afstaða."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.