Tíminn - 20.05.1970, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.05.1970, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 20. nwri 1978. ðtgafandl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN FranAvajmdagtjárl: Kitstjáu BenedfetSBOn. Rltstjórar: Þórartan Þárartnason (ib). Andéa Kriartjánsson, Jón Helgason og Tómag Karisgon. Anglýstagaotjórt: Stetagrítmrr Gíslason. Rltstjómar- ■fcritatoftg I Eddnhústan, ubnar 18300—18306. Skrtfstofnr Bao&astrætl 7 — AfgrelQshistari: 12323 AugJýstagaslml: 19523. Adntr Artfstoftir stari 18300. Aakrtfargjald kr. 165.00 á mán- an. tanmiMvAi — f Nnsasðta kr. 10.00 efart. • Prentam. Edda hf. Kaupsamningarnir Kaopsamnfngar mföi vinnuveitenda og flestra félaga f AlþýSusambandi íslands féllu úr gildi aðfaranótt síðastl. föstudags. Samningaumleitanir, sem hafa farið fram að nndanfðmu, hafa enn ekki borið árangur og stjómir fiestra verkalýðsfélaga hafa því aflað sér verkfallsheim- fldar. Sum stærstu verkalýðsfélögin, eins og Dagsbrún f Reykjavík og Eining á Akureyri, hafa þegar boðað verk- föH í naestu viku. Dagsbrún hefur áréttað verkfallsboð- unina með því að stöðva þegar alla eftirvinnu. Þessi skjótu viðbrögð verkamannafélaga þurfa ekki að koma neinum á óvart eftir það sem á undan er gengið. Launþegar hafa tvö undangengin ár sætt sig við mikla kjaraskerðingu. Nú hefur árferði batnað mjög að nýju, og munu fróðir menn telja, að verðlag útflutningsvara sé nú um 20% hærra en það var á árinu 1967, og afla- brögð í vetur hafa verið með allra bezta móti. Launþeg- um ber því nú að fá kjör sfn verulega bætt. Það hafa líka undantekningarlaust allir, sem rætt hafa þessi mál að undanfömu, lýst yfir þeirri skoðun shwii, að nú bæri að veita laiinþegum verulegar kjara- bætur. Atvinnurekendur hafa gert þetta ekki síður en aðrir. Þegar þetta er athugað, ætti að horfa betur um sam- komulag nú en lengi áður. Það er líka áreiðanlega ein- dregin ósk þjóðarinnar, að samkomulag náist, án þess að tffl verkfafla þurfi að koma. Verkföll era dýr fyrir alla. Verkföfl virðast líka með öllu óþörf nú, ef nægilegrar sanngimi er gætt. Verkalýðsfélögin hafa flest lagt fram kröfur sínar, en fyrsta gagntilboð af hálfu atvinnurekenda var lagt fram í gær. Það er mikill galli á samningagerð hér, hve seint viðræður hefjast, og hve seint deiluaðilar leggja fram tillögur sínar. Þetta þarf þó ekki að koma að eins milrifli sök og ella, ef nægur undirbúningur hefur átt sér stað að öðra leyti. Málavextir era svo augljósir og einfaldir að þessi sinni, að samkomulag ætti að geta náðst, án þess að til stór- átaka komi. Næstu daga ber að hafa hraðann á og vinna vel. Launþegar eiga að fá kjarabót, án þess að þurfa að grípa til verkfallsvopnsms. Þjóðin mun fylgjast vel með því, hvernig unnið verð- ur að kaupsamningunum næstu daga. Hún mun veita því ríka athygli, ef einhverjir aðilar beita þar óeðlilegri tregðu eða ósanngiml og verða þannig valdir að því að rjúfa vinnufriðinn. En skorti ekki góðan vilja, á að vera auðvelt að ná skjótri lausn. Fjögur vísitölustig Vísitala framfærslukostnaðar hefur hækkað verulega enn einu sinni, eða um 4 stig. Söluskattshækkunin veldur hér mestu. Hefði verið farið að ráðum Framsóknarmanna á þingi í vetur, þ.e. að undanþiggja helztu neyzluvörar söluskatti og hækka fjölskyldubætur um 20%, hefði verið komið í veg fyrir þriggja stiga hækkun á vísitölunni. Þá hefði tillaga Framsóknarmanna um að leiðrétta skattvísi- töluna, dregið úr kaupkröfum, sem launþegasamtökin verða að gera ella. Allt hefði þetta hjálpað til þess að halda verðbólgunni í skefjum og auðveldað raunhæfar kjarabætur. Núverandi ríkisstjóm hefur bersýnilega lít- inn áhuga á heilbrigðum og raunhæfum fjármálaaðgerð- um. Þ.Þ. TÍMINN Krisfinn BJörnsson, sálfræöingur: Um takmarkaðan aðgang að verklegu námi Þessi grein er skrifuS til að vekja athygli á sérstæðu ein- kenni hins íslenzka fræðslukerf is. Einkenni, sem litla athygli hefur vakið og lítt verið rætt, þrátt fyrir miklar umræður um fræðslumál að undanförnu. Þetta er hin mikla takmörkun á aðgangi ungs fólks að iðnnámi og öðru verklegu námi. Jafn- framt má benda á það, hversu lítið fræðslukerfið hefur verið tengt atvinnulífinn, og mörgn þörfn verldegu námi hefur enn ekki verið komið á, nægir þar að nefna undirbúningsmenntun og þjálfun iðnverkafólks, af- greiðslufóiks og fleira. Sú mnn reyusla nngs fólks, sem nú sækir nm að hef ja iðn- nám, að ýmsar iðngreinir sén svo að segja lokaðar. Aðrar taka við nemum, sem bjóðast. Það skapar sérstakt misrétti, að einstakir meistarar I eftirsótt- um iðngreinum ráða því hverja þeir taka til náms í greininni, en engin undirbúningsmenntun «a hæfnispróf tryggja þeim hæf ustu eða bezt nndirbúnu aðgang nmfram aðra. Er þetta ólíkt því, sem er við inntökn í fiesta æðri skóla, þar sem viss próf, svo sem landspróf eða annar til skilinn nndirbúningnr er látinn skera úr því, hverjir fá aðgang. Hlutverk fræðslnkerfls er mismnnandi í ýmsnm löndum og frá einum tíma til annars. Fyrrum var menntnn munaður hinna bezt settu í þjóðfélaginu, ætlað það hlntverk helzt að anka glans yfirstéttafólks og gera það samkvæmishæfara, og hún var dægradvöl þeirra, sem höfðu nægan tíma og þurftu ekki að strita fyrir Iífsnauðsynj nm. f Iýðfrjálsnm þjóðfélögum síðari tíma verður menntun al- menningseign og fær þaQ hlut- verk að veita yfírsýn yfir þekk ingu manna á nmhverfi sínu og tilverunni, oft án þess að hugs- að væri um hagnýtan tilgang þessa. Það er fyrst f tækniþró- uðu, verkskiptn þjóðfélagi nú- tímans að hagnýtt gildi fræðsln verður augljóst. Nú er fræðsln- kerfi ætlað að búa f jöida æsku- fóiks undir störf sem fram- leiðsla, efnahagnr og vellfðan þjóðar byggist á að rétt og vel sé nnnin. -Ef skðlnnnm tekst þetta ekki, veldur það stöðnun verkiegra framfara og hagvaxt- ar og afturför í efnahagslegn tinitL í nmræðum hér á landi um mcantamái síðustn árin hefur almennt komið fram skilningur á gildi menntnnar en einkum þó háskólamenntunar. Þess hefur minna gætt, að krnfið væri tíl mergjar, hvernig skólarnir gætn beint komið til móts við þarfir atvinnulífsins og Iítt verið rætt nm verkiegt nám. Hinar miklu nmræður, sem orðið hafa um landspróf og nauðsyn þess að opna fleiri leið til náms i menntaskóla, eiga að nokkrn rætur að rekja til þess, að flest styttra nám og verklegt nám er mjög óskipulagt, aðgangur að því takmarkaður eða það er varla aðra námsleið en lands- Kristinn Björnsson, iðnnám, sem fyrr er nefnt, og próf og langskólanám, þó að margar fleiri ættu að vera til og eins girailegar. Þetta er kjarm málsins. fs- lenzka fræðslukerfið hefur ekki verið skipulagt í samræmi við þarfir atvinnulífsins og tengsl er að mikln leyti lokað án þess að almenningur veiti því telj- andi athygli. Síðast liðið vor nrðu mikil biaiðaskrif og fundahölú - egna þess að tilraun var gerð til að takmarka aðgang að einni deild háskólans, læknadeild. Um lang- an tima hefur þó aðgangur ver- ið takmarkaður að námi I út- varpsvirkjun, hjúkrun, hús- gagnasmíði og fleiri greinum án þess að nokkrir mótmælafund- ir væru haldnir eða verulega um málið skrifað. Ég vil að síðustu benda á nokkur atriði, sem hafa þarf f huga við endurskipulagningu fræðslukerfis okkar með tilliti til hagnýtra þarfa. 1. Draga verður verulega úr eða afnema með öllu þær höml- ur, sem eru á aðgangi að Iðn- námi og öðrn tUtækn verklegu námi, svo að allir, sem hæfír teljast tU að stnnda það, fái aðgang. Þetta gæti þýtt að auka þyrfti kennslukrafta og aðra að- stöðu við þetta nám, en kostn- aður vegna þess er tUtölnlega lftili og mun minni en við iengra nám, tíl dæmis 1 háskóla. Nokknr offjölgun í ein- hverjum iðngreinnm er því lít- U sóun miðað við offjölgun í háskólagreinum. Ekki er heldur mikil hætta á offjölgun, því að með vaxandi iðnþróun eykst þörfin á iðnmenntuðu fólki. 2. Koma þarf á stuttn námi snmpart I námskeiðaformi f ýmsum þeim greinum, sem nú er ekki völ á, t. d. fyrir af- greiðslufólk, iðnverkafólk og sjómenn. Eitthvað hefur verið gert af slíkn, en það er aUt óskipulegt, lítið kynnt almenn- ingi og ekki I tengslnm við fræðslukerfíð, sem beint fram- hald skyldunámsins. 3. Koma þarf á almennri fræðslu á gagnfræðastigi nm atvinnulífið, kröfur þess og þarfír. Slík starfsfræðsla cykur yfirsýn nemenda, gerir þeim náms- og starfsval anðveldara. Jafnframt þarf að koma á leíð- beiningum um starfsval fyrir nemendur unglinga- og fram- haldsskóla. 4. Athuga þarf námsskrá skól- anna allt frá bamafræðslustigi upp á menntaskólastig með sér- stöku tilliti til þarfa atvinnu- lífsins. Er ekki eitthvað, sem sleppa má, og ætti ekki annað þarfara að koma í staðinn? í skólum okkar hefur til þessa lítil álierzla verið lögð á undir ekki til. Almenningur sér þvi við það eru lítil. Þegar nngl- inga- og gagnfræðanámi lýknr, er þörf vissra stuttra en skipn- lagðra námsbrauta fyrir þá sem ætla ekki i langt nám, og þess- ar námsbrautir þurfa að leiða beint út í atvinnulífið. Ein þessara námsbrauta er stöðuþekkingn ýmissa greina náttúrnvisinda, sem eru bein undirstaða verklegra greina, en meiri tíma eytt í mál og sagn- fræðinám. Þetta þarf e-1. v. að breytast á sumum skólastigum. Má t. d. spyrja, hversu hagnýtt það er, að menntaskólanemar læri 5 erlend mál og aliir sömn málin. Væri ekki heppilegra, að hver lærði tvö til þrjú og ekki allir það sama, en aukið væri námsefni í náttúruvísindum og félagsfræði? 5. Sérstaka athygli þarf að veita námi þeirra, sem eru andiega fatlaðir á einhvern hátt, tomæmir eða eiga erfitt með nám. Þessum nemendum er hálft f hvoru útskúfað úr skólakerfinu, þegar bamastigi lýkur, ef ekki beint með að veita þeim ekki skólavist, þá óbeint með afstöðu skólans og aðgerðarieysi f að veita þeim námsaðstöðu við sitt hæfi. En þeir þnrfa nokkuð aðra náms- skrá en venjulegir nemendur og verldega þjálfun, sem enn er ekki völ á, að skyldunámi loknu. Þessir nemendur eiga að geta orðið nýtir starfsmenn á mörgnm sviðum, ef rétt er á haldið. 6. Háskóli fslands þarf »ð tengjast atvinnnvegunum meir en nú er. Kanna þarf ræidlega, hvaða greinar á háskólastigi ern nauðsynlegar fyrir forráðamenn og tæknlmenntaða menn, sem starfa á hinum ýmsn sviðum atvinnulffsins, og koma svo á kennsiu f þessum greinum, er miðist við þarfir þess. Háskólinn á ekki aðeins að vera embættismannaskóli fjar- iægur atvinnnvegum og þörfum þeirra. Ég hóf þetta spjall með þvf að tala um takmarkaðan að- gang að iðnnámi. Það kemnr I ljós, þegar farið er að íhuga tengsl fræðsluskerfisins við atvinnulífið og þjónustu við það, að fleira er íhugunarvert og ofmargt til að ræða eða gera tillögur um f stuttri grein og að lítt athuguðu máli. En fyrr nefnd takmörkun á aðgangi að iðnnámi og afskiptalevsi almenn ings af þessn er táknrænt og sýnir okkur betur er margt ann Framhald 'i 11. síðu J

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.