Tíminn - 28.05.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 28.05.1970, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 28. maí 1970. TÍMINN 15 Kristján Benediktsson í ræðu sinni í Háskólabíói í gærkvöldi: LflTUM BNVELDISSOL iHALDSINS I RViK GANGA TIL WAR A SUNNUDAGINN KEMUR — og tryggjum kosningu Guðmundar G. Þórarinssonar Góðir ?estir. Það grúfir skuggi yfir borg- inni — skuggi verkfalla og vinnudeilna. Slíkt er talandi tákn þess stjórnarfars, sem við búum við og höfum búið við síðasta áratuginn. Kaupdeilur og kjarabætur fcnúnar fram með verkföllum — síðan gengisfellingar, sem þurrk áð hafa launabæturnar út á einni nóttu. Kannist þið við þetta 'áheyrendur góðir. Batn- andi afkoma þjóðarbúsins vegna aukinna aflabragða gerir það að verkum að núna er auð- veldara en oftast áður að ganga til móts við sanngjarnar kröfur launafólks um hækkað kaup. Framsóknarflokkurinn krefst þess að svo verði gert í stað þess að sóa kröftum og tíma í deilur og verkföll, sem öllum hljóta að verða til tjóns. Þessi glæsilega samkonia — sá mikil fjöldi, sem hér er sam an fcominn, ©r talandi tákn um samheldni okkar og styrk. — Talandi tákn um þann baráttu- hug og þrótt, sem ávallt hefur einkennt Framsófcnarflokkinn, þegar úrslitaátök hafa átt sér stað á vettvangi stjórnmálanna. Að þessu sinni hefur Framsókn arflokkurinn sett sér það mark, að eignast þrjá fulltrúa í borg- arstjórn Reykjavíkur og auka með því áhrif sín í borgarmál- um. Með þeim sigri yrði væntan- lega hnekkt hálfrar aldar ein- veldi Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn. Sá valdaferill er þegar orðinn nógu langur og mætti nefna margt því til sönn- unar. Öldruð Sjálfstæðiskona kvaddi sér hljóðs á fundi, sem ég var á um daginn, og hafði þann boðskap að flytja, að fram boð andstæðiriga Sjálfstæðis- flokksins við þessar borgar- stjórnarkosningar væru sprott- in aí öfund Sjálfstæðisflokk- urinn og Reykjavík væru eitt og hið sama og þannig ætti.það að vera. Þessi skoðun gömlu Sjálf- stæðiskonunnar er ekki flutt hér henni til hnjóðs. Hún var einlæg í trú sinni. En hið alvarlega við þetta er það, að þessi gamla kona er alls ekki ein um þessar skoð- anir. Og þegar svo er komið hjá stjórnmálaflokki í lýðræðis- þjóðfélagi. áð flokksmennirnir tala um, að fnamboð andstæð- inga séu sprottin af öfund, þá er skammt í aðrar og hættu- legri öfgar. Þá er farið að hrikta i sjálfum undirstöðum lýðræðisins. Margir munu án efa með at- kvæði sínu á sunnudaginn kem- ur vilja mótmæla ýmsu í stjórn borgarinnar á undanförnum ár- um. En margir hljóta þeir einn- ið að vera, sem nota vilja tæki- færið til að gera upp sakirnar við ríkisstjórnina, kvitta fyrir Kristján Benediktsson hóflausar álögur,- atvinnuskort og almennt úrræðaleysi í mál- efnum lands og þjóðar, Þannig gefist á sunnudaginn kemur einstakt tækifæri til að veita íhaldinu í borgarstjórn og íhald inú 'f ríkisstjórn " vérðúga og 1 eftirminnilega ráðningu. Indverskt máltæki segir, að aðeins þurfi eitt strá til að sökkva bátnum. Það þarf ekki heldur itema eitt aitkvæði til að Íhaádsskiítan sökkvi á sunnu daginn kemur. Láttu það verða þitt atkvæði. Enginn, sem hér er inni, má lenda í því eftir kosnmgar, að þurfa að standa samvizku sinni reikningsSkil þess, að hann hefði getað útvegað atkvæðið sem vantaði. Enginn sem hér er inni, má eiga þátt í því með aðgerðarleysi, að íhaldsskútan sigli með ránfuglsmerkið -við hún yfir marklínu hálfrar aldar einveldis í borgarmálum Reykjavíkur. Mál er að linni því valdaskeiði sem staðið hef- ur óslitið allt frá þeim tíma,- er afar og ömmur þeirra, sem nú ganga að kjörborðinu í fyrsta skipti, voru á táninga- aldri. Við skulum sameina krafta okkar og sækja fram í einni órofa fylkingu, þar til sigur er unninn og íhaldsmeirihlutinn í Reykjavík að velli lagður. — Og við látum ekki staðar num ið, þótt þeim áfanga verði náð. .Við sækjum fram til nýrra sigra. Við höldum baráttu okkar áfram — baráttu til betra lífs í borginni — baráttu til meira jafnréttis, meiri samvinnu og imeiri þroska og velsælar ekki aðeins Reykví’kingum til handa heldur landsmönnum öllum. Látum höfuðborgina vera í far- arbroddi á sem flestum sviðum, ekki í samkeppni heldur sam- vinnu við aðrar byggðir lands- ins. Látum hana verða fremsta meðal jafningja. Framsóknarflokkurinn geng- ur af einhug og festu til þess- ara kosninganna. Hann er eina aflið í íslenzkum stjórnmálum, sem íhaldsandstæðingar geta sett traust sitt á. Hann hefur aldrei brugðizt trausti þeirra, sem honum hafa sýnt trúnað og mun ekki gera. Hann hefur engin sérréttindi að verja. Hann mun hér eftir sem hing að til standa vörð um réttindi hins almenna borgara. Allra þeirra mörgu sem heyja lífs- baráttuna af elju og karl mennsku. Þeir, sem það gera eru hvort tveggja hollir sjálf- um sér og góðir þegnar þjó®- félagsii.j. Við sækjum fram í þeirri trú, að samfélag okkar geti því að- eins verið voldugt og sterkt, að þegnar þess séu hver og einin ábyrgir og hæfir einstakling- ar. Að því ber okkur að fceppa. — Að því skulum við keppa. Góðir gestir. Látum næsta sunnudag verða sigurdag í sögu Framsófcnarflokksins. Látum einveldissól íhaldsins í Reykjavík ganga til viðar þann dag. Það er á ykkar valdi ásamt annarra kjósenda að það takist. Og það tekst aðeins með því að tryggja kosningu Guð- mundar Þórarinsson í borgar- stjórn. GEYSIFJÖLBREYTT DAGSKRÁ LíSTAHÁTÍCAR SB-Reykjavík, miðvikudag. |vífcur o« kotna fram á hátíðinni, Listahátíð í Reykjavík 1970, þeirra á meðal André Previn, verður sett í Háskólabíói 20. júní Vladimir Asbkenazy, Itzhak Perl- næstkomandi og stendur hún til man, Daniel Barenboim, Jacque- 1. júlí. Hátfðin býður upp á list line du Pré og Victoria de los fyrir alla. Þar verður hljómlist, Angeles. leiklist, bókmenntir, listdans og Af leiklistaratriðum er helzt að myndlist. Aldrei áður hefur íslend nefna Kristnihald undir Jökli, eft- ingum gefizt kostur á að njóta ir Halldór Laxness, og Buíbba slíkrar fjölbreytni í list í flutn- kóng, sem að þessu sinni er brúðu ingi og í sýningum í höfuðhorg- leifchússýning. Á ballettsýningu inni. kemur m.a. fram íslenzk stúlfca. Fjölmargir heimsfrægir hljóm- Sveinbjörg Atexanders, sem er listarmenn munu komia til Reykja- sólódansmær við Kölnarballettinn. 44 konur frá Borgarnesi á Heimilissýningunni í gær Reykjavík, miðvikudag. „Þetta er stórkiostleg sýning", sögðu fconurnar frá Borgarnesi, sem komu í dag í hópferð á sýn- inguna Heimilið „Veröld innan veggja“ í Laugardalshöllinni. Konurnar voru rúmlega 40 tals- ins, allar félagstoonur í Kven- félagi Borgamess. Þær tóku sér á leigu stóran rútubíl og lögðu af stað í býtið, en heima sátu eigin- mennirnir um að gæta barna og bús, sögðu þær. Konurnar vörðu deginum til að skoða sýninguna, en um kvöldið lá leiðin í Iðnó, þar sem Jörundur Hundadagakonungur var skoðaður. Þegar hafa nokkrir hópar sótt sýninguna og nofckru eftir að hóp- urinn frá Borgarnesi kom í gær, bar annan hóp að garði. Þar voru nýútskrifaðir gagnfræðingar frá Siglufirði á ferð. Von er á all- mörguro hópferðum til sýningar- innar nœstu daga. Lesið verður upp úr innlendum og erlendum verkum og ljóðum, haldnir verða fcirkjutónleikar og kórar syngja og lúðrasveitir leika. Listsýningar verða á mörgam stöðum í borginni og í tilefni sýningarinnar verður komið fyrir listavenki á Hagatongi. Það er 8 metra hár sikúlptúr úr járni og plasti með rafmagnsmótor. Verk þetta er eftir Jón Gunnar Árna- son. Það skal þó tekið fram, að verkföll geta komið í veg fyrir þá framkvæmd, eða tafið hana. Þetta listaverk A heldur ebki að standa þarna um alla framtíð. Dagskrá listahátíðarinnar verður gefin út á enistou, norsku og ís- lenzku og verður henni dreift víða. Aðgöngumiðasala hefst á morgun, fimmtudag í Traðarkots- sundi 6, og einnig verða miðar seldir I Norræna húsinu. Verð þeirra er nofcuð misjafnt, eftir því hvaða atriði er um að ræða, en þeir verða efcki dýrari en 350 kr. og er þar um af ræða Kristnilhald undir Jökli. Allar upplýsingar um Listalhátíð ina fást fyrst um sinn í Norrœna húsinu. Síminn er 17030, en nán- ar verður sagt frá hátáðinni hér í blaðinu síðar. f/rtt t$mnt!iow Kvennahópurinn frá Borgarnesi, viS komuna til Reykjavíkur. i ili|! * asp • 'T {* jjjpi r * < - g '0 /> |||||||S1|||| % I ‘ajSJS'iig -i'’v i

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.