Tíminn - 28.05.1970, Side 6

Tíminn - 28.05.1970, Side 6
18 TÍMINN FIMMTUDAGUR 28. maí 197«. „Kvikmyndavagninn notaður til að aka torfi“ - segir Óskar Gíslason, sem starfað hefur að kvikmyndagerð í fjörutíu og fimm ár — Taka íslenzkra kvik- mynda var brennandi áhugamál mitt, sem hugur inn beindist allur að, sagði Óskar Gíslason í viðtali við Tímann fyrir skömmu. — Þegar ég var að taka spenn andi atriði úti á víðavangi kom það oft fyrir að fólk safnaðist umhverfis, en ég var svo niðursokkinn að ég tók varla eftir því og svar- aði alveg út í hött, væri ég spurður einhvers. Kvik- myndagerð var nýtt og spennandi viðfangsefni, en nú er ógerlegt fyrir ein- staklinga að starfa einir að henni, eins og ég gerði á sínum tíma. Nú er kvik- myndagerð geysilega dýr. Þegar ég tók flestar mínar myndir voru aðstæður betri, gengi íslenzku krón- unnar hagstæðara og auð- veldara að útvega lánsfé. Óslkar Gíslason var fyrsti/ ís- lendingurinn, sem gerði inn- lenda kvikmynd, og hann tók aðra leiknu kvikmyndina, sem framleidd var hér á landi. Það er litmyndin „Síðasti bærinn í dalnum", sem enn er sýnd hér við og við og hlýtur alltaf góða aðsófcn. Fyrstu íslenzku, leiknu kvikmyndina, Milli fjalls og fjöru, tók Loftur heitinn Guð- mundsson ljósmyndari, og var hún frumsýnd sama ár og mynd Óskars. kom sér vel að geta framkall- að jafnharðan. Upptaka fór oftast fram á kvöldin og um helgar, ég framkallaði síðan filmuxnar á nóttunni, og gat sýnt leikurunum atriðin, sem telkin hiöfðu verið, bvöldið á eftir. Sendi maður filmur út til framköllunar, leið hins veg- ar mánuður áður en hær komu aftur. 10 langar myndir og margar styttri — Fyrst var kvikmynda- takan áhugamál og tómstunda starf, en náði æ meiri töfcum á mér. Ég fór að gera frétta- og fræðslumyndir og hafði vinnu- stofu í kjallaranum í húsi föður míns við Bergstaða- stræti. Um stuttan tíma sýndi Tjarnarbíó vikulega innlendar fréttamyndir eftir mig, en hær gáfu lítið í aðra hönd, því kvik- myndahúsin fengu erlendar fréttamyndir svo að segja ókeypis. Þetta voru mest mýnd ir af atburðum sem áttu sér stað í Reykjavík. Ég tók einnig aðrar frétta- og fræðslumynd- ir. Þetta var um 1940 og var ég þá hættur að starfa sem ljósmyndari. Ég gerði kvik- mynd um Lýðveldishátíðina 1944. Hana tók ég á daginn og fór heim á kvöldin og fram- kallaði á næturnar, en fór síðan til Þingvalla aftur að morgni. Frumsýningin var síðan í Gamla bíói tveim dögum eftir að hátíðinni lauk, miðvifcudags kvöldið 21. júní. Hún er fyrsta íslenzka kvikmyndin, sem hef- ur verið sýnd svo fljótt. — Hefur þessi mynd ekki verið sýnd síðar? — Hluti hennar var sýndur í sjónvarpinu fyrir tveim ár- um. Óskar Gíslason, Ijósmyndari og kvik- myndagerðarmaSur. í vetur var Óskar gerður heið ursfélagi í Félagi íslenzkra kvikmyndagerðarmanna, og mun hann vera aldursforseti i þeim hópi. Hann starfar nú hjá sjónvarpinu. — Ég er ljósmyndari að mennt, sagði Óskar, — lærði hjá Ólafi Magnússyni og síðan fór ég út til Hafnar og tók próf þar. Að þvi loknu vann ég þar í tæp tvö ár hjá Elfeldt en kom svo heim og setti upp stofu með Þorleifi Þorleifs- syni ljósmyndara. — Fyrstu Ijósmyndavélina eignaðist ég 1925, það var 9*/2 millímetra vél, frönsfc, Pathe Baby. Ég fór strax að fram- kalla filmurnar sjálfur og hef síðan framkallað allar mínar filmur, nema litfilmurnar að Síðasta bænum í dalnum, þær þurfti ég að senda út. Fyrsta framköllunartækið smíðaði ég tneira að segja sjáltfur, @r ég var að taka leifcnar myndir, SÓLM-HJÓLBARÐA- VIÐGERÐIR Atriði úr myndinni Reykjavíkurævintýri Bakkabræ’öra. Úr „Ágirnd", islenzku glæpamyndjnni, sem var bönnuS eftir fáar sýningar. —Var efcki erfitt fjárhags- lega að starfa eingöngu að kvikmyndagerð og það sjálf- stætt? 1 —Það gekk furðanlega. Ég sló lán, sem greidd voru þegar hverri mynd var lokið. Einnig gáfust verkefni að taka mynd- ir fyrir ýmsa aðila, átthagafé- lög, Slysavarnafélagið og aðra. — Myndina „Björgunaraf- rekið við Látrabjarg“, tók ég fyrir Slysavarnafélag íslands, og er hún sú minna mynda, sem sýnd hefur verið lang víðast. Húp greinir frá hinu fræki- lega björgunarafreki Barð- strendinga, er brezki togarinn Dhoon strandaði við Látra- bjarg 12. desember 1947. Mynd in var tekin 1948, og þá gerðist það, að annar togari, Sargon, strandaði á sömu slóðum, svo myndirnar af sjálfri björgun- inni urðu að raunverulegum atburðum. Þórður Jónsson á Látrum, formaður Björgunar-' félagsins Bræðrabandið, var lerkstjóri og veitti mér mikla aðstoð við töku myndarhmar. — Og svo datt þér í hug að taka leiknar rnyndir? —■ Já, ég fór til sfcrafs og ráðagerða við Ævar Kvaran, og það varð úr að við báðum Loft Guðmundsson, blaðamann, að semja fyrir okkur sögu, sem 1 minnti á íslenzfc ævintýri og : gjarna byggðist á innlendum ' munnmælasögum. Hann gerði., það og Þorleifur Þorleifsson yngri, ljósmyndari bjó til kvik- myndahandritið. Það er elzta kvikmyndahandrit, sem hér er til, sagði Ósfcar og sýndi mér handrit með ítarlegum leið- beiningum og athugasemdum. — Við Ævar völdum síðan í sameiningu leikara og ég samdi við þá að þurfa ekki að borga þeim fyrr en eftir frum- sýningu. í júní, júlí og ágiúst # Sólum flestar stærðir hjótbarða á fólks- og vörubíla. # Kaupum notaða sólníng- arhæfa Nylon hjólbarða. # önnumst allar viðgerðir hjólbarða með fullkomnum tækjum. # Góð þjónusta. Vanir menn. BARÐINN H.F. Ármúla 7, Reykjavik, sími 30501

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.