Tíminn - 28.05.1970, Qupperneq 8

Tíminn - 28.05.1970, Qupperneq 8
20 TIMINN FIMMTUDAGUR 28. maí 1970. Maysie Greig ÁST Á VORI 49 hljóðlega. — Ég elska þig, Beth. En hvað tum Sally? Lét hann svona viS hvaða stúlku sem var? En hvers vegna hafði hann farið hingað méð hana, Beth, í stað þess að velja Sally sem ferðafélaga? Hún gat ekki beðið hann um út- skýringu, og hann gerði enga til- raun til þess að skýra þetta fyrir henni. Þau reikuðu um svolitla stund eins og tvö börn, og héldust í hendur, drukkin, ekki aðeins af fegurðinni heldur líka af félags- skap hvors aimars. En svo sagði Beth, að þau yrðu að snúa við. Tom og Sally væru áreiðanlega farin að furða sig á því hvar þau væru. Ohris samþykkti það, án þess að sýna nokkurn mót- þróa, og það reyndist heppilegt, að þau skylldu halda til baka, því Tom beið eftir þeim í anddyrinu, þegar þau komu aftur til hótelsins. — Hvar hafið þið eiginlega hald ið ykkur, spurði hann hvasst. — Ég hef alls staðar verið að leita að ykkur. Við fórum í smá ökuferð, sagði Beth. — Chris langaði til þess að sýna mér Keisarahöllina. — Þið hefðuð getað skilið eftir skilaboð til mín, sagði Tom óánægður. — Það er orðið áliðið, og mig langar til þess að hitta Michiko. Gerið þið ykkur ekki grein fyrir, hversu mjög mig lang- ar til þess að hitta hana? Mér kom varla dúr á áuga í alla nótt. Hann var æstur og röddin var þreytuleg. — Þú hefðir getað farið einn þfns liðs til þess að hitta hana í morgun, svaraði Chris góðlátlega. —En mig laogar tll þess að hafa Beth með mér. Ég vil, að hún tali fyrst við Michiko. Ef hún ger- ir það ekki, getur vel svo farið, að Michiko neiti að tala við mig. Ertu tilbúin til þess að koma með mér núna, Beth? Chris greip fram í fyrir honum. — Reyndu nú að vera mannlegur Tom. Beth er ekki búin að borða morgunmatinn ennþá. Ég gæti ét- ið heilt hross, og ég er viss um, að hún er svöng líka. Michiko hleypur ekki frá okkur. Hvert ætti hún svo sem að hlaupa? Hvað er annars orðið af Sally? — Ég spurðist fyrir um hana f afgreiðslunni. Hún pantaði matinn sinn í rúmið fyrir hálftíma. — Ágætt. Þá þarf ég ekki að hafa áhygigjur af henni. Chris virt- ist létta við þessar fréttir. — Ert þú búinn að fá þér morgunmat, Tom? __ — Ég er allt of æstur, til þess að geta verið að hugsa um mat, hreytti hann út úr sér, og það var auðséð, hvernig honum leið. — Ég verð ekki lengi að gleypa matinn í mig, sagði Beth. — Og svo er ég tilbúin til þess að fara af stað með þér, Tom. — Gott, gott. Ég fæ mér þá smágöngu, og reyki sígarettu, á meðan ég bið. — Ég held að betra væri fyrir þig að reyna að borða eitthvað, ráð lagði Chris honum. En Tom urraði á hann um leið og hann gekk í burtu. — Hann getur ekki ura aanað hugsað en Michiko, sagði Chris, um leið og þau settust niður við morgunverðarborðið og biðu eftir að þjónninn kæmi til þeirra. — Ég vona bara, að hann verði efcki enn einu sinni fyrir vonbrigðum, þegar þau hittast. — Hún er bæði indæl og töfr- andi. Það getur enginn orðið fyrir vonbrigðum með Michiko. sagði Beth hlýlega. — En hvað um unga lækninn, sem ég hef heyrt þig tala um? spuxði Ohris. — Dr. Frank? Hann er mjög þægilegur í framkomu, og mjög aðlaðandi, ungur maður, og Mich- iko er mjög ástfanginn af honum. Ég get ekki séð, hvernig Tom ætti að hafa eitthvað á móti honum. Chris hristi höfuðið. — Það er aldrei hægt að segja fyrir um það, hvemig föður líka þessi mál. Flest ir feður hafa þó haft dætur sínar hjá sér frá barnæsku. Tom hefur ekki þá sögu að segja. Ef til vill reynir hann að bæta sér upp allt það, sem hann hefur farið á mis við. Eins og ég sagði, þá hefur hann fengið Michiko á heilann. Beth var mjög alvarleg á svip. — Ég vona, að ihann eigi ekki eft- ir að blanda sér um of í eiitkamál Michiko. Frú Ito hefur þegar gert nóg af bví. Stúlkan er yfir sig ást- fangin af’ dr. Frank, og hún á skilið að verða hamingjusöm. Þau luku við morgunverðinn. Sally var ekki enn farin að láta sjá sig. Beth bjóst við, að Chris myndi bíða eftir henni á hótelinu, en þegar Tom kom inn I morgun- verðarsalinn, til þess að spyrja, hvort þau færu ekki að verða bú- in, tilkynnti Chris, að hann hefði ákveðið að koma með þeim. Tom var undrandi og. næstum óánægður. — Ég get ekki' séð, að þetta komi þér nokkurn hlut við, Ohris. — Jæja, sérðu það ekki? Chris lyfti brúnum. — Hugsaðu bara um allt það verk, sem ég er búinn að leggja í þetta fyrir þig Tom. Þegar ölln er á botninn hvolft, hefði þér aldrei tekizt að finna Michiko, ef ég hefði ekki lagt hönd á plóginn. . —Ég viðurkenni það, sagði Tom þreytulega, — en samt sé ég ekki, hvers vegna þú vilt vera að koma með núna. — Ég hef mínar ástæður fyrir því, svaraði Chris aðeins. — Jæja, eigum við ekki að leggja af stað? Hann var augsýnilega ákveðinn í að faram eð þeim, og Tom sagði ekki meira til þess að reyna að fá hann ofan af því. Þau fengu aftur bilinn, sem þau Chris höfðu notað um morguninn. Og þeim var ekið í gegnum aðal- borgarhlutann og eftir árbakkan- um til hverfisins, sem lá umhverf- is Nigo Bash, brú, sem lá yfir ána og yfir á hinn bakkann, í nánd við Okazaki garðinn og dýragarð- inn, þar sem Matsunos-fjölskyldan bjó. Hún bjó í fallegu húsi, frem- ur nýju, og þáðan var falleg út- sýni yfir Okazaki garðinn. Þau ákváðu, að Beth skyldi fara á undan til þess að seg.ia stúlkunni frá því, að faðir hennar væri kom- inn til þess að hitta hana. Á með- an biður karlmennirnir úti í bíln um. Beth opnaði hliðið, gekk í gegnum garðinn og að aðaldyrun- um, þar sem hún skipti um skó og hringdi bjöllunni. Þjónustustúlka í kimono opnaði dyrnar og kraup fyrir henni. Grein ilegt var að Matsunos-hjónin, eins og reyndar dóttir þeirra, frú Ito, héldu fast við gamla siði og venj- ur og annað heimilisfólk varð að gera hið sama. — Konnishi wa- sagði Beth, og var stolt yfir að geta sagt þessi fáu orð á japönsku. Michiko-san, doozo. Litla þjónustustúlkan hellti nú yfir hana orðaflóði á japönsku. Hakkiri to wakari-masen, sagði Beth. Það er setning. sem Chris hafði keimt henni og þýddi, að hún skildi ekki það, sem sagt var. Þjónustustúlkan leit vandræða lega á hana og á meðan gekk Beth IBMI inn í húsið og var komin inn í ganginn. — Michiko-san, doozo, endurtók hún, og á sama augna- ' bliki, kom Michiko fram í ganginn eins og kraftaverk hefði gerzt. — Elizabeth-san hrópaði hún upp yfir sig himin lifandi glöð. — Ó, hvað er gott að sjá þig aftur. Hvernig stendur á ferðum þínum? — Ég er komin til þess að hitta þig, Michiko-san. Ég er með skila- boð til bín. — Frá anömmu-san? Beth hristi höfuðið. — Frá dr. Frank? Rödd stúlk- ■ unnar titraði. —Nei, ekki frá dr. Frank held- ur. Gæti ég ekki talað við big eins- lega, Michiko-san? Stúlkan sagði eitthvað á jap- önsku við þjónustustúl'kuna, sem beygði sig og hvarf. ; —Komdu inn í setustofuna,, sagði Michiko. — Amma og afí eru ekki heima. Við getum verið þar óáreittar. Frá hverjum ertu með skilaboð, Elizabeth-san? — Frá föður þínum, sagði Beth. — Frá föður mínum? hrópaði Michiko upp yfir sig undrandi og . rugluð. — En hvernig veit hann, hvar ég er, Elizabeth-san? Hvernig vissir þú það annars? ■ I amma-san hefði aldrei sagt nokkr- um frá því. Sízt af öllu föður mín-; um. — Lögreglan yfirheyrði hana. Hún fékk hana til þess að segja frá þvf, hvar þú værir niðurkom- in, sagði Beth, og sagði Michiko í fáum orðum, hvað gerzt hafði nóttina eftir að hún fór af heim- ili Ito-hjónanna. — Mér líkaði aldrei við Wang Lee, en það er alveg ótrúlegt, að hann skyldi í raun og veru reyna að myrða John Chao og þig, sagði hún skelfingu lostin. — John Chao reyndi að vara mig við, sagði Beth. — Ég held, að Wang Lee hafi litið á hann sem svikara.. — Það er hryllilegt, sagði Mich- liko, og neri saman höndunum. —. I Ég held helzt, að ég vilji aldrei í fara þangað aftur. I — En þú þarft þess heldur er fimmtudagur 28. mai — Dýridagur Tungl í hásuðri kl. 7.58. Ávdegisliáflæði í Rvík kl. 12.37. HEILSUGÆZLA ■ Slökkviliðið og sjúkrabifreiðir. Sjúkrabifreið f Hafnarfirði sima 51336. fyrir P ykjavík og Kópavog sími 11100. Slysavarðstofan i Borgarspítalanum , er opin allan sólarhrlnginn. Að- eins móttaka slasaðra. Síml 81212. Kópavogs-Apótek og Keflavikur- Apótek ern opin virka daga kl. 9—19 laugardaga Kl. 9—14 helga daga kl. 13—15- Almennar upplýsingar um lækna ' þjónustu í borginni eru gefnar símsvara Læknafélags Reykjavík- ur, sími 18888. Fa ..garhe' í Kópavogi, Hlíðarvegi 40, simi 42644. Apótck Hafnarfjarðar er opið adla virka daga frá kl. 9—7 á laugar ‘ dögum KL. 9—2 og á sunnudögum og öðrum helgidögum er opið írá kl. Z-4. Kópavogs-apótek og Keflavíkur- apótek enu opin virka daga H. 9 —19 laugardaga H. 9—14, helgi- daga kl. 13—15. Tannlæknavakt er i Heilsuvernd arstöðinni (þar sem slysavarð- stofan var) og er opin laugardaga og sunuudaga H. 5—6 e. h. Sími 22411. KvöJd- og helgarvörzlu Apóteka i Reykjavik vikuna 23. maí — 29. maí annast Lyf j abúðin Iðunn og Garðs-Apótek. Næturvörzlu í Keflavík 28.5. ann ast Arnbjöm Ólafsson. SIGLINGAR Sldpaútgerð ríkisins Hekla er í Reykjaivik. Herjólfur fer frá Þorlákshöfn M. 09.00 til Vestmannaeyja. Herðubreið er á Austfj arðahöfnum á norðurleið. FLUGÁÆTLANIR Flugfélag fslands h. f. Millilandaflug. Gulfaxi fór til Osló og Kaupm.h. kl. 08.30 í morgun. Vélin er vænt anleg aftur til Keflavífeur fel. 16. 55 í dag. Gullfaxi fer til Glasg. og Kaupm.h. kl. 08.30 i fyrramálið. Loftleiðir h. f. Snorri Þorfinnsson er væntanlegur fj-á NY H. 07.30. Fer til Brussel fel. 08.15. Er væntanlegur til baka frá Brussel kl. 16.30 Fer til NY kl 17.15. Eiríkur rauði er væntan- legur frá NY kl. 08.30. Fer til Brussel kl. 9.30. Er væntanlegur til baka frá Brussel kl. 02.15. Fe.r til NY kl. 03.10. Leifur Eiríksson er væntanlegur frá NY kl. 08.30. Fer til Oslóar, Gautaborgar og Kaupmannahafnar H. 09.30. Ér væntanlegur til baka kl. 00.30. Fer til NY kl. 01.30 FÉLAGSLÍF Kvenfélag Laugarnessóknar. Saumafundur verður í kvöld fimmtudag 28. maí kl. 8.30 í fund arsal kirkjunnar. Bazarnefndin. ORÐSENDING Kvennaskólinn í Reykjavík. Þær stúlkur sem sótt hafa um skólavist næsta vetur eru beðnar að koma til viðtals í skólann á mánudaginn 1. júní kl. 8 síðd. og hafa með sér prófskírteinL Stefán Kristjánsson, byggingar- meistari, Selfossi vcrður jarðsung inn í dag H. 2 frá Selfosskirkjn. Stefáns veríur minnzt í ís- lendingaþáttum Tímans. Jón G. Jónsson frá Tungu er ní- ræður í dag fimmtudaginn 28. maí. Hans verður getið í fslendingaþátt um Tímans síðar. 50 ára er í dag, Finnur Berg- sveinsson, rafvirkjameistari, Laug- arnesvegi 90. Lárétt: I Hljóðfæri. 6 Sepa. 8 Slæ. 10 Bókstafur. U Ætt. 12 13 Vond. 15 Stofur. 9 Brún. Heiður. Krossgáta Nr. 545 Lóðrétt: 2 Land. 3 Öfug rö 4 Undir fjögur augu. 5 Sai býlishús. 7 Á ný. 14 Tve Ráðning á gátu nr. 544 Lárétt: 1 Umlar. 6 AIs. 8 Dót. 9 Tak. 10 Ate. 11 Urð 12 Kát 13 Ina 15 Greri. Lóðrétt: 2 Mataðir. 3 LL. 4 Astekar. 5 Oddur. 7 Skott. 14 Né.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.