Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.11.2005, Blaðsíða 1
Morgunblaðið/Sverrir ALVARLEG mistök hafa verið gerð við skipulag atvinnulóða við Borgartún, þar sem allar lóðirnar eru notaðar undir bílastæði og engar tilraunir gerðar til að mynda skjólgóð útisvæði. Þetta kom fram í máli Gunnlaugs Kristjánssonar, framkvæmdastjóra þróunarsviðs Íslenskra aðalverktaka, á fundi á vegum Skipulags- og byggingar- sviðs Reykjavíkurborgar í gær. Benti Gunnlaugur á að engin al- menningssvæði væru t.d. á jarð- hæðum húsanna og engar eðlilegar göngutengingar milli lóða. Sagði hann þetta skipulag minnka mjög möguleika á lifandi samfélagi í Borgartúninu, þar sem annars væri hægt að skapa mjög líflega stemningu með réttum hætti. Miklabraut í stokk Gunnlaugur ræddi einnig Miklu- brautina og vildi sjá hana fara í stokk meðfram Hlíðahverfinu og leysa þannig Hlíðarnar úr gíslingu. Mælti Gunnlaugur með stokk allt frá Grensásvegi að Snorra- braut, en Miklubraut ofanjarðar yrði breytt í borgargötu með ró- legri umferð, götu á borð við Lækjargötu eða Snorrabraut, þar sem ýmiss konar þjónusta og íbúðabyggð þrifist við hlið götunn- ar. „Ég vil líka velta því fyrir mér hvort seldur byggingaréttur með- fram þessari nýju borgargötu færi ekki langt með það að borga kostn- aðinn við að setja Miklubrautina í stokk, því þetta land er mjög verð- mætt. Þá er líka mjög viðkvæmt að byggja t.d. meðfram Miklatúninu, en það væri hægt að gera það án þess að skerða sjálft útivistar- svæðið.“ Mistök gerð í skipulagi Borgartúns Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is  Þörf á því að minnka | 19 STOFNAÐ 1913 305. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Hljómurinn fundinn Þriðja plata Írafárs kemur út á morgun | Menning 42 Opið til 21:00 í kvöld! Nýtt kortatímabil! Moskvu. AP. | Mannréttindahreyfingar í Rússlandi gagnrýndu í gær þá ákvörðun yfirvalda að endurreisa styttu af Felix Dzerzhinskí, stofnanda sovésku örygg- islögreglunnar, fyrir framan höf- uðstöðvar lögreglunnar í Moskvu. Brjóstmynd af Dzerzhinskí, sem kall- aður var Járn-Felix, stóð fyrir framan aðallögreglustöðina í Moskvu frá átt- unda áratugnum og þar til hún var tekin niður eftir hrun Sovétríkjanna 1991. Járn-Felix átti þátt í stofnun Tsjeka (seinna KGB) árið 1917 og lét handtaka og lífláta hundruð þúsunda Rússa, auk þess sem reistar voru fangabúðir gúlags- ins svonefnda. Styttan var reist aftur á sama stað í fyrradag að beiðni gamalla lögreglu- manna fyrir árlegan hátíðisdag rúss- nesku lögreglunnar í dag. Talsmaður hennar sagði lögreglumenn bera virð- ingu fyrir Járn-Felix. Hann hefði látið margt gott af sér leiða í málefnum mun- aðarlausra og heimilislausra barna. „Barnavinurinn“ Járn-Felix Umdeild brjóstmynd af Járn-Felix. Viðskipti, Málið og Íþróttir TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands, varð fyrir miklu pólitísku áfalli í gær þegar neðri deild þingsins hafnaði tillögu stjórnar hans um að heimila lög- reglu að halda meintum hryðjuverkamönnum í varðhaldi í allt að þrjá mánuði án ákæru. Kvaðst ráðherrann vona að menn ættu ekki eftir að „iðrast þess“ mikið einhvern tíma síðar að hafa fellt tillöguna sem breska lögreglan studdi. Er þetta í fyrsta skipti sem Blair bíður ósigur í atkvæðagreiðslu um lagafrumvarp á þinginu frá því að hann varð forsætisráðherra árið 1997. Michael Howard, leiðtogi breska Íhalds- flokksins, kvaðst telja að forsætisráð- herrann þyrfti að íhuga afsögn. Atkvæða- greiðslan sýndi að hann hefði ekki lengur Verkamannaflokkinn á bak við sig og hann hefði sýnt slæma dómgreind með því að leggja tillöguna fram núna. Charles Kennedy, leiðtogi Frjálslyndra demókrata, sagði að Blair gæti orðið „leið- togi í lamasessi“. Niðurstaðan sögð geta grafið undan áhrifavaldi Blairs Þótt Blair þurfi ekki að segja af sér telja fréttaskýrendur líklegt að ósigurinn grafi undan áhrifavaldi hans. Forsætisráð- herrann neitaði því í viðtali við breska rík- isútvarpið, BBC, í gærkvöldi og kvaðst ekki telja að atkvæðagreiðslan hefði áhrif á stöðu hans sem forsætisráðherra. „Ég held að þetta hafi ekki áhrif á myndugleika minn,“ sagði ráðherrann. „Ég er sannfærð- ur um að þjóðinni finnst að þingið hafi sýnt mikið ábyrgðarleysi í dag.“ Tillögu stjórnarinnar var hafnað með 322 atkvæðum gegn 291 og 49 þingmenn Verka- mannaflokksins greiddu atkvæði gegn henni, margir sátu hjá. Meirihluti deildarinnar samþykkti síðan tillögu um að heimila varðhald manna, sem grunaðir eru um hryðjuverkastarfsemi, í allt að 28 daga án ákæru í stað 14 daga eins og núgildandi lög kveða á um. Líklegt er að frumvarp stjórnarinnar um baráttuna gegn hryðjuverkastarfsemi verði að lögum þrátt fyrir ósigurinn í gær þar sem flest ákvæði þess njóta stuðnings þing- manna í öllum flokkum. Talið er þó að í lá- varðadeildinni, sem þarf að samþykkja frumvarpið, sé mikil andstaða við nokkur umdeild ákvæði þess. Blair beið ósigur á þinginu Tony Blair STJÓRNVÖLD í Jórdaníu sögðu í gærkvöld að minnst 57 hefðu látið lífið og um 300 særst í sprengju- tilræðum í þremur hótelum í höf- uðborginni Amman. Talsmaður lögreglunnar sagði tilræðin bera keim af aðferðum al-Qaeda hryðju- verkasamtakanna. Marwan Moas- her aðstoðarforsætisráðherra sagði að flest fórnarlömbin hefðu verið innlend. Sagði hann líkur benda til þess að tvö tilræðin hefðu verið verk fjöldamorðingja með sprengjubelti en í þriðja tilfellinu hefði bíl með sprengiefni verið ekið að öryggisgirðingu við eitt hótelið. Abdullah II. konungur var staddur í opinberri heimsókn í Kasakstan en batt þegar enda á för sína. Hann fordæmdi hryðjuverkin og hét því að þeir sem staðið hefðu á bak við þau yrðu látnir svara til saka. Adnan Badri forsætisráð- herra ákvað í gær að allir skólar og opinberar skrifstofur yrðu lokuð í dag, fimmtudag, einnig var landa- mærum lokað. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sem ætlaði að sækja Jórdana heim í dag, aflýsti heimsókninni. Hermenn slógu skjaldborg um sendiráð og hótel í Amman og settu upp vegatálma. Hótelin þrjú sem ráðist var á eru öll mikið notuð af vestrænum og ísraelskum ferða- mönnum, einnig stjórnarerindrek- um og útlendingum sem starfa í grannlandinu Írak. Hafa þeir margir notað tækifærið til að hvíl- ast í Amman. Brúðkaup endar með blóðbaði Sprengingarnar þrjár urðu nær samtímis um kl. níu að staðartíma í hótelum Radisson SAS og Grand Hyatt í verslunarhverfinu Jebel Amman, einnig á Days Inn í Rab- yieh-hverfi, skammt frá sendiráði Ísraels. Á Radisson SAS, sem er rétt hjá Grand Hyatt, stóð yfir brúðkaupsveisla með um 300 gest- um og þar var manntjónið sagt mest. Sumir heimildarmenn sögðu að sprengjan hefði verið falin bak við blómapott. „Við héldum að þetta væru flugeldar vegna brúð- kaupsins en þá sá ég fólk falla til jarðar,“ sagði Ahmed, einn veislu- gesta. „Ég sá blóð. Fólk hafði verið drepið. Þetta var hræðilegt.“ Jórdanía hefur sloppið að mestu við hryðjuverk á síðari árum, þrátt fyrir gott samstarf við vesturveld- in. „Loksins hefur hryðjuverka- mönnum tekist að rjúfa öryggisvið- búnað Jórdaníu,“ sagði Ayman al-Safadi, ritstjóri dagblaðsins Al- Ghad, í sjónvarpsviðtali. Fjöldi ísl- amskra öfgamanna hefur þó verið handtekinn í landinu fyrir ráða- brugg um hermdarverk. Hafa margir þeirra verið dæmdir til dauða, þ. á m. jórdanski al-Qaeda- leiðtoginn Abu Musab al-Zarqawi sem ekki hefur náðst enn. Hann mun vera helsti leiðtogi al-Qaeda í Írak. Fimm Jórdanar voru ákærðir í júlí fyrir að undirbúa árásir á ferðamenn og hótel í Amman. Mannskæð tilræði á hótelum í Jórdaníu  Minnst 57 manns týndu lífi og um 300 særðust í Amman  Aðferðirnar sagðar benda til aðildar al-Qaeda-manna  Landamærum Jórdaníu lokað Reuters Lík eins fórnarlambsins á Hyatt-hótelinu í Amman flutt á brott eftir til- ræðið þar í gærkvöld. Jórdanskir embættismenn sögðu að minnst 57 hefðu látið lífið í sprengjutilræðunum þrem sem voru gerð samtímis. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is Viðskipti | Kremlverjar seilast í olíuna  Alltaf verið í fiski Málið | Layla með Clapton  Dinnertónlist fyrir rykmaura Íþróttir | Einfalt golf og mikil þolinmæði  Langt hlé í kvennahandboltanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.