Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 309. TBL. 93. ÁRG. MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Mikið um dýrðir á Eddu Voksne Mennesker hlaut fern verðlaun á hátíðinni | 34 Fasteignir | Breiðholt  Vextir  Byggingaráðstefna  Flutningur Íþróttir | Titilvörn FH hefst í Frostaskjóli  Koma Spánverjar?  Westley væntanlegur til KR  Eiður Smári of góður fyrir bekkinn Fasteignir og Íþróttir í dag ÍSLENSKUR ríkisdalur frá 1815 seldist fyr- ir tæpar 800.000 krónur hjá uppboðshald- aranum Thomas Høiland í Kaupmannahöfn á fimmtudag. Þá seldist íslenskur kúrantdalur frá 1792 fyrir meira en hálfa milljón króna, en báðir seðlarnir eru afar sjaldgæfir. Seðlar frá fyrrverandi Danaveldi; Íslandi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku; hafa hækkað mjög í verði undanfarin ár, en fjár- sterka kaupendur að þeim er meðal annars að finna í Bandaríkjunum, Englandi og Dan- mörku. Eldri seðillinn var sleginn á 46.000 dansk- ar krónur á uppboðinu. Við það verð bætist 25% álag sem kaupandi reiðir af hendi, en þar er um að ræða þóknun til uppboðsfyr- irtækisins og virðisaukaskatt. Alls greiddi kaupandinn því jafnvirði um 560.000 ís- lenskra króna fyrir seðilinn. Seðillinn var prentaður af Kurantbanken, fyrsta bank- anum sem efnt var til í Danmörku, en bank- inn var stofnaður árið 1736 og hóf útgáfu seðla ári síðar. Íslenskur texti er prentaður á bakhlið seðilsins en þar kemur fram að hann gildi á Íslandi sem og í öðrum ríkjum Dana- konungs. Seðillinn er merkilegur að því leyti að á framhlið hans er stimplað stórt B. Er þetta talið tengjast Englandsstríðunum í byrjun 19. aldar. Þá voru seðlar sendir sjó- leiðina til Íslands en Englendingar settu hafnbann á Danmörku og stjórnuðu öllum siglingum þaðan. Til þess að Englendingar gætu ekki notfært sér seðlasendingarnar var sú fyrsta stimpluð með A, sú næsta með B sú þriðja með C og fjórða með D. Næðu Eng- lendingar seðlunum var því mögulegt að lýsa þá ógilda og koma í veg fyrir áhrif á danska efnahagskerfið. Hinn seðillinn er einnig með íslenskri áletrun á bakhlið. Hann var gerður eftir að danska ríkið var að byrja að jafna sig eftir gjaldþrot sem varð árið 1812. Um er að ræða ríkisbankadal sem gefinn var út 1814 en ís- lenski textinn miðast við gildistíma frá 1815 á Íslandi. Þessir seðlar eru óhemju sjaldgæfir og eru sennilega ekki fleiri en sjö slíkir til. Seðillinn var sleginn á 65.000 danskar krónur og bættist við 25% álag, svo kaupandi hans greiddi alls tæpar 800.000 krónur fyrir hann. Ríkisdalur frá 1815 seldur á 800 þúsund Þessi ríkisdalur var prentaður í Ríkisbanka Kaupmannahafnar sem stofnaður var árið 1813. Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is ALLS hafa 4.840 atvinnuleyfi til út- lendinga verið gefin út það sem af er árinu og hafa aldrei svo mörg leyfi verið gefin út á einu ári. Að sögn Giss- urs Péturssonar, forstjóra Vinnu- málastofnunar, stefnir í að fjöldi at- vinnuleyfa fari upp í allt að 6.200 í ár en til samanburðar má nefna að allt árið í fyrra voru gefin út 3.750 leyfi. Ef fjölgunin verður jafnmikil og Giss- ur spáir yrði aukningin milli ára um 65% en hún er nú þegar orðin 30%. „Þetta stefnir í algjört met í ár. Þarna fyrir utan eru þeir sem koma af Evr- ópska efnahags- svæðinu og þurfa ekki atvinnuleyfi og svo þeir sem eru starfandi ólöglega hér á landi,“ segir Gissur. Þegar Gissur er inntur eftir ástæð- um þessarar miklu aukningar segir hann að álvers- og virkjanafram- kvæmdir á Austurlandi séu stærsta skýringin. „Svo keyrðum við upp hraðann á afgreiðsluferlinu til að mæta þessari auknu eftirspurn.“ Hann segir að Pólverjar séu lang- stærsti hluti þeirra sem hafi fengið at- vinnuleyfi í ár og áætlar að þeir séu um helmingur leyfishafa. „Það hefur hins vegar dregið úr út- gáfu leyfa til ríkisborgara frá þriðju ríkjunum eftir að tilslökun kom varð- andi nýju Evrópusambandsríkin. Segja má að nú þurfi miklu meira til að geta fengið útgefin leyfi fyrir t.d. Taílendinga og Filippseyinga, því það er okkar mat að hægt sé að manna þau störf sem laus eru með Íslend- ingum eða Evrópubúum. Þá tökum við með hin nýju Evrópusambands- ríki,“ segir Gissur. Mikil aukning milli ára í útgáfu atvinnuleyfa Stefnir í metár Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is            NOKKUR ókyrrð var í Frakklandi í fyrrinótt þrátt fyrir útgöngubann í meira en 30 sveitarfélögum og fundabann í nokkrum borgum. Íkveikjum hefur þó fækkað og er vonast til, að kyrrð komist á innan skamms. Kveikt var í 374 bílum í fyrrinótt og hafði þeim fækkað um 128 frá nóttinni áður. Flestir voru þeir 1.300 um fyrri helgi en alls hafa meira en 8.000 bifreiðar verið brenndar í óöldinni í innflytjenda- hverfunum. Það kemur hins vegar fram í tölum frá leyniþjónustu frönsku lögreglunnar, sem teknar voru saman áður en upp úr sauð, að á fyrstu 10 mánuðum ársins voru 28.000 bifreiðar brenndar í Frakk- landi eða um 650 á viku að meðaltali. Meira en 2.650 manns hafa verið handteknir í óeirðunum og margir hafa þegar verið dæmdir í tveggja til þriggja mánaða fangelsi. Hefur Nicolas Sarkozy, innanríkisráð- herra Frakklands, ákveðið að reka úr landi alla, sem handteknir hafa verið og eru ekki franskir ríkisborg- arar. Getur það átt við um 120 manns. Hafa litla trú á Chirac Í skoðanakönnun, sem birt var í gær í dagblaðinu Le Journal du Dimanche, kemur fram, að 71% Frakka hefur enga trú á, að Jacques Chirac forseti geti lagt neitt af mörkum til að leysa þau félagslegu vandamál, sem eru undirrót óald- arinnar. Hefur stjórnarandstaðan í Frakklandi gagnrýnt hann mjög fyrir að þegja lengi þunnu hljóði um óeirðirnar og margir telja, að hann sé ekki í miklu sambandi við sam- félagið eftir áratug á forsetastóli. Sarkozy, sem stefnir leynt og ljóst á forsetaembættið og sumir saka um óþarfa hörku, nýtur stuðn- ings 53% franskra kjósenda og 24% töldu, að hægriöfgamanninum Jean-Marie Le Pen væri best trú- andi til að leysa vandann. Le Pen hefur boðað til útifundar í miðborg Parísar í kvöld undir yf- irskriftinni: „Innflytjendur, óeirðir, uppþot í úthverfum. Nú er komið nóg.“ Vonir um meiri kyrrð  Meira en 8.000 bílar hafa verið brenndir í óeirðunum í Frakklandi Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is Berlín. AFP. | Matthias Platzeck, verðandi formaður þýska jafnaðar- mannaflokksins, var gagnrýndur í gær fyrir að þiggja orðu frá rúss- neskri stofnun, sem er sögð tengj- ast KGB, öryggislögreglunni í Sov- étríkjunum fyrrverandi. Hubertus Knabe, yfirmaður minningarstofnunar um fórnar- lömb Stasi, öryggislögreglunnar í Austur-Þýskalandi, skoraði á Plat- zeck að skila „Orðu Péturs mikla“ en hana fékk hann frá akademíu í Moskvu, sem fjallar um öryggis- og varnarmál og innanlandsreglu. Hefur hún áður heiðrað menn eins og serbneska stjórnmálamanninn Radovan Karadzic, sem er eftir- lýstur fyrir stríðsglæpi, Alexander Lúkashenko, eins konar einræðis- herra í Hvíta-Rússlandi, og hægri- öfgamanninn Vladímír Zhírínovs- kíj. Platzeck fékk orðuna í júní í sumar fyrir að skipuleggja ýmsar uppákomur er 60 ár voru liðin frá stríðslokum. Hvattur til að skila Pétursorðu  Ríkisstjórn/22 ALLT að 25.000 manns komu sam- an í Bakú, höfuðborg Azerbaijans, í gær til að krefjast þess, að nýaf- staðnar þingkosningar í landinu yrðu ógiltar. Segja vestrænir eft- irlitsmenn, sem fylgdust með kosn- ingunum, að þær hafi einkennst af víðtæku svindli. Mótmælendur, sem hafa tekið „rauðgulu byltinguna“ í Úkraínu sér til fyrirmyndar, kröfð- ust þess einnig, að Ilham Aliev for- seti segði af sér. Reuters „Rauðgul bylting“ í Azerbaijan?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.