Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 2
2 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ALDREI FLEIRI LEYFI Nú stefnir í að gefin verði út allt að 6.200 atvinnuleyfi fyrir útlend- inga á þessu ári en aldrei hafa verið gefin út nærri jafn mörg leyfi. Þegar hafa verið gefin út 4.840 atvinnuleyfi á árinu en til samanburðuar voru gefin út 3.750 leyfi í fyrra. Þessar tölur taka ekki til þeirra útlendinga sem ekki þurfa atvinnuleyfi auk þeirra sem starfa hér með ólögmæt- um hætti. Heldur að kyrrast Nokkur ókyrrð var í Frakklandi í fyrrinótt og á fjórða hundrað bifreið- ar voru brenndar. Þó hefur verulega dregið úr mestu látunum og eru menn að vona að ró muni færast yfir innflytjendahverfin á næstu dögum. Meira en 8.000 bílar hafa verið brenndir og hefur lögreglan hand- tekið meira en 2.650 manns. Kann- anir sýna, að Frakkar hafa litla trú á, að Jacques Chirac forseti hafi eitt- hvað fram að færa við lausn málsins en binda augljóslega meiri vonir við Nicolas Sarkozy, hinn harðskeytta innanríkisráðherra landsins. Hægri- öfgamaðurinn Jean-Marie Le Pen hefur boðað til útifundar í París í kvöld en hann kennir innflytj- endastefnu núverandi og fyrrver- andi ríkisstjórna um ástandið. Hvar verður nýja geymslan? Þrátt fyrir að samráðsnefnd um stórslysavarnir hafi árið 2003 bent á að færa þyrfti sprengiefnageymslu frá Norðlingaholti, hefur enn ekki verið byrjað á nýrri geymslu. Raun- ar er ekki enn búið að ákveða hvar hún á að rísa. Á meðan beðið er ákvörðunar um byggingarstað fyrir geymsluna rísa íbúðarhús á Norð- lingaholti í jaðri öryggissvæðis sprengiefnageymslunnar. Jólapakkarnir hækka Verð á jólapökkum Icelandair, þ.e. sérstökum jólatilboðum á flug- ferðum til Bandaríkjanna og Evr- ópu, er umtalsvert hærra fyrir þessi jól en fyrir jólin í fyrra. Verð á jóla- pökkum til Evrópu hefur hækkað um 20–25% og verð til Bandaríkj- anna um 16,7%–37,6%. Gott fé fyrir gamla seðla Á uppboði í Kaupmannahöfn á fimmtudag seldist íslenskur rík- isdalur frá 1815 fyrir tæplega 800.000 krónur og íslenskur kúr- antdalur var sleginn á meira en hálfa milljón króna. Báðir seðlarnir eru afar sjaldgæfir. Gamlir seðlar frá Ís- landi, Grænlandi, Færeyjum og Danmörku hafa hækkað mjög í verði undanfarin ár. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Minningar 26/27 Vesturland 12 Dagbók 30 Viðskipti 13 Víkverji 30 Erlent 14/15 Velvakandi 31 Daglegt líf 16/19 Staður og stund 32 Listir 19 Menning 33/37 Forystugrein 20 Ljósvakamiðlar 50 Umræðan 22/24 Staksteinar 38 Bréf 24 Veður 38 * * * Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is F í t o n / S Í A F I 0 1 5 1 7 2 BRÁÐSKEMMTILEG ARLEG STEFNULJÓS EFTIR HERMANN STEFÁNSSON Ný bók, bráðskemmtileg og grafalvarleg skáldsaga um brauðvélar í Reykjavík, gosbrunna í Prag, hugmyndir okkar um annað fólk og klikkun samtímans. FULLTRÚAR Alþýðusambands Ís- lands og Samtaka atvinnulífsins hitt- ust á fundum bæði í gær og á laug- ardag og gert er ráð fyrir frekari fundarhöldum í dag. Hugsanlega munu þeir einnig hitta ráðherra í dag en frá því hafði ekki verið gengið í gærkvöldi. Gylfi Arnbjörnsson, fram- kvæmdastjóri ASÍ, sagði að ótíma- bært væri að greina efnislega frá því sem nú væri rætt um. Það væri klár- lega vilji beggja vegna borðs til að finna lausn á málinu og áfram yrði rætt um málin á þeim nótum. Ari Edwald, framkvæmdastjóri SA, sagði við Morgunblaðið að málin hefðu skýrst og þróast um helgina. Hann vonast til að samkomulag náist fyrir þriðjudag en þá getur ASÍ sagt upp kjarasamningum þar sem verð- bólga hefur verið meiri en þar er miðað við. Í Morgunblaðinu í gær var greint frá því að regluleg laun hækkuðu að meðaltali um 5,4% milli 3. ársfjórð- ungs í fyrra til sama tíma í ár. Kaup- máttur launa jókst því um 1,4% en verðbólga var á þessu tímabili 4%. Ari sagði að þessar tölur hefðu í raun ekki komið á óvart. Þær væru svipaðar þeirri launaþróun sem SA hefði bent á að hefði átt sér stað. Alls staðar væri nokkurt launaskrið og það væru ákveðin tíðindi að mesta hreyfingin væri hjá verkafólkinu og í byggingariðnaði. „Það er gott að þessar tölur hafi komið fram og þær varpa betra ljósi á þróunina í viðræð- unum en þær eru alveg í samræmi við það sem við höfum sagt,“ sagði hann. Enn er boðað til funda hjá ASÍ og SA ÞÓRHALLUR Ás- geirsson, fyrrverandi ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu, lést sl. laugardag, 86 ára að aldri. Þórhallur fæddist 1. janúar 1919. Foreldr- ar hans voru Ásgeir Ás- geirsson, fyrrverandi forseti Íslands, og Dóra Þórhallsdóttir. Þórhall- ur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1937, nam hagfræði og stjórnmálafræði við háskólann í Stokkhólmi 1937–39 og svo við há- skólann í Minnesota árin 1940–42 en þaðan lauk hann meistaraprófi 1942. Að loknu námi tók Þórhallur við starfi sendiráðsritara við sendiráð Ís- lands í Washington og svo við starfi fulltrúa í utanrík- isráðuneytinu. Árið 1947 var Þórhallur skipaður ráðuneytisstjóri í við- skiptaráðuneytinu og gegndi hann þeirri stöðu til ársins 1989, að undan- skildum árunum 1958–62 þegar hann var fulltrúi Norðurlanda við Alþjóða- gjaldeyrissjóðinn í Wash- ington. Þórhallur var einn- ig formaður Verðlagsráðs, formaður samstarfsnefnd- ar um gjaldeyrismál og formaður Hrafnseyrarnefndar. Eftirlifandi eig- inkona Þórhalls er Lilly Knudsen. Þórhallur og Lilly giftust árið 1943 og eignuðust fjögur börn; Sverri, Dóru, Rögnu og Sólveigu. Andlát ÞÓRHALLUR ÁSGEIRSSON BRESKA sendiráðið stóð fyrir minningarathöfn í her- mannagrafreitnum í Fossvogskirkjugarði í gær í til- efni þess að 60 ár eru liðin síðan seinni heimsstyrj- öldinni lauk. Athöfnin var haldin til að minnast þeirra sem létu lífið í fyrri og síðari heimsstyrjöldinni. Fulltrúar ann- arra þjóða, sem eiga landa sem hvíla í Fossvogs- kirkjugarði, tóku einnig þátt í athöfninni. Séra Arn- grímur Jónsson stjórnaði athöfninni. Fremst á myndinni er Alp Mehmet, sendiherra Bretlands á Ís- landi, sem vottar hinum föllnu hermönnum virðingu sína. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Minntust fallinna hermanna LÖGREGLAN í Reykjavík hafði feikinóg á sinni könnu í fyrrakvöld og fyrrinótt. Afskipti voru höfð af sex ökumönnum vegna ölvunar- aksturs en tveir þeirra höfðu ekki rænu á að hemla áður en þeir skullu aftan á öðrum bílum. Enginn meiddist þó í þessum árekstrum. Þá var tilkynnt um fimm líkamsmeið- ingar í miðbænum. Í öllum tilfellum var um fremur minniháttar meiðsli að ræða. Margt var um manninn í miðborginni og ölvun talsverð, að sögn lögreglu. Í Kópavogi voru þrír ökumenn stöðvaðir af lögreglu, grunaðir um ölvunarakstur. Þess má geta að nánast var fullt tungl um helgina. Ölvun í mið- borginni og erill hjá lögreglu TIL óláta kom eftir dansleik í Bol- ungarvík í fyrrinótt og var m.a. ráð- ist að lögreglumönnum með skóflu. Tveir voru handteknir og látnir sofa úr sér. Lögreglan í Bolungarvík og á Ísa- firði var með sameiginlegt eftirlit með dansleiknum og virðist sem ekki hafi veitt af því. Til átaka kom eftir dansleikinn og varð lögregla að ganga á milli. Þegar lögreglumenn voru að handtaka einn ólátabelginn réðst annar að þeim vopnaður skóflu og reiddi hana til höggs. Árásin mis- heppnaðist sem betur fer gjör- samlega því lögreglumennirnir voru snöggir til og sneru þann sem mund- aði skófluna snarlega niður. Lögreglan í Keflavík var í tvígang kölluð að skemmtistað í Keflavík í fyrrinótt þar sem tilkynnt var um áflog. Töluverður erill var hjá lög- reglunni í bænum og ölvun þó nokk- ur. Undir morgun voru þrír í fanga- geymslunni, tveir vegna minniháttar líkamsárása og einn vegna ölvunar. Ólæti eftir dansleik í Bolungarvík FREMUR nýlegur jeppi varð eldi að bráð í vestanverðu Víkurskarði á tíunda tímanum í gærkvöldi. Að sögn lögreglunnar á Akureyri var ökumaðurinn á leið upp skarðið þegar jeppinn missti skyndilega vélarafl. Þegar hann ætlaði að kanna hverju þetta sætti gaus skyndilega upp eldur í vélarhúsinu og varð ekki við neitt ráðið. Lög- regla og slökkvilið fóru á vettvang en það var um seinan og er jeppinn talinn ónýtur. Engan sakaði. Jeppi brann í Víkurskarði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.