Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 4
4 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja í 15 daga á frábæru verði. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 5. desember frá kr. 39.990 m.v. 2 Munið Mastercard ferðaávísunina Verð frá kr.39.990 Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/íbúð/stúdíó. Innifalið: Flug, gisting í 15 nætur og skattar. 15 daga ferð LITASAMSETNING íslenskra hrossa hefur breyst umtalsvert á undanförnum áratugum. Þannig hef- ur t.d. rauðu hrossunum fækkað nokkuð og fjöldi brúnu hrossanna hefur meira en tvöfaldast ef litir hrossa í dag eru bornir saman við litaskiptingu íslenskra hrossa árið 1930. Þessar upplýsingar koma fram í grein eftir Guðlaug V. Antonsson, landsráðunaut hjá Bændasamtökum Íslands, í nýjasta hefti búnaðarblaðs- ins Freyr. Guðlaugur greinir þar frá upplýs- ingum úr skýrsluhaldi í hrossarækt sem finna má í skrám sem nefnast World-Fengur. „Litlar breytingar er að sjá nú á síðustu árum en alltaf eru þó ein- hverjar prósentuhreyfingar til og frá. Helst má segja að við þurfum að vera á varðbergi gagnvart ljósu lit- unum, leirljósum og moldóttum, því sérstaklega moldóttu folöldunum virðist vera að fækka. Að sjálfsögðu er litförótti liturinn einnig tæpur en unnið hefur verið markvisst að fjölg- un þeirra hrossa á undanförnum ár- um með ágætum árangri en betur má ef duga skal,“ segir í grein Guðlaugs. Skjóttu hrossunum hefur fjölgað mikið Litasamanburður hrossa í dag við litasamsetningu hrossa árið 1930 leiðir m.a. í ljós að fyrir 65 árum voru gráir hestar rúm 23% allra hrossa í landinu en í dag eru grá hross aðeins 6,8% íslenska hrossastofnsins. Guðlaugur bendir á að jörpu hross- unum hefur fjölgað örlítið, ljósum fjölgað nokkuð, bleikum fækkað en mósóttum fjölgað á þessu tímabili. „Vindóttum hefur fjölgað og er það vel en aftur hefur gráum fækkað um- talsvert þó þeim fari fjölgandi nú um stundir. Hvað aukalitina varðar, skjóttan og litföróttan, hefur þeim skjóttu fjölgað um meira en helming en þeim litföróttu fækkað.“ Rauðu og gráu hrossunum fækkar                     !                        ! " # $ %   &# "'  ()*( +)*) (+*, -+*( .*) +*- (*( (*- ,*, /*, (*, !"! #"$ $"% &"! &"$ !" "# " !" " " "                 (0+, -,,- -,,) Morgunblaðið/Sigurgeir SUÐUR-afríska söngkonan Miriam Makeba er væntanleg hingað á Listahátíð næsta vor, en tónleikarn- ir verða kveðjutónleikar hennar því hún hyggst snúa sér alfarið að starfi fyrir Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Skammt er síð- an Makeba kom frá stórum styrkt- artónleikum fyrir UNICEF í Frank- furt, hún ætlaði ekki að syngja opinberlega framar fyrr en henni bauðst að koma til Íslands, en Ís- land er eina landið í Vestur-Evrópu sem hún hefur aldrei heimsótt. Miriam Makeba hefur verið með helstu listamönnum Afríku og heimsins alls í áratugi. Hún byrjaði söngferil sinn í upphafi sjötta ára- tugarins, en hrökklaðist í útlegð undan aðskilnaðarstjórn hvíta minnihlutans í Suður-Afríku í upp- hafi sjöunda áratugarins og sneri ekki aftur til heimalands síns fyrr en Nelson Mandela bauð henni þangað eftir að Afríska þjóðarráðið komst til valda 1994. Eftir að hún var gerð útlæg frá heimalandi sínu bjó hún um hríð í Bandaríkjunum og starfaði þar með Harry Belafonte á sjöunda ára- tugnum. Hún naut snemma mikillar hylli vestan hafs og söng meðal annars með Marilyn Monroe í af- mæli Kennedy forseta árið 1962. Þekktasta lag Miriam Makeba er Pata Pata, sem varð gríðarlega vin- sælt 1967, en hún setti einnig svip sinn á Graceland, metsöluplötu Paul Simon. Makeba hefur tekið virkan þátt í mannréttindabaráttu og hefur starfað mikið fyrir UNICEF. Hún hefur nú ákveðið að helga sig alfar- ið störfum fyrir UNICEF að mann- réttindamálum í Afríku og hyggst kveðja sviðsljósið með tónleikum í Laugardalshöll 20. maí næstkom- andi. Heldur kveðju- tónleika á Íslandi Miriam Makeba ALLS bárust á fyrstu níu mán- uðum ársins 3.648 tilkynningar til barnaverndarnefnda landsins um 3.576 börn. Um 72% tilkynning- anna bárust frá höfuðborgarsvæði og 28% frá landsbyggðinni. Alls hafa borist 155 tilkynningar í gegn- um neyðarlínuna 1-1-2 eða um 4% allra tilkynninga. Barnaverndarstofa heldur utan um fjölda tilkynninga sem berast barnaverndarnefndum. Bragi Guð- brandsson, forstjóri Barnaverndar- stofu, segir að í byrjun ársins hafi verið tekið í notkun svonefnt sí- skráningarkerfi í tilkynningamál- unum. Það felst í því að í lok hvers mánaðar sendir hver barnavernd- arnefnd yfirlit til Barnaverndar- stofu yfir heildafjölda tilkynninga í mánuðinum. Svo eru þær sundur- greindar eftir því hvers eðlis til- kynningin er. Alls bárust 1.123 tilkynningar um 1.111 börn á þriðja ársfjórð- ungi. Ástæður tilkynninga skiptast þannig að 35,6% er vegna van- rækslu, 17,3% vegna ofbeldis, 46,7% vegna áhættuhegðunar barna og 0,4% vegna þess að heilsa eða líf ófædds barns er í hættu. Bragi segir að þau mál sem barna- verndarnefndir fást við skiptist í grófum dráttum í tvo meginflokka. Annars vegar beinist tilkynningar að foreldrum sem grunaðir eru um að hafa brugðist forsjárskyldum sínum. Í hinum flokknum séu mál sem beinast að barninu sjálfu og hegðun þess og háttsemi. Hér sé oftast um að ræða vímuefnaneyslu barna og unglinga og afbrotahegð- un. Stór hluti af þessum málum sé í formi lögregluskýrslna sem gerð- ar eru eftir að lögregla hefur haft afskipti af börnum eða unglingum vegna brota. Misalvarlegar tilkynningar Bragi segir ekki hægt að segja til um það með fullri vissu hvort tilkynningum hafi fjölgað því sí- skráning tilkynninga sé nýmæli. Ekki sé enn búið að safna saman öllum tölum fyrir árið 2004 . „Mér sýnist í fljótu bragði að það stefni í að fjöldi mála í ár verði áþekkur og hann var í fyrra miðað við þær töl- ur sem við hefur fengið. Þó er hugsanlegt að lítilleg fjölgun hafi orðið.“ Bragi segir að verði fjölgun á tilkynningum kunni það að helg- ast af bættri skráningu. „Sískrán- ingin verður til þess að barna- verndarnefndir verða að skrá mál jafnóðum en á fyrri árum voru brögð að því að þetta var unnið einu sinni á ári,“ segir Bragi og bætir við að slíkt skapi hættu á að gögn tapist í skráningu. „Við telj- um að sískráningin geri alla skrán- ingarvinnu mun áreiðanlegri en verið hefur.“ Tilkynningarnar sem berast vegna barnaverndarmála eru mis- alvarlegar. „Stór hluti eru lög- regluskýrslur þar sem um er að ræða minniháttar afbrot unglinga og sumar tilkynningar reynast ekki byggðar á traustum grunni,“ segir Bragi. Hann segir að alvarlegustu mál- in snúist um ofbeldisbrot gegn börnum, bæði kynferðislega mis- notkun og líkamlegt ofbeldi sem alltaf sé litið alvarlegum augum. Hann nefnir einnig alvarlega van- rækslu og segir að þegar um ung börn sé að ræða geti þau verið í mjög mikilli hættu. Þá sé hörð neysla barna og unglinga á vímu- efnum, jafnvel amfetamíni, úti- gangur og ofbeldishegðun meðal þess alvarlegasta sem tilkynnt er um. Hægt að auka viðbragðsflýti Bragi segir vonir standa til þess að sískráning tilkynninga sem barnaverndarnefndum berast auki viðbragðsflýti í kerfinu. „Með því að fá þessar upplýsingar jafnóðum er það von okkar að við getum bet- ur fylgst með þróun og brugðist við henni,“ segir Bragi. Sem dæmi megi nefna að komi í ljós að neysla ungmenna á vímuefnum aukist skyndilega kalli það á ákveðnar að- gerðir og viðbrögð. Bragi segir að á næstunni ljúki úttekt vegna samstarfs sem hófst við Neyðarlínuna hófu í byrjun árs 2004. Athyglisvert verði að skoða hvort sá hópur sem tilkynnir í gegnum Neyðarlínu sé á einhvern hátt annar en sá hópur sem til- kynnir um mál með hefðbundnum hætti, með því að hringja í barna- verndarnefndir eða senda bréf. Þá sé Neyðarlínan opin allan sólar- hringinn og forvitnilegt verði að komast að því hvort fleiri tilkynn- ingar berist að kvöld- og næturlagi og um helgar, en þá fari hlutir oft úrskeiðis. „Við erum spennt að vita hvort þetta hefur skilað inn fleiri tilkynningum og hvort börn kalli sjálf eftir hjálp í meira mæli en áð- ur,“ segir Bragi. Um 3.600 tilkynningar til barnaverndarnefnda Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Vilja viðhalda gráa litnum BÆNDURNIR Þorbjörg Bjarnadóttir og Pétur Pétursson á Hólabæ í Langadal eiga nokkuð mikið af gráum hrossum. Að sögn Péturs verða brún folöld sem fæðast með smávegis gráum tón alveg hvít þeg- ar þau eldast. Um veturgömul verði þau steingrá en svo verða slíkir hestar alveg hvítir um 7–8 vetra. Spurður um ástæður þess að gráum hrossum hafi fækkað svo á síðustu áratugum segir Pétur að líklega hafi verið um að ræða svokallaðan bláma en þegar hross voru ræktuð til slátrunar hafi grá hross oft fengið bláma sem er einskonar krabba- mein. Telur hann því líklegt að dregið hafi úr ræktun á gráum hross- um af þessari ástæðu. Eins segir hann koma til greina að einfaldlega fáist ekki nógu góðir gráir folar. Segir Pétur að gaman sé að eiga gráa hesta og að þau Þorbjörg vilji viðhalda litnum. ÞURÍÐUR Sigurðardóttir hélt upp á fjörutíu ára söngferil sinn með tónleikum á Hótel Geysi á laug- ardagskvöld. Undirleik hjá henni önnuðust þeir Magnús Kjartansson og Jóhann Ásmundsson. Þuríður hóf söngferil sinn ein- ungis 16 ára gömul og hefur hún átt afar farsælan feril allar götur síðan þá. Á tónleikunum flutti hún mörg lög af ferli sínum og kunnu áhorf- endur vel að meta og fögnuðu henni vel. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Þuríður fagnaði 40 ára söng- afmæli

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.