Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Það virðist ekki ein-hlítt að ábyrgð séfelld á búfjáreig- endur þegar ekið er á skepnur þar sem lausa- ganga er bönnuð. Samt hefur réttarþróunin verið á þá leið að með því að réttarstaða búfjáreigenda breytist með lausagöngu- banni hafa þeir tekið auk- inn þátt í kostnaði vegna tjóna sem af þessum slys- um hlýst. Dæmi er um að bóndi hafi þurft að greiða mörg hundruð þúsund krónur í skaðabætur fyrir tjón á bíl sem ekið var á hross en í öðrum tilvikum skipta bændur og öku- menn tjóni á milli sín í réttu hlut- falli við sök hvors fyrir sig. En í Húnaþingi vestra, þar sem lausagöngubann hefur gilt undan- farin misseri, heyrast raddir um að ökumenn borgi brúsann ef þeir aka á skepnur án þess að trygg- ingafélög þeirra komi til skjal- anna. Því hefur verið spurt hverju lausagöngubannið hafi breytt á þessum slóðum. Lausagöngubann nægir ekki En skýringarnar á þessu kunna að vera þær að hvert mál hefur sín sérkenni. Jafnvel þótt lausaganga sé bönnuð getur sú staða komið upp að búfjáreigandinn sé ekki gerður ábyrgur ef ekki er sýnt fram á vanræslu eða gáleysi af hans hálfu. Taka má dæmi af bónda sem grunlaus setur fé sitt í girðingu en það sleppur síðan út er allar girðingar fara skyndilega undir snjó. Fari svo að féð ráfi út á veg og verði fyrir bíl snýr málið að umferðarlögum þar sem kveðið er á um að allt tjón sem hlýst af notk- un ökutækisins sé bótaskylt nema tjónþoli sé meðvaldur vegna gá- leysis. M.ö.o. þarf að ökumaður að sýna fram á að bóndi sé valdur að óhappinu með vanrækslu eða gá- leysi. Að sögn Sumarliða Guð- björnssonar, deildarstjóra tjóna- deildar hjá Sjóvá-Almennum, þarf mikið til að slíkt nái fram að ganga. Hann segir ljóst að ekki sé nægjanlegt fyrir ökumenn að lausagöngubann sé í gildi til að firra þá ábyrgð. Sök verði að sanna á tjónþola. Bendir hann á að mál af þessu tagi hafi farið á ýmsa vegu í áranna rás. Við úrlausn þessara mála rekast því m.a. á 56. gr. vegalaga um að lausaganga búfjár sé bönnuð þar sem girðing- ar eru beggja vegna vegar, og 88. gr. umferðarlaga sem fyrr var getið. 130 milljónir kr. greiddar vegna tjóna Ekki var unnt að finna tölulegar upplýsingar um lausagöngutjón í Húnaþingi vestra síðastliðna 12 mánuði og hvernig þau mál hafa endað en nefna má að á árunum 2002 til 2005 bætti Sjóvá að með- altali 40 búfjártjón á ári í V-Húna- vatnssýslu. Miðað við þriðjungs markaðshlutdeild Sjóvár í öku- tækjatryggingum á þessum tíma má ætla að heildartjónakostnaður tryggingarfélaganna hafi verið allt að 130 milljónir króna vegna slíkra tjóna á þessum slóðum. Þrátt fyrir raddir um að öku- menn sitji uppi með kostnað í Húnaþingi vestra, væntanlega af þeim ástæðum sem reifaðar hafa verið, eru bæði Ólafur Dýrmunds- son, ráðunautur hjá Bændasam- tökunum, og Sumarliði sammála um að ábyrgðin hafi í auknum mæli færst yfir til búfjáreigenda þegar búfjártjón verða á vegum. Réttarstaðan skiptist 40 sinnum Í þessu sambandi má einnig rifja upp nýlega frétt Morgun- blaðsins um rannsókn á lausa- göngu búfjár sem Ólafur Páll Vignisson, laganemi við HÍ, vann. Að sögn Ólafs virka sumar greinar vegalaga ekki í raun og auka oft á réttaróvissu. Sérstak- lega benti hann á 56. grein lag- anna, en hún kveður á um að lausaganga búfjár sé bönnuð þar sem girðingar eru beggja vegna vegar. Sagði hann að þar sem girðingar í kringum landið væru svo kaflaskiptar og slitróttar breyttist réttarstaðan til dæmis 40 sinnum á kaflanum frá Reykja- vík til Hornafjarðar í samræmi við lagagreinina. Lögin ekki nógu skýr Í skýrslu Ólafs Páls voru settar fram tillögur til úrbóta. Bent var á að bæta þyrfti lagasetninu um þessi mál, enda hefði frumathug- un leitt í ljós að lögin væru ekki nógu skýr og ekki þannig úr garði gerð að fólk sæi sig knúið að fara eftir þeim. Lagði Ólafur Páll til að lausaganga búfjár yrði bönnuð á þjóðvegum landsins, þ.e. að stofn- og tengivegir yrðu friðaðir fyrir ágangi búfjár. Því yrði 56. gr. vegalaga felld út eða henni breytt. Þá lagði Ólafur Páll til að að kveðið yrði á í lögum að með veggirðingum væri mark- miðið að halda þjóðvegum búfjár- lausum en ekki að loka beitilönd- um. Dæmi eru þá um að bændur hafi verið ákærðir af sýslumanni fyrir lausagöngu búfjár. Nefna má mál frá 1999 í Mýrdalshreppi sem endaði með sýknudómi fyrir hér- aðsdómi. Fréttaskýring | Lausaganga búfjár Sanna verður vanrækslu Bann við lausagöngu búfjár ekki nóg til að ökumenn sleppi við ábyrgð Kindur valda mörgum umferðartjónum. Girðingar á vegum oft ekki vörsluheldar  Í skýrslu Ólafs Páls Vignis- sonar um lausagöngu búfjár seg- ir að orsök tjóna af völdum lausagöngunnar sé að búféð leiki lausum hala á þjóðvegum lands- ins. Meginreglan sé sú að engar sérstakar vörsluskyldur hvíli á búfjáreigendum annarra en eig- enda graðpenings líkt og fram kemur í 7. gr. laga um búfjárhald 103/2002. Þá séu girðingar með- fram vegum oft á tíðum ekki vörsluheldar eða samfelldar. Eftir Örlyg Stein Sigur- jónsson og Elvu Björk Sverrisdóttur ÍBÚAR OECD-landanna eru að þyngjast og hefur tíðni yfirþyngd- ar og offitu vaxið í öllum aðild- arríkjum Efnahags- og framfara- stofnunarinnar (OECD). Árið 2003, eða því sem næst, var hlutfall of feitra lægst í Japan og Kóreu, 3%, og hæst í Bandaríkjunum þar sem það var 31%. Þetta kemur fram í riti OECD, Heilbrigðismál í hnot- skurn 2005, um árangur á ýmsum sviðum heilbrigðismála. Hlutfall of feitra hefur hækkað hér á landi, líkt og annars staðar. Árið 1990 var það 8% en var kom- ið í 12% árið 2002 og var jafnhátt fyrir bæði kynin. Í riti OECD er varað við því að vaxandi ofþyngd og offita geti snúið við jákvæðri þróun sem staf- ar af fækkun dauðsfalla vegna hjartasjúkdóma og heilablóðfalla síðastliðna fjóra áratugi í flestum ríkjum OECD. Meira en helmingur fullorðinna í tíu OECD-ríkjum er nú í yf- irþyngd eða líður af offitu. Þessi lönd eru Bandaríkin, Mexíkó, Stóra-Bretland, Ástralía, Slóvakía, Grikkland, Nýja-Sjáland, Ung- verjaland, Lúxemborg og Tékk- land. Offita er áhættuþáttur vegna ýmissa sjúkdóma, m.a. hás blóð- þrýstings, hárrar blóðfitu, syk- ursýki, hjartasjúkdóma, heilablóð- falla, öndunarfærasjúkdóma, giktar og sumra tegunda krabba- meins. Því er talin hætta á að vax- andi þyngd þegna OECD-ríkjanna muni leiða til aukins heilbrigð- isvanda og meiri útgjalda í fram- tíðinni. Yfir 12% Íslendinga eru of feit Hugsjónir fyrnast fyrir réttu prísana eins og annað í allri græðginni. ARKITEKTUM Háskólatorgs hefur verið falið að leita leiða til að tengja byggingar hugvísindadeildar, Árna- garð og Nýjagarð við Háskólatorg II, sem fyrirhugað er að rísi á bílastæð- inu milli Lögbergs og Odda. Teikningar af Háskólatorgi I og II voru kynntar í október og í upphaf- legum teikningum var hvorki gert ráð fyrir tengingu við Árnagarð né Nýja Garð en starfsemi hugvísindadeildar er til húsa í þeim byggingum. Þau áform mættu mikilli andstöðu innan deildarinnar og hafði deildarráð hug- vísindadeildar óskað eftir því að byggingar deildarinnar yrðu tengdar við torgið. Starfsmenn og nemendur hugvísindadeildar hafa staðið fyrir undirskriftasöfnun undanfarna daga þessari kröfu til stuðnings. Oddný G. Sverrisdóttir, forseti hugvísindadeildar, segist vera ánægð með að tillögur um tengingu séu í vinnslu en bætir við að hún hefði orðið undrandi ef háskólasamfélagið hefði ekki tekið undir kröfur deildarinnar. Hún segir að kennsla og starfsemi hugvísindadeildar fari í raun fram í fjórum byggingum á háskólasvæðinu og aðstöðu vanti sárlega fyrir stúd- enta. „Húsnæðisvandi Háskólans er stór og húsnæðis- og aðstöðuleysi í okkar deild er mikið. Það verður gam- an að sjá hvernig arkitektarnir leysa það að tengja okkur við Háskólatorg II,“ segir Oddný. Kristín Ingólfsdóttir, rektor Há- skóla Íslands, segir að þetta mál hafi verið rætt á háskólaráðsfundi í fyrra- dag en arkitektarnir hafi raunar verið beðnir um það fyrir tveimur vikum að skoða hvernig tengja mætti bygging- ar hugvísindadeildar við Háskólatorg. „Arkitektarnir munu skila tillögum í desember,“ segir Kristín. Arkitektar skoða tengingu hugvís- indadeildar og Háskólatorgs II Eftir Árna Helgason arnihelgason@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.