Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 10
10 MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR á morgun Umræðan  Daglegt málþing þjóðarinnar ÚRSLITIN í prófkjöri Framsókn- arflokksins í Kópavogi vegna bæj- arstjórnarkosninganna næsta vor eru bindandi fyrir efstu sex sæti listans þar sem þau skiptust jafnt á milli kvenna og karla. Niðurstaða prófkjörsins telst aðeins bindandi ef jafnt kynjahlutfall er í sex efstu sætunum. Ómar náði fyrsta sæti Gríðarlega spenna ríkti þegar at- kvæði voru talin á laugardagskvöld. Ómar Stefánsson varð í 1. sæti en keppinautur hans, Samúel Örn Erl- ingsson, fékk rúmlega 70 færri at- kvæði í efsta sætið og hafnaði í 2. sæti. Una María Óskarsdóttir, sem einnig bauð sig fram í 1. sæti, hafn- aði í 3. sæti en aðeins munaði átta atkvæðum á henni og Samúel Erni í 2. sætið. Í fjórða sæti varð Linda Bentsdóttir en hún hlaut 56 færri atkvæði en Una María í 3. sætið. Linda hlaut hins vegar flest atkvæði í prófkjörinu í heild en Samúel Örn næstflest. Líkt og þeir sem lentu of- ar á listanum hafði Linda boðið sig fram í 1. sætið. Í kosningunum 2003 fékk Fram- sóknarflokkurinn þrjá menn kjörna í bæjarstjórn. Af núverandi bæjar- fulltrúum flokksins gaf aðeins Ómar Stefánsson kost á sér í prófkjörinu. Þrír varabæjarfulltrúar voru í kjöri og var Una María sú eina af þeim sem hlaut brautargengi í eitt af sex efstu sætunum. Þetta var í fyrsta skipti sem Framsóknarflokkurinn heldur opið prófkjör. Alls greiddu 2.556 manns atkvæði í prófkjörinu, 2.450 atkvæði voru gild en 106 ógild. Í kosning- unum 2003 greiddu 3.776 Kópa- vogsbúar flokknum atkvæði sitt, rúmlega 1.200 fleiri en tóku þátt í prófkjörinu. $123  12 4312 '$$& '$ & (// -.0 ++5 -0- 6/, 0/ ./ -5. )+ // )5 /, +) ),   !"  #  $%#&   %  # &   ' (% ")   4 & * & 7 8 3  9 %4   "   * $ : ;:  4';%<       &1  # #'         = !    !3  * > #'  &1 * A 3 A   (B -B +B )B /B 6B 5B .B 0B (,B ((B (-B (+B ()B (B 2 (B3-B 2 (B+B 2 (B)B 2 (B/B 2 (B6B 2  $  $!%   $ $ !  &!  #   %  %#$ # &&     $ % % $# !&  (66 -5. -/5 +6) (55 +,( -0, ((( 5+ 5) (-6 65 ., .6 %# '&  '#& %  !   #   #  & # (5+ (0- -(. ++5 (0( +-- (/+ (() (-/ 0( (+/ (+) (5+ 0- '& '!$! '!$  '! #! $! $& $ !%! ! $% %  (+( --( (/. --( (/) +,, (5+ (+6 -)5 (+/ (/- (65 (,/ (/, '  '$# '$% '&!  '! #& &$  $% & $ !  !& (-( ()0 ()/ (5, (-( -50 -), (+- -+) (). (.. (5- (60 (.- ' '#! '&$! '% '!#  $& #% #!! &&& & $ # $&! $$ -B 2 +B 2 )B 2 /B 2 6B 2 Jafnt kynjahlutfall í sex efstu sætunum 2.556 manns greiddu atkvæði í prófkjöri Framsóknar- flokksins í Kópavogi. Ómar Stefánsson varð efstur Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is ÓMAR Stefánsson bæjarfulltrúi, sem var kosinn í 1. sæti í prófkjöri framsóknarmanna í Kópavogi á laug- ardag, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að hann væri að sjálfsögðu himinlifandi með árangur sinn og þá góðu þátttöku sem var í prófkjörinu. „Þetta tókst frábærlega, það tóku tæplega 2.600 manns þátt í þessu sem er ævintýralegt. Að mitt í umræðunni um að Framsóknarflokkurinn sé í and- arslitrunum í Reykjavík skulum við í Kópavogi fá þessa gríðarlegu þátttöku.“ Aðspurður sagði hann að að sjálfsögðu hefði verið mikið um smölun, það segði sig sjálft, og allir frambjóðendur hefðu ver- ið duglegir við hana. Það hefði bara gert prófkjörið skemmtilegra. Það væri þó ekki hægt að gera ráð fyrir að allir sem tóku þátt í prófkjörinu myndu kjósa Framsóknarflokkinn í næstu kosningum. Það væri þó svo að mun fleiri hefðu kosið flokkinn í kosningum 2003 en tóku þátt í próf- kjörinu. Stefnan væri sett á að halda þremur fulltrúum og sjá til hvort hægt væri að ná einum manni inn til viðbótar. „Þetta er mjög fram- bærilegur listi og ég hlakka til að fara í kosningarnar,“ sagði Ómar Stefánsson. Ómar Stefánsson Þátttakan í próf- kjörinu ævintýraleg „ÞAÐ er ljóst að ég náði ekki takmarki mínu, ég ætlaði að verða efstur,“ sagði Samúel Örn Erlingsson sem hafnaði í 2. sæti í prófkjöri framsóknar- manna. Hann sagðist þó ekki geta annað en verið ánægður með úrslitin. Framan af hefði hnífsegg skilið hann og Ómar Stefánsson að í baráttunni um 1. sætið og á endanum aðeins munað rúmlega 70 atkvæðum. „Að sjálf- sögðu óska ég Ómari til hamingju með glæsilegan sigur,“ sagði hann Sjálfur gæti hann í sjálfu sér vel við unað að halda 2. sætinu því endasprettur Unu Maríu Ósk- arsdóttur, eins og hann kom fram í talningu atkvæða, hefði verið með ólíkindum og í raun væri útkoma fjögurra efstu í prófkjörinu glæsi- leg. Samúel Örn sagði að það hefði háð sér að hann hefði í sjálfu sér ekki haft bakland í flokknum þeg- ar hann bauð sig fram en reitt sig á almennt fylgi og góð tengsl við bæjarbúa. Að sjálfsögðu hefði ver- ið smölun og keppinautur hans um 1. sætið verið mjög duglegur í henni. Það hefði unnið með Ómari að hann væri sitjandi bæjarfulltrúi, fyrrum varabæjarfulltrúi og lengi starfað innan flokksins, auk þess sem hann væri starfsmaður bæj- arins. Aðspurður sagði Samúel Örn að eðlilegt væri að flokkurinn stefndi að því að ná fjórum bæjarfulltrú- um enda væri listinn gríðar- sterkur. Samúel Örn Erlingsson „Ætlaði mér að verða efstur“ „ÞETTA er sterkur listi, maður er í stjórnmálum til að hafa áhrif og starfa af hugsjón. Ef það velst gott fólk á listann þá á það að vera gott fyrir Framsóknarflokkinn sem hér hef- ur staðið í eldlínunni,“ sagði Una María Óskarsdóttir, varabæj- arfulltrúi sem lenti í 3. sæti í próf- kjöri flokksins á laugardag. „Ég stefndi á 1. sætið en þetta var nið- urstaðan.“ Hún sagði að prófkjörið hefði farið drengilega fram og góður andi ríkt milli frambjóðenda. „Það er alltaf gott því þá er miklu auð- veldara að byrja að starfa saman aftur. Það er mikill kostur og styrkir listann enn meira,“ sagði hún. Þau sem lentu í fjórum efstu sætunum stefndu öll að efsta sæti listans. Una María sagði að í ljósi fráfalls Sigurðar Geirdals, sem var oddviti framsóknarmanna, og að Hansína Björgvinsdóttir sem var í 2. sæti fyrir síðustu kosn- ingar ákvað að gefa ekki kost á sér, hefði verið eðlilegt að margir hefðu sett stefnuna á 1. sætið. Una María Óskarsdóttir Baráttan fyrir prófkjörið drengileg SIGURÐUR Eggerz Þorkelsson, fyrrver- andi skólastjóri Gagnfræðaskólans í Keflavík, lést í Kefla- vík 11. nóvember síð- astliðinn. Sigurður fæddist 20. nóvember árið 1940. Hann lauk stúd- entsprófi frá stærð- fræðideild Mennta- skólans í Reykjavík árið 1960, hóf þá nám í verkfræði en tók síð- ar kennarapróf, flutt- ist til Keflavíkur og hóf kennslu við Gagnfræðaskólann þar. Kennsla og skólastjórn varð því lífsstarf hans. Sig- urður varð skólastjóri Gagnfræðaskólans í Keflavík (síðar Holta- skóla) árið 1976 og gegndi hann því starfi fram til ársins 2003. Hann sat um tíma í bæjarstjórn fyrir Framsóknarflokkinn í Keflavík og gegndi mörgum trúnaðarstörf- um fyrir flokkinn. Eftirlifandi eigin- kona Sigurðar er Hild- ur Harðardóttir, kenn- ari, og hann lætur eftir sig þrjú börn, þau Melkorku, Þor- kötlu og Þorkel Snorra. Andlát SIGURÐUR E. ÞORKELSSON

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.