Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 14.11.2005, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 14. NÓVEMBER 2005 31 DAGBÓK FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13, SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár LÓÐIR ÓSKAST TIL KAUPS Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU Hef sérhæft mig í sölu á lóðum og öðru tengdu byggingarrétti. Til mín hafa leitað aðilar sem hafa áhuga á kaupa nýbyggingarlóðir/byggingarétt ásamt atvinnuhúsnæði. Hef einnig til sölu gistihús í fullum rekstri á höfuðborgarsvæðinu. Ég óska einnig eftir eignum með byggingarrétti/nið- urrifs. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upplýsingar. Hákon Svavarsson, lögg. fasteignasali, sími 898 9396. Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Spurningunni hvort börnum finnist gamanað lesa verður velt upp á bókmennta-þingi fyrir lesendur á aldrinum 10-16ára. Þingið verður haldið í Kirkjulundi, safnaðarheimili Keflavíkurkirkju á degi íslenskr- ar tungu, 16. nóvember næstkomandi frá klukk- an 10-12. Frummælendur á þinginu verða börn og ung- lingar úr Áslandsskóla og Víðistaðaskóla í Hafn- arfirði, Grunnskóla Grindavíkur og Heiðarskóla, Holtaskóla, Myllubakkaskóla og Njarðvíkurskóla í Reykjanesbæ. Framsögumenn voru fundnir með því að auglýsa eftir þeim í grunnskólum og reyndist mestur áhugi vera í grunnskólum á höf- uðborgarsvæðinu og Reykjanesi. Ari Páll Kristinsson er einn skipuleggjanda þingsins og segir hann að ákveðið hafi verið að ná til yngri lesenda á þennan hátt, þ.e. með því að leita til þeirra sjálfra um að halda erindi á þinginu. Þannig komi fram þeirra eigin skoðanir og hugmyndir um bækur og lestur. Flutt verða ellefu framsöguerindi og spurning- unni í yfirskrift þingsins svarað frá ýmsum sjón- arhornum, að sögn Ara. Meðal annars verður fjallað um það hvort barna- og unglingabækur eigi að vera líkar raun- veruleikanum, um raunsæi og ævintýraheima í sögum, teiknimyndasögur og aðrar sögur, um muninn á bók og mynd og Gunnlaugs sögu ormstungu, svo eitthvað sé nefnt. Auk nemenda, kennara og bókavarða verða á þinginu fulltrúar bókaútgefenda og barna- og unglingabókahöfunda sem munu sitja fyrir svör- um unga fólksins í pallborði. Íslensk málnefnd, Fræðsluskrifstofa Reykjanesbæjar og SÍUNG, samtök íslenskra barna- og unglingabókahöf- unda standa fyrir þinginu og er þetta í fyrsta sinn sem þessir aðilar taka höndum saman um að halda slíkt þing. Ari segir það vera sérstaklega mikilvægt að hlúa að lestri barna, enda sé hann stór hluti af þroska þeirra og það geri mikið fyrir þau að ná góðum tökum á lestri á unga aldri. Foreldrar og kennarar verði að hafa þetta í huga. Því sé mikið um vert að heyra börnin sjálf fjalla um þetta efni. Því er stundum haldið fram að bókalestur eigi undir högg að sækja í dag og þegar Ari er innt- ur eftir því hvort honum finnist sem börn lesi minna nú en áður, í ljósi aukins framboðs af skemmtiefni og afþreyingu, segir hann að svo sé ekki. Samkeppnin við sjónvarpið og aðra afþreyingu hafi ekki valdið því að bókalestur sé minni nú en áður. „Bókin er ekki í neinni sérstakri lægð um þessar mundir,“ segir Ari, sem hvetur alla sem láta sig málið varða að sækja bókmenntaþing. Bókmenntir | Bókmenntaþing ungra lesenda verður haldið á degi íslenskrar tungu Finnst börnum gaman að lesa?  Ari Páll Kristinsson fæddist í Stóru- Sandvík í Árnessýslu árið 1960. Hann lauk cand.mag.-prófi í ís- lenskri málfræði og kennsluréttindaprófi frá HÍ árið 1987 og hef- ur m.a. verið stunda- kennari, sérfræðingur á Íslenskri málstöð og málfarsráðunautur RÚV. Hann er einn þeirra sem hefur skipulagt bókmenntaþing ungra lesenda sem fram fer á degi íslenskrar tungu, 16. nóvember næstkom- andi en þar munu börn og unglingar flytja er- indi um ýmislegt sem tengist bókum. Deildakeppnin. Norður ♠G ♥1095432 N/NS ♦3 ♣KD983 Vestur Austur ♠D109752 ♠8643 ♥– ♥DG86 ♦764 ♦1082 ♣G752 ♣Á4 Suður ♠ÁK ♥ÁK7 ♦ÁKDG95 ♣106 Spilarar standa oft frammi fyrir því að þurfa að taka ákvörðun, sem engin leið er að styðja óyggjandi rökum – allir kostir í stöðunni eru markaðir nokkurri áhættu. Þetta er sérstaklega algengt í sagnbaráttu á háu nótunum. Í Deildakeppni BSÍ fyrir rúmri viku lenti Sveinn Rúnar Eiríksson í erfiðri stöðu með hin glæsilegu spil suðurs að ofan. Sveinn Rúnar vakti á sterku laufi (Precision) og vestur hindraði með þremur spöðum. Norður doblaði til að sýna 6+ punkta og austur hindraði frekar með hækkun í fjóra spaða: Vestur Norður Austur Suður – Pass Pass 1 lauf * 3 spaðar Dobl * 4 spaðar ? AV eru utan hættu, svo það er ekki mikið upp úr dobli að hafa. Kostirnir í stöðunni sýnast vera: fimm, sex eða jafnvel SJÖ tíglar. Sveinn Rúnar veðjaði á sjö tígla. Út- spilið var tromp og því hefði slemman unnist í 2–2-legu í hjarta. En svo var ekki í þessu tilfelli og spilið fór tvo niður. Augljóslega heppnaðist ákvörðun Sveins illa, en óskynsamleg var hún ekki. Makker gat átt lykilspilin (til dæmis laufás og DG í hjarta) og ef lauf- ásinn vantaði var hugsanlegt að vörnin þyrfti að taka hann strax. Með öðrum orðum; áhætta Sveins var útreiknuð – úr því að ágiskun var nauðsynleg var um að gera að giska á hæsta vinninginn. Úrslit mótsins urðu þau að sveit Ferðaskrifstofu Vesturlands vann fyrstu deild, sveit Garða & véla aðra deild og sveit Úlfsins vann þriðju deild- ina. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4. a3 Bxc3+ 5. bxc3 c5 6. e3 b6 7. Bd3 Rc6 8. Re2 0–0 9. e4 Re8 10. 0–0 Ba6 11. f4 f6 12. e5 Hc8 13. Dc2 f5 14. d5 Ra5 15. d6 Bxc4 16. Bxc4 Rxc4 17. Dd3 b5 18. a4 a6 19. axb5 axb5 20. Ha7 Ha8 21. Hb7 Hb8 22. Hxb8 Dxb8 23. Be3 Db6 24. Rc1 g5 25. Rb3 gxf4 26. Bxc5 Dc6 27. Bd4 Rg7 28. Df3 Dxf3 29. gxf3 Hc8 30. Ha1 Kf7 31. Ha7 Ke8 32. Kf2 Rh5 33. Ke2 Rb2 34. Rc5 Hd8 Staðan kom upp í heimsmeist- arakeppni landsliða sem lauk fyrir skömmu í Beer-Sheva í Ísrael. Hua Ni (2.603) hafði hvítt gegn Mikhail Mchedlishvili (2.564). 35. Rxe6! dxe6 36. He7+ Kf8 37. Hxh7 og svartur gafst upp þar sem endataflið er gjör- tapað eftir 37. … Kg8 38. Hxh5. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Hvítur á leik. Endurfundir skólasystra úr þýskum handverksskóla VETURINN 1953 og 1954 sóttu 44 stúlkur handverksháskólann Ditt- marscher Landesschule í Lunden, í Slésvík-Holtsetalandi, Þýskalandi, sem var virtur á alþjóðlegum vett- vangi. Nemendurnir komu víðsvegar að, svo sem frá Íslandi, Danmörku, Austurríki og Þýskalandi. Námið tók fimm mánuði. Endurfundir þessa árgangs hafa átt sér stað fjórum sinnum, í Þýska- landi ’63, ’73, ‘78 auk hálfrar aldar afmælis sem haldið var 2003. Við það tækifæri bauð samnemandi okkar, Dóra Jónsdóttir, okkur að koma til Reykjavíkur. Þáðu 14 úr þessum ár- gangi, frá Ameríku, Austurríki og Þýskalandi boðið og flugu hinn 21. júlí 2005 til Reykjavíkur. Nutu þar vel skipulagðra endurfunda sem og umfangsmikillar dagskrár. Hjartanleg gleði þessara endur- funda var undirstrikuð með „Ís- lands-hæðinni Dóru“ *, yndislegu ís- lensku sumarveðri með 20° hita og sól allan sólarhringinn og verður okkur ógleymanleg. Farið var í fjór- ar fjölbreyttar dagsferðir og fræddu Dóra og leiðsögumaður okkar, Auð- ur, okkur um land sitt á fróðlegan og yfirgripsmikinn hátt. Við þökkum öll hjartanlega fyrir þessa einstöku alþjóðlegu endur- fundi hjá Dóru Jónsdóttur í Reykja- vík á Íslandi. *í Þýskalandi er íslensk lægð ávísun á vont veður og rétt eins og fellibyljir fá hæðir og lægðir nöfn. Fyrir hönd skólasystra, Antje Karstens. Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Veðrið lék við skólasysturnar allan tímann sem þær dvöldu hér á landi. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Aflagrandi 40 | Félagsvist alla má- nud. kl. 14, viðtalstími hjúkr- unarfræðings kl. 9–11, leikfimi kl. 9 og boccia kl. 10. Vinnustofa opin alla daga kl. 9–16.30. Árskógar 4 | Bað kl. 8–16. Handa- vinna kl. 9–16.30. Smíði/útskurður kl. 9–16.30. Söngstund kl. 10.30. Fé- lagsvist kl. 13.30. Myndlist kl. 16. Bólstaðarhlíð 43 | Almenn handa- vinna, bútasaumur, samverustund, fótaaðgerð. Dalbraut 18–20 | Félagsstarfið er öllum opið. Handverksstofa Dal- brautar 21–27 býður alla velkomna virka daga. Halldór í Hollywood 24. nóv. Vínarhljómleikar 6. jan. 2006. Markaður 17. nóv. kl. 10–14. Elsa E. Guðjónsson textíl- og búningah. gestur á föstudag kl. 13.30. Kosið í notendaráð að loknu spjalli. Sími 588 9533. Félag eldri borgara í Kópavogi | Skrifstofan er opin í dag kl. 10–11.30. Félagsvist spiluð í kvöld kl. 20.30 í Gullsmára. Félag eldri borgara, Reykjavík | Brids í dag kl. 13. Kaffitár með ívafi kl. 13.30. Línudanskennsla kl. 18. Samkvæmisdans framh. kl. 19 og byrjendur kl. 20. Þriðjudagur: Bók- menntaklúbbur kl. 14.30. Sr. Auður Eir og Edda Andrésdóttir koma og kynna nýútkomna bók. Félagsmiðstöðin Gullsmára 13 | Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK í Gullsmára spilar alla mánu- og fimmtudaga. Skráning kl. 12.45 á há- degi. Spil hefst kl. 13. Kaffi og með- læti fáanlegt í spilahléi. Félagsstarf aldraðra, Garðabæ | Kvennaleikfimi kl. 9.15, 10.05 og 11, bókband kl. 10, glerskurður og postulínsmálun kl. 13 í Kirkjuhvoli. Spænska kl. 10.15 í Garðabergi og opið í Garðabergi kl. 12.30–16.30. Tölvur í Garðaskóla kl. 17. Félagsstarf Gerðubergs | Kl. 9– 16.30 vinnustofur opnar. Kl. 9.30 sund og leikfimiæfingar í Breiðholts- laug. Kl. 11 postulínsnámskeið. Frá hádegi spilasalur opinn. Kóræfing fellur niður í dag, æfing er á morgun kl. 14.30. Veitingar í hádegi og kaffi- tíma í Kaffi Berg. Sími 575 7720. Hraunbær 105 | Kl. 9 perlusaumur, almenn handavinna, kaffi, spjall, dag- blöðin. Kl. 10 fótaaðgerð, bæna- stund. Kl. 12 hádegismatur. Kl. 13.30 skrautskrift. Kl. 15 kaffi. Hvassaleiti 56–58 | Opin vinnu- stofa kl. 9–16 hjá Sigrúnu, silki- og glermálun, kortagerð. Jóga kl. 9–11. Frjáls spilamennska kl. 13–16. Böðun fyrir hádegi. Blöðin liggja frammi. Fótaaðgerðir 588 2320. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið er öllum opið. Fastir liðir eins og venju- lega. Félagsstarfið er öllum opið. Markaður/skartgripir kl. 11–14. Skrán- ing stendur yfir á Halldór í Holly- wood og Vínarhljómleikana 6. jan. 2006. Nýtt tölvunámskeið að hefj- ast. Uppl. 568 3132. Korpúlfar, Grafarvogi | Sundleikfimi í Grafarvogslaug á morgun kl. 9.30. Laugardalshópurinn í Laugardals- höll | Leikfimi í dag kl. 12.10. Norðurbrún 1 | Kl. 10.30 upplestur, kl. 9 smíði, kl. 13–16.30 opin vinnu- stofa. Sjálfsbjörg, félag fatlaðra á höf- uðborgarsvæðinu | Félagsheimilið, Hátún 12. Brids í kvöld kl. 19. Vesturgata 7 | Kl. 9–16 hárgreiðsla og fótaaðgerðir. Kl. 9.15–15.30 handavinna. Kl. 9–10 boccia. Kl. 11–12 leikfimi. Kl. 11.45–12.45 hádeg- isverður. Kl. 13–16 kóræfing. Kl. 13.30–14.30 leshópur. Kl. 14.30– 15.45 kaffiveitingar. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 9–12.30, bókband kl. 9–13, hár- greiðsla kl. 9–16, morgunstund kl. 9– 10, boccia og fótaaðgerðir kl. 10, handmennt almenn kl. 13–16.30, glerbræðsla kl. 13–17, frjáls spila- mennska kl. 13. Kirkjustarf Árbæjarkirkja | 7–9 ára starf í Norð- lingaholtsskóla kl. 15. Söngur, sögur, helgistund og leikir. Helgi og fyr- irbænastund í Hraunbæ 105 kl. 10– 10.30. Umsjón sr. Þór Hauksson og Krisztina Kallo Szklenár organisti. Háteigskirkja | Starf eldri borgara. Félagsvist kl. 13. Kaffi, söngur og upplestur. Hjallakirkja | Æskulýðsfélag fyrir 8. bekk er með fundi á mánudögum kl. 20–21.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía | Alfa 2 kl. 19–22. www.gospel.is www.alfa- .is. FÉLAGSKAPURINN Nýhil sem hefur staðið fyrir útgáfu á ljóða- bókum, ritsöfnum og skáldsögu hyggst í vetur standa fyrir metn- aðarfullri útgáfu á ljóðabókaseríu sem hlotið hefur nafnið Norrænar bókmenntir. Serían samanstendur af níu ljóðabókum eftir höfundana góð- kunnu Hauk Má Helgason, Ófeig Sigurðsson, Kristínu Eiríks- dóttur, Þórdísi Björnsdóttur, Val Brynjar Antonsson, Örvar Þór- eyjarson Smárason, Eirík Örn Norðdahl, Óttar Martin Norðfjörð og Steinar Braga Guðmundsson. Nýjil býður ljóðaáhugamönn- um þann kost að kaupa Norrænar bókmenntir í áskrift á aðeins 6.750 kr. og kemur fyrri pakkinn (4 bækur) út í nóvember og seinni pakkinn í apríl (5 bækur). Nýhil gefur út ljóðabækur Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.