Tíminn - 03.06.1970, Qupperneq 7

Tíminn - 03.06.1970, Qupperneq 7
MIÐVIKUBAGUR 3. iúní 1970. Fyrir ftm þa<5 Wl átta árum voru •fður felldar rannsóknir á þeim virkjunarmöguleikum, er þá voru áíitlegastír taldir í landi hér, og Alþingi hafði eiuróma lagt fyrir að hraða skyldi, en það var virkj- ttn Jökulsár á Fjöllum. Samtímis hóf embættisvaldið án fyrirmæla Aiþingis umfangsmiklar rannsókn- ir á virkjunarmöguleikum við Þjórsá. Og brátt varð það á allra vitorði, áður en niðurstöður voru fengnar um skilyrði þar, að Búrfellsvirkjun var fyrirfram á- kveðin sem fyrsta stórvirkjun á íslandi. Saga þeirrar virkjunar er alþjóð kunn. Erlend stóriðja fær meginhluta orkunnar frá Búrfels- virkjun undir kostnaðarverði en þjóðin býr við skort á orku eftir sem áður. Sá skortur er fyrir heridi í flestum byggðum landsins eða öllum. Öllum er hinsvegar ljóst, að orkan er afl þeirra hluta, sem gera skal. Afkoma þjóðarinnar sem heildar, og hvers eistaks byggðar- lags byggist í sívaxandi mæli á orku til aimennings þarfa. Orka úr ekauti íslenzkrar náttúru (vatns afl, jarðhiti1) varðar ekki aðeins iífsþægrnffi þegnanoa, heldur jafnvei fyrst og fremst og í sívax- andi mæli afkomumöguleika þeirra, «nstaklinga og byggðar- iaiga. Orkan er nauðsynleg og not- hæf tíl atvi nuusköpun ar svo a'ð segja jafnt um aliar byggðir Jands- ins, blóðgjöf byggðarlaga í nútíma- kegum skilnijigi. Sú kenning, sem emstakir séríræðingar hafa flutt, að viss héruð landsins (dreifbýlið) hafí sárafibla eða náiega enga þörf fyrir atarennmgsorku, byggist á raunalegri þröngsýhi, og er í full- komnu ósamræmi við eðlilega þróun. Nú er fullyrt, að Búrfellsvirkjun nr. 2 verði næsta stórvirkjun á landi hér. Stór-Reykjavík var af- skipt, þegar ráðstafað var orku Búrfellsvirkjunar nr. 1. Stór- Reykjavík er því vanvædd í dag með tilliti til ' orkumála. Heyrzt hefur hinsvegár, að álverið við Sbraumsvik muui verða aðalnot- andi orkunnar frá Búrfellsvirkjun nr. 2. Bara að sagan endurtaki sig ekki, þegar til skipfa kemur. En hvað liður orkumálum Norð- ur og Austurlands? Með hverjum hætti verður þessum landshlutum blóðgjöf veitt? Þótt margt skorti hér á, miðað við þéttbýlið svo sem mennfunar- og samgönguskilyrði, heilbrigðiþjónustu, fjármagn og flcira, mun orkuskorturinn vera þyngstur á metunum til kyrrstöiðu og eyðingar byggðanna. Þegar rannsóknum á Dettifoss- svæðinu var skyndilega hætt á síðasta snúningi fyrir átta árum, en horfið að því að virkja við Búr- fell, sögðu sérfræðingarnir, að Dettifoss yrði næstur. Það virðist ekki hafa verið af alvöru mælt. í stað þess er ákveðin önnur virkj- un við Búrfell, sogdæla nr. 2 fyr- ir Stór-Reykjavík. Því er að vísu fleygt nú, að leggja megi raflínu frá Búrfellsvirkjun nr. 2 norður yfir hálendið til Eyjafjarðar um öræfi og vegleysur. Ég held þó ekki væri annað en viðhald og eft- irlit slíkrar línu, einkum að vetr- arlagi, nægi þaö eitt, tii að útiloka hugmynd þessa. Enn hefur tækn- in ekki náð fullum yfirráðum gagn- TÍMINN 7 DETTIFOSS mikið rannsakaðir, að unnt sé að taka afstöðu til þeirra, né velja á milli, þó er látið að þ\ú liggja, að vihkjun Dettifoss muni veita ódýrari orku. Samkvæmt upp lýsingum Orkustofnunarinnar munu nauðsynlegar undirbúnings- rannsóknir á báðum þessum stöð um koma til með að kosta mikið fé, nokkra tugi millj. króna og muni þær standa yfir árið, sem er að líða og hið næsta. Þegarþess ar staðreyndir eru hafðar í huga, læðist að manni sá grunur, að til standi að endurtaka söguna frá 1962. Þegar Búrfellsvirkjun var tekin fram yfir Dettifossvirkjun að lítt rannsökuðu máli. Vissulega hefðu umræddar rannsóknir átt að vera framkvæmdar fyrir löngu svo mjög er orkuþörfin dreifbýlinu tilfinnanleg, en það réttlætir ekki það a® taka örlaga ríkar ákvarðanir blindandi. Þegar um tvo kosti er að velja í stórmáli ber að gera upp á milli þeirra. Það uppgjör verður að byggjast á hlutlausri rannsókn en ekki á hreppapólitík, ella kann illa að fara. Það má ekki henda, að stórvirkjun sé ákveðin, rétt áður en staðreyndir um valkosti liggja fyrir. Fyrir átta árum var það álit BJORN HARALDSSON: DETTÍFOSS vart höfuðskepnunum. Er einsætt að slá því föstu, a® orkuþörf Norð- udands og Austurlands, verður einungis leyst með þvi að fram- leiða orku á hagstæðum stað eða stöðum í þessum landsfijórðungum. Og skiiyrði til orkuframleiðslu fyrir þetta svæði, eru fyrir hendi, ef til vill þau hagstæðustu á landi hér. Orkumál Norður og Austurlands hafa legi® í dvala næstum í átta ár. Á Akureyrarfundinum 1962, þar sem saman voru komnir fulltrú- ar frá nálega öllum sýslum og kaup stöðum í tveim landsfjórðungum ásamt viðkomandi alþingismönn- um, var samþykkt einróma, að keppa að virkjun Jökulsár á Fjöll- um (Dettifossvirkjun) og nefnd nokkurra embættismanna og þing- manna kosin til að koma því máli áleiðis. Lítið hefur borið á störfum þeirrar nefndar. Á síðustu misser- um svefntimans hefur hinsvegar bólað á nýrri hugmynd um vatns- virkjun í Þingeyjarsýslu, svokall- aðri Glúfurversvirkjun og Efri-Lax- árvirkjun. Hugmyndin um Gljúfur versvirkjun er komin frá stjórn eldri virtkjunarinnar, sem er fyrir- tæki Akureyrarbæjar með aðild ríkissjóðs. Virkjun þessi var lengst af miklum truflunum há®, en sem fyrirtæki hefur hún skilað eig- endum sínum góðum peningi að sögn. Hin nýja virkjun mun vera hugsuð sem viðauki við þá eldri og þar með fyrirtæki eins bæjar- íélags. Þetta eitt fyrir sig finnst sumum möguleikum notendum ork- unnar ekki viðkunnanlegt form, Annað vafaatriði við hugmyndina, er mikil röskun vatnsfalla og byggð ar og hugsanlegar, ófyrirsjáanleg- ar breytingar og/eða eyðing verð- mæta auk mannhættu vegna 57m hárrar jarðstíflu í mynni Laxár- dals. Harðar deilur hafa staðið nú um sinn á öllum sviðum fjölmiðlunar út af virkjunarhugmynd þessari. Ljóst er af þeim umræðum að rann Sókna er vant á veigamiklum þátt- um málsins og jafnvel óvíst, hvort fyrirfram gerðar rannsóknir geta skorið úr um ýmsar grunsemdir í sambandi við hugmyndina. Án þess að taka beina afstöðu til hinnar djúpstæðu deilu út af Gljúfurvers- virkjun, lít ég svo á, að rétt sé að taka frest í málinu og snúa sér í þess sta® að annarri lausn í orku- málum dreifbýlisins, virkjun Detti- fosssvæðisins. í merku riti frá Efnahagsstofn- uninni, svokallaðri Norðurlands- áætlun, sem út kom í síðastl. ágúst- mánuði og sent hefur verið bæjar og sveitarstjórnum á Norðurlandi, en mun vera lítt kynnt þar fyrir utan, eru upplýsingar fengnar frá Orkustofnuninni um Dettifossvirkj un og Efri-Laxárvirkjun. Af riti þessu er ljóst, að á hvorugum staðn um eru viitkjunarmöguleikar það visindamanna, áð umhverfi Detti- foss biði upp á góð skilyrði fyrir vatnsveg neðan jarðar, en slíkt er veigamikið atriði í sambandi við stórvirkjun. Síðar, eða um það bil, er Búrfellsvirkjun var í bygg- ingu, kom upp sé kvittur, að Detti fosssvæðið kynni að vera svo sprungið, að þar væri hætt vi@ jarðleka. Mér vitanlega hefur ekk- ert verið sannað um þann hugsan- lega leka og vonandi er hann tóm- ur hugarburður. Engu að síður er sjálfsagt að fá úr því skorið með rannsókn. Séð hef ég í opinberu plaggi minnzt á ísvandamál í sam- bandi við Dettifossvirkjun og væri það órannsakað. í Jökulsá á Fjöll- um er ekki um neitt ísvandamál a@ ræða hliðstætt því, sem er í Þjórsá. Stafar þaö af því, að Jökulsá er undir lagís frá hausti til vors vetur hvern langleiðina frá upptök um norður að Dettifossi og þar af leiðandi algerlega varin fyrir í- burði og hverskonar ísmyndun. Hægt er að velja um a. m. k. tvær stærðir virkjunar á Dettifoss svæðinu. En hver stærð, sem val- in verður, er stóriðja sjálfsög® af- leiðing. Sama gildir um fullbúna Laxárvirkjun eins og hún er hugs- uð. Staðsetning stóriðju í sambandi við Dettifossvirkjun er rannsókn- arefni. Timabundið atvinnuleysi á Eyjafjarðarsvæðinu má þar engu um ráða, enda flutningur megin orku Dettifossvirkjunar þangað vafasöm sakir langræðis, og engin afsökun, þótt meiri vegalengd hafi orðið aö flytja orkuna frá Búr- fellsvirkjun. Það er um marga staði að velja mikiu nær Detti- fossi, en Dagverðareyri vestan við Eyjafjörð. Tveir staðir við Axar- fijörð koma mjög til greina, Lón inn af Fjallahöfn og Leirhöfn. Á báðum þessum stöðum mun vera nægilegt dýpi stórskipum, útilok- að frá sjávarróti. Innsiglingar- rennu þarf að gera á báöum þess- um stöðum. í Saltvík innan við Húsavík eru að sögn skilyrði til hafnargerðar. Húsavik og Raufar- höfn koma einnig mjög til greina fyrir stóriðju. Eru þá taldir fimm staðir í nágrenni við Dettifoss mögulegir fyrir stóriðju, en fieiri munu gela komið til greina. Alla þessa möguleika verður að skoða ítarlega, áður en í þa@ væri ráðizt, að stofna til hafnargerðar við Dagverðareyri vegna Dettifoss virkjunar. Vegalengdir frá væntanlegri Dettifossvirkjun eru til Fjailhafn- ar 39 km, til Húsavíkur 50 km, til Saltvíkur sama vegalengd, til Leir- hafnar 64 km og til Raufarhafnar 76 km. Vegalengdin til Dagverðar- eyrar hinsvegar ca 110 — 140 km. Um áraibil hefur orðið bygigða- kjarni verið vinsælt og af sumum notað sem eins t°nar töfraorð. Bkki skal hór lítið gert úr (þeim ■ kostum, sem slíkir 'kjarnar hafa að hjóða fram yfir strjálbýii, en , hugmyndir eða kenningar um stofnun og eflingu þeirra eru hins , vegar nokkuð sundurleitar. Er svo að sjá, að hér greinist menn í tvo hópa. Annar hópurinn lítur svo á, að þar sem noikkur byggð er fyrir, eigi að au;ka við hana þar til, byggðin er orðin hæfileg þjón- ustu-eining. Síðan á að fara að stofna til afkomumöguleika fyrir f'ólkið, sem þarna hefur telkið sér búsetu, stofna til útgerðar, iðnað ar eða annarra þeirra atvinnu- greina, er möguleikar þykja. Hin stefnan viðkomandi byggðakjarna er sú, að skilyrði til lands og sjávar eigi öllu að ráða um stað- setningu byggðakjarna. Koma þá fyrst og fremst til greina góðar hafnir eða hafnarskilyrði, skiiyrði til virkjunar vatnsafls eða jarð- vaivna, ræktunarsikilyrði, veður- sæld, samgongumöguleifcar o.£L Segja má að þessar tvær and- stæðu stefnur fjalli um það, Ihvort eigi að ráða byggðaþróuninni, þjóð in eða þjónustar. við þjóðina, af- komumöguleikarnir eins og þeir blasa við nútíðinni eða úrelt við- horf fortíðarinnar. Ég hygg, a@ þjóðin og niögulei'karnir eigi hér að ráða, en þjónustan að laga sig. eftir þörf þjóðarinnar og ekipu- lagið eftir möguleikunum. Norðlendingafjórðungur hefur orðiS fyrir meira fólkstapi á síðari tímum en aðrir landsfjórðungar. Fólkið hefur flutt til Stór-Reykja vikur. Ef ég man rétt, nemur brottflutningur fólks úr Norðlend ingafjörðungi umfram það, sem inn hefur fiutt, ellefu þúsund manns á síðasta áratug, nemur þetta allri mannfjölgun og nofckru betur. Þetta er blóðtalka, sem byggðin þolir eigi. Haröast kem- ur fólkstapið niður á drcifbýfinu. Mörg eru dæmi þess hér á landi, þegar nokkrir einstaklingar hverfa burt úr dreifbýli, að þeir, sem eftir sitja neyðast til að bregða búi, yfirgefa lönd og eignir og hverfa til annarra staða, óvissra og stundum rýrari iífskjara. Fara þá í eyði sveitarhlutar, jafnvel heilir hreppar vegna fámennis, enda þótt lífsmöguleikar séu í meðallagi eða betri. Ekki leikur það á tveim tungum, að ástœðan fyrir þessari óheillaiþróun er mis- munun á þjónustu milli dreifbýlis Framhald á bls. 14

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.