Tíminn - 03.06.1970, Side 8

Tíminn - 03.06.1970, Side 8
8 TIMINN MIÐVIKUDAGUR 3. júní 1970 Rannsóknir á sjúkdómum nytja- fiska eru mjög aðkallandi Guðmundur J. Kristjánsson er íslendingum aff góffu kunnur, bæði fyrir störf sín við bólu- efni og sýklarannsóknir á Rann sóknarstofu Iláskólans — og ekki sízt fyrir hin margþættu félagsstörf sín, fyrst og fremst þau er varða veiðimennskuna. Hann hefur verið formaður Landssambands ísl. stangveiði- mainna1 frá 1959 og fyrir mörgu góðu beitt sér í þeirri stöðu sinni — og mörgu góðu fengið áorkað. Þar sem lax- og silungsveiði sumarsins er nú hafin í ám og vötnum lantls okkar fór ekki lir vegi að við föluð- umst eftir viðtali við Guð- mund — og þá fyrst og freinst um veiðimennskuna. En eins og íslendinga er vani lék okkur forvitni á að fræðaist fyrst smávegis um hann sjálfan. — Ég fæddist á Sveins- eyri við Dýrafjörð fyrir tæp- um 59 árum og foreldrar mín- ir voru Kristjáu Jóhannsson skipstjóri og Guðmunda Ólöf Guðmundsdóttir. Dvaldi ég 'heima á Sveinseyri til fjóitán ára aldurs en íór þá að heim- an til að vinma fyrir mér J/g stiundiaði í fyrstu ýmsa vixmu var m.a. á sjónum um nokk- urt skeið — bæði á fiskiskip- um og farskipum. Þá réðist ég til Rannsóknarstofu Háskólans og mam þar gerla- og sýkla- rannsóknir í fijögur ár og sótti um leið, í sambandi við námið, tíma í lækmadeild Háskól- ans. Síðan hef ég starfað á Rann sóknarstofunni — og frá 1963 hef ég verið deildarstjóri við bóluefnis- og sýklaætisdead- ina. — Þú Iiefur snemma fengið áhuga á veiðimennskunni? — Já, það vair fljótt sem ég fékk áhugann. Þegar ég var 8 ára gamall var ég vikapiltur á sveitabæ heima í Dýrafirði. Aðalstarf mitt var að sitja yfir ánum og kom þá oft fyrir að mór leiddist yfirsetan og lagði leið mína niður að bæjarlækn um til að veiða. Ekki fannst mér nú samt bæjarlækurinn veiðisæll því að mér fannst brönauuijar heldur litlar — og fannst þær stækk? f”iv sem þolinmæði uun v..r fijott rokip út í veður og vina tók ég til þess ráðs að stífla bæj- arlækninn. Því næst sótti ég þvottabala húsmóður minnar, fyllti hann af vatni og veiddi síðan bröndumiar með hönd- unum og lét þær í balann. Ég ætlaði mér sem sagt að a!a bröndurnar upp í þvottabalan- um .En ekkert hafði ég þó út úr því, nema skammir fyrir til- tækið — og bröndurnar dóu, auðvitað vegnia súrefnisskorts þótt ég vissi e'kki þá banamein þeirra. Einhver mun líka hafa haft orð á bví að vonlaust væri fyrir mig að stækka fiska þessa — þetta væru víst bara horn- sDi. —Nú hefur þú sem for- maður Landsambamds ísl. stangveiðimanna, marg* á döf- inni um veiðimálin og mörgu í að rekast I þeim málum. Eitt er það mál, sem mikið hefur verið rætt um nú að undan förnu og það er saía veiðileyfa ViStal við Guðmund J. Kristjánsson, form. Landssamb. ísl. stangveiðim. í íslenzkum ám og vötnuin til erlendra sportveiðimanna. — Jú, svo sannarlega er það mál ofiairlega á baugi hjá okkur ísl. stangveiðknönniur . Hins veg ar verður að geta þess að Land samband stangveiðimanna er ekki leigjandi að neinu íslenzku veiðivatni éða veiði- á og þá að sjálfsögðu ekki heldur endurseljandi að nein- um veiðiréttindum. Samt sem áður hefur Landsambandið fylgzt nokkuð með þróun þess ara mála, án þess þó að geta fengið endanlegar upplýsingar. hvorki um leigu veiðiréttinda né endursölu á þeim. Ásókn útlendra sportveiði- manna í íslenzk veiðivötn og ár, hefur margfaldazt á síðustu árum, sem vitað er, vegna fjármálaþróunarinnar i land- inu sjálfu fyrst og fremst. Þau veiðileyfi, sem íslenzkum veiði- mönnum þótti meira en nógu dýr fyrir, eru nú orðin smá vægileg og ódýr í augum út- lendra veiðimanna. Þeir hafa því í æ ríkari mæli reynt að tryggja sér aðstöðu tál sport- veiða í íslenzkum veiðivötnum ýmist beint í gegnum veiði- ■ réttareigendur sjáifa, ferða- skrifstofurnar, einstaklinga, sem tekið hafa íslenzk vötn og ár á leigu, meö það höfuðsjón- ormið að endiurleigja þau út- lendingum í gróðaskyni — og svo loks að einhverju leyti í gegn um félög stangveiði- manina. Nú er sízt við því að amast að landinu áskotiiist tekjur af viðskiptum í þessum efnum við erlenda aðila. Þetta sjónar- mið eir ríkjandi hjá íslenzk- um stangveiðimönnum En þeir álíta líka að vegna slíkra \dð skipta, þurfi þeir ekki að úti- lokast frá íslenzkum veiðivötn- um og ám, þrátt fyrir erfiða Guðmundur J. Kristjánsson. samkeppnisaðstöðu í bili, ef rétt og skynsamlegt skipulag þessara mála væri iekið upp í samvinnu milli ianrlssamtaka veiðiréttareigenda og landssam- taka stangveiðimanna, fyrir for göngu opinberra aðila. i - — En hvað um vírus- sjúkdóm þamn, sein nú er í brezka laxstofninum. Er hætta á því að hann berist hingað til landsins? — f þýzka blaðinu „Der Spiegel" birtist grein á s.l. sumri þar sem sagt er að víru- sjúkdómurinn breiðist ört út í laxastofninum brezka og hafi drepizt á skömmum tíma yíir 100 þús. laxar í einni dýrustu Laxveiðiá Bretlands. Sterknr grunur leikur á þvi, að vatna- fiskisjúkdómur þessi, geti bor- lizt með veiSJibúnaði veiði- manna. Það gæti því gerzt að sjúkdómur bærist hingað með veiðimönnum sem þaöan koma. tál veiða í ísl. ám og vötnum, ef ekkert er að gert. Tvö s.l. sumur hefur landbúniaðarráðu- neytið birt aðvörun í blöðum varðandi sjúlkdóm sem kallaður er roðsárveiki, þar sem skorað er á veiöieigendur og leigutaka veiðivatna hér á landi, að þeir annist sótthreinsun veiðitækja og veiðistígvéla, áður en veiði er hafin hér í ám og vötnuim, leiki grunur á að tæki þessi hafi verið notuð við veiðiskap í írlandi eða Bretlandi. Ég hef sterkan grun um að þetta hafi farið fram hjá mörgum sem á var skorað og jafnvel ekki nógu vel fylgt eftir hjá þeim sem eftir tóku og framkvæma áttu sótthreinsunina, sam- kvæmt auglýsingu ráðuneytis- ins. Verður að telja það skyldu okkar að gæta ítrastu varkárni í þessum efnum. Ég tel því orð ið timabært að lögbinda sótt- hreinsun á veiðitækjum og búnaði þeim sem hingaið kem- ur á vegum veiðanna og sannað er að notaður hafi verið við vatnjafiskiveiðar í þeim lönd- um, sem næmir vatniafiskasj úk dómar gera vart við sig. Því miður er það staðreynd að við íslendingar eigum enn þá engan sérfræðing á sviði vatnafiskasjúkdóma þó nokkr- ir séu þeim rannsóknum kunn ugir úr námi sínu á öðram svið- um og á ég þar við fiski-. gerla og sýklafræðinga. Því er sann- arlega tími tii kominn að við íslendingar sem höfum stund- að og stundum enn fiskveiðar, sem aðalatvinnu grein lands- manna, förum að leggja nokk- uð af mörkurn, svo að þjóðin geti eignazt sérmeantaðan mann í fiskasjúkdómum. í Bandaríkjunum hafa fiskifræð- ingar farið í framhaldsnám við víkjandi rannsóknum á fiska- sjúkdómum, en í Evrópu hafa ViS laxveiSi það aðallega verið þeir aðilar er lært hafa dýralækningar, sem hafa farið þair í framhaldsnám í rannsóknum á vatnafiska- sjúkdómum. Raninsóknir á sjúkdómum nytjafiska hér á Landi tel ég nú orðið það aðkallandi, að athug- andá væri aö fá hingað erlend an sérfræðing til þeirra starfa, meðan við værum að byggia upp okkar sérfræðing til að stjórna þeim rannsóknum hér lemdis. Það er emgin vafi á því, að hér á Landi ©ru mun fleiri fiskasjúkdómar en okkur er kunnugt um, þótt .sennilegt sé að engir þeirra séu alvarlegir. Þetta er aðkallandi vegna fiskiræktar og fiskeldis, sem færist mjög í aukana hér á lancji — og er það vel. Fiski- rækt sem búgrein getur orðið arðvænileg atvinraugrein í land inu, sé vel á stað farið og á haldið. Ég tel það því fyrsta skilyrði við uppbyggingu slíkr- ar atvinnugreinar að fiska- stofninn sem á er byggt, sé hraustur og sóttvarnir í sem fuHkomnasta lagi, því að erfitt getur orðið að uppræta suma sjúkdóma ef þeir ná útbreiðslu í fiskiræktarstöðvum, eins og reynslan hefur sýnt í öðrum Löndum, þar sem sjúkdómar hafa herjað. — Þá hefur baráttan gegn laixveiði í sjó — í N-A.tlants- hafi — verið ofarlega á baugi hjá ykkur? — Úthafsveiði á laxi hefur mjög komið við sögu — ein kum á s.l. ári, enda þá hafin alþjóðleg barátta tii þess að binda á hana enda. Samtökjn „The Atlantic Saknon Resevch Trust Co“ efndu til alþjóða- ráðstefnu um þetta mál, í ap:íl í fyrra. Voru þar mættir full- trúar flestira landa, sem. eiga hagsmuni að gæta á þessu sviði, og sýndu stórþjóðimar, Bandaríkin, Sovétríkin, Bret- laind og Kanada þar mikinn áhuga á stöðvun veiðanna. Var samhljóða ályktun þar sam- þykkt, þair sem skorað var á ríkisstjórrair landa við N-At- landshaf að stöðva veiðamar. Nokkra sí'ðar var haldin ráð- stefna Norðau^ tur-Atlants- hafsnefndarinnar um veiðar. Þar var samþylikt. að beinia þeim tilmælum til ríkisstjóma þeirra ianda, sem veiðamar stunda, að þær yrðu stöðvaðar. Það var svo fyrir skömmu að tókst að gera alþjóðasamra- ing um verndura Laxastofnsins — eru 14 þjóðir aðilar að samraingnum. N-Atlaradshafs fiskiveiðanefndin ákvað að i samráði við stjómir viðkomandi landa verði laxveiði böranuð frá 1. júlí til 5. maí. Með þessu er því aðeins leyfilegt að veiða lax 57 daga á ári. Tekur banra- ið gildi 1. janúar n.k. og gild- ir í tvö ár til að byrja með. Við laxveiðimenn hér erum þó ekki ánægðir með þennan samn irag vegraa þess að úthafsveiðl á laxinum er einmitt leyfð á því tímabili sem laxinn er á leið upp að ströndinoi. Það verð- ur að stefna að því að banraa alla úthiafsveiði — fyrr verð- um við ekki ánægðir. FramhaiO á bls. 14

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.