Tíminn - 11.06.1970, Blaðsíða 3

Tíminn - 11.06.1970, Blaðsíða 3
FUHMTUDAGUR 11. júní 1970. TÍMINN Pyrir skömmu birtist hér í blaðinu frétt um, aö skipasmíðastööin Bátalón hf. f Hafnarfirði hefði gert samn- Ing við indverska útgerðarféiagið Indo-lcealandic Fisheries Private Ltd. um að gera tvö 67 lesta stálfiskisJdp ♦yrir, það útgerðarfélag. Þessi my.nd var tekin þá í skipasmíðastöð Bátalóns hf. og á myndinni eru þeir fieyd Ibrahim framkvæmdastióri indverska útgerðarfélagsins, Sigmundur Bjarnason, stjórnarform. Bátalóns l»f., Þorbergur Ólafsson, framkvæmdastióri Bátalóns hf. Einar Sturiaugsson verksti. í skipasmíðastöðinni og Ingóffur Árnason umboðsmaður Indverjanna. Flugfélagið gefur 1200 manns kóst á ferðum til Kanaríeyja Kf—Reykjavik, miðvilnidag. Á gamlársdag mnn fyrsti hópur íslendinga fara með Flugfélags- þotunni Gullfaxa í fimmtán daga vetrarleyfi til Kanaríeyja, þar sem w ríkir sumar og sól. Er þessi nýjung Flugfélagsins í samræmi við þingsályktunartillögu, sem samþykkt var á síðasta Alþingi, um vdtrarorlof. Forstjóri Flugfélagsins Örn O. Jdhnson, Birgir Þorgilsson yfirmað ur millilandaflugs og Sveinn Sæ- mamdsson blaðafulltrúi, skýrðu MafðamömHim frá þessari ný- breytrd í dag, en áður hafði ferða- skrifetofumrm verið kyentár þess- ar ferðrr. Flugfélag Islands hefir í langan tím-a baft til athugunar að taka upp ódýrar hópferiðir til suðlægna landa yfir veturiim, þar sem lands- mean gætu notið sumans og sólar, en<ja þótt þá sé kaldasti támi árs- ins hér á landi. Boeing þota félagsins „Gull- fiaxl“ mun verða notuð til ferðanna Flugfélagið hefir tryggt farþegum sínum gistirými á Kanaríeyjum, bæði á gistihúsum af mismunandi verðflokkum, svo og í gestaíbúðum sem eru mjög vinsælar þar syðra. r--------—--------------1 SumarleyfisferS FR FJÖGUR SÆTI LAUS Af sérstökum ástæð- um eru fjögur sæti laus i Sumarleyfisferð Framsókn- arfélags Reykjavíkur til Evrópu. Lagt verður af stað frá Reykjavík 18. júni og komið aftur 7. júli. Þeir, sem hafa áhuga á ferð þess- ari geta haft samband við Guðmund Tryggvason á skrifstofu Framsóknar- flokksins. Hringbraut 30, sítni 24480. ------------------------- Flestir gististaðir eru í Las Palmas á eyjunni Gran Canaria, og enn fremur utan við borgina á bað- ströndinni Playa del Inglés, sem er við ausbanverðan suðurodda eyjarinnar. Ódýrar sólarferðir Sem að framan segir eru gisti- staðir í mör.gum mismunandi verð flokkum, og ennfremur geta ferða- mennirnir valið um hvort þeir vilj'a gistingu með öllum máltíð- um dagsins á sama stað eða aðeins með morgunverð. í hinum svoköll- uðu ferðamannafbúðum er að jafn- aðí eldhúskrókur, þar sean gestir geta matreitt fyrir sig smærri mál- tíðir, en auðvelt er með aðdrætti, þar sem kjörbúðir hafa mjög fjöl- breyttar vörur á boðstólum. Dvelji ferðamenn á hótelum, er sem fyrr segir um margt að velja, frá ein- földum fenðamannahótelum til Luxusgistihúsa. Verð fer að sjálf- sögðu eftir þvi hvemig búið er. Sé búið í ferðamannaibúðum er verð þessarar 15 daga ferðar ótrú- lega lágt, eða um kr. 16 þús., þegar tekið er tillit til þess að dvalið er á Kanarfeyjum á mesta ferðamanna tímanum og að vegalengdin þang- að er meiri en t.d. til New York. Innifalið í þessu verði eru ferðir til og frá íslandi, gisting og morgunverður. Veturinn rétti tíminn til sólar- ferða: Kanaríeyjar liggja á 28 gráðu norður breiddar gefur að skjlja að þar er sól og sumar allt árið. Mestur er ferðamannastraumurinn á eyjunum yfir veturinn, eða frá 1. október til 30. apríl. Fyrir okk- ur sem svo norðarlega búum, er veturinn því hin rétti tími til sól- aTferða. Lágt verðlag: Verðlag á flestum nauðsynjum er mjög lágt á Kanaríeyjum. Enn- fremur eru þar tollfrelsi á ýmsum hlutum. Listiðnaður er frá fornu fari mikill á eyjunum og geta ferðamenn keypt fallega og verð- mæta hluti fyrir ótrúlega lágt verð. Skemmtanalif er fjölbreytl og við allra hæfi. Allt frá brúðu- leikhúsum ' til skemmtistaða, sem eru opnir allan sólarhringinn. Þó er völ á ýmis konar tómstundaiðju þar syðra. íslenzkir fararstjórar: í þessum ferðum Flugfélags ís- lands til sólarlanda næsta vetur, veriða reyndir íslenzkir fararstjór- ar með í hverri ferð. Þeir munu að sjálfsögðu leiðbeina ferðamönn- um og leysa vanda þeirra í einu og öllu. Meðal annars um ferðalög innan eyjunnar Gran Canaria og til annara eyja í klasanum, svo sem til Tenerife o.fl. Ekkj er fráleitt að hugsa sér að fyrirtæki, sem ill-a geta séð af starfsfólki sfnu yfir sumarið, muni nú í stáð þess að láta því eftir sumarfrí á hefðbundnum tíma, styrkja hópa þess til ferðar til Kanaríeyja. Þar með vinna fyrir- tækin tvennt: Hafa fullan starfs- kraft yfir annatíman sumarsins og auðvelda starfsfólkinu ferð til Framhald á bls. 14. Vann í ritgerðar samkeppni Barnablaðið Vorið og Flugfé- la'g íslands efndu til ritgerðar- samkeppni um efnið: London, höfuðborg og samgöngumiðstöð. Verðlaunin voru ókeypis ferð með Gullfaxa, þotu Flugfélags íslands, til London í sumar og skoða þar hina heimskunnu stór- borg. Alls bárust 15 ritgerðir í þess- ari asmkeppni, en verðlaunin hlaut Valhildur Jónasdóttir, Hrafnagilsstræti 23, Akureyri. En bókaverðlaun hlutu: Droplaug Sveinbjarnardóttir, Aragötu 1, Reykjavíik; Gerðar Rúnar Árnason Böðmóðsstöðum, Laugardal og Hulda Hafdís Helgadóttir, Esju- braut 7, Akranesi. Um ritgerðirn ar dæmdu: Eiríkur Sigurðsson, ritstjóri Vorsins, Sveinn Sæmunds son, blaðafulltrúi og Kristján skáld frá Djúpalæk. 3 KEMUR Á HRAÐBATNUM TIL REYKJAVÍKUR I DAG SB—Reykjavík, miðvikudatg. Hafsteinn Sveinsson er kominn til Vestmannaeyja eftir 3ja vikna siglingu á hraðbáti frá Kaup mannahöfn., en þaðan lagði hamn upp 15. maí s. 1. og var einn um borð. Hafsteinn fór til Noregs og keypti bátinn, sem er 20 fet glassfiberbátur, og kostaði rúm 300 þúsund. Síðan fór hann til Kaupmíínnahafnar og svo hófst ferðin til íslands. Blaðið liafði sam band við Hafstein í dag í Vest mannaeyjum og sagði haain okkur ferðasöguna í stórum dráttum: Ég fór frá Kaupmiannahöfn 15. maí og stefndi yfir til Shetlands eyja. Þegar ég var um það bil hálfnaður, snarstanzaði vélin. Þarna var vont í sjóinn, suð-vest an sex vindstig og norðan illviðri nýáfetaðið. Ég fór að brasa við mótorinin og í ljós kom, að brunn ið hafði mótstaða. Þarna var ég á reki í 3 tfcna og ’’að er vást, að þeim tímum gleymir maður ekki strax. Loksins gat ég t ngt fram hjá í vélinni og komið henni í gang. Efltir 22 tíma sigliagu komst óg svo til Shetilandseyja. Síðan gekk M'lt vel og ég toomst til Færeyja og lagði síðan af stað þaðan oig heim 4. júní. Með mér frá Færeyjum kom íslendingur, Þokast í áttina KJ-Reykjavík, miðvikudag. Sáttafundinum, sem boðaður var klukkan níu í kvöld lauk um klukkan ellefu, og var annar fundur boðaður með deiluaðilum klukkan níu annað kvöld. Þá munu undirnefndir starfa í fyrramálið, til að ræða einstök atriði. Svo var að heyra á samningamönnunum, að eitt- hvað væri að þokast í áttina aftur. Domus Medica stækkar Agúst Alfreðsson, frá Reykjavík, sem hefur unnið í Færeyjum um tíma. Ég var hálihræddur við að taka farþega, því aldrei er að vita, neima fólk geti verið sjó- veiikt eða orðið hrætt, en þetta gekk alveg prýöðilega og ég hef ekkert út á Ágúst að setja. Við komum til Hafnar að kvöldi 5. júní eftir sólarhrings siglingu f allgóðu veðri. Hafstein.. kom til Vestmanna eyja í dag og ef veður leyfir og guð lofar, leggst hann.að bryggju við Hafnarbúðir í Reyjjavík, kl. 18,30 annað kvöld. Raudi krossinn aðstoðar Perúmenn Rauði kross íslands sendi í dag Perumönnum samúðarkveðjur vegna neyðarástandsins af völdum jarðskjálftanna þar í landi. Al- þjóða Rauðakrossinum og Rauða krossi Perú voru í da£ símsendar kr. 42.000,00 frá Rauða krossi ís- lands, sem verja skal til hjálpar- starfseminni í landinu. EB-Reykjavík, mi'ðvi'kudag. Á borgarráðsfundi 5. júní var lagt fra mbréf stjórnar Domus Medica, varðandi lóð undir bygg- Grímsey: Vantar salt á þorskinn GJ—miðvikudag. Nú er grásleppuveiðinai lokið og menn farnir að veiða þorsk í staðimn og það er mjög mikii veiði. S^miiega gekk á gráslepp unni, það voru ekki nema 6—8 menn, en 200 tunnur fengust og 8 þúsund fyrir tunnuna, svo þetta er gott. Verkföllin hafa engin áhrif haft hjá oklkur tii bessa, nema hvað bátar hafa fcomið hingað til að taka olíu. Bensín er hér ekkert að fá, því við höfum enga bíla, aðeins dráttarvélar, það sparar gjaldeyrinn. Annars íe. nú hvað úr hverju að verða saltlaust hérna, vegna verkfails'ns. Ofekur líður prýðilega héma í eynni. grasið grær og sumarMíða er í lofti, 10 stiga hiti alla daga undanfarið. Björgin eru full af eggjum og sauðburður búinn, ann ars er landbúmaðurinn farinn að minnka hér. Þetta er svona rétt til heimilsnota og varla það, þvi við þurfum aðeins að mjólka þe&sa nýtízku kassa frá KEA, því síðasta lcýrin er fiarín frú oktoiir. • ingu- fyrir lækningastofur. Telja læknar í Domus Medica orðið mjög þröngt um sig þar, og vilja því meira rými. Var bréfinu vísað til athugun- ar borgarverfefræðings og borgar lögmanns. Þórshöfn: Vegheflar sjaldgæf sjón ÓH—mánudag. Sauðburður gengur vel og er langt kominn. Gróðurinn er lítill ennþá, en þetta er allt í áttina. Hey eru farina ð minnka hjá bænd um, en ef ekkert kemur upp á, þá komast þeir af. Enn þarf að gefa fénu talsvert þvi beit er lítil, sem komið er. Vegirnir eru að þoma. en þeir eru í slæmu ástandi, holóttir og ósléttir og hefill hefur efeki sézt hér, það sem af er sumrinu. Fært e: orðið tiil Raufarhanfar, svo við erum nú komin í samband við umheiminn. ÞORSTEINN SKÚLASON, héraðsdómslögmaður HJARÐARHAGA 26 Viðtalstími kl. 5—7. Sími 12204

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.