Tíminn - 11.06.1970, Blaðsíða 9

Tíminn - 11.06.1970, Blaðsíða 9
TMMTUDAGUR 11. júní 1970. TIMINN 9 — Mírmwm — Úígetondl: FRAMSÓKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjórl: Krlstján Benediktsson Rltstjórar Þórarlnn Þórarinsson ráb). Andés Kristjánsson. Jón Helgason og Tóraas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrtmur Gísiason Ritstjómar skrlfstolur í Edduhúsinu. simar 18300—18306 Skrifstofur Bankastrsetí 7 — Afgreiðslusiml: 12323 Auglýsingaslmt 19523 ABrar síkriístofur siml 18300 Askrifargjald kr 165.00 a mán- u81. innanlands — í lausasolu kr 10.00 eint Prentsm Edda Uf Nú verður að sýna samkomulagsvilja Horfur um samkomulag í kaupdeilunum, bötnuðu verulega, þegar fulltrúar atvinnurekenda féllu á mánu- dagskvöldið frá kröfum sínum um breytingar á vísitölu- uppbótum. Sú krafa þeirra hafði staðið mest í vegi samkomulags. Það er ekki fjarri lagi að segja, að Aún sé völd að því, að hér hafa verið verkföll tvær undan- farnar vikur, þar sem vitanlegt var, að verkalýðshreyf- ingin myndi aldrei fallast á hana. Upphaflega er þessi krafa líka sprottin upp annars staðar en hjá atvinnu- rekendum, eins og berlega kom fram í kaflanum um ís- land í skýrslu Efnahagssamvinnustofnunarinnar í París, sem var birt síðastl. vetur. Hefðu annarleg öfl ekki fengið atvinnurekendur til þess að taka þessa kröfu upp, væru kaupdeilurnar nú vafalítið leystar. Þar sem þessi hindrun er nú úr 'veginum, ætti að vera miklu greiðari leið til samkomulags á eftir. Stærsta ágreiningsmálið, sem er eftir að jafna, er grunnkaups- hækkunin. Atvinnurekendur buðu upphaflega 8% grunnkaupshækkun, en hafa nú hækkað sig í 10%. Helztu verkalýðsfélögin fóru upphaflega fram á 25% grunnkaupshækkun, en hafa nú lækkað sig í 21%. Mun- urinn á síðasta tilboði atvinnurekenda og síðustu kröfu verkalýðsfélaganna er þannig 11%. Þetta er ekki meiri munur en það, að hann á að vera auðvelt að jafna samkv. fyrri venju. Báðum aðilum er vafalaust Ijóst, að þeir verða að slaka hér á, ef samkomulag á að nást Atvinnurekendum hlýtur að vera það ljóst — og hef- ur vafalaust verið það frá upphafi —, að eftir 15— 20% viðurkennda kjaraskerðingu, getur 10% grunn- kauphækkun ekki fullnægt kröfum verkalýðsfélaganna, þar sem sérfræðingar ríkisstjórnarinnar birtu jafnframt þá útreikninga í byrjun viðræðnanna, að útflutningsat- vinnuvegirnir þyldu a.m.k. 15% kauphækkun. Á sama hátt hljóta fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar að gera sér ljóst, að 21% er meira en líklegt er að atvinnuveg- irnir þoli sæmilega, þar sem líka má búast við ein- hverjum vísitöluhækkunum áður en langur tími líður. Hér ber því aðilum að reyna að mætast og jafna bilið, sem á milli ber. Það á að vera hægt. Báðum aðilum á að vera ljóst, hvílíkt tjóp hlýzt af áframhaldandi verk- föllum. Nú' verður gagnkvæmur samkomulagsvilji að ráða, en ekki of mikil stífni. Jón Kjartansson flutti á síðasta þingi athyglis- verða tillögu, sem var samþykkt lítillega breytt. Efni hennar var að hvetja til aukinnar samvinnu fræðslu- stjórnar og sjónvarps með það fyrir augum að jafna námsaðstöðu nemenda og starfsaðstöðu kennara í hin- um ýmsu landshlutum. Þegar hefur verið hafður nokk- ur undirbúningur í þessa átt, en tillaga Jóns mun stuðla að því að hraða honum. Meðal annars er nú verið að undirbúa tilraun með sjónvarpskennslu í eðlisfræði, sem ætti ekki sízt að auðvelda kennurum í dreif- hýlinu að taka upp í þessari grem nýtt kennslukerfi, sem alllengi hefur verið undirbúið. Margt bendir til, að fyrst um sinn geti slík sjón- varpskennsla verið sérstaklega gagnleg kennurum, m.a. þegar verið er að koma á nýjum kennsluaðferðum. Þ.Þ. Sjónvarpskennsla ERLENT YFIRLIT Franco Maria Malfatti tekur við forystu Efnahagsbandalagsins Rolf Dahrendorf tekur jafnhliða sæti í framkvæmdanefndinni NÆSTU mánaðamót verða tíðindasöm í sögu Efnahags- handalags Evrópu. Ákveðið hefur verið, að hinn 30. júní hefjist viðræður við Bretland, Danmörku, Noreg og írland. utn væntanlega aðild þeirra að bandalaginu. Næsta dag eða 1. júlí verða mi'kil tnannaskipti í framkvæmdanefnd Efnahags- bandalagsins, jafnhliða því, sem nefndarmönnum er fækk- að úr fjórtán í níu. Fækkunin er gerð með tilliti til þess, að ný þátttökuríki geti fengið full trúa í framkvæmdanefndinni, án þess að staakka nefndina. Næstu tvö árin verður nefndin skipuð níu mönnum, eða tveim ur frá hverju stóru landanna, Vestur-Þýzkalandi, Ítalíu og Frakklandi, Og einn frá hverju litlu ríkjanna, þ. e. Hollandi, Belgíu og Luxemburg. Eftir tvö ár, er reiknað með því, að framkvæmdanefndin verði skipuð 14 mönnum að nýju eðá að bætzt hafi við tveir fulltrúar frá Bretum, einn frá Noregi, einn frá Danmörku og einn frá frlandi. Vegna þessara bráðabirgða- breytinga, fara fimm menn úr nefndinni og jafnframt fjórir aðrir. Eftir verða aðeins sex af þeim, sem nú eru í nefndinni. Þekktastur þeirra, sem eftir verða, er dr. Sicco Mansholt, sem er aðalhöfundur hinnar róttæku landbúnaðaráætlunar, sem bandalagið hefur látið gera. Þrír nýir menn taka sæti í nefndinni og verður einn þeirra, Franco Maria Mal- fatti, sem er ítalsikur, formað- ur aefndarinnar. Hinir eru Rolf Dahrendorf frá Vestur-Þýzka- landi og Albert Borscette frá Luxemiburg. AF þessum þremur mönnum er Rolf Dahrendorf langsam- lega þekktastur, en hann hef- ur oft verið nefndur undra- barnið í þýzkum stjórnmálum. Hann er 41 árs gamall. Eftir mjög glæsilegan námsíeril, m. a. við Colombiaháskólann í New York og Lofldon School of Eoonomics, gerðist hann hag- fræðiprófessor við háskólann í Konstanz. Hann lét ungur stjórnmál taka til sín og var flokksbundinn í jafnaðar- mannaflokknum til 1967, er hann gekk í Frjálslynda flokk- inn og gerðist einn af aðalleið- togum hans. Hann varð aðstoð arráðherra í utanríkisráðuneyt inu éftir stjórnarsikiptin í Bonn á síðastl. hausti. Dahren- dorf hefur verið mikill talsmað ur þess, að Bretar gengu í Efnahagsbandalagið, og segir það stafa af allt öðrum ástæð- um en þeim, að hann er kvænt- ur enskri konu, enda þótt það spilli ekki fyrir Bretrum! ÞÓTT Dahrendorf sé þek'kt-. astur þeirra þremenninga, sem taka sæti í framfcvæmdanefnd Efnahagsbandalagsins um mán aðamétin, hefur athyglin beinzt mest að þeim nýliðanum, MALFATTI sem verður form nefndarinnar, Franco Maria Malfatti. Fram að þeim tíma, er hann var til- nefndur formaður nefndarinnar, mátti hann heita óþekktur ut- an Ítalíu, og líka tiltölulega lít ið þekktur á Ítaiíu, þar sem hann hafði valið sér að starfa mest í kyrrþey að tjaídabaki. og berst lítið á opinberlega. Það hefur því kostað blaða- menn talsverða fyrirhöfn' að afla sér upplýsinga um hann og þó einkum einkalíf hans. en hann á það sameiginlegt með Trudeau hinum kanadisfca og Heath hinum brezika að vera piparsveinn. ÞAÐ, sem biaðamenn hafa grafið upp um Malfatti, virðist í aðalatriðum þetta: Malfatti er íæddur í Róm 13. júní 1927 oig alinn upp þar. DAHRENDORF Hann gekk strax i stríðslok- in í kristilega flokkinn og fékk de Gasperi, sem var foringi flokksins, fljótt mikið álit á honum og réði hann til starfa hjá flokknum. Síðar varð hann handgenginn Fanfani, sem var leiðtogi vinstra anms flokksins. Malfatti gat sér svo gott orð í starfi sínu hjá flokknum, að stöðugt vai' verið að hækka hann i tign, unz hanci var sett ur framkvæmdastjóri þeirrar deildar flokksinr, er stjórnaði áróðri hans. Hann er sagður hafa endurskipulagt hana frá rótum og búi hún enn að því starfi hans. Árið 1958, var Mal- fatti fyrst kosinn á þing, þá 31 árs ga.uall, og hefur átt sæti þar síðan. Hann hefur verið aðstoðarráðherra í ýms- um ráðuneytum. í marzmánuði síðasitl. varú hann póst- og símamálaráðherra. Malfatti t. lýst þannig, að hann sé hlédrægur, en alveg óvenjulega skarpgáfaður og mifcill starfsmaður. Hann er sagður mikill lestrarhestur og sérstafclega fjölfróður sökum þess. Þá er hann sagður sæmh legur frístundamálari og hefur gefið nokkrum vinum sínum málverk, seir þykja lífcleg til að hæfcka 1 verði, ef hann reyn ist vel sem æðsti maður Efna- hagsbandalagsins. Þá er hann sagður hafa haft gaman af kappafcstri, en þó lagt þá íþrótt á hilluna, er hann varð riáð- herra. TVEIR MENN hafa áður ver ið formcnn framkvæmdanefnd- ar Efnahagsbandalagsins, en það er talið valdamesta Frambald a bJis. 14.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.