Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 1
STOFNAÐ 1913 312. TBL. 93. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Að fanga augnablikið Jóhanna Vigdís segir frá Mann- söngvum sínum Menning Viðskipti | Slegist á lágfargjaldaflugmarkaði  Veldi Murdochs Málið | Töfrandi tilgangsleysi  Hátíð hönnunar Íþróttir | Óvænt úrslit í umspili fyrir HM  Hrafnhildur með kvennalandsliðinu FORSÍÐA ehf., félag í eigu Ólafs Jóhanns Ólafssonar, rithöfundar og aðstoðarfor- stjóra Time-Warner-fjölmiðlasamsteyp- unnar, hefur keypt 16,7% hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins. Félagið kaupir hlutinn af Valtý ehf., sem er enn stærsti hluthafinn í félaginu. Þá hefur MGM ehf. aukið hlut sinn í 16,7% en félag- ið er nú í eigu Straums-Burðaráss. Árvakur hefur komist að samkomulagi við Straum-Burðarás um að bankinn verði ráðgefandi og hafi umsjón með frekari uppbyggingu félagsins á grunni nýrrar stefnumótunar, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Árvakri. Þar kemur einnig fram að stefnt sé að því að auka verulega umsvif útgáfufélags- ins og að meðal helstu stefnumiða sé að efla útgáfu Morgunblaðsins og annarra prentmiðla félagsins samhliða útgáfu á nýjum vettvangi. Kristinn Björnsson, varaformaður stjórnar Árvakurs, segir að með kaupun- um sé að hefjast ákveðið breytingaskeið hjá Árvakri. | 4 Nýir hlut- hafar að Árvakri „ÞAÐ ríkir hrein og tær gleði,“ segir Hrafn- hildur Gunnarsdóttir, formaður Samtakanna ’78, um nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um réttindi samkynhneigðra sem kynnt var í gær. Forsætisráðuneytið hefur haft forgöngu um samningu frumvarpsins en þar kemur m.a. fram að skilyrði fyrir stofnun staðfestrar samvistar verða rýmkuð þannig að ekki verði lengur krafist fastrar búsetu á Íslandi þegar íslenskir ríkisborgarar eiga í hlut. Þá geta samkynhneigð pör fengið óvígða sambúð skráða í þjóðskrá. Lagaákvæðum breytt á fjölmörgum sviðum Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra kynnti frumvarpið á blaðamannafundi í gær. Fram kom í máli hans að frumvarpinu er ætl- að að jafna réttindi samkynhneigðra og gagn- kynhneigðra. Þannig verði lagaákvæðum á fjölmörgum sviðum breytt til þess að ljóst sé að óvígð sambúð samkynhneigðra sé lögð að jöfnu við óvígða sambúð gagnkynhneigðra. með frumvarpið: „Það er þakkarvert að málið skuli vera komið á þetta stig.“ Hún kveðst telja að verði frumvarpið samþykkt hafi Ís- lendingar gengið lengst þjóða í að koma á réttindum til handa samkynhneigðum. Hrafnhildur bendir á að réttur samkyn- hneigðra til jafns við gagnkynhneigða sé þó enn ekki að fullu leyti tryggður. „Það sem við viljum er að þeim trúfélögum sem þess óska verði leyft að staðfesta samvist samkyn- hneigðra,“ segir hún og kveðst vonast til þess að eftir fyrstu umræðu frumvarpsins á þingi og meðferð í allsherjarnefnd verði þetta leið- rétt. Heimir Már Pétursson, framkvæmdastjóri Hinsegin daga, segir það mjög virðingarvert af ríkisstjórninni að leggja þetta frumvarp fram. Hann tekur undir orð Hrafnhildar um heimild trúfélaga til að staðfesta samvist samkynhneigðra. Bendir Heimir Már á að bæði Ásatrúarsöfnuðurinn og Fríkirkjan hafi lýst vilja sínum til þess og fjölmargir prestar innan Þjóðkirkjunnar hafi einnig gert það. Verði þetta heimilað verði Ísland „vissulega orðið frjálslyndasta ríki í heimi í þessum efn- um, lagalega séð“. Þar með eru, að sögn Halldórs, skapaðar for- sendur fyrir því að samkynhneigðir og gagn- kynhneigðir njóti sömu réttinda varðandi al- mannatryggingar, lífeyrisréttindi, skattalega meðferð tekna og eigna og skipti dánarbúa. Tekin af tvímæli um fæðingar- og foreldraorlof Þá verður heimild samkynhneigðra para til að ættleiða börn sú sama og gagnkyn- hneigðra para. Áfram verður þó metið hverju sinni út frá hagsmunum barnsins hvort leyfi er veitt til ættleiðingar. Í frumvarpinu verða einnig tekin af tvímæli um að það falli undir markmið laga um töku fæðingar- og for- eldraorlofs að auðvelda báðum samkyn- hneigðum foreldrum að vera samvistum við barn sitt. Hrafnhildur segir að gríðarleg ánægja ríki Nýtt frumvarp um réttarstöðu samkynhneigðra kynnt „Hrein og tær gleði“ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur og Silju Björk Huldudóttur Heimild samkynhneigðra para til að ættleiða börn sú sama og gagn- kynhneigðra para KASMÍRBÚAR bera hjálpargögn út úr þyrlu á vegum Sameinuðu þjóðanna í pakistanska hluta Kasmír þar sem óttast er að tugir þúsunda manna deyi úr kulda og vosbúð í vetur verði þeim ekki komið til hjálpar. Pervez Musharraf, forseti Pak- istans, skoraði í gær á þjóðir heims að láta fé af hendi rakna til hjálpar- og endurreisnarstarfsins vegna jarðskjálftans 8. október. Hann sagði að heildaraðstoðin þyrfti að nema 5,2 milljörðum dollara, um 320 milljörðum króna, en féð sem bor- ist hefði til þessa væri „óverulegt“. „Úr því að hægt var að hjálpa fórnarlömbum flóðbylgjunnar eða fellibylsins Katrínar ætti að vera hægt að hjálpa Pakistönum – land okkar og fólkið á hamfarasvæðunum er fátækara,“ sagði Musharraf. Yfir 73.000 manns létu lífið í jarðskjálftanum og um þrjár milljónir manna misstu heimili sín. Reuters Ákall um meiri aðstoð vegna landskjálftans Peking. AFP. | Heilbrigðisyfir- völd í Kína staðfestu í fyrsta skipti í gær að fuglaflensa hefði borist í menn þar í landi. Vitað er að kínversk kona dó af völdum fuglaflensuveirunn- ar H5N1 og líklegt þykir að veiran hafi einnig orðið stúlku að aldurtila. Bróðir stúlkunnar sýktist af fuglaflensu en náði sér. Kínverska heilbrigðisráðu- neytið sagði að 24 ára kona í Anhui-héraði í austanverðu landinu hefði dáið úr fugla- flensu á fimmtudaginn var. Fuglaflensuveiran hefur greinst í alifuglum í héraðinu á síðustu vikum. „Einni eða tveimur vikum áður en hún dó drápust kjúk- lingar og endur í búi fjöl- skyldu hennar og konan hafði verið í snertingu við dauðu fuglana,“ hafði fréttastofan Xinhua eftir heilbrigðisráðu- neytinu. Alifuglar bólusettir Talið er að tólf ára stúlka, sem dó 17. október í grann- héraðinu Hunan, hafi smitast af fuglaflensuveirunni, en ekki er hægt að staðfesta það vegna þess að engin sýni voru tekin úr henni til rannsóknar áður en líkið var brennt. Bróð- ir hennar sýktist af fugla- flensu en náði sér og var út- skrifaður af sjúkrahúsi í vikunni sem leið. Í Kína eru um fjórtán millj- arðar alifugla og stjórn lands- ins tilkynnti í fyrradag að reynt yrði að bólusetja þá alla. Fuglaflensa berst í menn í Kína Túnisborg. AFP, AP. | Samkomulag hefur náðst um að Bandaríkin haldi áfram að fara með stjórn og skipulag netsins þrátt fyrir and- stöðu margra ríkja. Samkomulagið náðist á síðustu stundu fyrir leiðtogafund Sameinuðu þjóðanna um netið sem hófst í Túnis í gær. Á fundinum er eink- um fjallað um ráðstafanir til að gera íbúum fátækra landa kleift að hagnýta upplýsinga- tæknina en óttast var að deilan um yfirráðin yfir netinu myndi varpa skugga á fundinn. Michael D. Gallagher, aðstoðarvið- skiptaráðherra Bandaríkjanna, sagði að dag- leg stjórnun vistfangakerfis netsins yrði áfram í höndum hálfsjálfstæðrar stofnunar, ICANN, sem heyrir undir Bandaríkjastjórn. Ríki á borð við Íran og Kína höfðu beitt sér fyrir því að stofnun á vegum Sameinuðu þjóð- anna hefði yfirumsjón með netinu og Evrópu- sambandið vildi að völd Bandaríkjanna í þess- um efnum yrðu minnkuð. Bandaríkjastjórn hafnaði því að Sameinuðu þjóðirnar fengju yfirráð yfir netinu, sagði að það myndi hindra tækniframfarir og auka áhrif ríkja sem vilja koma á ritskoðun á net- inu. Í samkomulaginu felst einnig að komið verður á laggirnar alþjóðlegum umræðuvett- vangi þar sem fjallað verður um ýmis vanda- mál, svo sem ruslpóst, glæpastarfsemi á net- inu og tölvuveirur, án þess að teknar verði bindandi ákvarðanir. Halda yfir- ráðum yfir netinu Kofi Annan setur fund um netið í Túnis. Viðskipti, Íþróttir og Málið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.