Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR RANNSÓKNAR KRAFIST Helsti flokkur súnníta í Írak, Ísl- amski flokkurinn, krafðist þess í gær að fram færi alþjóðleg og óháð rann- sókn á misþyrmingum sem fullyrt er að íraskir fangar hafi sætt í fangelsi innanríkisráðuneytisins í Bagdad. Fuglaflensa í menn í Kína Staðfest var í fyrsta skipti í gær að fuglaflensa hefði borist í menn í Kína. Vitað er að kínversk kona dó af völdum fuglaflensuveirunnar H5N1 og líklegt þykir að hún hafi einnig orðið tólf ára stúlku að ald- urtila. Nýir hluthafar í Árvakri Forsíða ehf., félag í eigu Ólafs Jó- hanns Ólafssonar, hefur keypt 16,7% hlut í Árvakri, útgáfufélagi Morg- unblaðsins. Þá hefur MGM ehf. auk- ið hlut sinn í 16,7% en félagið er nú í eigu Straums-Burðaráss. Réttindi samkynhneigðra Forsætisráðherra kynnti í gær nýtt frumvarp um réttarstöðu sam- kynhneigðra. Í því felst m.a. að sam- kynhneigð pör geta fengið óvígða sambúð skráða í þjóðskrá, samkyn- hneigð pör fá sama rétt og gagnkyn- hneigð til að ættleiða börn og kona í sambúð eða staðfestri samvist með annarri konu fær með frumvarpinu rétt til að gangast undir tækni- frjóvgun. Y f i r l i t Í dag Fréttaskýring 8 Umræðan 36/39 Erlent 20/23 Bréf 39 Minn staður 24 Minningar 40/44 Höfuðborgin 20 Myndasögur 48 Akureyri 25 Dagbók 48/51 Suðurnes 25 Staður og stund 39 Landið 26 Leikhús 52 Daglegt líf 232/33 Bíó 54/57 Neytendur 34/35 Ljósvakamiðlar 58 Menning 28 Veður 59 Forystugrein 30 Staksteinar 59 * * * Kynningar – Morgunblaðinu í dag fylgir bæklingur frá Puma. Blaðinu í dag fylgir einnig bæklingur frá Vero Moda. Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri, asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi, orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju- starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is                 ! " # $ %      &     '() * +,,,            í fylgd með fullorðnum www.jpv.is steinunn ólína „Það er kraftur í þessari frásögn.“ Halldór Guðmundsson / FRÉTTABLAÐIÐ „Blússandi húmor...fín saga.“ Sigríður Albertsdóttir / DV Metsö lu l i s t i Eymundsson Aða l l i s t i / 16. nóv „[Steinunn] kann galdurinn við að hrífa lesandann með sér, ýta við honum og heilla hann upp úr skónum.“ Friðrika Benónýs / MORGUNBLAÐIÐ RÍKISSTJÓRNIN mun beita sér fyrir því að frumvarp um atvinnu- leysistryggingar verði flutt á Alþingi nú á vetrarmánuðum. Þar er gert ráð fyrir að atvinnuleysisbætur verði í fyrsta sinn tekjutengdar og þak sett á bæturnar. Þetta þýðir að fólk mun halda 70% af fyrri launum sín- um fyrstu þrjá mánuði eftir atvinnu- missi, að undanskildu því að viðkom- andi verður á grunnbótum fyrstu 10 dagana, sem nemi eftir hækkun með lagabreytingu um 96 þúsundum króna á mánuði. Þakið miðast hins vegar við 180 þúsund krónur, sem eru 70% af mánaðartekjum er sam- svara um 260 þúsundum króna. Þetta kom fram í máli Halldórs Ás- grímssonar forsætisráðherra á blaðamannafundi í Ráðherrabú- staðnum í gær. Sagði Halldór að innan tíðar myndi hefjast samstarf ríkisvaldsins og aðila vinnumarkaðarins um skil- yrði þess að aðili gæti fengið örorku- bætur, hvort sem um væri að ræða almannatryggingakerfið eða lífeyris- sjóðakerfið. „Það er nauðsynlegt að mati allra aðila að samræma þessar reglur, þannig að það sé enginn munur þar á.“ Að sögn Halldórs mun hann skipa nefnd til þess að vinna að málinu á allra næstu dögum sem ætlað er að skila tillögum næsta vetur. Aðspurður sagði hann ljóst að nefndinni væri ætlað að samræma reglur, skýra þær svo kerfið væri gagnsætt og hugsanlega herða reglur. Verulegt fjármagn „Á sama tíma mun rík- isvaldið leggja fram verulegt fjármagn til þess að tryggja það að lífeyrissjóðirnir geti staðið undir skuldbindingum sínum. Það liggur fyrir að lífeyrissjóðirnir hafa þurft að skerða bætur þeirra trygginga sem þeir veita á undan- förnum árum og með þessu er verið að létta undir með þeim í þessu mik- ilvæga máli,“ sagði Halldór og gerði starfsmenntun einnig að umtalsefni á fundinum. Sagði hann að bætt yrði við 100 milljónum á fjárlögum 2006 til starfsmenntunar, en um áætlaðan kostnað ríkisins í heild við aðild að samkomulagi ASÍ og SA um aðgerð- ir á vinnumarkaði sagði Halldór hann geta numið um tveimur millj- örðum til 2009. Fram kom í frétt- um í gær að hluti samkomulagsins fæli í sér að lög yrðu sett um starfsmannaleig- ur. Á fundinum var Halldór inntur eftir því hvort ákvæðið um takmörkun á aðflutn- ingi á vinnuafli frá nýjum ríkjum Evr- ópusambandsins sem hér hafa verið í gildi en renna út í vor yrði hugsanlega fram- lengt. „Þetta hefur verið rætt í tengslum við samningana sem voru undirritaðir í gær [þriðjudag] og ég hef skilið aðila vinnumarkaðar- ins þannig að þeir telji að það þjóni ekki tilgangi við þessar aðstæður að framlengja þessar reglur sem við settum á sínum tíma. Aðilar vinnu- markaðarins hafa haldið því fram að það væri trúlega betra og auðveldara að tryggja eðlilegan framgang þess- ara mála án þessara reglna,“ sagði Halldór og tók fram að allar líkur væru því til þess að aðlögunarregl- urnar yrðu ekki framlengdar heldur tekið á málinu með sambærilegum hætti og aðrir aðilar Evrópusam- bandsins hefðu gert. Samræma þarf regl- ur um örorkubætur Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is Halldór Ásgrímsson GUÐMUNDUR Magnússon, leikari og þriðji varamaður á lista Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Reykjavíkurkjördæmi suður, tók sæti á Alþingi í gær í fjarveru Ögmundar Jónassonar. Álfheiður Ingadóttir, fyrsti vara- maður á listanum, og Kristín Njálsdóttir, annar varamaður, eru forfallaðar. Guðmundur mun sitja á Alþingi næstu tvær vikurnar. Guðmundur hefur ekki haft samþykkt kjörbréf varamanns á þingi, þar sem hann er það neð- arlega á lista Vinstri grænna. Því gaf landskjörstjórn út kjörbréf fyrir hann í vikunni. Arnbjörg Sveinsdóttir, formaður kjör- bréfanefndar Alþingis, lýsti því svo yfir á þingfundi í gær að nefndin hefði samþykkt kjör- bréfið. Eftir það undirritaði Guð- mundur drengskaparheit að stjórnarskránni þar sem hann hefur ekki áður tekið sæti á Al- þingi. Forseti Alþingis, Sólveig Pétursdóttir, bauð hann því næst velkominn til starfa. Guðmundur er bundinn í hjóla- stól og á því ekki greiða leið að ræðustól Alþingis. Þess vegna er gert ráð fyrir því að hann tali úr sæti sínu þegar hann heldur ræðu á þingi. Sólveig upplýsti á þingfund- inum í gær að nýrri sjónvarpsvél hefði verið komið fyrir í þingsaln- um, sem yrði beint að þingmann- inum, þegar hann héldi ræður. Sólveig sagði að sama fyrir- komulag væri í nágrannaþingum okkar. „Þar hefur verið hugað að endurbótum og verður einnig gert hér.“ Morgunblaðið/Kristinn Geir H. Haarde utanríkisráðherra heilsar Guðmundi Magnússyni, varaþingmanni Vinstri grænna í Reykjavík, sem tók í fyrsta sinn sæti á Alþingi í gær. Þingmennirnir Þuríður Backman og Birgir Ármannsson fylgjast með. Nýr varaþingmaður talar úr sæti sínu AÐ MATI Halldórs Ásgríms- sonar forsætisráðherra eru all- ar líkur til þess að vextir Íbúða- lánasjóðs hækki á næstunni. Hann sagði ljóst að vextir hefðu hækkað á markaðnum og að allir sem á markaðnum störfuðu yrðu að taka tillit til þeirra aðstæðna, hvort heldur það væri Íbúðalánasjóður eða aðrir. „Ég veit til þess að það er fyrirhugaður fundur hjá Íbúða- lánasjóði næstu daga og ég reikna með að það verði hlut- verk þess fundar og stjórnar Íbúðalánasjóðs að taka afstöðu til þess hvort hækka eigi vexti.“ Spurður hvort honum fynd- ist það rétt ákvörðun kæmi til þess svaraði Halldór: „Mér finnst það vera alveg ljóst að ef maður er að taka lán á markaði þar sem vextirnir hafa hækkað þá er mjög líklegt að maður verði að taka tillit til þess og frammi fyrir því stendur Íbúðalánasjóður sem og aðrar lánastofnanir. Landsbankinn reið á vaðið í þessu sambandi og ég á von á að þarna verði einhverjar breytingar. Hversu miklar get ég ekki sagt.“ Líklegt að Íbúða- lánasjóður hækki vexti MAÐUR slasaðist nokkuð þeg- ar bifhjól sem hann ók lenti í árekstri við vöruflutningabíl á Gagnheiði á Selfossi um hálf- fimmleytið í gær. Að sögn lögreglunnar á Sel- fossi er ekki vitað um tildrög slyssins. Maðurinn var fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur og er á slysadeild Landspítala – háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Hann hlaut beinbrot en er ekki alvarlega slasaður. Áreksturinn var nokkuð harður en bílstjóri vöruflutn- ingabifreiðarinnar slasaðist ekki. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn á slysinu. Bifhjóla- slys á Selfossi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.