Morgunblaðið - 17.11.2005, Síða 4

Morgunblaðið - 17.11.2005, Síða 4
Ólafur Jóhann Ólafsson ÓLAFUR Jóhann Ólafsson, rithöf- undur og aðstoðarforstjóri Time- Warner-fjölmiðlasamsteypunnar, hefur keypt 16,7% hlut í Árvakri. Hann segist vera spenntur fyrir því að nýta reynslu sína með þessum hætti og segir Morgun- blaðið hafa grunn sem byggja megi á. „Það er greinilegt að það sem gerst hefur á síðustu árum í fjöl- miðlaheiminum er að efni sem hingað til hefur einvörðungu birst á pappír í dagblöðum, bæði það efni og sú umræða og í raun- inni allt það efni sem þar er búið til, er að rata í hendurnar á fólki á margvíslegan hátt. Morg- unblaðið var brautryðjandi í því á Íslandi að færa efni sitt inn á net- ið og mbl.is er sterkur netmiðill á Íslandi. Ég get vel trúað því að þar sé grunnur sem hægt er að byggja á,“ segir hann og bætir við að mikil reynsla búi í blaðinu og hana megi nýta á ýmsan hátt. Aðspurður segist hann ekki bú- ast við því að taka sjálfur sæti í stjórn Árvakurs, þar sem hann sé búsettur í Bandaríkjunum, en muni í staðinn vinna náið með þeim sem tekur þar sæti fyrir hans hönd. Ólafur segir að aðdragandi þessara kaupa sé sá að Stefán P. Eggertsson, stjórnarformaður Ár- vakurs, hafi haft samband við sig, en þeir þekkist í gegnum tengda- son hans. „Hann hafði samband við mig og bað mig að koma að þessu á einhvern hátt og þannig þróaðist þetta,“ segir Ólafur. Grunnur sem byggja má á 4 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Sagan um Jörund hundadagakonung og byltingu hans á Íslandi www.jpv.is „… rennileg og myndræn, vel stíluð og hárfínt jafnvægi ríkir milli skáldskapar og sagnfræði … raunsæisleg og sannfærandi.“ Steinunn Inga Óttarsdóttir / MORGUNBLAÐIÐ „Bráðlæsileg og spennandi“ Illugi Jökulsson / TALSTÖÐIN MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Davíð Oddssyni, seðlabanka- stjóra og fyrrverandi forsætis- ráðherra. „Í Morgunblaðinu 16. nóvem- ber er eftirfarandi frásögn vegna útgáfu bókar Einars Kárasonar um Jón Ólafsson. „Einar var spurður hvort hann hefði leitað til Davíðs Oddssonar eða Hannesar Hólmsteins Giss- urarsonar, sem báðir hafa op- inberlega verið harðorðir í garð Jóns og viðskipta hans, við gerð bókarinnar, og svaraði því á eft- irfarandi hátt: „Það er vitnað í Hannes. Það er líka vitnað tölu- vert í Davíð. Ég þurfti nú til- tölulega lítið að tala við Davíð því hann hefur haft sínar skoð- anir alveg kirfilega.““ Einar Kárason hefur aldrei talað við mig um Jón Ólafsson eða þessa bók og aldrei leitað eftir samtali við mig. Er með ólíkindum að hann skuli leyfa sér að gefa annað í skyn.“ Yfirlýsing frá Davíð Oddssyni BREYTING hefur orðið á hluthafa- hópi Árvakurs hf. sem gefur út Morgunblaðið. Í fréttatilkynningu frá Hallgrími B. Geirssyni, fram- kvæmdastjóra Árvakurs, kemur fram að breytingar verði á stjórn fé- lagsins á hluthafafundi sem boðaður hefur verið. „Undirritaðir hafa verið samning- ar um kaup tveggja nýrra hluthafa á hlutum í Árvakri hf., útgáfufélagi Morgunblaðsins. Annars vegar er um að ræða Forsíðu ehf., félag í eigu Ólafs Jóhanns Ólafssonar rithöfund- ar og aðstoðarforstjóra Time-Warn- er-fjölmiðlasamsteypunnar, og hins vegar MGM ehf. félag, nú eftir kaup- in í eigu Straums-Burðaráss fjár- festingabanka hf. Hvor hluthafi um sig hefur eignast 16,7 % af heildarhlutafé Árvakurs hf. en seljendur þorra þess hlutafjár sem um er að ræða eru félög í eigu tveggja stærstu hluthafa Árvakurs hf. Gert er ráð fyrir að fulltrúar nýrra hluthafa taki sæti í stjórn félagsins á hluthafafundi sem boðað hefur verið til. Straumur ráðgefandi Árvakur hf. hefur jafnframt komist að samkomulagi við Straum-Burðar- ás fjárfestingabanka hf. um að bank- inn verði ráðgefandi og hafi umsjón með frekari uppbyggingu félagsins á grunni nýrrar stefnumótunar. Stefnt er að því að auka verulega umsvif útgáfufélagsins og meðal helstu stefnumiða er að efla útgáfu Morgunblaðsins og annarra prent- miðla félagsins samhliða útgáfu á nýjum vettvangi. Ennfremur verður dreifingarkerfi Morgunblaðsins stækkað og dreif- ingarstarfsemi aukin á grunni þess auk þess sem ný og fullkomin prent- smiðja Morgunblaðsins verður stofn að aukinni starfsemi á því sviði í tengslum við umfangsmeiri útgáfu og dreifingu. Þá verður áfram lögð sérstök áhersla á uppbyggingu mbl.is, sem er jafnframt einn af vaxtarbroddum útgáfufélagsins og farvegur til auk- inna tækifæra á vettvangi ljósvaka- miðlunar. Árvakur hf. mun leita eftir sam- starfi við aðila á vettvangi útgáfu, prentunar, dreifingar og ljósvaka- miðlunar um þessa þætti uppbygg- ingar félagsins eins og hentugt kann að þykja með það að markmiði að tryggja hagkvæmni í rekstri og arð- semi.“ Nýir hluthafar bætast í hluthafahóp Árvakurs                      !"#$ %&  '   (% %                     $   Morgunblaðið/Árni Sæberg KRISTINN Björnsson, varafor- maður stjórnar Árvakurs, segir að með þessum kaupum hefjist ákveðið breytingaskeið hjá Árvakri. Hann segist hafa haft frumkvæði að því, sem hluthafi í bæði Árvakri og Straumi, að vekja athygli Straums á að þar væru bréf til sölu. „Síðan er það stjórn Árvakurs sem fær Straum til að vinna með sér í ákveðnum um- breytingarverkefnum, sem tengjast bæði prentsmiðjunni, dreifingu og hugsanlega mbl.is,“ segir Kristinn. Aðspurður hverjar stærstu breyt- ingarnar verða segir hann að þær komi betur í ljós á hluthafafundi á þriðjudaginn þar sem kosin verður ný stjórn Árvakurs. „En auðvitað liggur í hlutarins eðli að hluthafar Árvakurs eru að þessu vegna þess að menn eru að fara í breytingar, bæði á eignarhald- inu, sem var orðið óþarflega þröngt og ekki nægjanlega dreift, og eins vegna þess að útgáfufélagið þarf að taka mið af kringumstæðum á blaða- markaði.“ Breytingaskeið að hefjast Kristinn Björnsson ÞÓRÐUR Már Jóhannesson, for- stjóri Straums-Burðaráss, segir að bankinn líti á Árvakur sem áhuga- vert fyrirtæki og að hann komi að Árvakri sem umbreytingafjárfestir. Þórður Már segist sjá ýmis sókn- arfæri í þessum kaupum og bank- inn vilji stuðla að frekari eflingu og uppbyggingu Árvakurs. Þegar hann var inntur eftir því til hve margra ára þessi fjárfesting væri sagði Þórður erfitt að segja til um það, en áætlaði að um tveggja til þriggja ára verkefni væri að ræða. Hann segir verðið trúnaðarmál. Áhugavert fyrirtæki Þórður Már Jóhannesson ÓLAFUR Jóhann Ólafsson sendi frá sér yfirlýsingu í gær í kjölfar kaupa á hlutabréfum í Árvakri. „Undanfarna áratugi hef ég verið þátttakandi í margvíslegum breyt- ingum á alþjóðlegu fjölmiðlaum- hverfi. Mig hefur lengi langað til að nýta þá reynslu á heimaslóðum og hef því þegið boð um að gerast hlut- hafi í Árvakri, útgáfufélagi Morg- unblaðsins. Ég tel að framundan séu áhuga- verðir tímar í íslenskri fjölmiðlun þar sem Morgunblaðið leikur veiga- mikið hlutverk. Morgunblaðið hefur löngum verið kallað „Blað allra landsmanna“ og hlýtur það að vera markmið eigenda og starfsfólks blaðsins að standa undir því nafni. Starfsfólk blaðsins býr yfir fjöl- þættri reynslu og blaðið hefur sýnt það þegar á reynir að það hefur burði til að varpa skýru ljósi á inn- lenda og erlenda atburði með efn- isríkara hætti en flestir aðrir fjöl- miðlar. Þessa orkulind verður að nýta sem best í þágu lesenda, jafnt þeirra sem fá blaðið til sín á morgn- ana og hinna sem fylgjast með at- burðum á netsíðum blaðsins allan sólarhringinn. Það er mér tilhlökkun að eiga hlutdeild með þessum hætti á vett- vangi sem lengi hefur skipt og mun skipta flesta landsmenn nokkru máli.“ Áhugaverðir tímar í íslenskri fjölmiðlun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.