Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.11.2005, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Grétar Þorsteinsson,forseti Alþýðu-sambands Ís- lands, lét hafa eftir sér í gær að hann teldi breyt- ingarnar sem samþykktar voru á atvinnuleysisbóta- löggjöfinni á dögunum vera þær mestu frá upp- hafi – eða árinu 1956 þeg- ar henni var komið á. Undir þetta hafa fleiri tek- ið og ljóst er að grundvall- arbreyting verður á fyrir- komulagi atvinnuleysistrygginga en á meðal þeirra breytinga sem verða munu að lögum á vor- mánuðum er hækkun grunnbóta úr 91.426 krónum í 96.000 kr. og tekjutenging atvinnuleysisbóta sem hefur verið í umræðunni í nokkurn tíma. Tekjutengingin verður miðuð við 70% af heildar- tekjum launaseðla síðastliðna sex mánuði, að undanskildum síðasta mánuði fyrir atvinnumissi, en há- marksbætur geta þó aldrei orðið hærri 180 þúsund krónur á mán- uði. Rétturinn til tekjutengdra bóta verður að hámarki þrír mán- uðir á þriggja ára tímabili og hefst eftir tíu virka daga á grunnbótum, þ.e. eftir atvinnumissi. Grétar segir alveg ljóst að ASÍ hefði kosið að gengið hefði verið lengra en nú er gert og tekur sem dæmi að hækka hefði mátt pró- sentu tekjutengingarinnar meira en gert var. Hins vegar beri að fagna því sem hafi verið náð enda stórt skref í rétta átt. „Þarna er verið að stíga þetta nýja skref, að tekjutengja atvinnuleysisbætur, en einnig er verið að hækka grunnbætur og þetta eru að mínu viti þáttaskil varðandi atvinnu- leysisbæturnar.“ Ljóst er að tekjutengingin mun takmarka þann fjárhagslega skell sem einstaklingar verða fyrir þeg- ar þeir missa atvinnu skyndilega, sérstaklega við núverandi aðstæð- ur þegar skuldir heimilanna eru jafnmiklar og raun ber vitni. „Það er nú bara þannig með yngri kynslóðirnar, þær eru skuldbundnar ansi mikið um hverja krónu sem kemur í vasann og því verður þetta oft hræðilegur skellur,“ segir Grétar. Aukin réttindi kosta meiri pening Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, tekur undir orð Grétars um að breyting- arnar séu þær mestu frá upphafi en segist hins vegar ekki viss um að menn átti sig á því hversu gríð- arstór breytingin er. En fyrir ut- an þá kosti sem þær hafa eru breytingarnar einnig kostnaðar- samar og munu atvinnurekendur að öllum líkindum bera kostnað- inn til lengdar vegna hækkandi at- vinnutryggingargjalds. „Aukin réttindi kosta meiri pening og það er engin vafi á því að gjaldið þarf að vera hærra en það hefði annars verið miðað við jafnaðaratvinnu- leysi.“ Aðspurður hvort þessi breyting geti haft áhrif á atvinnu- leysisstigið í landinu bendir Ari á að menn séu að renna blint í sjó- inn hvað áhrifin varðar. Atvinnu- leysið sé lítið nú og mikil áhersla hafi verið lögð á að viðhalda því ástandi. Hann vonast þó til að breytingarnar hafi engin mark- tæk áhrif og segir menn almennt sammála um breytingarnar til að koma til móts við þann vanda sem óneitanlega skapast af atvinnu- leysi. Hins vegar sé ekki hægt að horfa framhjá því að hagrænir hvatar séu í öllum slíkum bóta- kerfum og að einhverju marki eru atvinnuleysisbætur í samkeppni við launaða vinnu. Atvinnutryggingargjöld ekki hækkuð í bráð Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar kemur fram að breytingarnar verði fjármagnaðar með greiðsl- um úr Atvinnuleysistrygginga- sjóði en sameiginlegur skilningur sé á milli aðila um að ekki sé ástæða til að hækka atvinnu- tryggingargjald við gildistöku laganna, þar sem sjóðurinn hafi svigrúm til að fjármagna breyt- ingarnar miðað við núverandi at- vinnuleysisstig. Aukist atvinnuleysið í landinu liggur ljóst fyrir að útgjöldin aukast einnig en samkvæmt skýrslu Vinnumálastofnunar um ástandið á vinnumarkaði í október er atvinnuleysi á landinu með minnsta móti. Kemur þar fram að 2.193 hafi verið á atvinnuleysis- skrá í mánuðinum að meðaltali. Áætlaður mannafli á vinnumark- aði samkvæmt áætlun Efnahags- skrifstofu fjármálaráðuneytisins var 152.120 í október og atvinnu- leysi því 1,4% – og hefur ekki ver- ið minna í einstökum mánuði síðan í október 2001. Árni M. Mathiesen fjármála- ráðherra segir auðsýnt að ekki sé gulltryggt að atvinnuleysið verði svo lítið til eilífðar en engar breyt- ingar séu þó fyrirhugaðar í grund- vallaratriðum þess hvernig at- vinnuleysistryggingarnar verði fjármagnaðar og segir þær um- ræður ekki liggja fyrir. „Sjóður- inn er vel stæður í dag þannig að hann ræður við þetta eins og stað- an er. Ef það er fyrirsjáanlegt að hann ráði ekki við skuldbinding- arnar þá þarf að gera einhverjar ráðstafanir til þess að laga það á sömu forsendum og sjóðurinn er fjármagnaður í dag.“ Fréttaskýring | Umfangsmiklar breytingar á atvinnuleysisbótakerfinu liggja fyrir Þrír mánuðir tekjutengdir Ríkisstjórnin mun beita sér fyrir laga- setningu um breytingarnar næsta vor Atvinnuleysi í október mældist 1,4%. Grunnbætur hækka og tekjutenging tekin upp  Meðal þess sem ríkisstjórnin lagði til í samningaviðræðum ASÍ og SA eru umtalsverðar breytingar á atvinnuleysisbóta- kerfinu. Vegur þar þyngst hækk- un grunnbóta og tekjutenging atvinnuleysisbóta. Breyting- arnar verða fjármagnaðar með greiðslum úr Atvinnuleysis- tryggingasjóði, sem í dag er vel stæður, og þykir ekki ástæða til að hækka atvinnutryggingar, alla vega í bráð. Eftir Andra Karl andri@mbl.is FJÖLSKYLDUHJÁLP Íslands er nú að fara í gang með söfnun svo hægt verði að kaupa jólakjöt fyrir skjólstæðinga félagsins. Að sögn Ás- gerðar Jónu Flosadóttur formanns Fjölskylduhjálparinnar var 16.000 einstaklingum hjálpað árið 2004. Í dag eru 900 fjölskyldur á skrá hjá Fjölskylduhjálpinni og í gær var um 90 fjölskyldum úthlutað matvælum en úthlutun þeirra fer fram hvern miðvikudag. Nú fyrir þessi jól ætlar Emmessís að gefa öllum skjólstæðingum ís og Ölgerðin jólaöl. Segir Ásgerður að þeim sé gefið kjöt fyrir jólin en það dugi ekki til. Í Kringlunni verður safnað jólapökkum undir jólatré skjólstæðinga eins og verið hefur undanfarin ár. Segir Ásgerður að fyrirtækin í landinu hafi reynst Fjölskylduhjálp- inni alveg frábærlega. Nefnir hún Mylluna, Ömmubakstur, Sölufélag garðyrkjumanna, Mjólkursamsöluna og Lýsingu sem gefi matvæli á hverj- um miðvikudegi. Jón Haukur heild- sali, Papco, Plastprent, Toppskórinn, Hagkaup og Dreifing hafa einnig reynst Fjölskylduhjálpinni vel. Segir Ásgerður að allur peningur sem komi inn til Fjölskylduhjálpar- innar fari í að kaupa bjúgu, kjötfars eða jafnvel fiskfars því það sé í raun það eina sem vanti. Einnig er sá pen- ingur notaður til að greiða sendibíla- og símakostnað. Baugur greiðir húsaleigu, rafmagn og hita fyrir Fjölskylduhjálpina. Þá vinna þar 10 konur í sjálfboðavinnu. Reikningur Fjölskylduhjálpar Ís- lands er 101-26-66090, kt. 660903- 2590 og liggur bókhald samtakanna frammi að Eskihlíð 2–4 þar sem Fjölskylduhjálpin er til húsa. Morgunblaðið/Þorkell Á myndinni eru frá vinstri Guðbjörg Pétursdóttir, gjaldkeri Fjölskylduhjálpar Íslands, Ragnheiður Elín Clausen, Guðrún Magnúsdóttir, Anna Auðunsdóttir, Ragna Rósantsdóttir, Anna Björgvinsdóttir og Ingibjörg Arelíusar- dóttir. Á myndina vantar Ásgerði Jónu Flosadóttur, formann Fjölskylduhjálpar Íslands, og Hildi Björk Jónsdóttur. Fátækt fólk er líka fólk
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.