Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 11

Morgunblaðið - 17.11.2005, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 11 FRÉTTIR BANKARÆNINGI var í Héraðs- dómi Reykjavíkur dæmdur í tveggja ára fangelsi vegna vopnaðs ráns sem framið var í útibúi Sparisjóðs Reykja- víkur og nágrennis við Hátún í janúar 2004 í félagi við annan mann. Hvorki hinn ræninginn né ránsfengurinn, 610 þúsund krónur, hafa fundist. Hilmar Ragnarsson, sem er rúm- lega fertugur, var að auki dæmdur til að greiða samtals tæplega 1,8 millj- ónir króna í skaðabætur og máls- kostnað. Hann fór við annan mann inn í útibú SPRON, með nælonsokk yfir höfði vopnaður rörbút. Báðir ræningjarnir hótuðu gjaldkerum líf- láti afhentu þeir ekki peninga, annar braut gler í gjaldkerastúku en hinn stökk upp á afgreiðsluborð og hrifs- aði peninga. Auk þess hótuðu mennirnir við- skiptavini sparisjóðsins með rörbútn- um svo hann óttaðist um líf sitt, og var Hilmar dæmdur til að greiða manninum 300 þúsund krónur, auk vaxta og dráttarvaxta vegna þess miska sem hann varð fyrir við ránið. Bankaræningjarnir tveir komust undan, annar á reiðhjóli en hinn hlaupandi, og fann lögregla nælon- sokk, hanska og annan fatnað sem þeir hentu frá sér á hlaupunum. Lífs- ýni í þessum fötum voru rannsökuð, og pössuðu þau við lífsýni sem tekið var úr Hilmari eftir að grunur féll á hann. Ófyrirleitið og vel skipulagt rán Hilmar neitaði sök, og bar því við að hann hafi verið í mikilli fíkniefna- neyslu á þessum tíma. Dómari taldi engu að síður sekt hans sannaða, og leit til þess við ákvörðun refsingar að ránið var framið á ófyrirleitinn hátt í félagi við annan mann. Það hafi verið vel skipulagt með það í huga að kom- ast yfir mikla fjármuni og tryggja undankomu ræningjanna, og ráns- fengurinn hafi ekki fundist. Auk hins tveggja ára fangelsis- dóms, og skaðabóta til viðskiptavinar bankans, var því Hilmari gert að greiða bankanum samtals rúmar 709 þúsund krónur með vöxtum og vaxta- vöxtum, vegna hins ófundna ráns- fengs og kostnaðar við áfallahjálp. Auk þess ber Hilmari að greiða rúm- lega 745 þúsund krónur í sakarkostn- að. Dóminn kvað upp Símon Sigvalda- son héraðsdómari. Kolbrún Sævars- dóttir saksóknari flutti málið fyrir hönd ákæruvaldsins, en skipaður verjandi Hilmars var Sigmundur Hannesson hrl. Bankaræningi dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir rán í SPRON Vitorðsmaður gengur enn laus ÞRÍR aðilar hafa óskað eftir viðræð- um við Reykjavíkurborg um kaup á lóðinni Borgartún 41, svokallaðri strætólóð, en áður hafði borgarráð samþykkt að fela borgarstjóra að ganga til viðræðna við Fasteigna- félagið Klasa hf., sem er dótturfyr- irtæki Íslandsbanka og Sjóvár. Auk Klasa hafa eftirtaldir sent borginni bréf vegna málsins: Þ.G. verktaka, forstjóri Eyktar ehf. og Guðmundur Kristinsson og Hörður Jónsson. Að sögn Steinunnar Valdísar Ósk- arsdóttur borgarstjóra eru viðræður við Klasa hafnar og þegar þeim lýk- ur mun hún gera borgarráði grein fyrir niðurstöðum þeirra. Þá verður þessum aðilum væntanlega svarað eða málið sett í einhvern farveg. Að- spurð um hvort þá muni koma til greina að ræða við aðilana þrjá segir Steinunn Valdís að sér þyki það ólík- legt, því áhugi sé á að leyfa Íslands- banka að byggja á lóðinni. Það sem um ræðir væri þá það svæði sem ekki fer undir starfsemi Íslands- banka og tengdra fyrirtækja. Fjórir lýsa sig tilbúna að byggja hús á lóð strætó Kringlunni – sími 581 2300 Jólagjafir Herra Peysur frá 6.190 Skyrtur frá 3.690 Polobolir frá 3.690 Treflar frá 2.490 Bindi 3.990 S í m i : 5 6 8 - 1 6 2 6 Stærðir 36-56 20% afsláttur af öllum peysum fimmtud. til sunnud. w w w . s t a s i a . i s Peysu dagar Ný FRANSA sending komin Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigi 5 • Sími 581 2141 20% afsláttur af öllum úlpum og kápum H V E R A F O L D 1 - 3 , G R A F A R V O G I • S Í M I 5 7 7 4 9 4 9 VERÐHRUN VEGNA BREYTINGA ÞRJÚ VERÐ 700 1500 4000 RÝMINGARSALA ALLT Á AÐ SELJAST Laugavegi 41, sími 561 4465. Opið mán.-föst. frá kl. 11-18, laugard. frá kl. 11-16. 3ja daga tilboð 35% afsláttur af öllum fatnaði Nýr Minimiser Skálastærðir: C-D 34-42 DD 34-40 Opið virka daga frá kl. 11-18, laugardaga frá kl. 11-15. undirfataverslun, Síðumúla 3, sími 553 7355. Bernharð Laxdal Jólastemning Glæsilegt úrval af sparidressum, stökum jökkum, selskapstoppum, selskapsbuxum, Ný sending 15% afsláttur fimmtudag og föstudag. Verið velkomnar Kaffi á könnunni og konfekt. ÖRYRKJABANDALAG Ís- lands hefur sent frá sér yfirlýs- ingu þar sem Öryrkjabandalag Íslands óskar aðilum vinnu- markaðarins til hamingju með samkomulag við ríkisstjórn Ís- lands sem staðfest var 15. þessa mánaðar og bæta mun kjör launþega og atvinnulausra. „Bandalagið fagnar tekju- tengingu atvinnuleysisbóta en minnir á að bætur almanna- trygginga eru tengdar tekjum með öfugum formerkjum sem veldur því að flestir öryrkjar lenda í fátæktargildru. Öryrkjabandalag Íslands tel- ur eftirtektarvert að ríkis- stjórnin ætli á næstunni að verja allt að 1,8 milljörðum króna til þess að létta örorku- byrði af lífeyrissjóðunum. Á sama tíma treysta stjórnvöld sér ekki til að efna samkomu- lagið við Öryrkjabandalag Ís- lands frá 25. mars 2003. Öryrkjabandalag Íslands skorar á ríkisstjórn Íslands að efna nú þegar það sem upp á vantar að samkomulagið hafi verið efnt og komast þannig hjá yfirvofandi málssókn sem mun hafa í för með sér álitshnekki fyrir stjórnvöld,“ að því er segir í yfirlýsingu. Öryrkja- bandalagið fagnar tekjutengingu

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.