Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 17.11.2005, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nýr og stærri Lexus IS 250 Bílar á morgun HEILDARAFLI íslenskra skipa í nýliðnum októbermánuði var tæp- lega 86.100 tonn og er það 50.100 tonna minni afli en í októbermán- uði 2004 en þá veiddust tæp 136.200 tonn. Milli októbermánaða 2004 og 2005 dróst verðmæti fisk- aflans saman um 13,9%, á föstu verði ársins 2003. Það sem af er árinu 2005 hefur verðmæti fiskafl- ans, á föstu verði ársins 2003, dregist saman um 2,1% miðað við 2004. Samkvæmt upplýsingum Hag- stofunnar var botnfiskafli 38.100 tonn samanborið við rúm 43.600 tonn í október 2004 og hefur því dregist saman um rúmlega 5.500 tonn. Af þorski bárust á land tæp- lega 17.100 tonn og er það tæpum 2.400 tonnum minna en í fyrra. Ýsuaflinn nam ríflega 9.200 tonn- um, tæpum 300 tonnum meira en 2004. Ufsaafli dróst verulega sam- an milli októbermánaða 2005 og 2004, nam rúmum 5.300 tonnum í ár sem er ríflega 3.100 tonnum minna en í fyrra. Flatfiskafli var rúm 1.400 tonn sem er samdráttur um ríflega 600 tonn frá 2004, þar af veiddust tæp 400 tonn af skarkola, tæp 400 tonn fengust einnig af grálúðu en á sama tíma í fyrra bárust á land rúmlega 600 tonn af grálúðu. Síldarafli var tæp 43.800 tonn og jókst um 6.300 tonn frá fyrra ári. Mikill samdráttur varð hins vegar í kolmunnaaflanum, en í ár bárust 1.700 tonn á land samanborið við tæp 51.600 tonn í fyrra. Skel- og krabbadýraafli var rúm 800 tonn og dróst saman um tæp 600 tonn frá 2004. Sem fyrr var samdrátturinn mestur í rækjuafla en rækjuaflinn nam rúmum 300 tonnum í ár samanborið við ríflega 600 tonn árið 2004. Að auki dróst kúfiskaflinn saman, var tæp 400 tonn í ár en vel yfir 600 tonn í fyrra. Heildarafli íslenskra skipa það sem af er árinu 2005 nam 1.497.400 tonnum og er það ríflega 7.800 tonna minni afli en á sama tímabili í fyrra. Botnfiskafli var 410.200 tonn og var það álíka mikill afli og árið áður. Flatfiskafli dróst saman, nam rúmum 24.000 tonnum í ár miðað við rúm 27.100 tonn árið 2004. Uppsjávarafli jókst hins veg- ar um tæp 12.900 tonn en skel- og krabbadýraafli var tæpum 16.900 tonnum minni í ár en í fyrra. Lítill fiskafli í október Kolmunnaafli nánast enginn nú en tæplega 52.000 tonn í október í fyrra       !  !" # $%! & ' !"  (!        )  +!,  -!   %!"  *.    /  ' '0          0 '   '    0            ''0 '0  0  ' 0   /   1 %! ' 1 %!  '             ' '0 0   ' 0 2 2  0  ' '            ' 2  2 0  ' 22 '         NÝTT skip, Franca Morte, sem hannað var af Ráðgarði Skiparáð- gjöf ehf. og smíðað af José Valina- skipasmíðastöðinni á Spáni fyrir Sociade de Pesca Miradouro í Aveiro hefur nú verið afhent í Portúgal. Skipið er frystitogari með tvö þilför. Mesta lengd er 73,80 metrar og breiddin er 14 metrar. Lestarrými er 1.600 rúmmetrar með allt að 30 stiga frosti. Aðalvél er MaK 3.920 hestöfl og niðurfærslugír er frá Volda. Þver- mál skrúfu er 3,8 metrar. Rúm er fyrir 34 skipverja í 18 klefum, setustofur eru tvær, tveir matsalir, 16 salerni og sturtur, tveggja manna sjúkraklefi og þvottahús, einnig er gufubað og íþróttasalur í skipinu. Skipið er búið þremur togvindum og einni netatromlu, smærri vind- um og þilfarskrönum. Í brú eru öll helztu fiskileitar- og siglingatæki og svipaða sögu er að segja af bún- aði á vinnsludekki. Ráðgarður hannar skip fyrir Portúgala ÚR VERINU FORMAÐUR Samiðnar sem átti sæti í endurskoð- unarnefnd ASÍ vegna kjarasamninganna, hafnaði samkomulagi um breytingar á kjarasamningum sem fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins undirrituðu á þriðjudag. Hann segir ekki nógu langt gengið í að rétta hlut þeirra sem orðið hafa fyrir kjararýrnun undanfarin tvö ár. Segist hann þeirrar skoðunar að ekki hefði átt að framlengja kjarasamninga miðað við það sem í boði var. Hefði hann heldur kosið að samningum yrði sagt upp. „Við vorum einir um þá skoðun,“ segir Finnbjörn Hermannsson, formaður Samiðnar, en í því aðild- arfélagi ASÍ eru um 8.000 manns sem starfa m.a. í málmiðnaði, byggingariðnaði, bílgreinum, netagerð, hárgreiðslu og garðyrkju. „Við teljum að það sem þessi sátt feli í sér sé ekki nóg til þess að rétta kjör okkar félagsmanna. Sérstaklega þeirra sem hafa orðið fyrir verulegri skerðingu á tímabilinu [sl. tvö ár]. Við töldum okkur hafa töluvert góða stöðu til að sækja meira og betra.“ Finnbjörn segist hafa viljað sjá að tekið yrði tillit til gagna kjararannsóknarnefndar sem sýnir að það sé stór hluti félagsmanna aðildarfélaga ASÍ sem hafa orðið fyrir kjararýrnun á tímabilinu. Sú niðurstaða sem nú liggi fyrir bæti það ekki upp. Skerðing á kjörum félagsmanna Samiðnar Spurður um hvort sú kjaraskerðing komi sérstak- lega við félagsmenn Samiðnar segir Finnbjörn: „Já, í málmiðnaði og byggingariðnaði hefur verið gegnd- arlaus innflutningur á erlendu vinnuafli sem er farinn að hafa veruleg áhrif á launakjör okkar félagsmanna. Þannig að það hefur ekki verið neitt launaskrið sem slíkt svo að menn hafa að stærstum hluta aðeins verið að fá umsamdar launahækkanir. Það er farið að bíta í afkomu þeirra heimila.“ Sú niðurstaða sem náðist í viðræðum ASÍ og SA á þriðjudag er endanleg, þ.e. ekki verður kosið um hana hjá aðildarfélögunum. Ár mun líða þar til samningar verða endurskoðaðir á ný. Þangað til er lítið annað að gera en að bíða. „Við getum í sjálfu sér ekkert annað gert, við lifum bara við þetta,“ segir Finnbjörn. Margt gott í samningunum Finnbjörn tekur fram að hann telji samningana nú hins vegar að ýmsu leyti jákvæða og góða. „Við erum ánægðir með að það skuli vera innspýting frá ríkinu inn í lífeyrissjóðakerfið hjá okkur því að við erum að búa til algjörlega tvö lífeyrissjóðakerfi í landinu eins og staðan er í dag. Við erum líka ánægðir með það fé sem sett verður í starfsmenntun og þó frumvarp til laga um starfsmannaleigur uppfylli engan veginn væntingar okkar er aðeins farið af stað. Þannig að þarna eru ljósir punktar sem við ætlum alls ekki að hallmæla.“ Á fundi miðstjórnar Samiðnar í gær var samþykkt ályktun þar sem bent er á að í landinu er mikið góð- æri en um 40% launþega búi við kaupmáttarskerðingu á sama tíma og stórir hópar eru að taka til sín miklar launahækkanir. Telur stjórnin að þakið á atvinnuleys- isbótum þurfi að vera hærra, inn í lög um starfs- mannaleigur komi skýr ákvæði um ábyrgð notenda- fyrirtækjanna og að tryggt verði að jafnræði verði milli lífeyrissjóða vegna fyrirhugaðrar þátttöku rík- isins í greiðslu örorkubóta. Þá segist miðstjórnin harma að ekki skuli vera samstaða innan ASÍ um að tryggja launafólki stærri hlut af góðærinu sem er í landinu. Hefði viljað að samn- ingum yrði sagt upp Innflutningur vinnuafls farinn að hafa áhrif á launakjör Eftir Sunnu Ósk Logadóttur sunna@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Finnbjörn A. Hermannsson, formaður Samiðnar, segir ekki nógu langt gengið í að rétta hlut þeirra sem orðið hafa fyrir kjararýrnun undanfarin tvö ár.  Prófaður í Róm

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.